Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 B 9 þessari raun hafi ekki aðeins haldið félagslegum sessi Vals heldur gert hann ennþá meiri. Við sýndum þarna hvers við vorum megnugir í mjögerfiðri stöðu. Varðandi vinnuna stefni ég fyrst og fremst að því að hafa gaman af því sem ég er að gera,“ sagði Guð- mundur. „Ef ég finn einhvern tíma að ég hafi það ekki þá er ég ákveðinn f því að láta þar staðar numið og leita nýrra leiða. Ég á í sjálfu sér engin skilgreind markmið en ég vil gera vel bæði faglega og efnalega - það er ekkert leyndarmál — og ég mun reyna að flétta það saman svo vel fari. Ég hugsa fyrst og fremst um það að hafa gaman af vinnunni og tryggja mér fjárhagslegt sjálf- stæði — og geta sinnt fjölskyldunni í framtíðinni." Hvet alla til aÖ eignast barn! Guðmundur og Jóhanna eignuðust sitt fyrsta barn í sumar eins og áöur sagði. Ég spurði hvernig tilfínning það hefði verið. „Oh, alveg hreint ólýsanleg. Það að eignast barn er hlutur sem ég hvet alla til að takast á hendur! Ég var viðstaddur fæðinguna og það verður alltaf eftirminnilegasta stund lífs míns. Og síðan má segja að tíminn með litlu dótturinni hafi verið ein samfelld gleðistund." Hún hefur breytt miklu í ykkar lífi. „Já, hún hefur náttúrulega gert það. Fram að þessu hefur maður verið frjáls og tiltölulega óháður en þarna er allt í einu komin ábyrgð sem maður getur ekki vikist undan - og vill náttúrulega ekki víkjast undan. Maður verður að miða allar sínar áætlanir við þennan þriðja meðlim í fjölskyldunni. Auk þess breytir þetta manni sjálfum — maður verður mun fórnfúsari og skilningsríkari og umburðarlynd- ari. Það er engin spurning. Engin sjón fallegri Ég held að engin sjón sé fallegri en að horfa á svona lítinn, saklausan krakka sem veit ekkert illt. Sefur bara sínum saklausa svefni. Eða horfa á forvitin augun þegar þau glápa eitthvað út í loftið. Það er dásamlegt — þú ættir að reyna þetta!“ Segðu mér eitt — ertu alltaf í góðu skapi? „Nei, alls ekki alltaf. Hins vegar tel ég mig vera skapgóðan. Skapið fer annars mikið eftir gengi mínu í hverju því verkefni sem ég er að fást í hvert skipti. Ef maður nær ein- hverjum markmiðum er maður í góðu skapi — léttur og hress, en... Já, ég held ég megi telja mig frekar léttan!“ Ég hef aldrei séð þig með fýlusvip. „Nei, ég hef reyndar mjög gaman að því að gera að gamni mínu og oft um of! Það hefur stundum komið mér í koll — ég hef þóst vera að segja mjög hnittna brandarar eða komið með „skemmtilegar“ athuga- semdir á viðkvæmum augnablikum sem hafa fallið í miður góðan jarð- veg. Og kannski verið vandræðaleg fyrir mig og þá sem ég er með. Annaö hvort er húmorinn svona lélegur hjá mér eða atvikin lýsa þeim sem taka því svona illa sem maður er að skella fram — ef þetta endar með ósköpum!" Hef gífurlegan áhuga á fotbolta Þegar þú leggur skóna á hilluna — geturðu þá hugsað þér að starfa áfram í tengslum við fótboltann, sem þjálfari eða við stjórnarstörf? „Já, já. Ég hef gífurlegan áhuga á fótbolta, bæði leiknum sjálfum og öllu sem snýst í kringum hann og ég hef mikinn áhuga fyrir tengslum við knattspyrnuna áfram jafnvel þó ég hætti að spila. Og ég vona að þeir félagar sem ég hef verið með í þessu í gegnum árin hafi sömu við- horf, þannig að við getum haldið hópinn áfram á öðrum vettvangi en þó tengdum knattspyrnunni. Það er eitthvað sem heillar alltaf í sam- bandi við fótboltann og ég efast um að ég geti slitið mig frá honum lengi. Svo er ég náttúrulega gífur- legur Valsmaður og ég er hræddur um að hjartað yrði ansi meyrt ef ég yrði beðinn að hjálpa til á öðrum vettvangi." Leiðrétting: ár I dráttarbraut á Seyðisfirði Seyöisfiröi. 5. október. í síðustu viku var tekinn upp 1 dráttarbraut Vélsmiðju Seyð- isfjarðar trébáturinn Þorsteinn GK 15, sem gerður er út frá Raufarhöfn. Báturinn er rúm 50 tonn og á að skipta um vél í honum. Dráttarbrautin hefur ekki verið notuð undanfarinn áratug, sökum þess að Vél- smiðja Seyðisfjarðar hefur verið í nýsmíðum. Áður fyrr voru þar teknir upp bátar allt að 120 tonn að stærð K.A. Morgunblaðið/Kjartan Aðalateinsson Borgfirðinga- félagið hefur ekki skipt um nafn I tilkynningu í Dagbók Morgun- blaðsins í gær varð meinleg brenglun á nafni Borgfirðingafé- lagsins í Reykjavík. Einhverra hluta vegna var félagið nefnt Barnavemdarfélagið í Reykjavík. Þetta leiðréttist hér með og það er áréttað að fyrsta félagsvist vetr- arins verður spiluð í dag, sunnu-. dag, og hefst kl. 14 í Nýja dans- skólanum, Ármúla 17a. * s\, *»♦ 1. MÓTORSTILLING 2. SKIPT UM KERTI 3. SKIPT UM PLATÍNUR 4. SKIPT UM BENSÍNSÍU 5. ATHUGA BLÖNDUNG 6. SKIPT UM VIFTUREIM 7. MÆLA HLEÐSLU 8. HREINSA OG SMYRjA RAFGEYMISPÓLA 9. SETjA ÍSVARA Á RÚÐUSPRAUTUR 10. STILLA RÚÐUSPRAUTUR 11. ATHUGA ÖLLLjÓS 12. LjÓSASTILLING 13. MÆLA FROSTPOL KÆLIVÖKVA 14. ATHUGA FjAÐRABÚNAÐ 15. ATHUGA STÝRISBÚNAÐ 16. ATHUGA HEMLA 17. ATHUGA HANDHEMIL 18. ATHUGA PÚSTRÖR 19. ATHUGA DRIFSKAFT OG HjÖRULIÐI 20. SMYRjA HURÐARLÆSINGAR INNIFALIÐ í VERÐI: VINNA. KERTI, PUTÍNUR, BENSÍNSÍA, VIFTUREIM, ÍSVARI Á RÚÐUSPRAUTUR. TOYOTA Nybylavegi 8 200 Kópavogi S 91-44144

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.