Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 33
MORGÚNÉLáÐIÖ, SUtfNlTÖAGlJR 17. NÓVEMÉER1985 B* 33- STJÖRNULÍFFRÆÐI Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum skrifar: „Ég er ekki dáin, ég er aðeins flutt." Þessi orð heyrði ég höfð eftir framliðinni stúlku í morgun- útvarpinu þann 6. nóv. sl., og var þar þá um leið talað um, hve mikilsvert það væri að öðlast vitn- eskju og skilning á því, sem tekur við eftir lát hvers lifanda. En sú vitneskja og sá skilningur þótti mér koma svo furðulega vel fram í þessum fáu orðum hinnar fram- liðnu stúlku. Og hvernig hún kom þessum orðum sínum á framfæri, þótti mér líka eftirtektarvert. Hún kom þeim fram þannig, að maður- inn, sem sagði frá þessu, las þau af blaði, sem honum þótti stúlkan bera sér á brjósti, og er ekki ólík- legt, að þannig hafi henni þótt öruggast, að þau aflöguðust ekki. Skal nú í fáum orðum reynt að gera grein fyrir skilningi mínum hér. Það má segja, að um tvennt sé að ræða, þegar látinn einstakling- ur gerir vart við sig hjá eftirlifend- um. Annarsvegar er þá framkoma hans sem raunverulegur svipur eða líkamningur, sem öllum við- stöddum er þá jafn sýnilegur, og mun slíkt vera fágætara. Hinsveg- ar er um samskynjan að ræða til- komna á sama hátt og draumsýn, sem ber fyrir sofandi mann. Verð- ur að ætla, að slíkt hafi átt sér stað, þegar Emanuel Swedenborg hinn sænski skynjaði þar, sem hann var staddur í Gautaborg, stórbruna í Stokkhólmi samtíma því, að sá stórbruni átti sér þar stað. Hefir hér verið um slíkt að ræða, því að þess var einmitt getið, að einungis hinn „skyggni" maður hafi séð stúlkuna og hið áletraða blað, hvar orðin stóðu. Og vitneskj- an, sem þau færðu honum, var, að dauðinn sé aðeins flutningur, og þá að sjálfsögðu til einhvers ann- ars staðar, sem ekki gat þó verið hér á jörðu. Greiðir hér því það eitt fyrir skilningi á þessu, að hafa gert sér ljóst, að Iífsamband eigi sér stað á milli stjarnanna. Heims- samband lifsins stendur að því, að líf skyldi nokkru sinni kvikna á þessari jörð. Það stendur líka að þvi, að líf látinna haldi áfram á öðrum jarðstjörnum himingeims- ins. Bréfritari telur að Eiðfaxi hafi rækt það slælega að flytja fréttir af hesta- mannamótum. Eiðfaxi fréttablað? Steingrímur Viktorsson, Bergöldu 2, Hellu skrifar: Þegar Eiðfaxi var stofnaður átti að reyna að bæta úr brýnni þörf er varðaði fréttaflutning af mótum hestamanna. Hlutverk þetta hefur blaðið rækt slælega, þvi miður. Nú hafa dagblöðin stórlega aukið flutning frétta frá hestaþingum, enda notar Eiðfaxi sér það og visar til úrslita á síðum þeirra. Þarf því aftur að safna blaðaúrklippum til lestrar í svartasta, skammdeginu, eða þar til 4. tbl. Hestsins okkar kemur út með hækkandi sól. Svo segja menn: Eiðfaxi stendur undir því nafni að heita fréttablað, því hann kemur út mánaðarlega 11. sinnum á ári, með frásagnir sem eru orðnar 3ja mánaða gaml- ar. Á bernskudögum Eiðfaxa óttuð- ust margir samkeppni milli Hests- ins okkar og Eiðfaxa. Bentu sumir þá á að annað væri fréttablað en hitt fræðslurit. Nú er 10 tbl. Eið- faxa undirlagt ættbókarskrán- ingu, sem vanalega hefur birst í 4. tbl. Hestsins okkar. Felst styrk- ur blaðsins í því að hafa stjórnar- menn LH innan sinna vébanda? Óttast ritnefnd Eiðfaxa nú sam- keppni annars staðar frá? Þessar hugleiðingar um útgáfu; Eiðfaxa eru ef til vill stundarfyrir- brigði eða mas einfeldnings, sem ná ekki inná síður blaðsins og verður því þar af leiðandi að sendast dagblöðum til birtingar. Þessir hringdu Hver þekkir vísuna? Guðrún Jónsdóttir hafði sam- band við Velvakanda og óskaði eftir aðstoð við að rifja upp vísu sem endar þannig: Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður. Bað