Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 £6 Fjárlög 1986: Heilbrigðismál taka fímm þúsund milljónir Starfsflótti úr heilbrigðisstéttum? heilbrigðisþjónustu og aðhaldi samanburðar vex og fylgi. Af þessum ástæðum öllum er heilbrigðisþjónustan á vissum tímamótum. Eins og er greiðir fólkið í landinu heilbrigðisþjónustuna nær alfarið um almenna skatta, en það greiðir hana engu að síður að fullu. Af þessu leiðir að verðskyn okkar er ekki jafn næmt í þessum þjónustu- þætti sem öðrum, þar sem kostnað- urinn kemur berlegar i ljós í út- gjöldum, strax og til þeirra er stofnað. Samræmi milli kostnaðar Annmarkar og árangur Hvernig hefur núverandi skipu- lag heilbrigðisþjónustunnar staðið sig að dómi reynslunnar? Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspitala og til skamms tíma að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra, segir í samantekt (Heilbrigðisþjón- ustan/Tillögur til úrbóta/1983): „Núverandi skipulag heilbrigðis- þjónustunnar hefur þjónað okkur nokkuð vel. Það sem einkum hefur verið talið að núverandi skipulagi," segir hann ennfremur, „er of mikill kostnaður. Hér á landi starfa 38 sjúkrahús, mismunandi að gerð og stærð, með nálægt 3.400 sjúkrarúmum. Þau eru flest í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Fjármögnun rekstrar er með tvennum hætti. Annarsvegar er þeim skammtað fé á fjárlögum ríkisins (fjárlagasjúkrahús). Hinsvegar fá þau greidd daggjöld, ákveðin af til þess kjörinni nefnd, fyrir hvern sjúkling (daggjaldasjúkrahús). Öll sækja sjúkrahúsin rekstrarkostnað sinn til ríkissjóðs (almennrar skatt- heimtu), ef horft er fram hjá tak- mörkuðum sértekjum. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er annað tveggja alfarið í höndum ríkisins eða skiptist milli ríkis (85%) og sveitarfélaga (15%). Framlög og gjafir samtaka og einkaaðila flýta þó oft nauðsynlegu framtaki, einkum varðandi að- stöðu, tæki og tæknibúnað, sam- anber nýlega landssöfnun Lions- hreyfingar. I landinu eru starfandi 65 heilsu- gæzlustöðvar, þar af 9 á höfuðborg- arsvæðinu (Reykjavík og ná- grenni). Eitt af aðalmarkmiðum hagræð- ingar hlýtur því að vera að lækka kostnað án þess að draga úr þjón- ustu .. Davíð Á Gunnarsson segir áfram: „Það sem á vantar er eink- um þrennt: • 1) Aðhald viðskiptavinar — sjúklingsins — Sá sem ekki veit, hvað þjónustan kostar, veitir ekki aðhald. • 2) Það þarf að vera hagkvæmt fyrir stofnun að hún sýni árangur. í núverandi kerfi eru engir inn- byggðir hvatar til að auka hag- kvæmni. Þær stofnanir sem sýna aðhald geta allt eins átt von á að í stað hvata komi aukinn niður- skurður. • 3) Það þarf að ríkja samkeppni milli stofnana. Ekki bara hvað varðar læknisfræðileg gæði heldur líka í hagkvæmni í rekstri." * Þetta eru athyglisverðar niður- stöður manns, sem bæði býr að menntun á sviði heilsuhagfræði og hefur yfirgripsmikla reynslu í rekstri sjúkrahúsa. Þessi niðurstaða styður, að dómi þess sem hér ritar, nauðsyn þess, að fleiri en eitt rekstrarform fái framgang í heilbrigðisþjónustu, til að tryggja aðhald samanburðar og vissa samkeppni. Hún varpar einnig ljósi á gildi svokallaðra sértekna heilbrigðis- Heilbrigdisþjónusta á tímamótum Lára M. Ragnarsdóttir, heilsu- hagfræðingur, flutti erindi um ís- lenzka heilbrigðiskerfið í nútíð og framtíð á ráðstefnu Sambands ungra sjálfstæðismanna um heil- brigðisþjónustu fyrr á þessu ári. Hún hélt því fram að stefnumótun { heilbrigðismálum stæði á tíma- mótum af þríþættri ástæðu: • 1 fyrsta lagi hafi þörf eða eftir- spurn eftir læknisþjónustu vaxið og haldi áfram að vaxa. Þessu veld- ur: 1) Hópur þeirra, sem nær háum aldri, stækkar sífellt. 2) Kröfur um heilbrigði almennt fara vaxandi. 