Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ1913 237. tbl. 72. árg.__________________________________SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1985________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Þotan, sem hvarf í hafíð undan Irlandi með 329 manns innanborðs: Sprengjugöt finnast í flaki þotu Air India New York skelfur New York, 19. október. AP. JARÐSKJALFTAHRINA skók New York-borg og nágrenni snemma í morgun, laugardag. Samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar höfðu ekki borist neinar tilkynningar um slys eða skemmdir. Skjálftinn fór með undirgangi og drunum um alla borgina um kl. 6.07 að staðartíma (10.07 að ísl. tíma), og vaknaði fólk hvar- vetna upp af værum blundi. Margir hringdu til AP-frétta- stofunnar og kváðu skjálftann hafa fundist allt norður til Connecticut, um gervallt borgar- svæðið og á Long Island. Ron Severin, talsmaður lög- regluvaktarinnar, sagði, að síma- línur lögreglunnar hefðu verið gló- andi vegna fyrirspurna áhyggju- fullra borgara, en honum var ekki kunnugt um neinar slysfarir eða tjón af völdum skjálftans. Filippseyjar: 17 manns fórust í fellibyl Manila, Filippseyjum, 19. október. AP. Að minnsta kosti 17 manns fórust, er fellibylur fór yfir Luzon-eyju, stærstu eyju Filippseyja, með gífur- lcgri úrkomu og hvassviðri. 14 manns er saknað. Svæðið norður af höfuð- borginni, Manila, varð verst úti, og þar eyðilögðust mörg íbúðarhús. Þá urðu þúsundir manna heimil- islausar, er annar hvirfilbylur geystist af Suður-Kínahafi inn yfir suðurströnd Víetnams. Fyrstu fregnir hermdu, að fjölmargra væri saknað. Ofviðrið svipti húsum af grunni og olli víða skemmdum á vegum, uppskeru og ræktarlandi. Washinipoii, Cork, 19. október. AP. SPRENGJUGÖT hafa fundizt á stykki úr skrokk indversku þotunn- ar, sem fórst 23. jún sl. undan írlandi með 329 manns innanborðs, að sögn manna, sem reyna að kafa til botns í því hvað olli flugslysinu. Ira Furman, talsmaður banda- rískrar stofnunar, sem fjallar um öryggismál í samgöngum, segir í samtali við Washington Post að „stungugöt" hafi fundizt í stykki úr botni farangurslestar flugvélar- innar. Hann vildi ekki fullyrða hvernig götin væru tilkomin, en af ummerkjum má dæma að þau séu mynduð af hlutum, sem verið hafi í farþegalestinni og þrýstst út í gegnum skrokk þotunnar. Sá bútur úr skrokknum, sem götin fundust í, en þau voru 13 að tölu, er 12 fermetrar að stærð og fimmta stykkið, sem björgunar- aðilar ná upp á vfirborðið frá því á miðvikudag. I morgun náðist stórt stykki úr skrokk þotunnar upp af hafsbotni. I sumar var brakið kvikmyndað í bak og fyrir með aðstoð fjarstýrðs dvergkafbáts og er búturinn með götunum eitt stykki, sem ákveðið var að reyna að ná upp eftir ítar- lega rannsókn á myndunum. Til- gangurinn með björgun braksins er að ganga úr skugga um hvort sprengja hafi grandað þotunni, því ekki tókst að leiða orsakir slyssins í ljós við rannsókn á hljóð- og flugrita þotunnar, sem náðust upp í sumar. Brakið liggur á 2ja kíló- metra dýpi og verður reynt að ná sem mestu upp meðan veður leyfir. Grikkland: Papandreou rekur verkalýðsleiðtoga Aþenu, Grikklandi, 19.október. AP. ANDREAS Papandreou, formaður gríska sósíalistaflokksins og forsæt isráðherra grísku sósíalistastjórnarinnar, rak í gær úr flokknum átta verkalýðsleiðtoga og gaf hann þeim að sök að hafa lagst gegn ráðstöfun- um stjórnarinnar í efnahagsmálum. I tilkynningu frá sósíalista- flokknum sagði, að mennirnir átta hefðu „gengið lengra í gagn- rýninni á flokkinn en viðeigandi væri og því komið sjálfum sér út úr húsi“. Stjórnmálaskýrendur segja, að brottreksturinn spegli vel vaxandi óánægju innan sós- íalistaflokksins með stjórnar- hættina og þær ströngu efna- hagsráðstafanir, sem gripið var til í síðustu viku. Þá var gengið fellt um 15% og dregið úr sjálf- virkum vísitölubótum á laun. Á ráðstefnu gríska alþýðusam- bandsins, sem sósíalistar ráða, neituðu mennirnir átta að eiga „viðræður" við stjórnina um efnahagsráðstafanirnar en hvöttu þess í stað til sólarhrings allsherj arverkfalls. Efnahagsástandið í Grikk- landi er mjög alvarlegt, erlendar skuldir miklar, greiðsluhallinn í fyrra 2,8 milljarðar dollara og stefnir í enn meiri halla í ár. Búist er við að efnahagsráðstaf- anir stjórnarinnar muni auka atvinnuleysið og verðbólguna og valda vöruskorti í verslunum. Hafa Grikkir brugðist við þess- um slæmu horfum með því að birgja sig upp af innfluttum vörum. Friðarumleitanir f Miðausturlöndum: Peres vill veita Rússum aðild Washington, 19. október. AP. SHIMON Peres, forsætisráóherra ísraels, sagöi í dag að Sovétmenn yrðu að taka að nýju upp stjórnmálasamband við lsrael áður en ísraelar tækju afstöðu til hugsanlegrar aðildar þeirra að friðarumleitunum í Mióausturlöndum. Peres sagði að ísraelar gætu hugsanlega fallizt á alþjóðlegar friðarviðræður að uppfylltum ákveðnum skiiyrðum. Peres kvaðst ekki mundu taka þátt í friðarumleitunum, sem Rúss- ar ættu aðild að, ef þeir hefðu ekki tekið upp stjórnmálasamband við ísraela áður. Hann kvaðst vantrú- aður á að af stjórnmálasambandi rfkjanna yrði í bráð. Rússar slitu stjórnmálasambandi við ísraela 1967. Peres sagði hins vegar að ef það eitt' væri þrándur í götu friðarvið- ræðna, að Rússum væri haldið utan þeirra, þá gætu ísraelar fallizt á takmarkaða þátttöku þeirra. Peres lauk í dag þriggja daga viðræðum við Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, George Shultz, utanríkisráðherra, og fleiri hátt- setta ráðamenn í Washington. Hann sagði Reagan ekki áfram um aðild Rússa að friðarumleitunum, þar sem það flækti málið og yrði til að draga það enn frekar á lang- inn. Peres sagði tillögur Husseins Jórdaníukonungs til lausnar deil- unni í Miðausturlöndum „einlæg- ar“, en lagði til tvíhliða viðræður ísraela og Jórdana, án þátttöku PLO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.