Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985
I
Svavar A. Jónsson
„Konur þurfa fyrst
af öllu að skapa sér
sína eigin sjálfsvitund"
Viðtal við Ólöfu Ólafsdóttur guðfræðinema
ólöf Ólafsdóttir, á fjórða ári í
Kuðfræði, má búast við að ljúka
náminu eftir 2 ár, skrifaði ég
efst á blaðið meðan ég beið eftir
kaffinu uppi i Kapellulofti,
heittelskaðri kaffistofu guð-
fræðideildarinnar. Við ólöf vor-
um þar einar, enda áliðið dags og
örtröðin búin. Ég hafði pantað
viðtal við hana eldsnemma um
morguninn, samkvæmt þeirri
reynslu að helzt er að ná í fólk
snemma á morgnana og seint á
kvöldin. Skelfileg reynsla. En
þegar við rekjum hvor annarri
feril dagsins kemur í ljós að ég
hefði náð í hana heima fram eft-
ir degi, eftir að hún var búin að
fara í sund. Þá kom hún heim,
hitaði sér súkkulaði, sveipaði um
sig teppi og fór að lesa trúfræði.
Svo fór hún í tíma.
Ólöf er stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík, giftist
ung og eignaðist 3 drengi. Hún
missti mann sinn þegar synir
þeirra voru mjög ungir. Þá hóf
hún nám í Kennaraskólanum en
fór ekki til kennslu að námi
loknu heldur til starfa í Bóka-
verzlun Snæbjarnar, þar sem
hún er einn af eigendum. Og
fyrir 3 árum hóf hún guðfræði-
nám, 54 ára gömul.
Hvað hafðirðu í huga að við
spjölluðum um? spyr hún. Fyrir-
gefðu að ég fór að þvo upp meðan
ég hellti upp á könnuna. Við
byrjum að spjalla um það, hvað
heimilisstörf taki langan tíma,
en séu raunar skemmtileg ef þau
eru unnin með öðrum. Eg vildi
geta notað minni tíma til heimil-
isstarfa, heldur Ólöf áfram. En
ég get helzt ekki hugsað mér að
setjast niður og lesa nema hafa
sæmilega huggulegt í kring um
mig. Ég vildi geta hugsað öðru-
vísi.
Ég segist hafa haft í huga að
við spjölluðum um guðfræði-
námið hennar og svo um það,
sem gerist i lífi allra við og við,
að finnast lífið ekkert sérstakt.
Og ég útskýri fyrir henni hug-
myndir mínar um að þau, sem
eru upplitsdjörf í bili, hljóti að
uppörva hin, sem ekki finnst
sérlega til um sig þá stundina, og
hvað hollt sé að hugleiða þetta í
haustkyrrðinni.
Vanmat á heim-
ilisstörfum
ólöf skilur umræðuefnið
strax. Ég kynntist því í sumar
þegar ég vann á einni af geð-
deildum sjúkrahúsanna i sam-
bandi við námið, hvað margt
fólk er þjakað af lífsleiða. Það er
svo bugað af honum að það lang-
ar helzt af öllu til að deyja. Þá
vildi maður geta gefið því af trú
sinni á lífið, sína eigin lífslöngun
og gleði. Margar miðaldra konur
hafa orðið illilega fyrir barðinu
á þjóðfélaginu. Þær hafa verið
góðar mæður, frábærar hús-
mæður og eiga ómetanlega
reynslu og hafa kannski skilað
þjóðfélaginu fjölda efnilegra
borgara. En þessi reynsla þeirra
er einskis metin. Samfélagið
metur heimilisstörf einskis. Eins
og sést á því að það þykir i frá-
sögur færandi og afrek að fá
metið starf húsmóður til ein-
hvers lítilræðis á vinnumarkað-
inum. Kannski er það vegna þess
að konur vinna þessi störf. Og
kannski þarf að fela körlum þau
til þess að þau verði metin til
virðingar og fjár. Starfið, sem ég
vann í sumar, er t.d. metið á
lægsta taxta Sóknar. Launin
náðu ekki 15 þúsund krónum en
hafa tosazt aðeins upp fyrir 15
þúsund núna. Þó hef ég stjórnað
heimili i 30 ár. Og starfið, sem ég
vann í sjúkrahúsinu er umönn-
unarstarf, sem er unnið fyrir
sjúkt fólk og gerir miklar kröfur
til þeirra, sem vinna það. Það er
alltof lítið um það talað hverjum
bolabrögðum er beitt við konur.
