Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 B 35 Jane Fonda Jane Fonda með margar myndir í takinu Þá hefur Jane Fonda loksins fengiö sig fullsadda af líkams- ræktarstússinu sem átt hefur hug hennar allan undanfarin árin. Fyrir nokkrum vikum var frumsýnd mynd meö henni, en þaö er kvikmyndaútgáfan af „Barni Guös“ (Agnes of God), leikritinu sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi síöastliöinn vetur. Myndinni, sem Norman Jewi- son stýrir, hefur veriö feiknar- lega vel tekið, gagnrýnendur hafa lofaö hana og aðsóknin veriö góö. í öörum hlutverkum erum Ann Bancroft og Meg Til- ley sem leikur ungu nunnuna. Jane þykir standa sig mjög vel og eru menn þegar farnir aö spá henni Óskarsverölaun, en leikkonan er uppfull af framtíö- aráætlunum. Næsta mynd hennar mun heita „The Morning After“, og ku vera um stjórnmál og drykkjusýki og ýmis fleiri algeng fyrirbæri í Los Angeles. Tvær aörar myndir hefur hún í takinu: „Old Money“, en bróöir hennar, Pétur, mun taka þátt í gerö myndarinnar og „Gringo Viejo“, en ekkert hefur veriö gef iö upp um hvaö þær f jalla. Sting leikur Frankenstein Þaö er ekki aldeilis hætt aö gera Frankensteinmyndir ef einhverjum skyldi hafa dottiö þaö í hug. The Bride (Brúöurin) er heiti á kvik- mynd, sem unnið er að þessa dagana og er aö talsveröu leyti byggð á hinni klassísku Bride of Frankenstein (Brúöur Franken- stein) frá árinu 1935. Leikstjórinn vill þó ekki meina að hér sé ná- kvæm eftirlíking á ferðinni. „Ég hef engan áhuga á endurtekn- ingum,“ segir Frans Roddam í blaöa- viötali. „Viö byggjum aö vísu á sögu Mary Shelley en tökum allt annan pól í hæöina en þeir sem geröu myndina 1935. Okkar er ofur-raunsæ og henni er ekki á neinn hátt ætlað aö vera minnismerki um hina fyrri. Þetta er æfintýri, sem viö förum meö líkt og viö værum aö gera Allt the Presid- ents Men.“ Þaö er poppstjarnan góökunna úr hljómsveitinni Police, Sting, sem fer meö aöalhlutverkiö í The Bride. I fyrstu átti hann aöeins aö leika lítiö Sting íhlutverki vísinda mannsins Franken steins hlutverk í myndinni, en þótti tilvalinn í gerfi Frankenstein af einhverjum ástæöum. Yfirleitt er litiö á Franken- stein sem gamlan visindamann, en Shelley skrifaöi aö sögupersóna sín væri 32 ára og það er Sting einmitt íár. „Ég sé Frankenstein fyrir mér sem visindamann er berst hetjulega gegn takmörkunum þekkingarinnar,“ læt- ur Sting hafa eftir sér. „Hann er líka ekkjumaöur og skapar konu, sem hann getur stjórnaö til aö losna viö einmanaleikann. Og um leið og hann skapar hana fær hann ást á henni. Hann skapaöi hana svo hún mætti veröa frjáls og sjálfstæð en frjáls- ræöiö takmarkaðst viö ástina á honum." Og hann heldur áfram. „Þaö er gott fyrir mig aö leika Frankenstein. Ég vil frekar taka aö mér hlutverk, sem hinar heföbundnu kvikmynda- stjörnur líta ekki viö. Ég vil ekki líta út eða haga mér eins og kvikmynda- stjarna." En hvers vegna vill hann alltaf leika vondu kallanna í bíó- myndum? „Ég hef áhuga á spurning- unni um gott og illt,“ segir hann. „Ég hef áhuga á tvíræöni fólks. í flestum bíómyndum sjáum viö aöeins tvær hliðar á mönnunum: einn er góður, annar vondur. Þannig er það ekki í raunveruleikanum. Þess vegna vil ég leika menn sem sýna á sér báöar hliöarnar." pni I *- *■ Si ■.