Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
Atvinnumennska
aldrei verið
mitt markmið
Guðmundur til Sviss
Draumur margra knattspyrnu-
manna er að komast í atvinnu-
mennsku í íþrótt sinni. Guðmundur
fékk á dögunum tilboð um að koma
til Sviss og leika með 1. deildarfélag-
inu FC Baden en ákvað í fyrstu að
ganga ekki að tilboðinu. „Ég hef
aldrei haft það að markmiði að fara
út í atvinnumennsku," sagði Guð-
mundur í upphafi samtals okkar í
vikunni. „Ég fór á staðinn og kynnti
mér aðstæður hjá liðinu en eftir að
hafa íhugað málið hér heima ákvað
ég að sleppa þessu tækifæri þó til-
boðið hafi á margan hátt verið mjög
freistandi." Á föstudaginn hafði
formaður félagsins samband við
Guðmund að nýju, og breyttist þá
ýmislegt sem áður hafði staðið í
veginum fyrir samkomulagi. Guð-
mundur ákvað þá að taka tilboði
FC Baden og heldur til Sviss í dag,
sunnudag, og leikur að líkindum
fyrsta sinni með sínu nýja liði
næstkomandi miðvikudag í deildar-
keppninni.
Margar ástæður
Þér gekk geysilega vel í knattspyrn-
unni í sumar, Guðmundur. Eru ein
hverjar sérstakar ástæður fyrir því?
„Það eru vafalaust margar sam-
verkandi ástæður. Þetta er fyrsta
sumarið í alllangan tíma sem ég hef
getað verið með á fullu frá byrjun.
Ég get varla sagt að ég hafi náð
almennilegu keppnistfmabili sfðan
1980 — ég hef annað hvort verið
meiddur eða komið heim frá námi
á sumrin, þannig að það hefur verið
erfitt að ná sér almennilega á strik.
Nú, ég lék í framlfnunni í sumar —
í stöðu sem ég hef ekki leikið að
nokkru marki f langan tíma. Ég
held að ég hafi ekki verið í framlín-
unni síðan 1978. Þá var ég færður
aftur á miðjuna. Ég hef mest gaman
af því að vera frammi — þá getur
maður einbeitt sér óskiptur að sókn-
arleiknum sem er að mínu mati mín
sterkasta hlið.
Varnarátök ekki mín
sterkasta hlið
Enn ein ástæða er sú að ég er í
mjög góðu liði. Þarna eru menn
innan um sem hafa kosti til að bera
sem ég hef ekki — þ.e.a.s. eru gífur-
legir vinnuhestar. Við erum með
mjög góða vörn, mikla vinnuþjarka
á miðjunni og þeir létta mikið af
okkur varnarskyldunni þarna
frammi. Og það hefur komið mér
til góða því varnarátök hafa aldrei
verið mín sterka hlið. Ef ég get
sparað úthaldið í sóknarleikinn er
það af hinu góða. Mér hefur fundist
þróunin sfðustu ár vera sú að menn
hafa þurft að einbeita sér meira og
meira að varnarleiknum þannig að
sóknin hefur þurft að sitja á hakan-
um.“
Auðvelt að vera ungur
og efnilegur
Er þetta þitt besta sumar með Val
að þínu mati?
„Það er erfitt að meta það. Ég er
búinn að spila mjög lengi og kannski
búinn að gleyma fyrstu árunum.
Yfir þeim er samt viss ljómi í
mínum huga, sérstaklega vegna þess
að þá var maður ungur og hafði
allt að vinna. Það er mjög auðvelt
að vera ungur og efnilegur en erfið-
ara að fylgja því eftir í langan tíma.
Það er erfitt að segja til um það
hvort ég hafi leikið betur sem ein-
staklingur í sumar en á fyrstu árum
mínum — líka vegna þess að nú
hljóta menn að gera miklu meiri
kröfur til mín.“
Hvenær lékstu fyrst í meistara-
flokki?
„Ég spilaði tvo leiki sumarið 1974
- en var síðan snarlega kippt út
aftur!! Ég var þá 17 ára.“
Þá voru margir frægir kappar í lið-
inu...
„Já, já. Þá voru þarna menn eins
og Hemmi Gunn, Siggi Dags, Ingi
Björn, Bergsveinn Alfonsson og
fleiri sem maður hafði lengi fylgst
með og litið upp til. Fyrsta heila
sumarið mitt í flokknum, 1975, var
tiltölulega rólegt — það var breyt-
ingasumar hjá Valsliðinu. Strax
sumarið eftir var svo tónninn gefinn
og eftir það má segja að þetta hafi
verið stanslaus sigurganga hjá
okkur alveg fram til 1980. Það gekk
á ýmsu hjá okkur — bæði innan
vallar og utan.
