Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 8

Morgunblaðið - 13.10.1985, Síða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 Kunni frábærlega viö mig Hvernig kunnirðu við Bandarfkin og Bandaríkjamenn? „Ég kunni frábærlega við mig þarna úti, það verður ekki annað sagt. Við vorum mjög heppinn — í fyrsta lagi kynntumst við fljótt bandarískri fjölskyldu, sem reynd- ist okkur mjög vel og við höfum náin kynni við ennþá. Þá er Seattleborg alveg gífurlega falleg og gott að vera þar. Loftslagið gott fyrir ís- lending og þá hafði ég mjög gaman af náminu, þannig að allt hjálpaðist að. Frúnni líkaði einnig mjög vel.“ Var hún í námi líka? „Við urðum of sein að sækja um fyrir hana fyrra árið en seinna árið tók hún þýsku sem aukafag til BS-gráðu í ensku hér heima, en hún var búin með tvö ár áður en við fórum út. Raunar starfaði hún fyrra árið sem fyrirsæta og kvikmynda- leikari! Bandaríkjamenn ekki bara köflóttar buxur og „cowboy“-hattar Bandaríkjamenn eru nokkuð sér á báti en ég held að menn hafi mjög villandi hugmyndir um þá almennt. Ég held að menn dæmi þá mjög mikið af þeim ferðalöngum sem þeir hitta í Evrópu — þessum í köflóttu buxunum með „cowboy"- hattinn. Þeir eru auðvitað til en það er bara viss hópur innan Bandaríkj- anna sem lifir svona. Og þarna eru menn aðallega að horfa á eldra fólk, fólk á ellilaunum, sem er að njóta lífsins. Það er oft sagt að Bandaríkja- menn séu voðalegir smjaðrarar og þeir meini ekkert með framkomu sinni. Brosi við þér er þú horfir á þá en brosið stirðni fljótt eftir að þú ert farinn. En ég er ekki sammála þessu nema að mjög litlu leyti. Þeir eru mjög alúðlegir í allri framkomu og hafa oft á tíðum mjög raun- verulegan áhuga á því sem þeir eru að spyrja um. Framkoma þeirra er mjög þægileg — t.d. í allri þjónustu. Það er t.d. mun þægilegra að koma inn í búð í Bandarikjunum en á Islandi. Þar er fóikið til að þjóna þér en hér heima hefur maður það oft á tilfinningunni að afgreiðslu- fólkið sé að gera manni stóran greiða með því að afgreiða mann. Hrasaöi út úr vagninum Ég man t.d. eftir því sem dæmi þegar ég fór í strætó í fyrsta skipti úti í Bandaríkjunum. Ég kom inn, það var negri við stýrið og hann bauð mér góðan daginn eins og allir Bandaríkjamenn gera hvort sem þú þekkir þá eða ekki. Nú, á endastöð- inni þar sem ég fór úr vagninum fór ég út að framan og þá segir bílstjór- inn: „Ég þakka þér fyrir ferðina, hafðu það gott í kvöld.“ Og ég hras- aði eiginlega út úr vagninum! Mér varð svo mikið um — „hvað er' maðurinn eiginlega að meina með þessu!“ En ég verð að segja alveg eins og er að ég vil hafa þetta svona — þó svo maðurinn elski mig ekki. Þetta er skemmtilegt og líflegt við- mót. Það er þetta frjálslega viðmót Bandaríkjamanna sem er oft mis- skilið. En þó ég sé hrifinn af Bandaríkj- unum er ég ekki sáttur við allt sem þar fer fram. Ég er í grundvallarat- riðum sammála þeirri lífsstefnu sem einkennir hugarfar Banda- ríkjamanna, en ef þú býrð þar verð- ur þú að líta á kostina en sneiða hjágöllunum. Múgsefjun Einn af göllunum við Bandaríkin að mínu mati er fjölmiðlamenning- in. Fjölmiðlarnir eru gífurlega sterkir, hafa mikil áhrif. Þeir stunda rosalega múgsefjun finnst mér — hvort sem hún er nú af hinu góða eða hinu illa. Bandaríkjamenn eru gífurlega þjóðhollir — það jaðr- ar oft við væmni að mínu mati hve þeir dýrka fána sinn, þjóð og leið- toga. Þetta kom mikið fram í sjón- varpinu en við urðum lítið vör við það því við einfaldlega sleptum því að fylgjast með þvf. Oft er talað um að uppeldi sé ábótavant í