Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 B 11 Rétturinn til aö vera bara neytandi, til aö láta sér á sama standa og hugsa ekki einu sinni, var trúarjátning sem haföi ekki áöur heyrst í Þýska- landi Sjá: AXEL SPRINGER HATTERNI Óhugnan- lega sóma- kær þjóð Hún er ung vændiskona, dálít- ið taugaóstyrk og kynnir sig með eftirfarandi hætti: „Langar þig að vita hvað ég heiti? Ég heiti Shanghai. Mér finnst nafnið Shanghai mjög eggjandi." Kommúnistastjórnin í Kína er á öndverðum meiði. Shanghai hefur nýlega afplánað hálfs árs fangels- isvist fyrir vændi. „Verðirnir börðu mig í fangelsinu. Þeir berja hvern sem er,“ segir hún. „Vinur- inn“ sem staðinn var að verki með henni var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hann er ennþá bak við lás og slá. Ungt fólk í Kína lætur oft í ljósi óánægju með afstöðu stjórnvalda til ásta og kynlífs og finnst hún alltof ströng og jaðra við þrá- hyggju. Ungur maður sem á tiltölulega efnaða foreldra segir eftirfarandi: „Ég var rekinn úr háskólanum fyrir að hafa látið slökkva ljósin á balli. Það er harðbannað í Kína, enda þótt maður sé alklæddur og geri ekkert annað en að dansa." Og hann fer hjá sér og flissar, en síðan þyngist á honum brúnin og hann bætir við: „Nú er ég kominn á skrá hjá lögreglunni og stimplað- ur sem vandræðagemlingur í hverfinu mínu. Allt út af einum dansi." Strax eftir að Maó formaður innleiddi kommúnismann í Kína voru sett sérstök hjúskaparlög. Samkvæmt þeim var fólki tryggt frelsi til hjúskapar, en hjákonu- hald og barnagiftingar bannaðar. Frá fornu fari hafði það tíðkast að fjölskylda brúðguma reiddi fram fjárupphæð er fólk gekk í hjónaband en með tilkomu hjú- skaparlaganna árið 1950 þótti slík ráðabreytni óæskileg. Notkun getnaðarvarna breiddist út og Maóistar fögnuðu frelsun konunn- ar með slagorðinu „Konur halda uppi hálfum himninum". Arið 1983 hófu stjórnvöld í Kína víðtæka baráttu gegn glæpum. Af því tilefni var lögum breytt í þá veru að dauðadómur lá við því ef menn stuðluðu að því að konur stunduðu vændislifnað í ábata- skyni. Þá er fólki líka óheimilt að hafa kynmök fyrir hjónaband. Ef það er staðið að verki geta báðir aðilar átt á hættu að missa atvinnu sína. Á kvöldin hlusta sumir á vestræna tónlist af tónbönndum sem oft er smyglað frá Vesturlönd- um. Fyrir kemur að fóik hittist og taki dansspor ýmist heima hjá sér eða á vinnustöðum. En það getur líka verið áhættu- samt. Fyrir skömmu var efnt til opinbers dansleiks í Yangshuo, sem er lítill bær við fljótið Li í Guanxi-héraði. Dansleikurinn fór fram í körfuboltasal skóla nokk- urs. Rúmlega 150 manns keyptu sér aðgöngumiða, en langflestir sátu bara sem fastast og hlýddu á tónlistina úr hálfbiluðum hátölur- unum. Aðeins tvö danspör voru á gólfinu — tvenn stúlkuj)ör. - RICHARD S. EHRLICHH MORÐ & GRIPDEILDIR Frjálst framtak í Sovét Axarmorðið í Saratov hafði flest til að bera, sem „prýða má góðan glæp“: Spillta lögreglu- menn, leigumorðingja, stórkost- legt svindl og svartamarkaðs- brask, lúxusvillu, sem reist var fyrir illa fengið fé, og átök milli glæpamanna. í maí síðastliðnum fannst slátr- ari nokkur í bænum Saratov í Mið-Rússlandi dauður í glæsivagni sínum af Volga-gerð. Hét hann Akchurin og hafði þrisvar sinnum setið í fangelsi fyrir minniháttar afbrot en virðist þrátt fyrir það að hafa vegnað vel í þessu lífi. Hann átti tveggja hæða villu