Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17, NÓVEMBER1985 B 19 hjá sólu snemma í febrúar sést hún best á suðurhveli jarðar." Og því má bæta við að um mánaðamót aprll-maí gæti halastjarnan Hal- ley lýst hér aftur á suðvestur- himni, að sögn Þorsteins en þá eru nætur bara orðnar of bjartar í okkar heimshluta. Halley geysifjöl- hæfur vísindamaður Mikill viðbúnaður er um allan heim til að taka við og sjá hala- stjörnu Halleys. Rándýrar ferðir skipulagðar á bestu útsýnisstaðina á suðurhveli, svo sem til Afríku, Suður-Ameríku og Astralíu, en þeir sem vilja sjá hana best koma ser fyrir í suðurhluta hitabeltisins einkum á 20.-30. gráðu suður breiddar, en þar eiga menn trygg- an heiðan himin að því er stjörnu- fræðingurinn Edward M. Brooks segir. En ekki kostar það neitt smáræði. Á markaðinn eru komnir alls konar minjagripir, áletraðir bolir, sjónaukar, bakkar o.fl. Og ótal greinar birtast í tímaritum og vísindaritum. Bretar minnast sérstaklega komu halastjörnunnar enda Halley þeirra maður. Þeir efna til alls konar sýninga og sér- atburða í Flamsteed House þar sem Halley bjó. Halastjarna Halleys er líka þekktust allra halastjarna, ekki vegna þess að hún sé þeirra björt- ust, því að margar hafa sést miklu bjartari, eins Þorsteinn Sæmunds- son orðar það. „Heldur vegna þess að hún var fyrsta halastjarnan sem sannað var að kæmi alltaf aftur með reglubundnu millibili. Það var enski stjðrnufræðingurinn Edmond Halley, sem fyrstur reiknaði braut þessarar hala- stjörnu árið 1696 og spáði því að hún myndi sjást aftur árið 1758. Sá spádómur reyndist réttur. Þótt Halley væri látinn var stjarnan skírð í höfuðið á honum. Þess má kannski geta í leiðinni að nafn hans mun ekki borið fram sem „Heilí“ eins og gjarnan heyrist heldur eftir stafanna hljóðan upp á íslensku. Nafn á frægri söng- stjörnu hefur líklega ruglað menn í ríminu." Halley var geysilega merkilegur maður fyrir fleira en að spá um komu halastjörnunnar sem við hann er kennd, að því er Þorsteinn tjáir okkur og er greinilega mikill aðdáandi hans: „Halley var sam- tímamaður Newtons og féll í skugga hans. En hefði Halley ekki verið til þá hefði Newton líklega aldrei orðið svona frægur. óvíst að hann hefði nokkurn tíma skrif- að hið fræga rit sitt Principía ef Halley hefði ekki hvatt hann til þess og síðan séð um útgáfuna og kostað hana. Og Halley var einmitt fyrsti maðurinn sem notaði kenn- ingar Newtons með því að reikna út brautir halastjarnanna. Hann hugar að komu halastjarna og finnur komutíma þriggja þeirra, sem hann telur vera þá sömu vegna þess hve brautirnar eru líka. Hal- ley hafði séð halastjörnuna er hún kom 1682 Hann reiknaði út um- ferðartíma hennar og spáir fyrir um komu hennar aftur 1758. Þegar það reyndist rétt varð hann frægur fyrir. Hann var þá látinn fyrir 16 árum. En í minningargreinunum um hann var halastjörnuathugana hans varla getið. Hann var þá frægur fyrir allt mögulegt annað. Hann uppgötvaði til dæmis hreyf- ingu stjarnanna miðað hver við aðra, sem var geysilega merkilegt. Fjölmargt annað stórmerkilegt fann hann fyrstur manna. Hann fór í siglingaleiðangra og gerði mælingar frá ýmsum stöðum. Hann gerði fyrsta kortið yfir misvísun áttavitans á heimshöfun- um. Á ferðum sínum fór hann til St. Helenu og gerði fyrsta kortið af suðurhveli himinsins. Þá gerði hann merkar athuganir á norður- ljósum og þannig mætti lengi telja. Hann var ákaflega fjölhæfur maður, gerði til dæmis fyrstur manna töflur um dánartíðni fólks. Svo að hans ætti ekki síður að minnast fyrir ýmislegt annað en halastjörnuna sem við hann er kennd.