Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 Fisk- og grænmetishlaup Kona kom að máli við mig og bað mig að birta uppskriftir af fisk- og grænmetishlaupi. Henni þætti hlaup svo gott. Hún vildi helst hafa eitthvað einfalt og nota þá pakka, sem matarlím er í og sleppa við að nota matarlímsblöð. Matarlím fæst nú orðið víða í „duftformi" og finnst mörgum það hentugt. Ein tsk. af dufti jafngildir einu blaði af matarlími. Pakkar með hlaupi eru yfirilett ætlaðir til að nota eins og þeir koma fyrir, aðeins bæta í þá vatni, en þá má bæta á ýmsan hátt með því að setja í þá krydd, grænmeti, fisk og kjöt og nota þá soðið af þessum afurðum í stað vatns. Ég á það sameiginlegt með þessari konu, að mér finnst allt sem matarlím er í, mjög gott. Þegar ég var barn sótti ég í að tyggja matarlímsblöð og mér var leyft það. Sagt var að mig vantaði einhver efni sem væru í matarlíminu. Eitt er víst, mig „vantar" þau ekki lengur. Núna fyrir nokkrum árum langaði mig til að aðgæta hvort eitthvað væri eftir af þessari lyst minni. Ég stakk Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON upp í mig bita af matarlíms- blaði en var fljót að láta það út úr mér aftur, eða það sem vildi fara, sumt af því ætlaði ég ekki að geta losað úr munn- inum aftur. Þegar ég var að alast upp á Seyðisfirði, var algengt að konur drýgðu tekjur heimil- inna með því að þurrka sundmaga úr fiski. Konurnar fengu þá ókeypis, þvoðu í lækjum og hengdu til þerris á girðingar. Voru girðingar víða þaktar þessum hvítu sneplum. Mér var sagt að þetta væri ætlað til útflutnings og væri notað í matarlím. Fleira er þó notað til framleiðslu á matar- lími en sundmagar úr fiski. Þetta er protein sem unnið er úr dýrabandsvef, sinum, kjötbeinum, hófum o.fl. Einn- ig er þetta hleypiefni unnið úr ýmsum jurtum. Hlaup meö ýsu og rjóma Handa 3—4 500 g soðin ýsa 1 peli rjómi 1 dós sýröur rjómi V* tsk. pipar væn grein ferskt dill eða 2 tsk. þurrkað 1 pk. ljóst hlaup (buljong-gelé aspic 23 g) 1. Sjóðið ýsuna í litlu saltvatni, kælið og setjið í kvörn (mixara) eða merjið fínt með gaffii. 2. Leysið hlaupduftið upp í 4 dl af ýsu- soðinu. Látið kólna alveg án þess að hlaupa saman. Setjið pipar og dill út í. 4. Blandið saman ýsu, þeyttum rjóma, sýrðum rjóma og soðinu. Hellið í mót. Setjið í kæliskáp og látið stífna í minnst 6 klst. 5. Dýfið mótinu augnablik í sjóðandi vatn og hvolfið á fat. Meðlæti: Önnur tveggja sósa sem birt- ast hér á eftir, einnig tómatar, gúrkur, blaðsalat og ristað brauð. Þessi uppskrift er úr bók minni „220 gómsætir sjávarréttir". Ef ykkur finnst of mikið mál að raða þessu eins og hér segir má að sjálfsögðu setja allt í skál og hella safanum með matarlíminu yfir. Heilagfiski í tómathlaupi Handa 6 V6 kg beinlaust heilagfiski 2 dl vatn 3 dl mysa 2 tsk. gróft salt 'h lítri tómatdjús (juice) 1 lítill laukur 6 svört piparkorn 1 lárviðarlauf 7 blöð matarlím 100 g soðnar grænar baunir 1 dl makkarónur 4 harðsoðin egg 1. Hitið vatn, mysu og salt, sjóðið fiskinn í soðinu í 7—10 mínútur. Takið hann síðan upp úr og kælið. 2. Setjið tómatdjús í pott, setjið pipar- korn, laukinn í sneiðum og lárviðar- laufið út í og sjóðið í 5 mínútur. Síið tómatdjúsið síðan á sigti. 3. Sjóðið makkarónurnar í saltvatni, síið og kælið, síið baunirnar, harðsjóðið eggin, takið skurnina af þeim og kæl- ið, skerið síðan í sneiðar. 4. