Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 B 13 sneyðingu og pökkun telur hann alltof mikinn. „Þá finnst okkur flutningskostnaðurinn á mjólk- inni, sem við greiðum sjálfir, alltof hár. Við borgum í dag jafnmikið fyrir hvern lítra af mjólk héðan niður á Hvammstanga, sem er fimm kílómetra vegalengd, og við greiðum fyrir hvert kg. af fóður- bæti i flutningi alla leið frá Reykjavík. Ég held að það megi lagfæra ýmislegt í sambandi við kostnaðarþættina í mjólkurbú- skapnum. Við fáum til dæmis borgað meira fyrir mjólkina yfir vetrarmánuðina og þrátt fyrir hækkanir í vor fengum við 50 þús- und krónum minna fyrir mjólkina í júnímánuði síðastliðnum en fyrir maímánuð. Fallþungi ungnauta af GaJloway-kyni 200 kg Meðalnyt úr kú er um 4.000 lítr- ar á ári, en góð kýr gefur af sér allt að 5.000 til 6.000 lítra. Auk mjólkurbúskapar rækta þeir bræð- ur holdanaut og eru með gullfal- legar skepnur, blendinga af Jón í mjaltagryfjunni. Galloway-kyninu frá Hrísey. Nokkrir ungir tuddar um 20 mán- aða að aldri fara til slátrunar nú í haust og sögðu þeir fallþunga hvers þeirra u.þ.b. 200 kg. Þá hafa nokkrir kálfar gengið undir kú af sama kyni í sumar og það gefið góðan árangur, að þeirra sögn. Holdanautin sögðust þeir geyma í húsi, ekki taka áhættuna af að sleppa þeim, enda tarfar dyntóttir, þó ekki hafi þeir sýnt af sér að vera mannýgir innandyra. Þeir bræður hófu búskap árið 1973. Nýja hjarðfjósið byggðu þeir á árunum 1975 til 1979, en áður voru þeir með 22 kýr í tveimur fjósum. Friðrik sagði, að þeir hefðu byggt það sjálfir svo til einir, þannig að lán og styrkir hefðu dugað og vel það fyrir öllum efniskaupum. Á sama tíma og þeir byggðu fjósið reisti annar bróðir- inn, Jón, einbýlishús á jörðinni. — En hvað með vaxtabyrði? Nú fer hún illa með marga bændur, sem staðið hafa í stórframkvæmd- um eins og þið. „Vextirnir eru ekkert mál hjá okkur. Miðfjarð- aráin sér um vaxtabyrðina. Við eigum 56 einingar af 1.200 í veiði- réttindum og það stendur alveg undir vöxtum." Kúabúskapur betur á vegi staddur en kindabúskapur Varðandi afkomu almennt sagði Friðrik: „Ég tel að kúabúskapur sé betur á vegi staddur en kindabú- skapur. Það er alltof lítið gert til að selja kindakjöt, öll umræða er fremur andsnúin því. Við þurfum aðeins að líta á, hvernig staðið er að verki hjá svína-, og kjúklinga- bændum. Þeir standa sig vel í framleiðslu alls kyns skyndirétta og auglýsa sína vöru stöðugt. Ég held að það sé mjög hættulegt að fækka sauðfé meira en orðið er. Ef það er gert þá hrynja byggða- lögin, þvi bændur geta ekki lifað á minni búum en þeir reka nú. Ef þeir eru neyddir til þess þá hætta þeir frekar og það er lítið spenn- andi að búa í sveitum þar sem allt er að leggjast í auðn í kringum mann.“ Ókostir kúabúskapar hverfa með félagsbúskap Þeir bræður tóku fram í lokin að velgengni þeirra byggðist fyrst og fremst á því að ekkert óvænt hefði komið upp á, en í búskap mætti lítið bera út af til að strik kæmi í reikninginn. Þá sögðu þeir afkomuna ekki síst byggjast á því hversu mikið þeir hefðu unnið sjálfir við uppbygginguna. Aðal- kosturinn við félagsbúskap er að þeirra sögn sá, að þeir eru engan veginn eins bundnir og aðrir bændur sem reka kúabúskap. Þeir geta leyft sér að stunda aðra vinnu, auk þess sem unnt er að komast að heiman með fjölskylduna annað slagið, en ókosturinn við kúabú- skap mun heistur vera sá að sinna þarf kúm og mjalta kvölds og morgna, hvort sem á dagatalinum stendur mánudagur, sunnudagur eða hvaða annar dagur ársins sem rennur upp. Texti/FRÍÐA PROPPÉ Ljósm./MATTHÍAS PÉTURSSON gullfallegt postulínskaffistell með gyllingu. Sænsk gæðavara. Hafnarstræti 11 sími 13469 Verðlisti, október 1985 Ariston, kæliskápar án með Teg. Lítr. Hæð Br. Dýpt sölusk. sölusk. sm sm sm Kr. Kr. DF-230 230 139 55 58,5 14.570 18.210 (20.945) DF-280 280 160 55 60 15.345 19.180 (22.430) DF-330 330 165 60 60 18.520 23.150 (26.620) DF-330 3T 330 165 60 60 22.570 28.210 (32.445) MP-220 220 122 55 60 13.310 16.640 (19.130) ME-220 220 122 55 60 11.300 14.125 (17.495) ME-140 140 85 50 60 10.160 12.700 (14.600) Ariston, Combineraðir Kæli/Frystiskápar RF-290/80 280 155 55 60 19.405 24.255 (27.895) Rf-340 340 180 60 60 25.625 32.030 (36.840) Ariston, þvottavélar WM-800 TXDE 85 60 55 18.625 23.280 (26.775) WM-810 TXDE 85 60 55 18.675 23.345 (26.845) Kjölur sf. Hverfisgata 37, símar 21490 og 21846. Keflavík: Víkurbraut 13,92-2121.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.