Morgunblaðið - 20.10.1985, Side 2
2
MORGUNBLAÐ y, SUNNUDAGUR 20, OKTÓBER1985
Háskólaráð fundar um tölvukaupin:
Gengið að tilboð-
um IBM og Apple?
Á FUNDI háskólaráðs á fiinmtudag
var lagður fram til umsagnar samn-
ingur frá söluaðila Apple Macintosh-
tölvanna hér á landi, sem myndi
gera háskólanemum og kennurum
fært að eignast Macintosh-tölvu fyrir
40% lægra verð en út úr verzlun.
Búðarverð er um 102.500 kr., en með
fullum afslætti yrði tölvan seld á
69.700 kr. Þá var kynnt tilboð frá
söluaðilum IBM á fslandi þar sem
ferðaeinkatölva IBM er boðin á 56
þúsund, sem er umatalsverður af-
sláttur.
Að sögn Halldórs Guðjónssonar
kennslustjóra Háskóla íslands
kom fram eindeginn vilji hjá há-
skólaráðsmönnum um að gengið
yrði að þessum tilboðum. Halldór
sagði að það væri ekki í verkahring
háskólaráðs að skrifa undir samn-
inga, en hann byggist fastlega við
að rektor eða Reiknistofnun há-
skólans gengi frá samningnum við
söluaðila Apple fljótlega. Halldór
bætti því við að þessi tilboð hefðu
vakið slíka athygli, að á fimmtu-
daginn hefði hann haft spurnir af
því að von væri á nýjum tilboðum
frá 2-3 öðrum aðilum.
Ódýrar ferðir
frá Færeyjum
FÆREYINGUM er í vetur boðid upp
á íslandsferöir með Flugleiöum fyrir
umtalsvert lægra verð en íslendingar
þurfa að borga fyrir sínar ferðir til
Færeyja.
Þriggja nátta ferð til Reykjavík-
ur með gistingu og morgunverði á
Verðbólgan 22—23%
ÞRJÚ prósent almenn launahækkun
mun hafa í för með sér 1 'A-2% verð-
hækkun á næstu 3-4 mánuðum, að
áliti Bolla Þórs Bollasonar aðstoðar-
forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Bolli
telur að árshraði verðbólgunnar
verði orðinn 22-23% í lok ársins í
stað 20% eins og ráð var fyrir gert
í endurskoðaðri þjóðhagsáætlun.
Sagði hann þó nauðsynlegt að hafa
í huga að við þetta væri ekki tekið
tillit til gengisbreytinga frá því í
októberbyrjun, hvorki hér né erlend-
Hótel Esju eða Hótel Loftleiðum
kostar Færeyinga 12.448 krónur,
fjögurra nátta ferð kostar 13.738
krónur og vikuferð kostar 17.178
krónur. Odýrustu Apex-fargjöld
frá Reykjavík til Færeyja kosta
10.120 krónur og venjulegt fargjald
18.900 krónur - hvort tveggja án
gistingar og morgunverðar.
En hvers vegna gera ekki Flug-
leiðir íslendingum samskonar boð,
Sæmundur Guðvinsson, fréttafull-
trúi Flugleiða?
„Ástæðan er sú, að þróun ferða-
mannaiðnaðar í Færeyjum er á
byrjunarstigi - það var ekki fyrr
en í sumar að þar var stofnað
ferðamálaráð. Þegar móttaka
ferðamanna í Færeyjum kemst í
fastara form munum við vafalaust
gera löndum okkar svona tilboð,"
svaraði Sæmundur.
Morgunblaöiö/Arni Sæberg
Sjónvarpsskermur á hótelið
UNNIÐ var við það í gær að setja sjónvarpsskerm á Hótel Holt Eins
og frá hefur verið greint í Morgunblaðinu gefst viðskiptavinum hótels-
ins kostur á því í framtíðinni að fylgjast með efni frá fjórum sjón-
varpsstöðvum í útlöndum.