Bandaríkj- unum — að krakkarnir séu bara settir fyrir framan sjónvarpið og það er rétt að mörgu leyti. Það var sorglegt að sjá hve hugmyndasnauð- ir krakkar eru þarna úti. Það er líka orðið mjög áberandi i skólum hve námsárangur bandariskra krakka er slakur miðað við það sem maður skyldi halda. Og það er sláandi hve margir erlendir prófessorar kenna við háskólana — 9 af 12 prófessorum í minni deild voru t.d. erlendir. Og það eru alltaf fleiri og fleiri erlendir nemendur á hærri skólastigum." Ómetanlegt að dvelja erlendis Guðmundur sagði það sitt álit að fyrir utan námið væri það ómetan- legt að dvelja erlendis um skeið. „Þú lærir betur að meta það sem þú hefur. Kynnist lífi annarra, menningu og siðum, og sérð oft frekar bjálkann í þínu auga eftir það, held ég. Og þegar þú kemur frá Bandaríkjunum sérðu hve ís- lendingar eru lokaðir í almennu viðmóti — mér liggur við að segja fúlir. Almenn liðlegheit eru íslend- ingum t.d. ekki töm. Þetta er nátt- úrulega mjög misjafnt en gegnum- sneitt kann ég betur við það viðmót sem maður fær á götu í Bandaríkj- unum en á götu á íslandi. Að visu má geta þess að Bandarík- in eru 52 fylki og hvert fyrir sig eins og sér þjóð. Því er erfitt að dæma þjóðina af einu fylki — en við ferðuðumst talsvert um landið þannig að ég tel mig hafa fengið sæmilega heildarmynd. En varðandi það að búa í landi eins og Bandaríkjunum, þar sem allt er svo stórt og mikið, ertu, þó ótrúlegt megi virðast, mun frjálsari þar en t.d. hér á landi. Bandaríkja- menn eru mjög metnaðargjarnir og vilja komast áfram. Það er vissulega mikil samkeppni um störf, ameríski draumurinn er við lýði, en samt sem áður er þessi gegndarlausi metingur sem er hér heima ekki fyrir hendi - a.m.k. ekki í þeim mæli sem hér er. Og íslendingar eru alveg sér- fræðingar í að tala um náungann — ég hef eiginlega aldrei skilið hvaða hvatir búa þar að baki. Að menn skuli ekki fá að vera það sem þeir vilja, fá að lifa sínu llfi. Bannaö að skara fram úr á íslandi... í fyrsta lagi er það erfitt fyrir menn sem falla ekki inn i fjöldann að búa hér því þeir eru svo umtalað- ir fyrir einhverra hluta sakir. Og svo er alveg bannað að skara fram úr hér á landi. Bannað að gera það gott. Þá kemur öfundin strax upp á yfirborðið. Maður verður miklu minna var við þetta í Bandaríkjun- um.“ ... en hvergi betra að búa Þér hefur aldrei flogið f hug að setjast að þarna úti? „Nei, það er mjög gott að lifa erlendis en þrátt fyrir allt sem ég hef sagt er samt sem áður hvergi betra að búa en á íslandi. Þetta kann að virka mótsagnakennt, en ég held ég se búinn að týna til allt það neikvæða við íslendinga. Og það er svo margt sem þú hefur hér — fyrst má nefna fjölskyldu þína og átt- hagana, sem þú slítur þig ekki svo glatt frá. Þrátt fyrir allt eru íslend- ingar góðir vinir vina sinna og það er gott að eiga vin á íslandi. Ef þú ert það heppinn að eiga góða að máttu vel við una hér heima. Það er líka margt sem þú hefur ekki erlendis — t.d. það öryggi sem hér er, þetta hreina loft og ferska umhverfi. Svo er annað — meðan ég var úti saknaði ég mjög mikið fé- lagsskaparins í Val. Ég fann aldrei félagsskap þarna úti sem var á sömu línu og maður sjálfur. Þrátt fyrir allt er ég Islendingur, þannig að ég er kannski ekki skömminni skárri en margir aðrir, sem ég var að tala um áðan!“ En þú hefur kannski breyst eftir að þú varst þarna úti. „Ég efast ekki um það já. Ég geri a.m.k. mitt besta við að laga það sem ég sé að betur má fara.