Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 B 7 Afmæliskveðja: Ingibjörg Stefáns- dóttir frá Stakkahlíð Þegar við Andrés Andrésson kaupmaður og klæðskerameistari í Reykjavík hófum samstarf að kirkjumálum með stofnun óháða safnaðarins sá ég frú Ingibjörgu, konu hans, fyrst, en hún var þá í blóma lífsins. Ég þekkti þó áður til ættar hennar; og ættaróðalið, æskuheimili hennar, Stakkahlíð í Loðmundarfirði, þekktu flestir Austfirðingar þeirra tíma af af- spurn. Baldvin afi hennar í Stakkahlíð var héraðskunnur maður, og síðan Stefán sonur hans og faðir Ingibjargar, sem kvæntur var ólafíu Ólafsdóttur og bjuggu þau eftir Baldvin í Stakkahlíð all- an sinn búskap og Stefán var hreppstjóri og í fyrirsvari fyrir byggðarlagið, enda kvað að þeim manni. Honum kynntist ég á heim- ili Andrésar og Ingibjargar í Reykjavík. Ingibjörg er í senn fyrirmannleg kona og alúðleg og fer henni hvort tveggja jafnvel. Það liggur við að sumir geti verið of fyrirmannlegir, verði óaðgengilegir fyrir bragðið, en aðrir of alúðlegir, ef svo mætti segja, svo að jaðri við flíruskap. Ingibjörg ratar þarna hinn gullna meðalveg og heldur því ávallt reisn og virðingu án þess að vingjarn- leiki hennar sneyðist við það. Vinir Andrésar Andréssonar urðu þess fljótlega áskynja hve mikla ást hann bar til þessarar ungu konu sinnar og virti hana jafnframt mikils vegna mannkosta hennar og ástríkis sem hún auðsýndi honum. Það er auðvelt að láta sér þykja vænt um þau, hvort um sig og bæði saman, og á þeim trausta grundvelli byggðist samlíf þeirra allt. Þau bjuggu á Suðurgötu 24 og þar fæddust börn þeirra öll. Sigrún, er lagði stund á verslunar- störf en lést fyrir 7 árum, Berglind, sem býr í Hafnarfirði, Andrés, skrifstofumaður hjá Almennum tryggingum, og Stefán, trésmiður, sem einnig á heimili í Reykjavík. Ég þekkti öll þessi systkini frá blautu barnsbeini, skírði sum þeirra og fermdi öll og get því manna best borið þeim vitni, og elskulegri systkinahóp er erfitt að hugsa sér. Slíkt var barnalán Ingi- bjargar og Andrésar og kom hvort tveggja til, erfðir, eðliskostir for- eldranna og beggja ætta, og ástríkt uppeldi með hollu taumhaldi. Ingibjörg var og er börnum sín- um mikil og góð móðir. Heimilið mótaðist af hlýju, mildi, og öfga- leysi. Prestur og stjórnarmenn Óháða safnaðarins nutu oft gest- risni þeirra hjóna fyrr á árum, en Andrés var stjórnarformaður til dauðadags. Vér munum enn hve gott var að koma á þetta menning- arheimili, þar sem friður og ein- drægni réð ríkjum. En heimilis- hlýjunnar þar nutu ekki aðeins vinir og samstarfsmenn þeirra hjóna, heldur og margir ókunnug- ir, sjúkir og sárir, má til sanns vegar færa, fólk sem leitaði and- legs styrks hjá Andrési. En það orð fór af, þótt hann væri manna hógværastur, að honum væri léð einhver náðargáfa eða andlegur máttur til góðra áhrifa, sem aðeins væri fáum gefinn. Að sitja í ná- lægð hans og tala við hann styrkti margan manninn í erfiðleikum lífsins. Segulafl sumra manna verður seint skýrt. Hann gat aldrei neitað nokkurs manns bón sem þurfti að létta á hjarta sínu við hann, og í það fór ómældur