Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 FYLGST MEÐ ÁDRÆTTI í KLAK í STÓRU LAXÁ í HREPPUM óg af laxi í „laxlausri ánni“ Netið fast efst í Kálfhaganum og mikið á sig lagt að losa ... I hugum margra veiðiréttareigenda og veiði- manna er haustið sá tími sem menn nota til þess að skila laxveiðiánum nokkru af því sem þeir hafa úr þeim tekið á liðnum veiðitímabil- um. Stangveiði lýkur um 20. september í síðustu ánum og þá hefst ádráttur til þess að afla klaklaxa. Klakhús hafa risið um land allt og þar eru hængar og hrygnur geymdar þar til fiskarnir eru „tilbúnir". Þá er farið að strjúka, hrogn og svil streyma frá þeim og náttúran gengur sinn gang með aðstoð mannsins. Það er mál manna, að það þurfi tiltölu- lega fáa laxa til þess að viðhalda góðum stofni í á, þannig séu seiði í ánni ekki of mörg og vegna þess fljótari að ná þroska, þannig komist fleiri seiði til göngustærðar á skemmri tíma en ella. Því sjá menn sér leik á borði, að taka hluta af laxastofninum á hverju hausti, kreista og strjúka og klekja hrognun- um og ala seiðin til göngustærðar. Adráttur er stundaður meira og minna við margar íslenskar laxveiðiár og þó sveitamennirnir séu venjulega í meirihluta, þá er alltaf drjúgur hópur sérlegra vild- arvina þeirra og veiðiánna sjálfra með í för og lætur sig aldrei vanta. Morgunblaðið fylgdist með „píla- grímsförinni" í StÓrU Laxá haustið 1985. Pringurinn þrengist um Kálfhagalaxana ... Mikið að gerast í Kálfhaganum, falleg hrygna hefur verið gripin og menn teygja sig eftir fleiri. Svo stendur Eyþór eins og verkstjóri fyrir aftan og brosir af velþóknun ... „Allt vitlaust" í Kálfhaganum, milli 60 og 70 laxar brölta um, en eiga sér enga undankomuleið. Ekki búist við miklu Það er skemmst frá að segja, að menn bjuggust ekki við teljandi afla, því stangveiði í ánni þótti bregðast illa og hver af öðrum sögðu stangveiðimenn rammar sögur af fiskleysinu í Stóru Laxá, „ekki sporður", „ekki kvikindi" (lax verður hjá sumum að kvikindi ef hann bítur ekki á) og fleira í líkum dúr voru algengustu lýs- ingar hjá veiðimönnum í sumar. Um 180 laxar voru gefnir upp á ána og var það heldur hryggileg tala þegar litið er á, að fyrstu dag- ana var afar góð veiði og margir héldu þá að veiðin yrði ef til vill jafn góð eða betri heldur en sumarið á undan, 1984, en þá var metveiði, um 700 laxar veiddust, þar af margir 20—25 pund, að ógleymdum þeim rúmlega 30 punda sem kom í ádráttinn um haustið. Með í för voru nokkrir Stóru Laxár-vinir, sem veitt hafa í ánni á áraraðir, þekkja hana eins og fingurna á sér og þykir ákaflega vænt um hana, Eyþór Sigmunds- son, Stefán Á. Magnússon, Henrik Thorarensen og Geir Birgir Guð- mundsson. Þeir hafa hjálpað bændum árum saman og gagn- kvæmt traust ríkir, enda var vel tekið á móti þeim (okkur) hjá Stefáni í Hrepphólum og hans fólki, ekki síst Jóni gamla Sigurðs- syni, sem nú er um nírætt, en samt fjallhress með Stóru Laxá glampandi í augunum. Það gneistaði veiðihugurinn af öllum og von bráðar var haldið niður með á, til móts við börn og unglinga frá Hrepphólum, Sóleyj- arbakka og víðar, en þau voru byrjuð að draga og höfðu byrjað við Kvílsamótin og voru komin langt niður með á. Þegar við hitt- um þau var veiðisagan fljótsögð, „enginn lax, við höfum fengið tvo fiska á mörg hundruð metra löngu svæði". Menn létu ekki hugfallast, því eftir var að draga á Kálfhaga- hylinn og Bergsnösina, en þeir hyljir geyma venjulega talsvert safn af löxum. Þó létu menn þess getið að þessi veiði krakkanna væri ekki svipur hjá sjón frá haustinu áður, en þá veiddust 400 laxar í ádráttinn á þessu sama svæði. „Hyljirnir eru firnadjúpir og geta geymt mikinn lax, það er örugglega meira af fiski þarna en þessi veiði segir til um,“ sagði Ey- þór. „Við bætum þetta upp í Kálfhaganum, en ég er ekki viss með Bergsnösina nú, við höfum ekki séð sérstaka hreyfingu þar síðustu daga,“ sagði Magnús í Hrepphólum. Haldið í Kálfhagann Nú var ekki eftir neinu að bíða, komið á miðjan eftirmiðdag og enn laxlaust að kalla. í Kálfhaga- hylnum höfðu verið „nokkrir fisk- ar“ allt sumarið, en tekið afar illa hjá stangveiðimönnum. Eyþór fullyrti að þarna væru miklu fleiri laxar en menn vildu vera láta og „sennilega væri enn meira af fiski í Ófærustreng og Flatistrengur væri fullur af fiski". Var þetta lát- ið liggja milli hluta uns ádráttur- inn sýndi í raun sannleikann, en Geir Birgir rifjaði upp haustið 1984, er þeir félagar komu í Kálf- hagann og sáu aðeins tvo fiska í hylnum, einn lax og einn sjóbirt- ing, voru þó skilyrði til að sjá í hylinn með allra besta móti, birtu- skilyrði gerðu þeim kleift að sjá í botn um allan veiðistaðinn. Þetta skildu þeir ekki almennilega, því mikill lax hafði verið í hylnum allt sumarið og tæplega 100 fiskar höfðu veiðst þar á stöng. Þeir létu samt netið út í, drógu fyrir og lok- uðu hringnum. Byltust þá yfir 70 laxar í netinu, þar áf tveir 26 punda hængar og margir frá 16 og upp í rúm 20 pund. Var þetta áhrifarík lexía um að fullyrða aldrei að það „sé ekki kvikindi í ánni“. Nú byrjaði ballið. Nokkrir heimamenn hlupu upp í Illaker, rétt fyrir ofan, meðan aðrir greiddu úr netinu. Var Illakerið grýtt ótæpilega og vildu menn þannig hrekja þann lax sem þar kynni að liggja undir niður í Kálfhagahylinn. Því næst óðu nokkrir yfir með annan endann á netinu og hófu að feta sig niður með klettinum hinu megin. Var hugmyndin að komast eins langt niður með hylnum hinum megin og frekast var kostur, vaða síðan yfir með endann og loka hringn- um. Þetta gekk ekki alveg áfalla- laust, því netið festist illa efst í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.