Einsdæmi í íslenskum
fótbolta
Og ég held að Valsliðið sem upp-
hófst þarna ’76 og allt sem í kringum
það var sé algjört einsdæmi í is-
lenskum fótbolta. Það var bryddað
upp á mörgum nýjungum — sér-
staklega utan vallar. Það var mikið
um það að menn væru beðnir að
koma fram við ýmis tækifæri. Liðið
í heild kom t.d. fram á meira en
einni tfskusýningu. Ég man t.d. eftir
því að við komum fram á stórri
sýningu f Laugardalshöllinni,
Heimilissýningunni eða einhverju
slíku, og það vakti nú misjafnar
undirtektir meðal landsmanna —
andstæðinganna kannski helst!!
Skrautlegur
einkennisbúningur
Nú, það var reynt að koma til
móts við leikmenn í sambandi við
vinnutap og það var í fyrsta skipti
sem slíkt var gert hjá Val og ég
efast ekki um að það hafi verið í
fyrsta skipti hér á landi. Leikmenn
fengu einkennisbúninga — mættu í
jakkafötum á leiki. Og búningurinn
þetta árið var nú f skrautlegra lagi.
Jakkarnir voru ljósbláir, buxurnar
ljósdrapplitaðar og svo var bindið
valið á mjög sögulegan hátt! Það
kom í ljós að gleymst hafði að kaupa
bindi þannig að valinkunnur stjórn-
armaður úr Val og sportfatafram-
leiðandi (ég nefni engin nöfn en
fyrsti stafurinn er Henson) fór upp
í Álafoss þar sem verkefnið var að
velja bindi við þessi einstæðu jakka-
föt. Hann lofaði náttúrulega að
velja eitthvert fallegt bindi sem
passaði vel við — en áður en yfir
lauk ákvað hann að taka þá gerð
sem ekkert hafði selst af og enginn
vildi, en hann fékk hana náttúrulega
á mjög góðum kjörum! Það var
gulleitt, og búningnum því raöað
saman úr sitt hvorri áttinni."
Menn myndu sennilega ekki mæta
í slfkum búningi á leiki í dag!
„Ég er ansi hræddur um að mikið
þyrfti til að sannfæra menn aö
klæöast svona búningi aftur. En
árið eftir fengum við svo glæsileg
jakkaföt sem standa fyrir sínu enn
í dag! Menn nota þau nú varla leng-
ur en á þessum tíma sást varla
Valsmaður á balli öðru vísi en f
þessum fötum! Þetta voru líka úr-
valsföt, sérsaumuð í Karnabæ. Nú
eru þau kannski helst notuð í „minn-
ingarpartýum" um þetta tímabil!
En á þessum árum var mjög mikið
á dagskrá í kringum knattspyrnu-
liðin — sérstaklega Valsliðið held ég
aðégmegi segja."
Úr Þingholtunum
Guðmundur er úr Þingholtunum.
Bjó á Freyjugötunni til fimm ára
aldurs en eftir það á Bergsstaða-
strætinu ásamt foreldrum sfnum,
Þorbirni Guðmundssyni blaða-
manni og Sigurrós Sigurðardóttur,
og systurinni Kristjönu Rós. Hann
0 Íslandsmeisíarar Vals í 4.
flokki árið 1971. Fremsta röð
frá vinstri: Pétur Úlfar Ormselv,
Albert Guðmundsson, Atli Eðv-
aldsson og Guðmundur Þor-
björnsson fyrirliði. Miðröð frá
vinstri: Atli Olafsson, Guðmund-
ur Kjartansson, Karl Björnsson,
Óttar Sveinsson og Bjarni Harð-
arson. Efsta röð frá vinstri:
Helgi Loftsson þjálfari, Hilmar
Oddsson, Sverrir Gestsson,
Ólafur Runólfsson, Þorsteinn
Runólfsson og Björn Jónsson.
byrjaði mjög ungur í knattspyrn-
unni — og fór „að sjálfsögðu um
leið og aldur leyfði" í Val. „Sjö ára
ef ég man rétt.“ Guðmundur segir
frá því að mjög sterkur knatt-
spyrnu-kjarni hafi verið f hans
hverfi, og erfitt er að bera á moti
því: „Magnús Bergs og Pétur
Ormslev bjuggu t.d. þarna - og svo
Jón Gunnar, bróðir Magnúsar, og
Bergþór Magnússon (leikmaður
Vals). En Jón og Bergþór voru yngri
þannig að þeir fengu nú sjaldan aö
vera með! Síðan kynntumst við Atla
Eðvaldssyni og Albert Guðmunds-
syni mjög fljótlega, eftir að við fór-
um í Val.“
Mikil hugsjón
Guðmundur sagði að mikil hug-
sjón hefði verið hjá þessum drengj-
um í kringum íþróttina. „Það var
öllu fórnað fyrir fótboltann." Þau ár
sem Guðmundur var á eldra ári
yngri flokkanna voru lið hans sigur-
sæl. „Við urðum íslandsmeistarar í
fjórða flokki og f þriðja flokki —
og síðara árið f þriðja flokki unnum
við öll mót sem við tókum þátt í.
