Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÚDAGUR13. OKTÓBER1985
B 29
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
\uMimi*a'!vnrr'/.vi
Félagsmiðstöð í Vesturbæinn
Kæri Velvakandi.
í mörg ár höfum við Vestur-
bæingar beðið eftir félagsmiðstöð
— stað þar sem maður getur sest
niður, kjaftað við liðið, hlustað á
tónlist eða tekið í tölvuspil.
Það var ekki fyrr en núna í vor
að slíkur staður opnaði og stóðu
skátarnir í Vesturbænum að því.
Að vísu var opnun hans tíma-
skekkja, því að prófin voru alveg
að byrja. Þetta var ágætur staður,
að vísu ekki gallalaus en úr því
hefði verið auðvelt að bæta með
smá hugviti og peningum. Eftir
prófin var haldið alveg meirihátt-
ar ball og var ótrúlega margt fólk.
Á þeirri skemmtun var því lofað
að félagsmiðstöðin myndi opna
með haustinu. Nú er mánuður
síðan skólinn byrjaði og ekkert
hefur gerst. Hver er skýringin?
Vilja skátarnir ekki halda áfram
með félagsmiðstöðina nafnlausu
eða stendur á æskulýðsráði? Ég
veit að ný félagsmiðstöð opnar
eftir áramót í KR-heimilinu en
útaf hverju eru skátarnir ekki
látnir sjá um félagsmiðstöð þang-
að til og jafnvel lengur því að
starfsliðið sem var þar var alveg
frábært.
Leiðrétting
í bréfi til Velvakanda, sem birt-
ist sl. fimmtudag undir dulnefninu
„Athugull" urðu tvær villur. Þar
sagði m.a.: „Með okkur í broddi
fylkingar vinnst vonandi sá mál-
efnalegi sigur, sem ekki á sér hlið-
stæðu í íslenskum stjórnmálum."
Þessi setning átti að hljóða svo:
„Með Davíð Oddsson í broddi fylk-
ingar vinnst vonandi sá stjórn-
málalegi sigur sem ekki“ o.s.frv."
Þetta leiðréttist hér með.
Að lokum vil ég þakka skátunum
fyrir það sem þeir hafa gert fyrir
unglinga í Vesturbænum. Þeir
reyna þó, það er meira en Æsku-
lýðsráð gerir, því það virðist ein-
ungis hugsa um unglingana í
Breiðholtinu en gleyma okkur.
Ein af gleymdu unglingunum
íVesturbænum.
P.S. Þið sem eruð sammála mér,
látið endilega í ykkur heyra.
Kjósum þá sem af-
nema verðtrygginguna
Velvakandi:
Hver af stjórnmálaflokkunum
ætlar að taka af verðtryggingu
lána?
Við erum hér 8 saman og talið
berst að lánum og afborgunum.
Við eigum íbúðir, og erum af þeirri
kynslóð sem þurfti að hafa verð-
trygginguna á lánunum.
Við erum gjörsamlega að sligast
vegna afborgana af lífeyrissjóðs-
og húsnæðisstjórnarlánum.
Þessar lausnir sem átti að létta
greiðslubyrði okkar, sem voru
aukalán eða fleiri gjalddagar,
virka alls ekki. Það sér hver heil-
vita maður að þetta er ekki hægt
lengur. Smám saman ’-erður þessi
eign manns að engu.
Ætla ráðamenn þjóðarinnar
ekkert raunhæft að gera? Hvað
gerist ef megnið af þjóðinni fer
hreinlega á bæinn? Það verður svo
ef þetta heldur svona áfram.
Það virðist alveg vera sama hvað
mikið maður vinnur, endar ná ekki
saman.
Það er grátlegt að vita til þess
að þessir menn sem við stjórn-
völinn sitja, eru af þeirri kynslóð
að lánin þeirra minnka þegar af
þeim er borgað en okkar hækka
svo um munar. T.d. lán sem var
80.000 kr. árið 1981 er orðið 300.000
kr. í dag.
Við heitum á þann flokk sem
ætlar að fella niður þessa bölvuðu
verðtryggingu á lánin, að kjósa
hann og við vitum að við tölum
fyrir munn margra, og ef ekki
flestra af þessari kynslóð. Það
verður að gera eitthvað róttækt í
þessu áður en fólk hreinlega fer
yfirum af áhyggjum og striti.
Og hver tekur við þegar það
skeður? Er ekki betra að taka í
taumana áður?
Við vonumst til að fólk láti til
sín heyra um þetta og skorum á
ráðamenn að setjast niður og
íhuga þetta í alvöru.
Viðitta.
Erráðað setja naglaspýtur npp vlð gangbrantir.
