Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.10.1985, Blaðsíða 56
KEILUSALURiNN ^ OPINN 9.00-00.30 Mikið spurt um sjóvogina „VIÐ höfum fengið góóar undirtekt- ir, betri en ég þorði aö vona“, sagði Gylfi Aóalsteinsson, framkvæmda- ^stjóri Marel hf. í samtali vió Morgun- blaóió er hann var spurður hvaóa möttökur framleiósluvörur fyrirtæk- isins hefóu fengió á FISH EXPO sjávarútvegssýningunni í Seattle. Sýningin hófst á miðvikudag og lauk í gær, laugardag. Tvö íslensk fyrirtæki tóku þátt í sýningunni, Marel sem var með bás í nafni dótturfyrirtækis síns í Kanada, og Hampiðjan. Marel sýndi nýju sjó- vogirnar, vogir fyrir fiskeldi og venjulegar vogir fyrir fiskiðnað. Stolinn bíll brennur á miðri heiði Á ÁTTUNDA tímanum í gærmorgun hringdi maóur nokkur til lögreglunn- ar í Akureyri, sagðist vera staddur í sæluhúsinu Sesseljubúð á Öxna- dalsheiói og aó þar væri bfll aó brenna. Lögregla og slökkvilið óku strax af stað i gegnum slydduna á heið- ----inni. Þegar komið var í Sesseljubúð á heiðinni miðri, nærri klukku- stundu síðar, var það brunnið af bílnum, sem brunnið gat. Ökumað- urinn var í sæluhúsinu og varð strax ljóst, að hann hafði reynt að hressa upp á tilveru sína um nóttina með áfengisneyslu. Hvert ferðinni var heitið var honum hulið og sömuleiðis er óljóst hvern- ig kviknaði í bílnum. Þegar farið var að athuga málið kom í Ijós að bíllinn var óskráður og númerslaus. Ekkert var í gær- morgun vitað um eiganda bílsins annað en það, að ökumaðurinn í Sesseljubúð átti bílinn ekki og hafði aldrei átt. Hann var færður í fangageymslu lögreglunnar á Akureyri, þar sem hann átti að sofa úr sér áður en hann yrði yfir- heyrður nánar. Smyglaði 90 grömmum af kókaíni MAÐURINN, sem sveik liólega fimm hundruð þúsund út úr þremur bönkum í Reykjavík, hefur vió yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, vióurkennt aó hafa smyglað MteO grömmum af kókaíni til landsins. Maðurinn fór tvívcgis til útlanda til að kaupa fíkniefni og notaði til þess féó, sem hann sveik út úr bönkunum. Hann smyglaði kókaíninu til lands- ins meó því aó fara frá Danmörku til Færeyja og síóan hingaó til lands. Þetta er mesta kókaínsmygl, sem uppvíst hefur orðið, en ekki tókst að hafa uppi á fíkniefnunum. Árið 1983 voru lagt hald á 7.3 grömm af kókaíni, 25 grömm 1983 og 18 grömm í fyrra. Aætlað sölu- verðmæti kókainsins hér á landi er um 700 þúsund krónur. » Maðurinn var handtekinn um miðja síðustu viku. Hann hafði daginn áður náð að svíkja um 170 þúsund krónur út úr banka með því að opna sparisjóðsbók, „greitt" inn á bókina með falsaðri ávísun og tekið féð samdægurs út úr úti- búi bankans. Hann var með í höndunum farseðil til útlanda og "“íhafði í fórum sínum umtalsverða fjárhæð í gjaldeyri. SnÐHST lANSTRAIIST SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Fjör í frímínútum Morgunblaftið/RAX. Mælingar á mótefnum alnæmisveininnar hefjast á Borgarspítalanum á næstu vikum: RKÍ íhugar að styrkja Borgar- spítalann til tækjakaupa RAUÐI kross íslands íhugar nú aó veita 500-700 þúsund krónum til kaupa á útbúnaói til að mæla mótefni gegn alnæmisveirunni í blóói. Morg- unblaöió hefur heimildir fyrir því að upphaflega hafi staóió til að styrkja Landspítalinn til þessara kaupa, en vegna þess að vióunandi aóstaóa er ekki fyrir hendi þar sem stendur, sé í athugun að veita Borgarspítalan- um þetta fé. Á Borgarspítalanum er nú fullinnréttuð rannsóknastofa meó sérstökum öryggisskáp til að meó- höndla áhættusýni. Guðjón Magnús- son, varaformaöur RKÍ og aóstoóar- landlæknir, vildi ekkert um málið segja aó svo stöddu, en sagði aó ákvörðun ætti að liggja fyrir á þriðju- dag. Að sögn þeirra Haraldar Briem og Sigurðar Guðmundssonar smit- sjúkdómalækna á Borgarspítalan- um munu mótefnamælinar á áhættusýnum hefjast á Borgar- spítalanum á næstu vikum. Búið er að gera ráðstafanir til að fá til landsins þann útbúnað sem til þess þarf. Haraldur sagði að tvær að- ferðir væru notaðar til að mæla mótefni alnæmisveirunnar, skim- prófanir (Elisa) og staðfestingar- prófanir (Western blot). Skimpróf- anir eru nokkuð örugg „sía“, þ.e.a.s. komi út úr þeim neikvæð niðurstaða er talið fullvíst að mót- efni sé ekki að finna í blóðinu. Hins vegar koma stundum út úr þessum prófunum „falskt jákvæð- ar niðurstöður" og því þarf annað próf til nánari staðfestingar. Ein- ungis skimprófanir verða gerðar á Borgarspítalanum fyrst um sinn. Heilbrigðisráðhera hefur ákveð- ið að koma skuli upp aðstöðu til alnæmisrannsókna í nýbyggingu á lóð Landspítalans og skuli hún vera undir stjórn Rannsóknar- stofu Háskóla fslands í veirufræði. Það húsnæði er tilbúið undir tré- verk og að sögn Guðjóns Magnús- sonar er stefnt að því að taka það í notkun ekki síðar en um áramót- in. Þar verða þá gerðar skimpróf- anir, fyrst til að byrja með á blóð- sýnum áhættuhópa. „Það eru allir sammála um að byrja á því að koma upp aðstöðu til að veita fólki í áhættuhópum þjónustu áður en farið verður að skima blóð sem berst Blóðbankan- um,“ sagði Guðjón. „Menn greinir hins vegar á um það hversu fljót- lega eftir að búið er að koma slíkri aðstöðu upp eigi að hefja kerfis- bundnar skimprófanir á blóði blóð- gjafa.“ Það sem um er að ræða í þessu sambandi er ótti manna við að laða til Blóðbankans fólk í áhættu- hópum sem vill láta rannsaka hvort það hafi veiruna í blóði sínu. Það gæti aukið hættuna á að sýkt blóð komist í umferð, ekki síst vegna þess að a.m.k. 5% þeirra sem sýktir eru mynda engin mótefni. Guðjón sagði hins vegar að það væri tiltölulega einfalt mál að mótefnaprófa blóð sem bærist Blóðbankanum. Sambærilegar prófanir væru þegar gerðar þar í sambandi við lifrarbólgu. Nú þegar er vitað um fáeina fslendinga sem hafa svokölluð forstigseinkenni alnæmis, en al- næmi á efsta stigi hefur ekki greinst í íslenskum manni ennþá, að sögn Guðjóns Magnússonar. Ríkið sækir um vínveit- ingaleyfi MEÐAL umsókna sem liggja fyrir um leyfi til vínveitinga er umsókn um endurnýjun á vín- veitingaleyfi í veitingahúsinu Borgartúni 6, sem er í eigu ríkis- ins. Bréf frá dómsmálaráöuneyt- inu varðandi málið var lagt fram á fundi borgarráös þann 8. októ- ber siöastliöinn. Umsókninni var vísað til umsagnar áfengisvarnar- nefndar. Fleiri umsóknir um leyfi til vínveitinga liggja nú fyrjr hjá dómsmálaráðuneytinu. Ýmist er hér um að ræða ný leyfi eða endurnýjun leyfa. Meðal um- sækjenda eru veitingastaður- inn „Þrír Frakkar" við Baldurs- götu, Hressingarskálinn í Austurstræti, Mensa í Lækjar- götu, Laugavegur 28 B, Klúbb- urinn, Safari og Gaukur á Stöng. Líklega stærsta bleikja sem veiðst hefur hér — Lifði á bleikju og hafði því nóg æti RISABLEIKJAN sem veiddist í Skorradalsvatni um síöustu helgi og sagt var frá í Morgunblaöinu á miðvikudag er að öllum líkindum stærsta bleikja sem veiðst hefur hér á landi. Jón Kristjánsson fiskifræð- ingur hjá Veiðimálastofnun segist ekki vita til að stærri bleikja hafi veiðst og Davíð Pétursson hreppstjóri á Grund í Skorradal segir að þetta sé trúlega íslandsme t og jafn»el Norðurlandamet. Bleikjan er 22 pund að þyngd og 87,5 sm að lengd. Jón Krist- jánsson sagði að stærsta bleikjan sem hann hefði heyrt um væri 17 punda, líka úr Skorradals- vatni og þar hefðu einnig veiðst 14-15 punda bleikjur, m.a. ein sem væri nú uppstoppuð á Veiði- málastofnun. Davíð á Grund sagði að stærsti fiskur sem veiðst hefði í Skorradalsvatni þar til risableikjan veiddist nú væri 18 punda og hefði hann veiðist fyrir 1-2 árum. Hann sagði að fyrir rúmum áratug hefði 16 punda fiskur veiðst þar á stöng og hefði hann þá verið Norðurlandamet. Samkvæmt því taldi Davíð það líklegt að 22 punda bleikjan sem nú veiddist væri einnig Norður- landamet. Davíð sagði að silungurinn í Skorradalsvatni væri yfirleitt um og innan við eitt pund að þyngd. Jón Kristjánsson sagði að þegar vatnafiskar kæmust yfir ákveðna stærð færu þeir að éta aðra fiska, hefðu þá nóg æti og stækkuðu ört. Taldi hann lík- legt að risabeikjan væri orðin 15-20 ára. Það voru starfsménn Skógræktar ríkisins í Hvammi í Skorradal sem náðu bleikjunni þegar þeir vitjuðu um net fyrir landi Hvamms á laugardag. Bleikjan er geymd í frysti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.