“ Efnislítil meö stuttan umferðartíma Hvað er þá eiginlega þessi stjarna með bjarta halann? “Hall- ey-halastjarnan er örlítill kjarni og óskaplega stór hjúpur. Eins og aðrar halastjörnur er hún eigin- lega sýndarmennskan i hástigi. Er svosem ekki neitt, en óskaplega stór um sig“ svarar Þorsteinn kíminn. „Kjarninn er samansafn af ís og rykögnum, í kornunum er að finna ýmiss konar efnasam- bönd. Þegar hún nálgast sólu og hita frá henni fer að gæta þá bráðna ísagnirnar og gufa frá henni og mynda ásamt rykinu halann, sem nær út frá henni i átt frá sólu. Rafagnastraumar frá sólu og hiti verða til þess að hún missir efni út í geiminn og eyðist því smám saman. En einmitt þá er hún mest áberandi. Kjarninn er lítill, minna en 10 km þvermál. Samt er eins gott að halastjörnur rekist ekki á jörðu, sem ekki er líklegt að þessi geri. Umferðartiminn er þó ekki alveg fastur. Getur spann- að 74-79 ár. Þetta er vegna trufl- ana frá reikistjörnunum. Júpiter er svo stór að hann hefur mest áhrif á þetta. Halley-stjarnan hefur mjög stutt æviskeið miðað við jarðsöguna, líklegt að hún hafi verið á þessari braut í um 200 þúsund ár og talið að hún muni endast annað eins. Braut hennar spannar frá ystu reikistjörnum í okkar sólkerfi og að þeim innstu. Þegar hún er lengst frá sólu sést hún ekki. Þær halastjörnur sem hafa lengri umferðartíma, og nóg er af þeim, eru oft bjartari. Þær björt- ustu eyðast lítið því þær eru svo sjaldan nálægt sólu. Hinar eyðast fyrr. Halastjörnur geta endað sem loftsteinasalli. Ástæðan fyrir því að Halley-halastjarnan gengur svo nálægt sólu er talin vera sú að braut hennar hafi truflast. Örugg- ar heimildir eru um komu hennar árið 87 f.Kr. og sumir telja að skráðar lýsingar frá árinu 240 f.Kr. eigi við þessa halastjörnu. Síðan hefur hún sést í nánd við jörðu með jöfnu millibili og þetta er í 27. skiptið sem hún kemur hér. Þegar hún er næst sólu, sem verður 9. febrúar, er hún frá jörðu séð á bak við sólu. Við horfum sem sagt í sólina meðan hún er björtust og sjáum hana ekki. í þetta sinn er þetta kannski óhentugasta tæki- færið til að sjá Halley-halastjöm- una í 2000 ár.“ „Halley-halastjarnan gengur inn fyrir brautjarðar. Núna er hún í um 150 milljón kílómetra fjar- lægð og fer með sama hraða og jörðin, en síðan eykur hún hrað- ann. Síðast þegar hún kom fór jörðin gegnum halann, en hann var svo þunnur að margir urðu þess ekki varir. Samt urðu menn óskap- lega hræddir og bjuggust við heimsendi," segir Þorsteinn. „Nú vita menn miklu meira um þetta og þekking dregur úr hræðslu." Löngum hefur verið mikil sam- keppni stjörnufræðinga um að verða fyrstir til að sjá slíkar hala- stjörnur. Segir Þorsteinn að bresk- ur áhugamaður Álcock hafi verið einna sigursælastur auk Japana, sem hafi mjög lagt sig fram á þessu sviði. Arend og Roland eru tveir stjörnufræðingar sem gáfu nafn halastjörnu sem sást hér mjög vel árið 1957. Hér sást árið 1910, mjög björt halastjarna sem nefnd hefur verið Dagstjarnan því að hún sást um hábjartan daginn. Margir sáu hana og héldu að hún Halastjarna Halleys hún var ekki til „Halastjarna Halleys hún er ekki til.“ Þannig mun hafa verið tekið til orða í einhverjum revíusöng í Reykjavík eftir að halastjama Halleys kom síðast á árinu 1910. Ekki höfum við þó getað, þrátt fyrir allmikla leit, haft upp á þessu gamanljóði sem stóð víst í sambandi við gasstöðina við Hverfisgötu sem þá var verið að reisa og gamansögu í sambandi við hana. En borgarbúar hafa líklega verið nógu kokhraustir eftir að hættan var liðin hjá og gert grín að öllu saman. Ekki seljum við söguna þó dýrara en hún var keypt, enda ekki heldur fundið hana á prenti. En sögunni fylgir að margur maðurinn í Reykjavík hafi vætt kverkarnar þennan dag og ætlað að kveðja þennan heim hreifur ef svo þyrfti að fara. Frá því þessi undarlega stjarna með lýsandi halann fór fyrst að sjást frá jörðu vakti hún skelfingu, enda kom hún lengst af óvænt og var þá skýrð sem fyrirboði alls konar válegra at- burða eða hegning fyrir vont mannlíf. Greip þá gjarnan um sig mikil skelfing. Ekki hvarf heimsendakenningin þó eftir að vitað var að þetta var hala- stjarna sem kom með jöfnu milli- bili, því nú vaknaði sú trú að hún gæti rekist á jörðu og fékk þá vaxandi fylgi. Svo var þegar hún kom