Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER1985 Samtal við Hallstein Sigurðsson mynd höggvara dám af húsnæðinu, sem var lágt og mjótt og langt undir loft. Þarna var sem sagt allt afskaplega lárétt og fyrstu verkin mín voru eftir því. Nú er maður orðinn svo góðu vanur að ég hugsa að ég ætti erfitt með að sætta mig við rakann og loftleysið þarna en þetta var fjári góður staður og borgarverkfræð- ingur leyfði mér meira að segja að sýna þarna. Mér fannst svolítið merkilegt hvað þeir voru líberal, þessir karlar. Þeir Helgi Gíslason og Sverrir Ólafsson komu svo upp að Korpúlfsstöðum skömmu á eft- ir mér, já, og Gunnar Örn málari, en um það leyti var ég byrjaður að byggja hér í Breiðholtinu og var fremur gloppótt þarna uppfrá eft- ir það.“ Hefurðu þurft að vinna fyrir þér meðfratn höggmyndalistinni eða geturðu helgað þig henni einni? „Ég hef smávegis fengist við kennslu en fjarska lítið þó. Margir kollegar mínir eru miklu áhuga- samari um kennslu en ég. Gn ég hef gert við myndir fyrir Reykja- víkurborg alveg síðan ’74 og steypt. Ég hef ekki lifað af höggmyndalistinni en hef hins vegar færst nær því síðustu tvö þrjú árin. Maður getur ekki haft þetta sem aukastarf, það er útilok- að. Álsteypan sem ég er að fást við núna, er reyndar það seinlegasta. Þó ég sé að frá átta til sjö á hverj- um degi þá gerast nú ekki alltaf nein ósköp í hverri viku. Ég hef líka gert töluvert af því að steypa leirmyndirnar mínar gömlu — til dæmis pantaði Almenna bókafé- lagið fimmtíu eintök af Heimdalli handa féiögum bókaklúbbsins og þær seldust upp á svipstundu — og þó þessu fylgi mikil ögun þá er þetta í rauninni eins og hver önn- ur handavinna. Ég væri svo guðs lifandi feginn ef ég hefði efni á því að hafa aðstoðarmann til að gera fyrir mig mót.“ Lifandi skúlptúrar Það hefur vakið athygli að þú steypir í ál en ekki til dæmis brons. „Já, meira að segja kollegar mínir reka sumir hverjir upp stór augu og ég er hissa á því að sjá örla á þessari vanahugsun hjá þeim. En fólk er bara svo ægilega vanafast. Ég er ekki fyrsti maður- inn til þess að steypa í ál — það hefur verið gert erlendis — en fyrir mig var þetta töluverð upp- götvun og mig langaði einfaldlega að prófa það. Menn segja við mig: „Þetta er grátt, þetta er dautt, en bronsið er brúnt og verður svo fal- lega grænt með spansgrænunni." En ég kann afskaplega vel við þennan gráa lit. Þetta er öðruvísi, þetta kemur ekkert í staðinn fyrir brons eða steinsteypu; þetta er bara annað efni með annan karak- ter.“ Og þú ætlar aftur í járnið þegar álsteypunni sleppir? „Jájá, og ég er strax farinn að hlakka til. Járnið er spennandi, það er eiginlega ævintýri. Þegar maður vinnur með járn fikrar maður sig áfram, finnur út jafnóð- um hvað maður vill gera, vinnur svo að segja spontant ..." Þegar ég er að kveðja, kettinum til greinilegs hugarléttis, tekur Hallsteinn mig með sér út á túnið og við skoðum saman höggmynd- irnar hans, sterkar og svipmiklar. Umhverfis túnið er að spretta lim- gerði sem Hallsteinn er sjálfur að rækta; hann segir mér að hann sé mikill áhugamaður um trjárækt og það er ósvikið stolt í svipnum þegar hann sýnir mér hversu mik- ið gljávíðirinn hefur vaxið í sumar. Þessir lifandi skúlptúrar eru honum bersýnilega ekki síður hugleiknir en hinir sem hann hef- ur sjálfur gætt lífi úr dauðum efn- um. — IJ Þú svalar lestrarþörf dagsins ásfcjum Moggans! BORG/m húsqöqn Hreyfilshúsinu viö Grensásveg. Símar 686070 og 685944. Hósgagnasýning í dag kl. 2-5 r ÁVÖXTVméZ' Villist ekki í frumskógi kjaraboða. Ávöxtun sf. vísar veginn! Óverðtryggð Verðtryggð veðskuldabréf veðskuldabréf Kaupendur óskast aö góðum verðtryggðum veðskuldabréfum. ÁV()XTUNsfW LAUGAVEG 97 - 101 REYKJAVÍK - SÍMI 621660 Fjármálaráðgjöf - Verðbréfamarkaður Avöxtunarþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.