Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985
t
Eiginkona min og móöir okkar,
EMMA GUÐRÚN KARLSDÓTTIR,
Víöivöllum 18,
Salfoasi,
lést íSjúkrahúsi Suðurlands 18. október.
Ingvi Ebenhardsson,
Guörún Erla Ingvadóttir, Jónína Ingvadóttir,
t
| Konan mín,
GUDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR
Frá Syöstu-Görðum,
j , til heimilis í Laufskógum 43,
Hverageröi,
andaöist 13. október í Landspítalanum. Jaröarförin hefur farið fram
í íkyrrþey aö ósk hinnar látnu.
í Þökkum auðsýndasamúð.
Guðmundur Sigurgeirsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Systirokkar,
GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR BRUUN,
Borups—Alle,
154 Kaupmannahöfn,
andaðist 11. októbersl. Jaröarförin hefurfariöfram.
Ólöf Guömundsdóttir,
Bergljót Guómundsdóttir,
Ingibjörg Guömundsdóttir,
Gissur Guömundsson,
Jóhannes Jónsson.
t
Bróöir okkar,
GUDMUNDURÞÓRDARSON
frá Bollastööum,
andaöist á Elliheimilinu Grund mánudaginn 14. október. Útförin
verður gerö frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 22. október kl. 10.30.
Systkinin.
t
Elskulegur faöir, tengdafaöir og afi,
ÁSGEIR M. ÁSGEIRSSON,
kaupmaöur, Sjóbúðinní, Grandagaröi,
Melabraut 7,
Seltjarnarnesi,
sem lést mánudaginn 14. október sl., veröur jarösunginn frá Nes-
kirkju miövikudaginn 23. október kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Slysa varnafélag
íslands.
Guðmundur Ásgeirsson, Jakobína Valmundardóttir,
Baldur Ásgeirsson, Þórunn Ólafsdóttir,
Ásgeir S. Asgeirsson, Sigurveig Lúövíksdóttir,
Kristín Ásgeirsdóttir, Óskar G.H. Gunnarsson,
Ásgeir B. Asgeirsson, Emil Ásgeirsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
VILBERG SIGFÚS HELGASON,
Holtageröi 78,
Kópavogi,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. október kl.
10.30
Margrót N. Guðjónsdóttir,
Elsa K. Vilbergsdóttir, Sveinn Már Gunnarsson,
Guöjón S. Vilbergsson, Ásrún Kristjánsdóttir
og barnabörn.
t
1 Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
JÓHANNS KRISTINSSONAR,
Sporöagrunni 3,
Reykjavfk,
sem lést í Landakotsspítala 13. október, veröur gerö frá Fríkirkjunni
þriöjudagínn 22. októberkl. 13.00.
Sigríöur H. Þórðardóttir,
Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Petter,
. Guölaug I. Jóhannsdóttir, Elín Ingunn,
Mats Hjelte, Emma Mathilda.
Vilberg S. Helga-
son - Minning
Fæddur 9. júlí 1912
Dáinn 11. október 1985
Kveðja frá
samstarfsfólki
Þegar ég frétti lát míns ágæta
starfsfélaga og reglubróður Vil-
bergs S. Helgasonar fann ég til
þess hve „seglbúnaður lífsfleys-
ins“ og byr þess á leiðinni um lífs-
ins sæ er misjafn. Þegar búnaður-
inn brestur eða byrinn þverr reyn-
ir á þrek og hæfni farmannsins.
Svo var um þennan góða djarfa
dreng. Vilberg átti frá því
snemma á ævi sinni við nokkurn
heilsubrest að striða sem jókst
þegar á leið ævina. Þá þurfti á
hæfileikum hans og snilld að
halda.
Vilberg var sonur Helga Magn-
ússonar, sem látinn er fyrir löngu,
og Kristínar Jósefsdóttur, sem
lést fyrir tæpu ári, þá nærri 100
ára gömul.
Vilberg hlaut þann lífsförunaut
sem kunni að gleðjast með honum
á góðri stund og bera með honum
byrðar dagsins, skildi hann og
hans hugðarefni. Hann kvæntist
Margréti V. Guðjónsdóttur 7. nóv-
ember 1942. Þá hafði Vilberg num-
ið vélvirkjun í vélsmiðju Guð-
mundar Finnbogasonar hér í borg
og síðan unnið að vélsmíði í Kefla-
vík og víðar.