Þungavinnuvélar
á annatímum
eru slysagildra
V.E.M., hringdi.
„Nú er nýlokið umferðarviku og
var hún orðin tímabær sakir
umferðarómenningarinnar sem
viðgengist hefur hér á landi um
langt skeið. Reyndar felst ég á orð
ólafs Jónssonar, framkvæmda-
stjóra vikunnar, að í raun ættu
umferðarvikurnar að vera 52 á ári.
En ástæða þess að ég læt í mér
heyra eru þversagnirnar í um-
ferðarörygginu. Meðan reynt er til
hins ýtrasta að vernda yngstu
kynslóðina fyrir misgóðum öku-
mönnum, og um það er vitaskuld
allt gott að segja, þá er þunga-
vinnuvélum hleypt út á göturnar
á helstu annatímum milli kl. 8 og
9 og 17 og 18. Þessar vélar komast
ekki yfir 15 kílómetra hraða á
klukkustund og myndast langar
bílaraðir fyrir aftan þær. Síðan
reyna menn að komast fram úr,
því fólk vill mæta á réttum tíma
til starfa. Þá skapast veruleg
slysahætta en á meðan þessu fer
fram sitja verðir laganna við veg-
arbrúnina og mæla hraða þeirra
sem framhjá fara.
Ég held þeir ættu frekar að snúa
sér að bílstórum þessara þunga-
vinnuvéla og reyna að koma reglu
á flutning þeirra um bæinn. Mér
þykir líklegast að ferðir þeirra séu
takmarkaðar samkvæmt lögum en
ef svo er ekki þá er full ástæða til
að hleypa þeim ekki út á göturnar
nema fyrir klukkan sjö á morgn-
ana og eftir kl. sjö á kvöldin."
Naglaspýtur við
gangbrautir
Jón Sævarsson, hringdi tp að
koma á framfæri tillögu til lausnar
á umferðarvandanum í höfuð-
borginni.
„Til að kenna ökumönnum í eitt
skipti fyrir öll að stöðva í hæfilegri
fjarlægð frá gangbrautum, er
hægt að tengja planka við tölvu-
búnað gönguljósanna, gegnum
rekinn af 4 tommu nöglum sem
vísa upp. Þegar rauða ljósið skín
rís plankinn upp úr götunni og ef
bílstjórarnir hætta sér of nærri,
springur á öllum dekkjum.
Vitaskuld er þetta hastarleg
aðferð til að kenna fólki jafn sjálf-
sagða kurteisi og að hleypa gang-
andi vegfarendum yfir götu. En
ef það gengur ekki með áróðri og
öðru slíku, verður að gripa til
örþrifaráða."
Öryggislæsing-
ar á skápa
Elsa hringdi:
Um daginn var spurt að því í
Velvakanda hvar fengjust örygg-
islæsingar á skápa. Ég veit til þess
að þeir fást í versluninni Glóey,
Ármúla 19.
Tire$tone
Frábær verö sem enginn annar
býður.
STÆRÐIR: VERÐ KR.:
145x12 .......... 2.647.-
155x12 .......... 2.773,-
135x13 .......... 2.350,-
145x13 .......... 2.588.-
155x13 .......... 2.725.-
165x13 .......... 2.997.-
165x14 .......... 3.073.-
175x14 .......... 3.532,-
185x14 .......... 3.906,-
135x15 .......... 2.538.-
145x15 .......... 2.877,-
165x15 .......... 3.422,-
HJÓLBARÐAVIÐGERÐ
KÓPAVOGS
SKEMMUVEGI 6, KÓPAVOGI
SÍMI 75135
SVIÐGERÐAR- OG
VATNSÞÉTTINGAR-
EFNI SEM GERA
MEIRA EN AD DUGA
THORITE
Framúrskarandi viðgerðar-
efni fyrir steypugalla.
Þannig sparar það bæði
tíma og fyrirhöfn við móta-
uppslátt ofl. Thorite er til-
valið til viðgerða á rennum ofl.
ACRYL60
Eftir blöndun hefur efnið
tvöfaldan þenslueiginleika,
tvöfaldan þrystieiginleika,
þrefaldan sveigjanleika og
áttfalda viðloðun miðað við
venjulega steypu.
WATERPLUG
Sementsefni sem stöðvar
rennandi vatn. Þenst út við
hörnun og rýrnar ekki.
Þetta efni er talið alger bylt
ing.
THOROGRIP
Thorogrip er sementsefni,
rýrnar ekki, fljótharðnandi.
Þenst út við þornun og er
ætlað til að festa ýmsa
málmhluti í stein og stein-
steypu.
IS steinprýði
P Stórhöfða 16, sími 83340 — 84780.
Stórhöfða 16, sími 83340 — 84780.
f