Útboð hjá Vegagerðinni:
Sjálfs-
afgreiðsla
í alla banka
Á NÆSTUNNI verður svokallaður
hraðbanki settur á laggirnar - sjálfs-
afgreiðsla þar sem viðskiptavinir
geta komið að loknum afgreiðslu-
tíma og lagt inn fé, tekið út fé,
greitt reikninga og fengið uppgefna
stöðu reikninga, svo nokkuð sé
nefnt. Bankarnir, sem standa að
hraðbankanum svokallaða, eru
Landsbankinn, Búnaðarbankinn,
Samvinnubankinn, Verslunarbank-
inn, Alþýðubankinn og Sparisjóð-
irnir.
„Bankarnir hafa samstarf um
þessar sjálfsafgreiðslur, sem fyr-
irhugað er að opna í nóvember.
Viðskiptavinir, til að mynda Bún- i
aðarbankans, geta farið í af-
greiðslustofnanir Landsbankans,
svo dæmi sé tekið, og fengið alla
þá þjónustu sem sjálfsafgreiðslur
þessar bjóða," sagði Ingi Örn1
Geirsson, forstöðumaður tölvu- j
deildar Búnaðarbankans, í sam-1
tali við Morgunblaðið, en Búnað-
arbankinn hafði frumkvæði að
fyrirhugaðri uppsetningu hrað-
bankans.
Iðnaðarbankinn hefur um
nokkurt skeið boðið viðskiptavin-
um sínum upp á sjálfsafgreiðslu
að loknum afgreiðslutíma.
Lægstu tilboð 61—86 %
af kostnaðaráætlun
Ók eftir húsvegg
inn í tvo garða
ÍBÚAR í húsi á mótum Faxabrautar
og Blikabrautar í Keflavík vöknuðu
við vondan draum snemma í gær-
morgun. Bfl var ekið inn í garðinn
hjá þeim á mikilli ferð, eftir hús-
veggnum og inn í garð nágrannanna.
Raunar vöknuðu ekki allir í húsinu
- en skemmdir uröu talsverðar og
bíllinn er talinn ónýtur. Ölvaður
ökumaðurinn, sem var nýlega búinn
að fá ökuleyfi, slapp ómeiddur, skv.
upplýsingum Keflavíkurlögregíunn-
ar.
Það var rétt fyrir fjögur á laug-
ardagsmorguninn sem bílnum var
ekið eftir Faxabraut á mikilli ferð.
Þegar kom að Blikabraut telur
ökumaðurinn sig hafa truflast af
öðrum bíl og til að komast hjá
árekstri sveigði hann í húsagarð-
inn með fyrrgreindum afleiðing-
um.
íbúarnir vissu ekki hvaðan á sig
stóð veðrið og hringdu skelfingu
lostnir í lögregluna. Fimm minút-
um síðar kom ökumaðurinn á lög-
reglustöðina og sagði af óförum
sínum. Hann fékk umsvifalítið
gistingu þar en lögreglumenn
syðra áttu í talsverðu brasi fram
eftir morgni að ná bílnum útúr
húsagarðinum.
HJÁ Vegagerð ríkisins hafa verið
opnuð tilboð í lagningu þriggja
vegakafla, Nesvegar utan Grinda-
víkur, Vestfjarðavegar frá Bersa-
tungu að Hvoli og Borgarfjarðar-
vegar á milli Seyðisfjarðarvegar og
Mýness. Lægstu tilboð voru á bilinu
61-86 %af kostnaðaráætlun.
Fossverk sf. á Selfossi átti
lægsta tilboðið í lagningu 2,1 km
kafla af Nesvegi utan Grindavík-
ur. Tilboðið var 3.223 þúsund kr.,
sem er 60,9% af kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar, en hún var
5.290 þúsund kr. Níu buðu í verk-
ið, sem á að ljúka fyrir nóvember-
lok, og voru öll tilboð innan
kostnaðaráætlunar.