Guðrún þá er kynnu að kannast við vísuna að hafa sam- band við Velvakanda og einnig ef þeir gætu upplýst eftir hvern vísan er. í leit að dúfum Gunnlaugur hringdi: Mig langar til að forvitnast um það hvort að einhverjir dúfnaeig- endur á höfuðborgarsvæðinu þurfi að fækka við sig dúfum. Mig langar til að stækka dúfna- stofninn minn og bið því menn að leita til Velvakanda ef þeir hafa áhuga á að losa sig við einhverjar dúfur. Tommi og Jenni Magnús Sigurðsson, 11 óra, Vestmannaeyjum hringdi: Mig langar að spyrja fyrir bróðr minn sem er fjögurra ára þvort að ekki sé hægt að aýna Tomma og Jenna oftar í sjón- varpinu. Einnig fyndist honum gaman ef hægt væri að hafa Áftanstund oftar í sjónvarpinu. Lélegar myndir Helga hringdi: Ég get ekki orða bundist leng- ur yfir þeim lélegu myndum sem sjónvarpið hefur boðið lands- mönnum upp á undanfarnar helgar. Maður skilur ekki lengur hverjum þetta sjónvarp telur sig vera að þjóna. Ætla mætti að það væri að styðja myndbanda- leigurnar. Konan sem gleymdist I.H. hringdi: Ég þakka Guðmundi Hall- varðssyni, formanni Sjómanna- félags Reykjavíkur, kærlega fyr- ir grein hans „Konan sem gleymdist", sem birtist í Morgun- blaðinu 12. nóvember sl. Jafn- framt langar mig til að spyrja félagskonur í Kvenfélaginu Old- unni og Kvenfélaginu Kveðjunni hvort að þær ætli að gera eitt- hvað í málunum í framhaldi af þessari grein? Fleiri þætti um brjóstagjöf Þriggja barna móðir hringdi: Mig langar til að þakka fyrir pistilinn um brjóstagjöf sem fluttur hefur verið í þætti Jónínu Benediktsdóttur. I dagsins önn. Pistillinn er afskaplega fróðlegur og skemmtilegur og mætti vera miklu lengri. Eða jafnvel mætti taka alla pistlana saman og flytjaþái einum þætti? Frakki í óskilum Hugborg hringdi: Ég var stödd á veitingastaðn- um Hrafninum 1. nóvember sl. þegar ég hélt heimleiðis tók ég í misgripum Ijósan karlmanns- frakka fyrir ljósan kvenmanns- frakka. Hún eða hann sem sakn- ar frakkans síns og hefur minn undir höndum er vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 13310. Góðar greinar Ingibjörg hringdi: Ég þakka kærlega fyrir tvær greinar sem birtust í Morgun- blaðinu miðvikudaginn 13. nóv- ember sl. og nefndust „Með í ráð- um“ eftir Helga Hálfdanarson og „Sölumenn dauðans" eftir Kristinu Sigtryggsdóttur. Hvorutveggja eru afbragðsgóðar greinar og hvet ég alla til að lesa þær. Afkomandi þjóðskáldsins? Lesandi spyr. { sambandi við hátíðarhöld á 150 ára afmæli þjóðskáldsins og prestsins sr. Matthíasar Joch- umssonar hefi ég verið að grúska í frásögnum af lífi hans og störf- um. í fréttum blaða, m.a. Morg- unblaðsins, útvarps og sjónvarps er alls staðar sagt að biskups- frúin hafi afhjúpað minnisvarð- ann, sem einn af afkomendum hans. Því langar mig að spyrja blóð og aðra fjölmiðla: Hvemig kem- ur það heim og saman með þjóð- skáldið og biskupsfrúna? TÓNABÍÓ Sími31182 Nordurlandafrumsýning: SVIKAMYLLAN (Rigged) Þeir töldu aö þetta yröu einföld viöskipti en í Texas getur þaö einfalda táknaö milljónir, kynlíf og morö. Hörkuspennandi og snilldarvel gerö, ný amerísk saka- málamynd í litum. Myndin er byggö á sögunni „Hit and Run“ eftir James Hardley Chase, einn vinsælasta spennubókahöfund Bandaríkjanna. Ken Robertson, George Kennedy, Pamela Bryant. Leikstjóri: C.M. Cutry. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuö innan 16 ára — íslenskur texti. Helgartilboð Jukkur á stórlækkuðu verði Verð áður 489.- nu 366 - Verð áður 715.- nuS36- Verð áður 889.- nu 666. Blómapottar Faliegir keramikpottar með skeljamjmstn. _ Helmmgsafslattur Verð áður 242.- nú 121.- Verð áður 365.- nu 182- Verð áður 458.- nu 226,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.