Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985
5^
Leikhópurinn á sviðinu. MorgunblaSift/Haukur
Höfn, Hornafirði:
Kristnihald undir
Jökli frumsýnt í
Mánagarði í dag
Höfn, Hornafiröi, 17. oklóber.
í DAG, sunnudaginn 20. október,
frumsýnir leikhópur Mina í Nesjum
Kristnihald undir Jökli eftir Halldór
Laxness í leikgeró Sveins Einarsson-
ar. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir.
Leikendur eru 16. Með helztu
hlutverk fara Hreinn Eiríksson,
sem leikur Jón prímus og Halldór
Tjörvi Einarsson, sem leikur
Umba. Æfingar hafa staðið yfir í
7 vikur og er þetta viðamesta sýn-
ing sem leikhópur Mána hefur
fengizt við. Kristnihald undir
Jökli hefur áður verið sýnt á Ak-
ureyri, Blönduósi og í Iðnó við fá-
dæma vinsældir.
Önnur sýning verður þriðjudag-
inn 22. október. Formaður leik-
hóps Mána er Kristín Gísladóttir.
— Haukur
Grmdavík:
Nýtt íþrótta-
hús tekið
í notkun
Vojfum, 17. október.
SUNNUDAGINN 20. október veró-
ur nýtt íþróttahús tekið í notkun í
Grindavík. Þá fer fram leikur í fs-
landsmótinu í körfuknattleik á milli
Grindvíkinga og Sandgerðinga og
hefst leikurinn kl. 14.
Að sögn Guðjóns Sigurðssonar,
forstöðumanns íþróttahússins,
verður mikil breyting á allri að-
stöðu til inniíþrótta með tilkomu
hússins, þegar tekið er tillit til
þess sem áður var. Nýja íþrótta-
húsið er rúmlega 900 fermetrar að
stærð, en gamli leikfimisalurinn,
sem var byggður árið 1947, var 129
fermetrar að stærð. Þar hafa
íþróttaæfingar farið fram undan-
farin ár.
Með tilkomu íþróttahússins
eignast Grindvíkingar í fyrsta
skipti heimavöll fyrir flokka-
íþróttir innanhúss. Áður hafa
heimaleikir farið fram í Njarðvík-
um, auk þess sem meistaraflokkur
í körfuknattleik hefur sótt æf-
ingar þangað.
Ný sending af „New style" sófasettunum, sem vöktu verðskuldaða athygli a Heim-
ilissýningunni í Laugardal. Völ er á raösófasettum, sófasettum og stökum sófum.
Raðsófasett frá kr. 39.800,-, sófasett með tauáklæði frá kr. 39.500.-, leðursófasett
frá kr. 78.100.-, stakir leðursófar frá kr. 29.700.-
Sem sagt...
... á óumflýjanlega
hagstæðu verði
ILJI
Bláskógar
Armúla 8, símar 686080 — 686214.
r
Reyrhúsgögn
Nýjar sendingar af reyrhúsgögnum
BV
Hond-
lyftr
wgnor
Eigum ávalltfyrirliggjandi
hina velþekktu BV-handlyfti-
vagna með 2500 og 1500
kílóa lyftigetu.
Útvegum einnig allt sem
viðkemur flutningstækni.
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
LÁGMULI5, 105 REYKJAVtK
SlMI: 91 -68 52 22
PÓS THÖLF: 887. 121REYKJA VÍK
*r