Mér finnst það hræðilegt að
rosknar konur, sem hafa verið
húsmæður á heimilum sínum,
þurfa svo aö fara eldsnemma á
morgnana til illa launaðrar
vinnu. Þjóðfélagið á að meta þær
mikils sem fyrrverandi húsmæð-
ur og veita þeim heiðurslaun.
Þær hafa unnið til eftirlauna ef
nokkur hefur gert það.
Heldurðu að þjóðfélagið hafi þá
peninga, sem þarf til þess?
Já, já. Það má draga úr bruðli
og veizluhöldum. Og þessar kon-
ur hafa sparað þjóðfélaginu
stórfé með því að vinna heima á
Ólöf Ólafsdóttir guðfræðinemi
heimilunum. Og konur eiga að
hafa meiri möguleika til endur-
menntunar þegar þær hafa lokið
uppeldisstörfum. öldungadeild-
irnar eru ágætar en þær miðast
fyrst og fremst við áframhald-
andi nám. Mér finnst nýju
möguleikarnir í Verzlunarskól-
anum góðir, að geta endur-
menntazt til skrifstofustarfa og
farið strax út á vinnumarkaðinn.
Margir fleiri möguleikar þyrftu
að vera fyrir hendi til að nýta
hæfileika og reynslu þessara
kvenna, sem eru sumar hverjar
orðnar nánast sérfræðingar á
mörgum sviðum, t.d. í allri með-
ferð fjármála heimilisins og
stjórnun. Þessi skrifstofuend-
urmenntun er nauðsynleg því að
miðaldra konur eiga erfitt með
að komast að í fyrirtækjum.
Framkvæmdastjórarnir, sem
eru oftast karlmenn, verða alltaf
yngri og yngri og vilja ekki hafa
miðaldra konur í vinnu. Það er
verðugt verkefni fyrir jafnrétt-
isráð og alla að fylgjast með
þróun mála á þessu sviði. Ég er
hrædd um að hún sé neikvæð í
meira lagi.
Hvað telur þú að konur eigi að
gera til að bæta úr sínum eigin
málum?
Konur þurfa fyrst af Öllu að
skapa sér sína eigin sjálfsvitund.
Ég er að leita svara við spurningum barnsins — ég finn hönd Guðs að
starfi í lífi mínu — ég á mína framtíðardrauma en varpa áyggjum um það
yfir á hann.
Konur beita eiginmönnum sín-
um svo oft fyrir sig, hafa sjálfar
metnaö og skoðanir en bera þær
ekki fram utan heimilisins held-
ur láta menn sína um það. En
konur geta ekki lifað lífi sínu
gegrum aðra. Ég held að það sé
nauðsynlegt fyrir allar konur að
vera einhvern tíma einar. Giftar
konur gera sér enga grein fyrir
því, hvað það er að vera einstæð
kona í þjóðfélaginu. Margar kon-
ur fara beint úr föðurhúsum í
hjónaband. Ég held það sé nauð-
synlegt fyrir ungt fólk að hafa
fjárhagsmöguleika til að búa eitt
í litlum íbúðum um tíma en
þurfa ekki að hendast strax i
hjónaband. Ég ætla ekki að gera
lítið úr vana og tilfinningum
hjónabandsins. En margar kon-
ur hafa vanizt því svo mikið að
líta á sjálfar sig með augum eig-
inmanna sinna að þær sjá sjálf-
ar sig alltaf sem hluta af þeim
og brotna niður, ef þeir vilja ekki
lengur búa með þeim. Sjálfs-
mynd konu má ekki vera sú
mynd ein, sem þessi eini maður
hefur af henni, svo að allt bresti
ef hann hafnar henni.
Við höfum áhyggjur af unga
fólkinu, sem hleypur hvert frá
öðru. En það er miklu meira
áhyggjuefni þegar fólk skilur
eftir 20 ára hjónaband. Margir
fullorðnir tapa áttum á miðjum
aldri. Margar miðaldra konur
eiga við margvíslegan vanda að
striða og halda að þær einar eigi
í þessum erfiðleikum. Þær geta
ekki sofið af áhyggjum og fara
þá kannski að drekka eða taka
lyf. Þær verða að fá að vita að
fjölmargir eiga við sama vanda
að stríða. Og þær verða að fá að
tala við einhvern um þetta allt,
og umfram allt að vita að hægt
sé að finna lausn á málinu.
Hvað finnst þér sjálfri um að
vera miðaldra?