Þau hjónin bjuggu fyrst í
Reykjavík eða til 1946 að þau
fluttu í Kópavog. Eftir það starf-
aði Vilberg meðal annars í Vélsm.
Keili við góðan orðstír og síðan
hjá Tómasi Tómassyni í Ölgerð
Egils Skallagrímssonar. Þar vann
hann hjá manni sem kunni að
meta og hagnýta sér fjölhæfni og
skilning Vilbergs á vélum og tækj-
um. Þar var honum m.a. falið að
framkvæma breytingar á vélum
sem gerðu þær afkastameiri og
skópu hagræði í rekstri.
Samt var það svo að Vilberg
réðst til Öryggiseftirlits ríkisins 1.
febrúar 1954 í von um að fá störf
betur við sitt hæfi, ekki síst af
heilsufarsástæðum. Svo fór samt
að í þessari stofnun sem síðar fékk
heitið Vinnueftirlit ríkisins varð
að fela Vilberg ýms erfið og eril-
söm störf, en þar komu hinu fjöl-
þættu hæfileikar hans að góðu
gagni á sviði tækni og verkmenn-
ingar. Honum voru falin störf eft-
irlits á vélsmiðjum, trésmiðjum,
fermingu og affermingu skipa,
sem hann var að mestu einn við i
langan tíma, einnig við bygg-
ingarstörf og lyftuprófanir að
nokkru leyti, auk kennslu á nám-
skeiðum. Alltaf var Vilberg reiðu-
búinn fyrir tilsettan tíma þegar
slíkt var áætlað. Því var hægt að
treysta.
Mörg síðastliðin ár var sjón
Vilbergs mjög skert svo að hann
þurfti að nota sterkar augnlinsur
til að geta notið sín við störfin.
Þrátt fyrir þetta vann hann hin
vandasömustu störf með mikilli
prýði. { frístundum sínum vann
hann mörg þau snilldarverk sem
einstök eru bæði að handbragði og
hugkvæmni. Þess bera merki
margir skartgripir og tákn félaga
sem hann unni.
Við eftirlitsstörfin vann Vilberg
til 31. desember 1980 að hann
hætti störfum að eigin ósk.
Vilberg hafði mikla ánægju af
Sigurgeir Fals-
son - Kveðjuorð
Fæddur 10. janúar 1906
Dáinn 10. október 1985
Sigurgeir fæddist fyrir nærfellt
80 árum norður í Barðsvík á Horn-
ströndum á þeim tíma árs, er
daginn var tekið að lengja og
skammdegismyrkrið fór dvínandi.
Móðir hans lézt að afstaðinni
■fæðingu drengsins síns, sem var
tekinn í fóstur af hjónum á Horni.
í skjóli þeirra ól hann sín
bernsku- og æskuár i einu stór-
brotnasta og fegursta héraði þessa
lands, þar sem andstæður eru
miklar á hverri árstíð.
Skammdegið er þar jafnan tími
myrkurs og kulda, en jafnvel þá
skína stjörnunar bjartar á heið-
skíru himinhvolfinu.
Um sumarsólstöður, þegar nátt-
úran skartar sínum fegursta
skrúða, renna dagur og nótt saman
í eitt, og birtan ræður þar lögum
og lofum.
Or þessum jarðvegi spratt Sig-
urgeir Falsson, og ekki að undra,
að hugur hans leitaði oft á vit
æskustöðvanna, sem luku upp fyrir
honum heillandi töfraheimum.
Hornstrandir hafa alið marga
fjölhæfa mannkostamenn og
vissulega líka sérstæða persónu-
leika.
Falur Jakobsson, faðir Sigur-
geirs, var einn þeirrar gerðar.
Skömmu eftir andlát konu sinnar
fluttist hann til Bolungarvíkur, og
bjó þar um þrjátíu ára skeið eða
allt til dánardægurs.
Á þessum árum smíðaði Falur
fiskiskipaflota Bolvíkinga, og varð
kunnur af fyrir vandaða smíði og
lag báta, sem hann smfðaði að
segja má eftir auganu.
Hann var vissulega mikill hag-
leiksmaður í sinni starfsgrein og
vinnusamur með afbrigðum.
Af honum er mikil og merk saga,
sem því miður hefur aldrei verið
skráð.
