Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
B 23
Hætti að syngja
og fór að hlúa að fátækum
Nafnið Nina van Pallandt
hljómar kannski ekki
kunnuglega, en þegar það er bara
„Nína og Frederik" þá eru eflaust
margir Islendingar sem taka við
sér.
Nína og Frederik voru vel
þekktir skemmtikraftar á árum
áður, ferðuðust víða, komu m.a.
fram á íslandi og gáfu út fjölda
hljómplatna.
En nú er býsna langt um liðið
síðan danska söngkonan Nína
hefur komið fram sem slík.
Hún hefur núna aðsetur í Los
Angeles og vinnur við það ásamt
vinkonu sinni Tanya Tull að veita
vannærðum og afskiptum börn-
um fátækrahverfanna nýja lífs-
möguleika.
Starfsemin fer fram í einu af
nöturlegri hverfum borgarinnar,
þar sem glæpir, fíkniefnaneysla
og vændi setja svip á fólk og
umhverfi. Að auki segir Nína að
þriðjungur þeirra fjölmörgu sem
ráfa um strætin heimilislausir
séu truflaðir á geðsmunum.
En Nína er orðin þekkt í hverf-
inu og fær að fara leiðar sinnar
í friði, hún er orðin kunn af
verkum sínum þarna fyrir þá
sem minnst mega sín.
NINA VAN PALLANDT
Lögreglan
á ferð
um
Skotland
Lögreglulið úr Kópavoginum
var um daginn í heimsókn
hjá lögreglunni í Glasgow sem tók
vel á móti starfsfélögum sinum og
sýndi hópnum vinnuaðstöðu sem
er næsta nýtilkomin. Þar var t.d.
hægt að sjá á 10 sjónvarpsskerm-
um umferðina um næstum alla
borgina og hvernig lögreglan
fylgdist með á töflum og radio-
samböndum en oft eru það upp í
3000 útköll sem berast á nóttu.
Þá flutti sérfræðingur erindi um
eiturlyfjaástandið í borginni og
miðlaði íslensku lögverndurunum
af kunnáttu sinni. Að lokum var
hópurinn leystur út með gjöfum.
Sævar Jóhannsson rannsóknarlögreglumaður afhendir lögreglustjóranum í
Glasgow gjöf.
Sæmundur Guðmundsson varðstjóri í Kópavogslögreglunni afhendir lög-
reglustjóranum í Glasgow gjöf.
Bangkok
Bangkok
Bangkok
Prófið eitthvað nýtt
Komiö viö hjá okkur í Síöumúla 3—5 og
bragöiö áframandi austurlenskum réttum.
Sjáumst
Bangkok,
Síðumúla 3—5.
Pantanir í síma
35708.
ÁVftXTUNSf^
LAUGAVEG 97 - 101 REYKJAVlK - SlMI 621660
Villist ekki í
frumskógi kjaraboða.
Ávöxtun sf. vísar veginn!
Óverðlregs
veoskulaat
Verðtryggð
veðskuldabréf
Ár Ávk 20% 28% Ár Ávk 4% 5%
1. 7,00 74,8 79,8 1 12,00 94,6 95,3
• 2. 8,00 66,1 72,5 2 12,50 90,9 92,0
3. 9,00 59,2 66,7 3 4 13,00 13,50 88,6 85,1
4. 10,00 53,8 62,0 5 14,00 81,6
5. 11,00 49,5 58,2 6 14,50 78,1
7 15,00 74,7
8 15,50 71,4
9 16,00 68,2
10 16,50 65,1
Fjármálaráðgjöf - Verðbréfamarkaður
Ávöxtunarþjónusta
AVOXTUNSfW
LAUGAVEG 97 - 101 REYKJAVlK - SlMI 621660