síðast 1910. Þá breiddist út sá orðrómur að einhver frægur stjörnufræðingur væri búinn að reikna það út að kjarni hala- stjörnunnar mundi á ákveðinni stundu rekast á móður Jörð og tortíma þeim sem þar bardúsa. Og þá kemur til sagan um Gasstöðina í Reykjavík. Þar var verið að byggja mikinn tank á þeirra tíma mælikvarða og ekki búið að taka hann í notkun. Þama eiga hræddir borgarbúar að hafa komið auga á líklegasta skjólið á hættustundu. Safnaðist hópur manna á tiltekinni stundu inn í geyminn og hugðist bíða þar þess sem koma vildi. En gár- ungarnir sáu þarna kjörið tæki- færi. Strákahópur bjó sig út með steinvölur og lét dynja á tankn- um þegar stundin var komin. Fylgir ekki sögunni hvernig þeim varð við sem þar voru inni. Erlendis eru margar slíkar sögur sagðar af komu halastjörn- unnar 1910. En eins og nú ýtti koma hennar undir aðrar kennd- ir, svo sem sjálfsbjargarviðleitn- ina og voru framleidd vesti, háls- bindi og bindisnælur með mynd- um af henni. Söngleikur var gerður um komu halastjörnunn- ar í Berlín og frægasta skraut- sýning heims, Ziegfield Follies í Bandaríkjunum, bætti inn söng sem fór um allt, „The Comet and the Earth". Hollenskur framleið- andi sendi minningarskildi á markað og stjörnuathugunarstöð í Þýskalandi minnispeninga úr bronsi, silfri og gulli. Halley— halastjarnan setti ekki síður merki sitt á prentað mál, plaköt, myndir og auglýsingaspjöld um allan heim. Öllu slíku hefur Ruth S. Freitag, vísindamaður í Wash- ington, verið að safna saman og eytt í það mörgum árum. En hluti af safni hennar verður settur upp í Bókasafni þingsins í tilefni af komu Halley-stjörnunnar nú í ár. Þar sem við höfum enga mynd af atburðinum í Gasstöðinni í Reykjavík eða gamanljóðinu um hann, verður að láta nægja að láta hér fylgja forsíðu á hefti með erlendum söng, „rag“-lagi sem samið var 1910 í tilefni af komu halastjörnunnar og nefnd- ist Halastjörnu-rag. Halley- stjarnan í Flateyjar- bók Halastjarna Halleys var á ferð- inni árið 1066 og sagt frá henni í Flateyjarbók. Þar segir m.a. frá sömu atburðum og saumaðir voru í hinn fræga refil frá Bayeux í Normandí í Frakklandi á 11. öld. og þar er saumuð á teppið Halley- halastjarnan sem fór um himininn í aprflmánuði. Hefur þetta löngum verið notað sem sönnun um ártal orustunnar við Hastings eða Hels- ingjaport eins og Snorri nefnir borgina í Heimskringlu og kon- ungsskiptin á Englandi. En mynda- frásögnin á þessu 70 metra langa klæði segir frá valdabaráttu og herförum þeirra sem þá voru mest í sviðsljósinu í Evrópu, Vilhjálmi bastarði, Játvarði syni Aðalráðs konungs á Englandi og Haraldi jarli Guðinasyni, mági Englands- konungs, og frá tildrögum og að- draganda orustunnar við Hastings. í myndasögunni á reflinum segir frá þvi er Haraldur konung- ur situr í Westminster og síðla vetrar gerist sá voveiflegi at- burður að á himni sést ógnarleg halastjarna . Borgarbúar hlaupa á fund Haralds og segja honum váleg tíðindi, glóandi himinteikn með miklum eldhala. Fer ekki leynt að það boðar mikla atburði. Hir aitur Haraldur Guönaaon í Waatminatar i irínu 1066 og hluatar i vilag tíöindi. Borgarbúi kamur og aagir fri glóandi aldhnatti i himni. Myndin or af Bayeux-reflinum, on ofar i teppinu er hala- atjarnan aaumuö, avo aem aiat i hinni myndinni. Þannig er myndafrásögnin á reflinum. Og þannig er frásögnin í Flateyjarbók af þessum at- burðum. I fleiri bókum íslensk- um kemur halastjarna Halleys fyrir. í Flateyjarannál sem færð- ur er í letur á 14. ðld stendur: „1066. Andaðist Eðvarður góði Englandskonungur. Haraldur Guðinason ríkti þar níu mánuði, þrettán daga. Sén cómeta á pásk- um.“ Framhald á næstu síðu. Halaatjarna Halleya, aem raunverulega fór um hlminlnn í aprfíminuöi iriö 1066, er aaumuö i Bayeux- refilinn fri 11. öld og þykir merkilegt aönnunargagn um aannleikagildi friaagnarínnar og irtal or- uatunnar irlö Haatlnga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.