“ Metnaðargjarn Er það ekki rétt hjá mér að þú sért mjög metnaðargjarn? „Jú, það má segja að ég sé það. Ég held að langflestir menn séu metn- aðargjarnir en spurningin er hvort menn hafa hugrekki til að láta það koma í ljós eða hvort þeir fela það inni í sér. Ég er mjög metnaðar- gjarn og ein ástæðna fyrir því að ég fór f knattspyrnuna er sú að það fullnægir hluta af þeim þörfum. Maður er þarna fyrir félagsskapinn og vegna þess að maður hefur gaman af þessu, en líka til þess að fullnægja vissum þörfum. Þetta er mfn leið tii þess að fá útrás fyrir metnaðargirnina. Og bæði sem ein- staklingur og hluti af liðsheild er engin tilfinning betri en sú að finna að árangur mikillar vinnu og mikils erfiðis skili sér. Maður finnur það hvergi betur en á svona vettvangi — þar sem allt er skráð. Allt er talið í mörkum og stigum. Þú hefur þetta allt svart á hvítu. Ég tel það kost hjá hverjum og einum að vera metnaðargjarn — en ég vona að mér takist að nýta það mér til góðs án þess að það komi niður á öðrum.“ Hvers vegna er maður að þessu? Þú hefur átt margar gleðistundirnar á knattspymuferlinum. „Já, það verður ekki annað sagt að ég hafi uppskorið ríkulega fyrir allt erfiðið sem maður hefur lagt á sig. En þetta er ekki alltaf gaman. Undanfarin ár hafa t.d. verið frekar rýr hjá okkur Valsmönnum og þá fer maður nú að líta í kringum sig og spyrja sjálfan sig til hvers maður sé að þessu þegar svona gengur. Er manni ekki bara að mistakast — er ekki réttara að snúa sér að ein- hverju öðru? Athuga hvort manni tekst betur upp þar. Þetta bitnar náttúrulega mikið á vinnunni — á faginu — en þó fyrst og fremst auðvitað á fjölskyldunni. En það sem hefur haldið manni í þessu undanfarin ár, þegar ekki hefur gengið of vel knattspyrnulega séð, er félagsskapurinn, fyrst og fremst." Það fer mikill tími í fótboltann og fór mikill tími í námið. Hvernig hefur gengið að sameina þetta og fjölskyld- una? „Áður en ég fór út var ég ógiftur - en síðan égkom heim fyrir tveimur árum, síðustu tvö keppnistímabil, má segja að fótboltinn hafi haft forgang, fjölskyldan og vinnuveit- andinn mætt afgangi. Það er því gott að eiga skilningsríkan vinnu- veitanda og ekki síður skilningsríka eiginkonu." Knattspyrnan er auðvitað mikill tímaþjófur frá fjölskyldunni og eiginkonan fær ekki nærri þvi eins mikið út úr þessu og ég, en samt sem áður hefur hún átt sínar gleði- stundir líka í tengslum við þetta og hefur á margan hátt lifað sig mjög vel inn í fótboltann með mér.“ • Fyrra mark Guðmundar í leiknum eftirminnilega gegn franska félaginu Nantes á Laug- ardalsvelli í haust. Valur sigraði 2:1 og Guðmundur gerði bæði mörkin. Hér skallar hann í net- ið eftir hornspyrnu. Hún „tæklaði“ mig í gamla Sigtúni Þú hefur ekki kynnst henni á vellin- um! „Nei, ég kynntist henni nú ekki á vellinum. Og þó — hjá okkur voru nú eiginlega tveir keppnisvellir í gamla daga, annars vegar knatt- spyrnuvöllurinn og hins vegar dans- völlurinn — gamla Sigtúnið, og þar kynntumst við. Hún „tæklaði" mig í gamla Sigtúni, allgróflega!!" Var hún eitthvað í íþróttum sjálf? „Ja, ég vil nú meina að hún hafi verið mjög efnileg frjálsíþrótta- kona! (Ég veit nú ekki hvort þú átt að vera að birta þetta — ég segi það meira til að stríða henni!) Hún var að dútla í frjálsum á sínum tíma en það reyndi aldrei á hve efnileg hún var. En hún hefur mikinn áhuga á íþróttum." Og skilur þar af leiðandi kannski betur þetta með tímaþjófinn? „Ja, ég held að hún geri sér fyrst og fremst grein fyrir því að ég á lang flesta mína félaga í þessum hópi og ég yrði örugglega hundleið- inlegur og fúll ef ég fengi ekki að vera með!