Loftorka sf. átti lægsta tilboðið
í gerð Vestfjarðarvegar (Bersa-
tunga-Hvoll), 3.734 þúsund kr.,
sem er 86,3% af kostnaðaráætl-
un. Kostnaðaráætlun Vegagerð-
arinnar hljóðaði upp á 4.328 þús-
und kr., og voru 4 tilboð af 9
undir henni. Um er að ræða 5,1
km og á verkinu að vera lokið 15.
janúar næstkomandi.
Þá voru boðnir út 5 km af
Borgarfjarðarvegi, á milli Seyðis-
fjarðarvegar og Mýness. Gunnar
FULLTRÚAR stjórnarandstöðunnar
hafa ekki mótað afstöðu sína til
hvaða ráða þeir telja að íslensk
stjórnvöld ættu að grípa í tilefni þess
að dómsúrskurður í Rainbow Navi-
gation-málinu féll íslensku skipafé-
lögunum í óhag.
Hjörleifur Guttormsson, þing-
maður Alþýðubandalagsins sagði
í samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins að hann hefði ekki tekið
afstöðu til þess hvort grípa bæri
til lagasetningar, sem bannaði
flutninga til og frá landinu í skjóli
einokunarlaga. Hann sagðist þó
hafa þá meginafstöðu, sem gæti
átt við þennan þátt varnarliðsins
sem aðra, að halda bæri öllum
þáttum varnarliðsins, flutningum
fyrir það og fleiru, eins aðskildu
frá íslensku þjóðlifi og kostur væri.
Guðmundur Einarsson, þing-
maður Bandalags jafnaðarmanna
sagði að sér þætti alveg koma til
greina að athuga möguleika á
lagasetningu. „Það er ekkert sem
mælir gegn gagnkvæmri einokun.
Þetta er pólitískur sleðaháttur og
loddaraskapur hjá Shultz og mér
finnst að það ætti að lauma því
að honum að ef hann ekki bætir
ráð sitt, þá förum við formlega
og Kjartan áttu lægsta tilboðið,
4.500 þúsund kr., sem er 77,5% !
af kostnaðaráætlun, en hún var
5.810 þúsund kr. Ellefu verktakar i
buðu í verkið og voru fjórir undir
áætlun. Verkinu skal lokið 1. júní
1986.
fram á það við Reagan að hann
setji hann í iðnaðarráðuneytið,"
sagði Guðmundur Einarsson.
Rafmagnsveitan:
Nýtt orgel
keypt fyrir
kirkjuna að
Úlfljótsvatni
RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur
hefur fest kaup á orgeli fyrir tæp-
lega 450 þúsund krónur sem setja
á upp í Úlfljótsvatnskirkju. Raf-
magnsveitan keypti jörðina Úlf-
ljótsvatn í Grafningi upp úr 1930
til að tryggja sér vatnsréttindi, og
lögum samkvæmt ber landeigend-
um að bera allan kostnað af við-
haldi kirkju og kirkjumuna. Núver-
andi orgel kirkjunnar mun vera
gamalt „harmóníum", sem komið
er vel til ára sinna.
Ekið á ljósastaur
Morgunblaðið/Júlíus
BETUR mun hafa farið en á horfðist þegar bfl var
ekið á Ijósastaur á Reykjanesbraut skammt ofan við
hesthús Fáks um fjögurleytið í fyrrinótL
Fernt var i bflnum og voru tvö í framsætum spennt
í öryggisbelti. Þau sluppu lítið meidd en farþegar í
aftursæti eitthvað meira enda munu þeir hafa kastast
út úr bflnum. Þrennt var flutt á slysadeild en ókunn-
ugt var um meiðsli þeirra í gærmorgun. Myndin var
tekin skömmu eftir slysið.
Stjómarandstaðan um Rainbow Navigation:
„Loddaraskap-
ur hjá Shultz“
— segir Guðmundur Einarsson, þingmaður BJ