Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 3,21 Afmæliskveðja: Helgi J. Halldórs son cand. mag. Helgi J. Halldórsson cand.mag. er sjötugur í dag. Af því tilefni finnst mér tilhlýða að senda hon- um kveðju mína og Stýrimanna- skólans í Reykjavík, en þeirri stofnun og íslenskri sjómannastétt hefur hann unnið vel og dyggilega í gegnum árin. Helgi hóf kennslu við Stýri- mannaskólann árið 1945 og kenndi síðan samfleytt við skólann til loka síðasta skólaárs vorið 1985 eða í 40 ár. Hann var stundakennari frá 1945—1948, en var þá skipaður kennari. Ég tel að Stýrimannaskólinn og íslensk sjómannastétt eigi Helga mikið að þakka, því að fátt eða ekkert er mikilvægara hverjum skóla en traust kennsla í móður- málinu, en öll þessi ár var Helgi aðalkennari Stýrimannaskólans í íslensku og kenndi auk þess ensku. Kennsla Helga í íslensku við Stýri- mannaskólann í Reykjavík hefur verið klassísk menntun og nem- endum ávallt boðið hið besta, sem hefur verið ritað á íslenska tungu; íslendingasögur, Eddukvæði, rit Halldórs Laxness og kvæði Arnar Arnarssonar og Jónasar. Áreiðan- lega hefur margur fyrri nemenda Helga hugsað hlýtt til hans, þegar hann á baujuvakt eða á varðstöðu undir erlendum himni gat stytt sér stundir með því að kveða Stjána bláa eða rifja upp kveðskap og tilsvör Egils, sem ungur stóð í stafni. Ég vil hér endurtaka það, sem ég sagði við skólaslit Stýri- mannaskólans sl. vor, að Helgi hefur um tugi ára af mikilli velvild og festu, en þó meðfæddri gaman- semi og glettni, haldið fánanum hátt í þessari höfuðgrein hvers skóla á íslandi, kennslu í móður- málinu. Mun nú heldur ekki af veita að verjast þeim spjótalögum sem gerð eru að tungu okkar. í eina tíð var Guð hér álitinn danskur en nú eru margir sem telja hann enskan og er þá móður- málið eina haldreipið lítilli þjóð. Fyrir þessa vöku Helga er þakkað. Helgi J. Halldórsson kenndi sem fyrr segir einnig ensku um langan tíma og tók saman kennslubók í ensku, sem er einnig ágæt handbók sjómanna. \Eitt af mörgum til- \bodum af vönduð- ; um stígvélum og || ískóm. j Mjúktskinn ! hlýfóðruö. Litir; svört og grá. St;36—41. Verð 2.390. Spfli síldveiðiskip enda er hann óvíl- samur og fylginn sér. Þegar stiklað er á æviferli Helga J. og starfa hans við kennslu i Stýrimannaskólanum má ekki gleyma þætti hans í árshátíðum nemenda, en þar hefur hann í öll ár verið ómissandi forsöngvari. Syngur hann þá hressilega um sveitunga sinn Snorra og hrímgar hlíðar Borgarfjarðar; þess fagra héraðs, sem Helgi ber andlegt svipmót af. Við samstarfsmenn Helga J. Halldórssonar í Stýrimannaskól- anum óskum honum og konu hans Guðbjörgu Guðbjartsdóttur, fjór- um dætrum þeirra, barnabörnum og fjölskyldum, heilla og hamingju á þessum merkisdegi í lífi Helga. Guðjón Ármann Eyjólfsson Sól og jól á Flórída Höfum laus herbergi og íbúðir fram íjanúar. Alltaf hóflegtveröá SUN DIAL MOTEL Upplýsingar í símum 92-1915 og 91 -78650 Það er reyndar ekki að sjá á Helga að hann sé sjötugur í dag, en kirkjubækur segja hann fædd- an á Kjalvarsstöðum í Reykholts- dal 17. nóvember 1915, sonur hjón- anna Guðnýjar Þorsteinsdóttur og Halldórs Þórðarsonar bónda, sem þarbjuggu. Helgi lauk stúdentsprófi 1939, kennaraprófi 1940 og cand.mag. í íslensku varð hann frá Háskóla íslands 1945. Auk kennslunnar hefur Helgi fengist mikið við ritstörf og þýð- ingar og varð landskunnur fyrir ágæta þætti um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu, sem hann flytur enn góðu heilli. Á sumrin brá Heigi sér svo iðulega á sjóinn bæði á togara og cristal vönduðu bresku vegg-og gólfflísarnar Umboðsmaður á Akureyri: ^skaplif IS steinprýði hf. I Stórhöfða16 simi 83340-84780 - ^SHORINN VFLTUSUNDI2, 21212 SNIÐUGUR IWRSIUI Fullkomid SHA RP videotæki á 38.950. - stgr.. Loksins kemur tækifærið sem þú hafðir vit á að bíða eftir: NokkurSHARP VC-385 videotæki á hlægilega lágu tilboðsverði. Nú verðurþú að hafa hraðann á nema að þú elskir nágrannann mjög heitt. Þú geturþá kannski heimsótt hann og nýja SHARP videotækið hans á morgun (með spólu í vasanum). • Framhlaðið • Kyrrmynd með lágmarks truflun • Sjálfvirkspilun spólusem upptökulás erbrotinn úr • Leitarsjálfkrafa að myndáspólu • Myndleitun (x10) íbáðaráttir • 7 daga upptökuminni • Stillir fyrir myndskerpu • Spólar sjálfkrafa til baka • Stórir litaðir hnappar sem auðvelda notkun • 8 liða þráð-fjarstýring • Verð aðeins 38.9SO,- stvn HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.