Ég verð stundum að minna
sjálfa mig á það. Því mér finnst
ég alltaf vera ung. Þegar ég var
fimmtug sagði ég við sjálfa mig:
Hvað ætlarðu að gera við árin,
sem þú átt hugsanlega eftir,
kannski 40 ár? Meðalaldur ís-
lenzkra kvenna er 80 ár. Og ég er
komin af langlífu fólki, móðir
mín varð 93 ára. Mér finnst lífið
æ dýrmætara eftir því sem á
ævina líður. Ég þakka skaparan-
um hvern dag. Hver dagur er
fullur af fyrirheitum og lífsleiði
er hræðileg sóun á verðmætum.
Ég veit að hræðsla er rauði þráð-
urinn í lífsviðhorfi margra. Fjöl-
miðlarnir eiga sina sök á því.
Sumir verða svo óttaslegnir eftir
að hafa horft á myndirnar í
sjónvarpinu að þeir geta ekki
sofið og brotna niður andlega.
Það þarf að segja meira frá því,
sem er fagurt og gott í mannlíf-
inu. Það er til svo mikið af góðu
fólki. Ekkert haggar innri ró
þess og hamingju. Það hefur
varðveitt með sér sakleysi, trú-
artraust og hrifnæmi barnsins.
Mér finnst gott að fá að leggja
rækt við barnið I sjálfri mér og
traustið á föðurumsjón Guðs
þegar ég er orðin miðaldra.
Hvað lá að baki því að þú fórst
að læra guðfræði og hvers vænt-
irðu, svo að ég beri fram mikla
spurningu í fáum orðum?
Mér finnst allt mitt líf hafa
verið undirbúningur undir það
að fara í guðfræðinám. Þegar ég
var barn hugsaði ég mikið um
þetta allt. Ég er núna að leita
svara við spurningum barnsins
og ýmsu, sem mér fannst áfátt í
kirkjunni. Allt stefndi að því að
ég læsi guðfræði og fengi svör.
Ef ég má vera hátíðleg vil ég
segja að ég finn hönd Guðs að
starfi í lífi mínu. Ég á mína
drauma um framtíðina, hef ýms-
ar ungæðislegar óskir, vonir og
langanir til að breyta. En ég
varpa áhyggjum af því yfir á
Hann. Hann finnur eitthvert
starf fyrir mig þegar að því kem-
ur. Ég hugsa með sjálfri mér:
Hvaða gildismat hef ég? Hvað
hef ég í farangrinum þegar lík-
amsþrótturinn þverr og ég get
ekki lengur farið minna ferða
eins og mér sýnist? Þegar þar að
kemur vona ég innilega að ég
eigi fjársjóði hugans.
Klukkan er orðin 7 og við eig-
um báðar eftir að komast heim,
elda kvöldmat og hyggja að
ýmsu. Ég hugsa með sjálfri mér
að ekki muni ég hafa rúm fyrir
útskýringarnar hans Tim La-
haye á 10 ráðunum hans til gleði,
sem ég ætlaði að láta fylgja við-
talinu hennar Ólafar. Én það
bíður. Ólöf hefur sjálf gefið
okkur ráð, sem við þurfum næði
til að íhuga.
Stúlkurnar úr Breiðholtinu ferðbúnar fyrir aftan rútuna.
KFUK-stúlknamót í Danmörku:
29 stúlkur fóru frá íslandi
NORRÆNT KFUK-stúlknamót
var haldið í Danniörku í sumar
og fóru 29 stúlkur frá íslandi
ásamt fjórum starfsmönnum í
unglingadeild KFUK í Breið-
holti.
Löndin skiptast á að halda
þessi mót og er tilgangurinn sá
að efia samskipti þjóðanna á
kristilegum grundvelli og voru
meðal annars stundaðar íþróttir,
leikir auk annarra fróðlegra
viðfangsefna. Fariö var í útilegur
og sofið á dönskum bóndabæ
eina nótt við hinar frumstæðustu
aðstæður.
Dagarnir hófust með fánahyll-
ingu og hressingu. Síðan var safn-
ast saman og lesið í Biblíunni og
þátttakendum var skipt niður í
umræðuhópa og andleg málefni
rædd. Haldnar voru kvöldvökur í
umsjá þátttakenda, sem vöktu
mikla kátínu. Kvöldin enduðu síð-
an með hugvekju.
Ferðinni lauk með vikudvöl í
Kaupmannahöfn. Farið var í skoð-
unarferðir og ýmislegt sér til
gamans gert. Meðal annars var
skemmtigarðurinn Tívolí heim-
sóttur.