Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 B 9 Morgunblaöið Bjarnl Fyrsti Smellur Pálma Poppari vikunnar — RAFN JÓNSSON Þessar tvær myndir voru teknar á dögunum þegar upptökur voru aö hefjast á umræddri jólaplötu. Á annarri er Magnús Kjartansson aö leiöbeina Sigurði litla Pálma- syni og á hinni má sjá þá sem bera hita og þunga af öllum undirleik. Gunnlaugur Briem fettir sig og brettir á bak viö trommu- settiö, Pálmi Gunnarsson er salla- rólegur meö bassann í hönd, Eyþór Gunnarsson er ekkert aö líta til Ijósmyndarans heldur bros- ir í átt aö hljóðfærum sínum. Frið- rik Karlsson og Magnús Kjartans- son eru hjá flyglinum. Rafn Jonsson er hæglátur maöur. Hann á trom- musett og hefur leikiö í ýmsum hljómsveitum síö- ustu árin. Hver kannast ekki viö hljómsveitir eins og ÝR, Hauka og Grafík? Rabbi trommaði meö þeimöllum. „Valið var erfitt," sagöi Rafn, vegna þessa sem hér fyrir neöan birtist. „Ýmsir góöir menn uröu út- undan, þvímiöur." Og hlustar tónlistarmaöurinn mikið á tónlist? „ Já, töluvert. Mér til ánægjuauka og lífsstyrks. “ Uppáhaldslög: Uppáhaldsplötur: 1. MatteKudaSai / 1. Larkstonguesinaspic/ KingCrimson. King Crimson 2. Walkingonthemoon / 2. Abbey Road / Beatles Police 3. TheWall / PinkFloyd 3. Mama / Genesis 4. MylifeinthebushofGhosts/ 4. BlueMonday / NewOrder David Byrne/Brian Eno 5. Égerfrjáls/ 5. Seventyseconds / FaconfráBíldudal TheCure 6. Evening meditation / 6. Sgt. Peppers / Beatles Van Morrison 7. ZenyattaMondatta / 7. Golden brown / Police Stranglers 8. Sparkleintherain / 8. Because / Beatles SimpleMinds 9. Owner of a lonely heart / 9. RoxyMusic / RoxyMusic Yes 10. 90125/Yes 10.-11. Regiment / David Byrne / Brian Eno 10.-11. Eveofdestruction / Barry McGuire Feðgar á jólaplötu Pálmi Gunnarsson og 10 ára sonur hans, Siguröur syngja saman á jólaplötu frá Skálholtsútgáfunni Pálmi Gunnarsson og sonur hans, Sigurður, sem er 10 ára gamall, dvelja nú öllum stundum í Hljóðrita við upptökur á jólaplötu sem gefin er út af Skálholtsútgáfunni. Pálmi syngur og leikur á bassa og Sigurður litli syngur með í nokkrum lögum. Jólalög þessi eru bæði erlend og innlend, þekkt sem óþekkt og er Magnús Kjartansson í hlutverki þess sem stjórnar upptökum. Fyrsta tölublaö tónlistartímaritsins Smells, síöan Pálmi Guðmunds- son keypti útgáfuréttinn, er nú komiö út. Blaðiö er unnið aö öllu leyti á Akureyri, en þar er Pálmi búsettur. „Ég er meö umboðsmenn út um land, hef menn „fyrir sunnan" sem skrifa mikið fyrir mig og auglýs- ingastjóra þar, því þar er markaðurinn," sagöi Pálmi, í samtali viö Popparann. „Ég er ákveðinn í því aö hafa meira af íslensku efni i blaðinu en veriö hefur í sambærilegum blöðum, og þeir sem vilja geta sent mér efni eöa hugmyndir aö efni um hvaö sem er að gerast i tónlistarlífinu," sagði Pálmi. Smellur mun koma út einu sinni i mán- uði. í nýjasta tölublaöinu er m.a. grein um Stuðmenn, viötal viö Gunnar Þóröarson og meðlimi The Voice. SMÁSKIFUR VIKUNNAR Hver geröi textann? „Sá sem blæs í saxófón á plöt- unni er Stefán S. Stefánsson." Á piötunni eru 10 lög, þaö lengsta rúmar f jórar mínútur. Þú ert ekkert aö teygja lopann? „Nei. Á Gammaplötunni vorum viö miklu fleiri um sólóarnar. Hér ber meira á höfundinum þó aðrir fái aö sjálfsögöu aö spreyta sig.