“ Hún er þá mikill stuðningsmaður knattspyrnumannsins Guðmundar. „Já, hún er það.“ Og verkfræðingsins líka? „Ja, það á nú eiginlega alveg eftir að reyna á það því vinnan hefur setið á hakanum hjá mér fram að þessu eins og ég sagði. Og ég hef verið heppinn eins og ég nefndi hve vinnuveitendurnir hafa verið skiln- ingsríkir. Þeir hafa gert mér það léttbært að svíkjast undan!!“ VerkfræÖin er mjög heillandi fag Er gaman að vera verkfræðingur? „Já, verkfræðin sem slík er mjög heillandi fag. Það kom nú eiginlega af sjálfu sér að ég fór í hana. Eg var í stærðfræðideild í MR og flestir sem þar voru fóru í raungreinar. Ég vildi ekki takmarka mig of mikið við eina raungrein frekar en aðra — taldi það ekki mjög hagnýtt upp á framtíðina — þannig að ég valdi verkfræðina. Mér þótti það eðlilegt framhald. En mér finnst verkfræðin og raunvísindi sem slík gersamlega heillandi. Þú lærir svo margt um eðli hluta, skilur út á hvað hlutir ganga — kannski ekki eins mikið mannlegt eðli og annað eðli, en þú horfir allt öðrum augum á tilveruna Moryunblaðið/Friðþjófur eftir að hafa kynnst raunvísindum. Og hvað byggingarverkfræðina varðar gefur hún manni gífurlega breiðan grundvöll. I henni er snert á flestu sem viðkemur hagnýtum hlutum, þannig að hún er geysilega góð undirstaða fyrir lífið almennt. Fyrir utan það að segja má að hún sé farseðill í þægilegt og skemmti- legt starf. Það er oft talað um að skóli lífsins sé sá skóli sem allir verði að ganga í gegn um — þar læri maður mest. Ég er sammála því að nokkru leyti en held þó að menn fái of takmark- aða yfirsýn ef þeir fara aðeins í skóla lífsins. Þeir lifa og hrærast í sínum eigin heimi og ef þeir ná ekki að brjótast út úr honum og kynni sér nýja hluti held ég að þeir tak- markist of mikið, og verði kannski of þröngsýnir fyrir vikið. Ég hvet því alla sem tækifæri hafa til þess að mennta sig. Því það er svo margt sem menn fá út úr því annað en þau réttindi sem námið veitir." Hringnum lokað Fótboltinn — vinnan: eru einhver enn frekari takmörk sem þú stefnir að í þessu tvennu? „Það má segja að það eina sem ég á eftir í knattspyrnunni er að fara út í atvinnumennsku. Ég efast um að ég láti nokkurn tfma verða af því. Þetta er á margan hátt orðið ágætt hérna heima — sérstaklega eftir sumarið í sumar sem segja má að hafi lokað hringnum fyrir mér og fleiri af reyndari mönnum Valsliðsins. Við höfðum lifað góða tíma, síðan skorti talsvert á í nokkur ár en nú komumst við á toppinn aftur. Og eftir þetta finnst manni þetta auðvitað hafa verið ein sam- felld sigurganga!! Maður hleypur hratt yfir síðustu ár. Ég held ég sé búinn að reyna allt hér heima. Ég hef verið í toppbaráttu og unnið til allra helstu verðlauna, en ég hef einnig verið í botnbaráttunni og það er ekki síður mikilvæg reynsla. Ég held að ég hafi aldrei lifað aðra eins tíma og haustið 1983 þegar við vorum nánast fallnir og björguð- um okkur á yfirskilvitlegan hátt. Ég skil það ekki ennþá hvernig við fór- um að því að hanga uppi. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki verið lélegt þarf mikið til að botnlið taki sig til og vinni fjóra síðustu leikina og haldi sér í deildinni á einu stigi. Menn vel meðvitaðir Eins og þú veist hafa Valsmenn aldrei leikið í 2. deild f íslenskri knattsyrnu og félagslega séð hefði fall í 2. deild verið mesti hnekkir sem knattspyrnufélagið Valur hefði orðið fyrir í sögunni. Menn voru gífurlega meðvitaðir um þetta og pressan því þeim mun meiri. Og ég held að það að komast lifandi frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.