3) Tækni, sem þjónar sjúkrastofnun- um, fleygir fram. 4) Fjöldi lækna vex sem hvetur til aukinnar eftir- spurnar. • í annan stað vaxi kostnaður við heilbrigðisþjónustu stöðugt, en launakostnaður tekur til 70% af heildarkostnaði. Nýr tæknibúnaður í lækningum er yfirhöfuð dýr — sem og örar framfarir í heilbrigðis- þjónustu. Framvinda á þessum vettvangi á hinsvegar undir högg að sækja vegna minnkandi þjóðar- tekna og rýrðs almenns kaupmátt- ar. Brekkan sækist og verr fyrir fámenna þjóð í stóru og strjálbýlu Beinar greiðslur neytanda (sjúklings sem prósenta af heildarútgjöldum heilbrigðismála árið 1977 Bandaríkin Ástralía Frakkland V-Þýskaland ísland Svíþjóð Bretland 27.1' 21.1 19.6 8.7 8.4 5.8 12.5 Heimildir: l>jó«ha|!HiiU>rnun (1983) Mnxwell (1981) Hlutfall opinberrar fjármögnunar heilbrigðisþjónustu í ýmsum löndum árið 1977 Bretland Svíþjóð Ítalía ísland V-Þýskaland Frakkland Kanada Holland Sviss Austurríki Bandaríkin 92.6 91.6. 91.3 89.3 77.1 76.0 75.4 71.1 66.5 64.4 42.7 Heimildir: hjóðhagsstofnun (1983) Maxwell (1981) landi, en dreifing byggðar skapar sérstöðu í rekstri heilsugæzlu hér. • Þriðji þátturinn, sem Lára tíund- ar, er vöxtur heilbrigðiskerfisins gegnum árin, samhliða stóraukinni fjármagnsþörf. Krafan um sem hagkvæmasta nýtingu fjármagns- ins nær því betur eyrum fólks. Áhugi á fleiri rekstrarformum í og eftirspurnar er því nánast ekk- ert. Form heilbrigðisþjónustunnar leitar af ýmsum ástæðum ríkulegar á huga fólks nú en áður. Líkan að K-álmu Landspítala, sem vinna er hafin við, en þar verða m.a. krabbameinsdeildir til húsa og fjölþætt starfsemi önnur. Afmæliskveðja: Bárður ísleifs- son arkitekt Fyrir réttum 80 árum, hinn 21. október 1905, fæddist Bárður ísleifsson arkitekt. Á þessum merku tímamótum í ævi hans senda vinir og samstarfs- menn honum hugheilar ham- ingjuóskir ogþakkir. Að loknu stúdentsprófi 1927 hélt Bárður til náms í húsagerðarlist við „Det Kgl. Akademi for de skönne Kunster" í Kaupmanna- höfn. Lauk hann prófi þaðan árið 1935. Við heimkomu frá námi réð- ist Bárður sem arkitekt hjá húsa- meistara ríkisins. ogstarfaði b'>nn þai' wi.uu uin 40 ára skeið, hin síðari árin sem yfirarkitekt emb- ættis húsameistara, eða þar til hann lét af embætti vegna aldurs- takmarka opinberra starfsmanna. Árið 1935, þegar Bárður kom til starfa, var hann einn örfárra ís- lenskra arkitekta, er lokið höfðu fullnaðarprófí í húsagerðarlist. Hann fékk fljótlega mjög áhuga- verð verkefni við að glíma, bæði sjálfstætt, svo og sem náinn sam- starfsmaður frænda síns Guðjóns Samúelssonar þáverandi húsa- moisstnm ríkisins. Meðal slfk>"> verkefna voru margar helstu opin- berar byggingar þess tíma, sjúkra- v*i'vc oi-Alqr pmbættishtWaftír o<r kirkjur. Á löngum starfsferli við embætti húsameistara ríkisins hefur Bárður því víða komið við og átt drjúgan þátt í mótun opin- berra bygginga. Bárður hefur að baki sér merkan starfsferil á sviði íslenskrar húsa- gerðarlistar þann tíma, sem nýjar stefnur eru að mótast og mikil uppbygging verður í landinu. Verkefnin urðu æ fjölbreyttari og vandasamari. Að öllum störfum vann Bárður með samviskusemi og nákvæmni en hann byggði einn- ig á traustum grunni þekkingar og smekkvísi. Bárður er yfirlætis- laus og ekki gefinn fyrir að miklast af verkum sínum, sem þó tala skýru máli um mikinn hæfileika- mann. Islenska ríkið hefur heiðrað Bárð ísleifsson með heiðursmerki Fálkaorðunnar fyrir störf hans að byggingarmálum þjóðarinnar. Þrátt fyrir háan aldur, langan og heilladrjúgan starfsdag, er Bárður enn keikur og hinn ungleg- að sjá. Hann íðV^r miftfr nti- vist og göngur svo sem hann hefur ætíð gert. Með ólíkindum er hve afmælisbarnið ber aldurinn vel og óskum við honum þess, að hann megi enn um ókomin ár njóta slíkrar reisnar oggóðrar heilsu. Við undirritaðir, svo og aðrir samstarfsmenn Bárðar og vinir við emætti húsameistara ríkisins, sendum honum heillaóskir og afmæliskveðjur, ásamt þökkum fyrir samverustundir allar. Jafn- framt sendum við hans góðu konu, Unni Arnórsdóttur svo og fjöl- skyldu þeirra, innilegustu ham- ingjuóskir og kveðjur í tilefni þessara tímamóta. Garðar Halldórsson, húsameistari ríkisins Hörður Bjarnason, fv. húsamcistari ríkisins Afmælisbarnið og Unnur kona hans taka á móti gestum á heimili sonar þeirrar, Leifs, og tengda- dóttur, Vilborgar, á Reynimel 25, á afmælisdacdnn milli kl 17-20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.