Þá lék ég með mönnum eins og Atla,
Albert, Guðmundi Kjartanssyni,
Pétri Ormslev og Óttari Sveins-
syni.“
Margir af þessum félögum Guð-
mundar hafa farið í atvinnu-
mennsku í knattspyrnu en ekki
hefur orðið af því hjá honum fyrr
en nú.
Atvinnumenska aldrei
verið markmiÖ
„Það hefur raunar aldrei verið
mitt markið að fara í atvinnu-
mennsku en hins vegar kom það
alltaf til greina ef tækifæri hefði
gefist á réttum tíma. Þegar ég var
að byrja f meistaraflokki átti ég
þess kost að fara út — fékk tilboð
frá liðum í Belgiu og Vestur-Þýska-
landi um að koma á reynsluæfingar,
en á þeim tfma vildi ég frekar klára
menntaskólann. Nú, sfðan byrjaði
ég f háskólanum og eftir að ég
byrjaði þar hugsaði ég ekki mikið
útí þetta — vildi klára það nám og
síðan fór ég út í framhaldsnám. Það
má segja að á þeim tima sem heppi-
legast hefði verið fyrir mig að fara
út hafi ég aldrei fengið tækifæri.
Árið sem ég kláraði háskólann sleit
ég t.d. liðbönd — það hefði verið sá
tími sem hentaði mér best. Sfðan
kemur þetta upp núna með liðið í
Sviss en a.m.k. að sinni ákvað ég
að fara ekki.“ (Eftir samtal okkar
breytti Guðmundur ákvörðun sinni,
eins og fram kemur í upphafi.)
Þarf ekki að hafa
fjárhagsáhyggjur
Þú hefur ekki litið öðruvísi á at-
vinnumennskuna en félagar þínir —
fundist þetta ekki beinlínis vera fyrir
Þig?
„Sko, þetta er í sjálfu sér harður
heimur en að sama skapi lærdóms-
ríkur — atvinnumennskan. Tfminn
sem strákarnir eru þarna á vafa-
laust eftir að koma þeim til góða.
Þeir koma t.d. vel undir sig fótunum
fjárhagslega. Verkfræðingur á Is-
landi hefur náttúrulega engin laun
miðað við það sem þessir drengir
hafa þann tfma sem þeir eru i þessu
(!) en hins vegar lft ég svo á að ég
þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur
fjárhagslega í framtíðinni, þannig
að ég hef ekki litið á knattspyrnuna
sem neinn bjargvætt fjárhagslega.
Því er hins vegar ekki að neita að
eftir sem áður er það mjög freist-
andi að fara út f atvinnumennsku
ef rétta tækifærið gefst. Fótbolta-
lega séð held ég hins vegar að ég
• Guðmundur og Atli Eðvalds-
son ásamt fyrirliða Vals og
landsliðsins, Jóhannesi, bróður
Atla, fyrir fyrsta leik strákanna
sumarið 1974.
líti þetta ekkert öðru vísi en aðrir.“
En segja má að þú hafir alltaf tekið
námið fram yfir fótboltann þegar
annað hefur þurft að víkja.
„Já, það má segja sem svo. Meðan
ég hef verið hér heima hefur þetta
stutt hvort annað í raun og veru en
gagnvart atvinnumennsku má segja
að ég hafi tekið námið framyfir —
þó án þess að hafa ekki löngun til
þess að fara út hefði ég átt þess
kost á réttum tíma.“
Langbesta viöurkenningin
Nú er talsvert liðið frá lokahófi L
deildarleikmanna í Broadway. Hvern-
ig liturðu á kjör þitt sem besta mann
Islandsmótsins svona þegar frá er
líðið?
„Eins og ég sagði áðan: Þegar
menn ná ákveðnum markmiðum ná
þeir þeim fyrir sjálfa sig — en
menn þarfnast líka viðurkenningar
fyrir það sem þeir eru að gera. Og
það er öllum heilbrigt að finna að
það sem þeir gera sé metið. Og að
fá þessa viðurkenningu frá and-
stæðingum sínum f knattspyrnu er
augljóslega langbesta viðurkenning
sem hægt er hlotnast. Þeir voru á
sama vettvangi og þú og þeir einir
geta í raun dæmt um þetta frá sama