“ Þaö viröist sjaldan haldast í hendur að menn séu frábærir hljóöfæraleikarar og lagasmiöir í senn, en eftir þig liggja nú þegar um tuttugu lög? „Þetta er mjög einstaklings- bundið held ég. Hvaö mig sjálfan varöar þá hendi ég 70—80% af því sem meg sem. Annaö hvort kemur þetta af sjálfu sé eöa ekki.“ Nú gera allir myndbönd meö plötum sínum. Ætlaröu aö slást í þann hóp? „Alveg örugglega ekki. Þaö hvarflar ekki aö mér aö fá einhverja leikara til aö gera eitthvaö voöa sniöugt í sjónvarpinu svo fólk vilji hlusta á Björn Thoroddsen. Ég vonast til aö platan seljist út á sjálfa tónlistina,“svaraöi Björn. Ertu ekkert smeykur um aö verða undir í jólaflóðinu? „Aö sjálfsögöu er ég þaö en maöur veröur bara aö vona hiö besta. Ég kem til meö aö fyigja plötunni eftir eins og ég get til aö kynna hana ásamt bassaleikara og trommuleikara. Ég endurtek:- maöur bara vonar hiö besta,“ sagöi þessi geöprúöi tónlistarmaöur aö endingu. Sú besta The Monroes — Cheerio Ekki eru þaö höggdeyfarnir víö- frægu sem hér eiga hlut aö máli, heldur tvíeyki sem kallar sig Mon- roes. Popparinn veit ekki neitt um mennina, hvort þeir eru bræöur eöa bara vinir eöa hvort þeir hittust fyrst á meðan á upptöku lagsins stóö. Nóg um þaö. Þetta er ansi snoturt lag og vel flutt. Að gera rólegan ástarsöng er ansi viökvæmt og hefur mörgum fariö þaö ifla úr hendi. Sá sem syngur hér hefur skemmtilega rödd og fær hæstu einkunn, eins og reyndar lagiö. Annað ágætt Madness — Uncle Sam Einfald ska lag þessara þokka- pilta. Útsetning lagsins er í hæsta gæöaflokki sem og flest annað. Heillar auðveldlega. Feargal Sharkey — A good heart Sharkey er mjög sérsakur söngvari og góöur. Þegar hann heldur tónin- um sveiflast röddin og titrar eins og lauf i vindi. Lagiö er nokkuö sæmilegt en undirleikur dulítiö ein- hæfur. Ætli þaö sé ekki rétt aö vekja athygli á firna fínum einleik á gítar. Afgangurinn Eddi Murphy — Party all the time í fyrsta lagi: Eddie vinur okkar er dágóöur söngvari og því veröur ekki neitaö. í öðru lagi: Lagiö er ekki slæmt. í þriöja lagi: Þetta er búmm búmm og bamm bamm og hentar eingöngu á diskótek. í f jóröa lagi: Frumleiki er hvergi nærri. Þaö erstyttratil Húsavíkur. Canute — No looking back Þetta er afar klisjukennt. Popp- arinn vill fremur Sister Sledge eöa bara Chic. Þetta er 8 árum á eftir tímanum. Morgunblaöið/Skapti Hallgrimsson Pálmi og Smellur. 'Svona líta þeir út piltarnir sem fara með hlutverk Bítl- anna í söngleiknum nýja um John Lenn- on. Þeir eru nú ekk- ert ýkja líkir þeim, en það er nú bara fín v tilbreyting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.