á Volgubökkum og nokkra bíla en það er íburður, sem venjulegir rússneskir slátrar láta sig ekki einu sinni dreyma um. Akchurin hafði verið myrtur á hinn hroða- legasta hátt með kjötöxi. Síðastliðin 11 ár hafði Akchurin unnið á kjötmarkaðnum í bænum en um kjötútvegunina fyrir hann sá skrifstofa, sem fékk kjötið frá bændum á samyrkjubúunum, af einkaskikunum, sem þeim er leyft að hafa, og stundum beint frá ríkinu. Yfir skrifstofunni var maður að nafni Anisimov og hann græddi á tá og fingri á starfsem- inni. Hann og nokkrir aðrir, sem keyptu inn fyrir markaðinn, höfðu „lagfært" dálítið lóðin á vigtunum, sem notaðar voru til að vega á kjötið frá bændunum, þannig að af hverjum 100 kílóum stálu þeir yfirleitt 15-20 kg og seldu framhjá. í blaðinu Sovietskaya Rossiya sagði, að þegar um hefði verið að ræða mikil kjötkaup, hefði það verið algengt, að heill uxi gufaði upp á voginni og síðan var hann seldur með stórum hagnaði. f rík- isverslununum þar sem kjötið er niðurgreitt er kílóið selt fyrir tvær rúblur, en á frjálsum markaði má fá fyrir það átta rúblur eða meira. Akchurin vildi fá sína sneið af kökunni og tók því að færa sig upp á skaftið við Anisimov. Snemma á síðasta ári, þegar mikil kjötsend- ing barst á markaðinn frá ríkis- verslunum, nóg fyrir svindlarana til að raka saman 150.000 rúblum, nærri níu milljónum ísl. kr., tókst Akchurin að fá samningin og Anisimov fór strax að hyggja á hefndir. í fyrstu fór hann þessar venju- legu leiðir. Fékk spilltan lögreglu- mann til að skrifa bréf og úthrópa Akchurin opinberlega sem glæpa- mann, sem ekki væri treystandi fyrir ábyrgðarmiklu starfi og opin- berum fjárreiðum, en háttsettir vinir Akchurins sáu hins vegar um að loka munninum á lögreglu- manninum og kasta bréfinu. Anisimov fór nú að svipast um eftir leigumorðingja og fyrir 10.000 rúblur, um 580.00 ísl. kr., fékk hann loks til verksins vél- virkja að nafni Slovensnov. Hann tældi svo Akchurin á fáfarinn stað og „myrti hann á villimannlegan hátt“. Slovensnov hefur verið dæmdur til dauða og Anisimov í 14 ára fangelsi en málinu er ekki þar með lokið. Lögreglumaðurinn spillti, aðrir starfsmenn markaðsskrif- stofunnar og ýmsir eftirlitsmenn þar bíða þess nú einnig að verða dregnir fyrir lög og dóm. Svo vill til, að stjórnarskrifstof- an fyrir kjötsöluna stendur við markaðstorgið beint á móti lög- reglustöðinni og við hliðina á markaðsskrifstofunni fyrrnefndu. Heldur þykir ólíklegt, að í þessu sambýli hafi menn ekki vitað ná- kvæmlega hvað farið hafði fram fyrir framan nefið á þeim í heilan áratug. - MARTIN WALKER. UNDIR OKINUl HANDTAKAN: Úr því hann er svartur er allt eins líklegt að honum verði misþyrmt. Pyndingar eru daglegt brauð í S-Afríku Af hálfu stofnunar í af- brotafræðum sem starf- ar á vegum Háskólans í Pret- oríu í Suður Afríku hefur því verið lýst yfir að pyndingar séu nánast daglegt brauð í fangelsum landsins. Fólk sem dæmt er í varðhald er iðulega pyndað en dómstólarnir að- hafast lítið til að koma í veg fyrir þetta. Itarleg rannsókn hefur far- ið fram á pyndingum í fang- elsum Suður-Afriku og niður- stöður hennar eru á þá lund að vinnubrögð þau sem tíðkist samkvæmt öryggislögum landsins séu með öllu ótæk. Rannsókn þessi var styrkt af Ford-stofnuninni og tók tvö og hálft ár. Louis Le Grange dómsmálaráðherra hefur nú fengið niðurstöður hennar í sínar hendur. Hún er byggð