Á uppvaxtarárum sínum tók
Sigurgeir þátt I lifi og starfi fólks-
ins í hinni afskekktu heimabyggð
sinni, réri til fiskjar, erjaði jörðina
ogseigíbjörg.
Um tvítugt fluttist hann til
föður síns vestur í Bolungarvík.
Hugur hans hneigðist til mennta.
Stundaði hann nám í Gagnfræða-
skólanum á Akureyri og síðar í
Samvinnuskólanum með góðum
vitnisburði, enda góðum gáfum
gæddur, og mun hann í hópi þeirra,
er fyrstir héldu til framhalds-
skólanáms frá Bolungarvík.
Eftir að skólagöngu lauk, gerðist
hann fiskkaupandi og harðfisk-
verkandi, og varð kunnur af, sök-
um vandaðrar framleiðslu, þrifn-
aðar og snyrtimennsku. Hann var
og líka traustur í öllum viðskipt-
um.
t
Eiginmaður minn, laöir okkar, sonur og bróðir,
SÆVAR ÞÓRÐARSON,
Faxabraut 78,
er lést 14. þ.m. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn
22. þ.m. kl. 14.00.
Snrún Ólafsdóttir,
Guðrún Sævarsdóttir, Katrín Sævarsdóttir,
Kristín Sævarsdóttir, Eiríkur Sævarsson,
Þóróur Björnsson, Guörún Guöbjartsdóttir,
og systkini.
lestri góða bóka og var mikill unn-
andi ferðalaga og fegurðar lands-
ins. Hann gladdist með glöðum og
þótt hann væri ekki skjótur til
vináttu var hann vinur vina sinna.
Við starfsfélagar hans eigum
margar góðar minningar frá gleði-
stundum með þeim hjónunum
Vilberg og Margréti. Viðmótshlýja
þeirra og hæfileg glaðværð skap-
aði alltaf þægilegt „andrúmsloft"
meðal okkar.
Börn Vilbergs og Margrétar eru:
Elsa Kristín hjúkrunarfræðingur,
gift Sveini M. Gunnarssyni lækni,
þau eiga þrjú börn og Guðjón Sig-
fús læknir, kvæntur Ásrúnu
Kristjánsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, þau eiga tvö börn.
Öllum þessum aðilum og öðru
vensla- og vinafólki vottum við,
fyrrverandi starfsfélagar Vil-
bergs, dýpstu samúð, einkum þó
hans eftirlifandi eiginkonu, Mar-
gréti V. Guðjónsdóttur, sem starf-
að hefur og strítt af mikilli elju
við skerta heilsu í mörg ár við hlið
síns elskulega eiginmanns.
Guðs blessun styrki hana og
fylgi henni með minningunum um
hinn farna förunaut, föður og afa.
Friðg. G.
. Síðar varð hann aðili að út-
gerðarfélaginu Græði h/f, og var
endurskoðandi þess fyrirtækis,
einnig eftir að hann flutti til
Reykjavíkur á árinu 1957, og allar
götur síðan, á meðan kraftar og
heilsa leyfðu.
Það starf annaðist hann af
h'nnu mestu vandvirkni, sem og
annað það, er hann tók sér fyrir
hendur, en aðalstarf hans syðra
var á Vegamálaskrifstofunni.
Sigurgeir var vissulega sérstæð-
ur í eðli sínu og háttum. Hann
virtist aldrei þurfa að flýta sér.
Hann var greindur vel og at-
hugull, trygglyndur, og bjó yfir
mikilli kímnigáfu, og grunnt var á
græzkulausri stríðni.
Hann var höfðingi heim að
sækja í þess orðs beztu merkingu,
og síðast en ekki sizt vinur vina
sinna.
Það var gott að leita athvarfs
hjá honum og létta á hjartanu og
eiga hann að trúnaðarvini.
Við þessi vegamót er þessa
minnzt og þakkað heilum huga.
Hluttekning er vottuð systkin-
um hans og nánasta skylduliði, og
þá sérstaklega Rósu, systur hans,
sem hélt heimili með honum hér
vestra og síðan syðra og annaðist
hann af kostgæfni öll síðustu veik-
indaárin hans.
Megi sólstöðubirta norðursins
lýsa honum á nýrri vegferð.
Benedikt Bjarnason
Bolungarvík