& Gene Hackman og Matt Dillon í hlutverkum sínum íTarget. Um Bob Fosse, Peter Shaffer og Arthur Penn Leikstjórinn og dansahöfundur- inn, Bob Fosse (Lenny, Cabaret, All That Jazz), stendur í ströngu þessa dagana. Hann er þó ekki aö fást viö kvikmyndagerð, heldur hefur hann skrifað handrit aö söng- leik, sem hlotiö hefur heitið „Big Deal“ og fluttur veröur á Broadway næsta vor. Fosse, sem gert hefur afbragös kvikmyndir, mun aö sögn leikstýra söngleiknum og búa til dansana í hann. „Big Deal“ söng- leikurinn byggir Fosse á kvikmynd frá 1958 er hét Big Deal on Ma- donna Street og var um hálfmis- heppnaöan þjófaflokk, sem reynir viö stórt og mikiö rán og kemur sér íótrúleg vandræöi í leiðinni. Þann 4. desember nk. veröur frumflutt nýtt leikrit eftir Peter Shaffer í þjóöleikhúsinu í London. Það heitir „Yonadab" og fjallar um frænda Davíðs konungs, son og dóttur. Þaö ætti aö vera óþarfi aö kynna Shaffer hér, en fyrir þá sem ekki vita er hann eitt fremsta leik- ritaskáld Breta um þessar mundir, m.a. höfundur aö Amadeus, en samnefnd kvikmynd er sýnd í Há- skólabíói viö metaösókn. Þaó er hinn kunni leikhúsmaður, Sir Peter Hall, sem leikstýrir nýja stykkinu hans Shaffers en Alan Bates fer meó aöalhlutverkiö. Bandaríski leikstjórinn, Arthur Penn, hefur gert nýja kvikmynd, sem frumsýnd var fyrir stuttu vest- an hafs. Hún heitir Target (gæti þýtt Skotmark) og meö aöalhlutverkin í henni fara Gene Hackman og ungl- ingastjarnan Matt Dillon. Penn er óskaplega skemmtilegur kvik- myndageröarmaöur og á aö baki sér myndir eins og Four Friends, Little Big Man og Bonnie and Clyde en þessi nýjasta mynd hans er njósnaþriller, sem gerist í nútím- anum. Hackman leikur Walter, vel- megandi timbursala i Dallas. Konan hans Donna Lloyd er aö halda til Evrópu í sumarfrí en Walter hefur ekki tíma til aö fara meö henni. Hann ætlar í staðinn aö hressa svolítiö upp á samband sitt viö son sinn sem Chris heitir og Dillon leik- ur. Myndin er síðan öll um þaö hvernig Walter tekst aö bæta úr stiröu sambandi feöganna. Hér er þó ekki á feröinni fjölskyldudrama í heföbundnum stíl heldur fléttast fjölskylduvandamálin inní megin- efni myndarinnar, sem er njósna- saga. Nokkrum dögum eftir að mamman hefur kvatt feögana fá þeir skilaboö frá feröaskrifstofunni um aö hún sé horfin. Walter og Chris taka auövitaö fyrstu vél til Parísar og lenda í ævintýrum mjög ólíkum þeim sem Chris á aö venj- ast. Walter kallinn er nefnilega ekki allur þar sem hann er séður. í Ijós kemur aö hann er fyrrverandi starfsmaöur CIA og meö ansi litríka fortíö og aö einn hættulegasti and- stæðingur hans frá Austur-Evrópu hefur rænt konu hans. Myndin hefur hlotið mjög góöa dóma í Ameríku. - ai. Jólasveinninn (David Huddleston) ræðir hér viö Einaf