timi hjá honum, tími sem segja mátti að tekinn væri frá konu og börnum á stundum, en enginn taldi eftir heldur leit á það sem mikið lá að geta gefið öðrum tíma. Enn minnast ýmsir hljóðra stunda í návist þessa manns, þó flestir gestir hans séu nú gengnir sömu leið og hann, en Andrés lést fyrir 15 árum og söknuðu hans allir sem höfðu kynnst honum. Þá stóð frú Ingibjörg uppi með drengina á æskuskeiði en dæturn- ar höfðu þá stofnað eigin heimili. Fyrir sjö árum dó eldri dóttirin, Sigrún, síðan frá þremur ungum börnum, aðeins 34 ára gömul. Hún var flestum yndislegri kona og móðir, ég hefi sjaldan kynnst hreinni og fegurri sál. Dauði henn- ar var þyngsta áfallið í lífi frú Ingibjargar. En öll börn hennar hafa verið henni ómetanlegur styrkur, auk tengdabarna og barnabarna, sem eru nú hennar mesta gleði og orðin 11 að tölu. Síðustu árin hefir hún átt við vanheilsu að stríða en tekið þeim örlögum með æðruleysi eins og vænta mátti af þeirri hófstilltu og lífsreyndu konu. Gull prófast í eldi og guðhræddir menn í nauðum, mælir ritningin. Það mætti allt eins vel orða það svo, að í ljós komi þegar mest á reynir hver maðurinn er, það er manngerðin, eða sálarstyrkurinn. Sálarstyrkur er einmitt orð sem mér finnst eiga öðrum hugtökum betur við frú Ingibjörgu Stefáns- dóttur. í rósemi og trausti skal styrkur yðar vera: Afmælisósk mín er sú að henni bregðist aldrei sá styrkur og að henni gefist bærileg, góð og batnandi heilsa svo lengi sem hún lifir. Ég óska þér, góða vinkona, inni- lega til hamingju með sjötugsaf- mælið á morgun og vona að þú eignist þá ógleymanlega ánægju- stund með ástvinum þínum og vinum. Við Álfheiður færum þér kærar þakkir fyrir allar ánægju- stundir, sem við höfum átt saman með þér og þínum frá fyrstu kynn- um, og biðjum innilega að heilsa þínum elskulegu börnum. Emil Björnsson. ctiikiie clit Fjárfesting í framtíðar öryggi I nútíma eldhús þarf nútíma búnað. Stflhreinan, hagkvæman, ódýran í rekstri og öruggan. Kaup á heimilisteekjum er fjárfesting í ffamtídar öryggi. Bauknecht kæliskápar eru háþróuð þýsk gæða- vara, þrautreynd á íslenskum markaði og rómaðir fyrir ótrúlega lága bilanatíðni. Þess vegna sjást Bauknecht kæliskápar sára sjaldan á verkstæði Rafbúðarinnar. Bauknecht leiðir rannsóknir og framfarir í fram- leiðslu heimilistækja, þess vegna eru Bauknecht kæliskápamir bæði ömggir í rekstri og ótrúlega ódýrir. Ef þú kaupir Bauknecht þarftu ekki að spyrja um sjálfsagða hluti eins og sjálvirka afþíðingu, eða gúmmflista með segulþynnum því tækninýjungar em sjálfsagður hlutur hjá Bauknecht. Við höfum oft sagt að þú keyptir Bauknecht gæðanna vegna og getum hæglega bætt við að ekki sé það síður verðsins vegna. Verð frá kr. 21.149 Gerö: PD 2614 Gerö SD 2304 Gerð: PD 3014 Hæð: 142 cm. Hæö 140 cm. Hæö 160 cm Breidd: 55 cm. Breidd: 55 cm. Breidd 595 cm. Dýpt: 60 cm Dýpt: 58,5 cm Dýpt 60 cm. Við spjöllum saman um útborgun og greiðsluskilmála — og komumst örugglega að samkomulagi. Ri r a.fs n SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 681910 ~81266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.