Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 B 5 Einn búninganna, sem sýndir verda á Broadway á þriðjudagskvöldið. Hárgreiðslusýn- ing í Broadway á þriðjudag HÁRGREIÐSLUSÝNING verður haldin á Broadway næstkomandi þriðjudagskvöld og hefst hún klukk- an 21. t>ar sýnir hópur hárgreiðslu- mcistara sem kennir sig við Inter- coffure, og sýndi í París í aprílmán- uði síðastliðnum. Á sýningunni á Broadway verða notaðir sömu búningar og notaðir voru í París, en þar vöktu þeir talsverða athygli eins og menn rekur minni til. Eyfirskar kon- ur í frí í lok kvennaáratugar Eyfirskar konur ákváðu að leggja sitt að mörkum vegna loka kvenna- áratugar Sameinuðu þjóðanna. Þær hófu undirbúning í október í fyrra og hafa þær gert ýmislegt á árinu og ætla að Ijúka kvennaáratugnum með því að taka sér frí frá störfum 24. október nk. Opið hús verður þann dag í Alþýðuhúsinu á Akureyri frá kl. 9.00 árdegis og fram eftir kvöldi. Þar verður fjölbreytt dagskrá með þátttöku kvenna víða úr Eyjafirði. Á dagskránni verður söngur, hljóðfæraleikur, upplestur, leik- þættir og fleira. Konurnar hyggj- ast ræða kjör sín á frídaginn og úrbætur þar sem þeirra er þörf. Til þess að vekja athygli á verk- um kvenna verða ýmsar sýningar í gangi á list kvenna, aðallega ey- firskra, 19.-24. október. Á sýning- unum munu konur einnig koma fram og flytja tónlist, lesa ljóð og fremja gjörninga. Fáskrúðsfjörður: Búið að salta í 7.000 tunnur * TJpy Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvotts. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco að enn betri og öruggari þvotttavél en áöur. Vélin vindur með allt að 1000 snúninga hraða á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverð orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Það talar sínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum. Fáskrúdsfirði 10. október. SALTAÐ hefur verið af fullum krafti á Fáskrúðsfirði í dag. í morgun kom Sólbog SU með 70 lestir af síld sem hún fékk út af Borgafirði eystri. Er þetta stór og falleg sfld og er hún söltuð hjá söltunarstöð Sólborgar hf. Seinnipartinn í dag kom svo Guðmundur Kristinn SU með 160 lestir sem hann hafði fengið norð- ur á Bakkaflóa. Aflann fékk hann i þrem köstum og úr síðasta kast- inu dældi hann 50 lestum í Snæ- fara RE og er hann kominn hingað líka. Verður saltað úr þessum bát- um hjá Pólarsíld hf. Guðmundur Kristinn er með kvóta tveggja báta og á hann nú eftir að veiða um 100 lestir. Heildarsöltun hér á staðnum er að nálgast 5.000 tunnur hjá báðum stöðvunum. Má því reikna með þegar þessari söltun líkur verði búið að salta í um 7.000 tunnur. Hér er besta veður í dag, logn og sólskin, en 7 stiga frost. — Albert HLJOÐLAT „OG AFKASTAMIKIL HORKUTOL FRA PHILCO Morgunblaíið/Albert Kemp Saltaö af fullum krafti í söltunarstöð Sólborgar á Fáskrúðsfirði. Stór og falleg sfld úr Sólborgu SU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.