tæknibrellum myndarinnar. aöstoöarmann sinn (Dudley Moore)... ... sem er sendur til stórborgar- innar til aö gleöja börnin. mynd, en sennilega kannast islend- ingar ekki viö nema tvo þeirra eöa þrjá: Jólasveinninn sjálfan leikur David Huddleston, aöstoöarmann hans leikur Dudley Moore, en í minni hlutverkum eru reyndir leik- arar, John Lithgow (lók m.a. i 2010) og Burgess Meredith (lék í Rocky- myndunum). Kvikmyndataka fór fram á þriggja ára tímabili: Viöamiklar jólasenur úr stórborgum voru tekn- ar jólin 1983—4, en stærsti og flóknasti hluti myndarinnar fór fram í Pinewood-kvikmyndaverinu í Bretlandi. Gríöarlega stór sviö voru reist sérstaklega fyrir þessa mynd, sviö af fjöllum og himni, stórborg- um, stórbyggingum, aö ekki sé minnst á öll leikföngin sem sérstak- lega voru hönnuö og smíöuö. Og ekki má gleyma hreindýrun- um átta sem tæknibrellusérfræö- ingar myndarinnar fundu í Noregi og tömdu í fimm mánuöi áöur en hægt var aö nota þau viö kvik- myndatökur. IV. „Viö vitum fullvel aö Jólasveinn- inn verður fyrsta kvikmyndin sem mörg börn sjá, og þess vegna gerö- um viö allt til aö hún verði jafn ágæt reynsla og þaö var fyrir okkur aö sjá Mjallhvít og Bamba á sinum tíma," segir framleiðandinn llya Salkind og skulum viö bara vona aö hann standi viö orö sín, þ.e.a.s., hann hafi bætt sig eftir hryllinginn Supergirl. Jólasveinninn veröur frumsýnd- ur á svipuöum tíma i flestum lönd- um hins vestræna heims. HJÓ Murdoch fox- illur útí Davis Þaö fór eins og menn óttuöust. Þegar ástralski blaðakóngurinn og milljónerinn Robert Murdoch, sem hefur þá undarlegu lífs- stefnu aö eigna sér sem flest blöö og tímarit vítt og breitt um heimskringluna, keypti 50% hlutabréfa í 20th Century Fox kvikmyndasamsteypunni af þá- verandi einkaeiganda Marvin Davis (sem er olíukóngur), spáóu menn því aö Murdoch léti sér helminginn ekki nægja. Nú hefur hann lýst því yfir að hann ætli sér alla kökuna. En þaö er ekki víst aö Murdoch veröi kápan úr því klæðinu, því Fox er aö rétta úr kútnum eftir hræöilegt gengi undanfarin miss- eri. Fyrirtækiö hefur veriö rekiö meö miklu tapi, þaö hefur framleitt rándýrar myndir (Six Pack, Rhine- stone o.fl.) sem kolféllu á mark- aönum, en eftir aö Davis réö snill- inginn Barry Diller, sem áöur stjórnaöi Paramo(,it meö svo miklum ágætum aö hann var rek- inn vegna öfundar æöstu manna, hefur Fox sett nokkrar myndir á markaöinn og hafa þær malað gull. Þessar myndir eru Romanc- ing the Stone, Cocoon (ein vinsæl- asta mynd þessa árs vestanhafs). Marvin Davis, eigandi Fos-kvik- myndasamsteypunnar, ásamt konu sinni: Selur hann eða selur hann ekki? og Commando (stæling á Rambo). En það er aldrei að vita hvaö gerist í þessum frumskóg viö- skiptanna, Murdoch er frægur ' fyrir allt annaö en aö láta skella huröum í andlit sitt og ef til vill æsist hann enn meir þegar hann fréttir aö annar kvikmyndajöfur, Dino De Laurentiis, hefur keypt Embassy-veriö eins og þaö leggur sig. HJÓ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.