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 10 mínútur. Vindið síðan upp úr vatninu og bræðið í heitu tómatdjús- inu. Kælið, en látið ekki hlaupa sam- an. 5. Setjið 3 msk. af tómatdjúsinu í hringmót, stingið því í frystihólfið á kæliskápum og snöggkælið. Leggið eggin í sneiðum ofan á hlaupið og upp með börmunum að utanverðu. Raðið fiskfitunum ofan á eggin, hellið kældu tómatdjúsinu yfir fiskinn. Setjið aftur í frystihólfið, þar til þetta er hlaupið saman. Leggið þá grænu baunirnir á, hellið kældu soðinu yfir þær, kælið á ný, leggið makkarónurnar ofan á, hellið kældu soði yfir þær. Setjið í kæliskáp og látið stífna í 6 klst. 6. Skerið niður með börmum mótsins, dýfið síðan augnablik í sjóðandi vatn og hvolfið á fat. Meðlæti: önnur tveggja sósa, sem birt- ast hér síðast í þættinum. Einnig ristað brauð. Sprotakál (brokkoli) með eggjum og dökku hlaupi Handa 4 1 pk. hlaup (buljong-gelé aspic 23 g) 250 g sprotakál (má nota blómkál) 3egg 6 piparkorn 5 allrahandakorn (má sleppa) 1 lárviðarlauf 5 dl vatn 1 tsk. aromat 1. Sjóðið vatnið ásamt piparkornum, lárviðarlaufi og allrahandakornum. Leggið kálið í sjóðandi vatnið. Sjóðið við hægan hita í 7 mínútur. Takið upp úr soðinu og skerið 1 sundur í litla bita. 2. Harðsjóðið eggin, kælið og takið af þeim skurnina, skerið síðan í frekar stóra bita. 3. Setjið kálið og eggin í hringform eða annað hentugt form eða skál. 4. Leysið hlaupduftið upp í soðinu. Takið kryddið úr soðinu, setjið aromat út í. Hellið yfir kálið og eggin í forminu. Látið kólna en setjið síðan í kæliskáp og látið stífna i minnst 6 klst. 5. Skerið niður með hlaupinu með hníf. Dýfið forminu augnablik í sjóðandi vatn og hvolfið á fat. Meðlæti: Önnur tveggja sósa sem birt- ast hér síðast í þættinum og ristað brauð. Blaðlaukur með Ijósu hlaupi Handa 4 1 pk. hlaup (buljong-gelé aspic 23 g) 1 meðalstór blaðlaukur 6 svört piparkorn 1 lárviðarlauf (má sleppa) lh tsk. korianderkorn 1—2 tsk. sítrónusafi 5 dl vatn 1 tsk. fondor 1. Skerið ofan af blaðlauknum það sen. er gróft og ljótt. 2. Kljúfið laukinn og þvoið vel undir rennandi vatni. 3. Skerið síðan í u.þ.b. 4 sm þykkar sneiðar. 4. Hitið vatn ásamt piparkornum, kori- anderkornum, lárviðarlaufi og sítr- ónusafa. Látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. 5. Leggið blaðlaukssneiðarnar í vatnið og látið sjóða við hægan hita í 7 mín- útur. Takið þá blaðlaukinn upp úr vatninu með spaða og leggið í hring- form eða annað form sem ykkur hent- ar. 6. Síið soðið. Leysið síðan soðhlaupsduft- ið upp í vatninu og hellið yfir blað- laukinn. Látið kólna nokkuð en setjið síðan í kæliskáp og látið vera þar í minnst 6 klst. 7. Skerið niður með hlaupinu, dýfið síð- an augnablik í sjóðandi vatn og hvolf- ið á fat. Meðlæti: Önnur tveggja sósa sem birt- ast hér síðast í þættinum og ristað brauð. Sósa með fiski- eða grænmetishlaupi nr. I 1 dós sýrður rjómi 1 msk. olíusósa (mayonaise) 1 msk. sweet relish 1 msk. tómatsósa 5 dropar tabaskósósa Hrærið allt saman og setjið í skál. Sósa með fiski- eða grænmetishlaupi nr. II 4 dl súrmjólk 1 msk. olíusósa (mayonaise) 1 tsk. fiskkrydd (fish seasoning) 1 msk. smátt saxaður ferskur graslaukur eða 2 msk. þurrkaður 5 dropar tabaskósósa 1 tsk. karry 1. Síið súrmjólkina í kaffipappírspoka í 2—3 klst. 2. Hrærið súrmjólk og olíusósu saman, setjið síðan allt hitt saman við og hrærið saman. 3. Setjið í skál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.