á viðtölum við 176 manns þar af 31 konu sem setið hafa í varðhaldi. Þar kemur fram að viðleitni lögfr- æðinga, lækna og annarra við að hamla gegn pyndingum ha- fi verið að mestu til einskis. Þar er ennfremur bent á nauðsyn þess að dómstólarnir komi í veg fyrir að fangar séu beittir líkamlegu og andlegu ofbeldi en að öðrum kosti hljóti almenningur í landinu að glata allri tiltrú á réttark- erfinu. Árið 1982 gaf ríkisstjórn Suður-Afriku út skorinorða yfirlýsingu þar sem lagt var bann við pyndingum. Sam- kvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar hefur sú yfirlýs- ing þó komið að litlu haldi, því að pyndingar til að knýja fram játningu fanga þykja nánast dæmigerðar við lög- regluyfirheyrslur. Lítið lið er í dómstólum landsins sem fyrr er sagt, enda eru þeir sjaldn- ast hliðhollir föngum. Rannsóknarnefndin ræddi við hvíta menn, þeldökka og fólk af indverskum uppruna sem komist hafði undir manna hendur. Þrjátíu af hundraði hinna hvítu lýstu yf- ir því að þeir hefðu sætt pynd- ingum, en 63% fólks af indv- erskum uppruna og 93% blökkumanna. Flestir sögðust hafa orðið fyrir einhvers kon- ar barsmíðum, en um fjórð- ungur kvaðst hafa verið kval- inn með raflosti. Þá er ýmiss konar andleg- um pyndingum líka beitt. Til dæmis eru fangar neyddir til að horfa á þegar aðrir fangar eru pyndaðir eða látnir vera naktir og niðurlægðir á ýmsan annan hátt. Loks eru fangar stundum látnir halda að hinsta stundin sé runnin upp fyrir þeim og þeir látnir búa sig undir aftöku sem síðan er aðeins sjónarspil. SPENNIÐ BELTIN Furðu- sögur úr háloftunum r INígeríu vildi það til einu sinni sem oftar, að þrisvar sinnum fleira fólki hafði verið selt far með flugvél í innanlandsflugi en fyrir komust í vélinni. Hermenn, sem fengnir voru til að leysa þessi vandræði, fundu til þess einfalt ráð. Þeir létu allan skarann hlaupa tvisvar sinnum kringum flugvélina og þeir, sem urðp fyrstir, fengu sæti. Þessi saga er ein af mörgum, sem birtust nýlega i tímaritinu „Executive Travel“ enn þar segja flugfarþegar víðs vegar að úr heimi frá skelfilegustu reynslu sinni á árinu. Þar segir m.a. frá sex flugránum, vélarbilun í lofti í 53 flugferðum og þremur brotlend- ingum. Einn farþeginn, sem beið eftir því að flugvélin færi frá Bangla- desh til Heathrow í London, skildi ekkert í því, að áhöfnin skyldi ekki hleypa inn manni, sem barði flug- vélina utan eins og óður væri. Loksins voru þó dyrnar opnaðar og flugstjóranumm hleypt inn. Maður nokkur, sem vanur er að ferðast með flugvélum, varð dálítið hissa þegar þjónustufólkið um borð bað hann að koma sér fyrir á klósettinu meðan flugvélin færi á loft. Það vildi sjálft sitja í sætun- um við neyðarútganginn rétt á meðan. Öðrum var vísað til sætis við hliðina á manni með skröltorm í tágakörfu. Flugfreyjur í enskri flugvél útskýrðu það vandlega fyrir farþegum hvernig nota ætti björgunarbátana og vakti það ekki aíllitla furðu. Flugvélin var nefni- lega alls ekki á leið yfir sjó, heldur á leið frá Manchester til Lundúna. Þessar sögur í „Executive Tra- vel“ voru meðal annars efnis í ár- legri athugun tímaritsins á því hvaða flugfélög og hvaða flug- hafnir farþegar telja standa öðr- um framar. Besta flugfélagið á árinu 1985 var valið British Air- ways en næst því komust Cathy Pacific og Singapore Airlines. — G.S. COOPER.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.