Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 34
34 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 IJK linvf rvrMYNDANNA Barbra Streisand og Ingmar Bergman Barbra Streisand er haldin sömu þráhyggjunni og gamall fé- lagi hennar, Robert Redford; hún er ekki lengur ginnkeypt fyrir handritum eða kvenrullum eftir að henni tókst svo vel upp í hlut- verki leikstjóra. Hún gerði Yentl fyrir tveimur árum og þykir bara skrattigóöurstjóri. Nú herma fregnir aö Streisand vilji starfa meö Ingmar Bergman, hinum sænska kvikmyndarisa. En gallinn er bara sá aö Ingmar er hættur aö gera kvikmyndir, hann gerir aöeins myndir fyrir sjónvarp. Nýlega lauk hann viö 14 mínútna mynd um móöur sína, gerö eftir gömlum Ijósmyndum. Ekkert hefur verið látiö uppi um leikritið sem þau hafa hug á aö kvikmynda, en fullyrt er aö Elliott Gould, fyrrum eiginmaöur Streis- and, en hann lék í Bergman-mynd- inni Snertingin áriö 1970, muni leika á móti Streisand. Barbra Streisand. Michael Douglas og Kathleen Turner hittast á ný í „Gimsteinn Nílar“. Ævintýrasteinninn II: Gimsteinn Ævintýrasteinninn (Romanc- ing the Stone), sem sýnd var í Nýja bíói fyrir skömmu naut mikilla vinsælda úti í heimi, sem og hór á landi. Þaö kemur því ekki á óvart þegar fréttir berast um að framhaldsmynd só í bí- gerð og mun hún heita The Jewel of the Nile (Gimsteinn Nílar). í henni hittast þau Michael Douglas og Kathleen Turner á nýj- an leik og í þetta sinniö ferðast þau víöa um heiminn í leit aö æfintýr- um og hættum. Leikurinn hefst í New York, en berst þaöan til Suöur-Frakklands og Marokkó, Grikklandsog Egyptalands. Sem fyrr er Douglas framleið- andi og hann hefur látið hafa eftir sér aö hann heföi varla getaö beöiö eftir aö byrja vinnu viö f ram- haldsmyndina. „Ég býst viö að hlutverk mitt í myndinni sé líkast mér sjálfum af öllum þeim hlut- verkum sem ég hef leikið um ævina,“ segir hann. „Ég var, ef Nílar satt skal segja, steinhissa á vel- gengni Ævintýrasteinsins og þeim bréfum sem mér bárust, þar sem ég var beöinn um aö gera framhaldsmynd. Ég býst viö aö fólk hafi áhuga á hvernig þeim Jack og Joan farnist.“ — ai. Stallone sá Fimmti janúar næstkomandi verður sögulegur dagur þvi þá byrjar Sylvester Stallone að leika í nýrri mynd sem nefnist Over the Top, sem lauslega mætti þýða „Allt úr böndunum", því flest viröist hafa farið úr böndunum hvað þessi mynd varöar, að minnsta kosti launa- málin. Stallone fær nefnilega hvorki meira né minna en tólf milljón dali fyrir aö leika í þessari mynd, og er þaö langmestu laun sem leikari hefur fengiö fyrir eina mynd. En Af Jóla- myndum vestan- hafs Þegar er fariö að auglýsa og selja jólamyndirnar í Bandaríkj- unum. Hjá flestum risakvik- myndaverunum eru sölumenn í óða önn að koma út varningi sínum. Rocky IV, nýjasta mynd Sylvester Stallone, sem Metro- Goldwyn-Mayer-verið dreifir, tók nokkurt forskot á sæluna meö því að koma sýnishornamynd í dreifingu sl. vor og frumsýna á myndina í 2000 bíóum í einu um öll Bandaríkin. Það ku vera met. Og McDonalds-hamborgarafyrir- tækið ásamt Kodak taka þátt í aö auglýsa komu Jólasveinsins (Santa Claus) í bíóin um jólin en Tri-Star, sór um dreifingu á þeirri mynd. Þegar Rocky IV veröur frum- sýnd 27. nóvember fyllast verslan- ir af Rocky-fötum og Rocky-dúkk- um og Rocky-myndbandaleikjum og Rocky-púsluspilum og fleira og fleira. Þá kemur einnig á markaö- launahæsti þar meö ekki öll sagan sögö: þessi upphæö er aðeins trygging kapp- ans, eftir er aö reikna hlut hans í væntanlegum ágóöa myndarinn- ar, og ef vinsældir hennar veröa eitthvaö í líkinu viö Rambo, þá fær hann allt aö tuttugu milljón dali -fyrirhvora. Og meira til. Stallone er aö Ijúka viö Rocky IV og búast menn við því aö hún slái út hinum Rocky- myndunum þremur. Og svo er auövitaö farið aö tala um Rambo III, og kæmi ekkert á óvart þótt hún hóti „Rambó í Afganistan". Forsíöan á Rocky IV-bókinni. inn bók um kvikmyndina, en á for- síöu hennar má sjá Stallone í box- aragerfinu brjótast í gegnum hamar og sigö: andstæöingur Rockys í þetta sinniö er rússi. Undirtitill bókarinnar er: Veriö viö- búin næstu heimsstyrjöld. Jólamynd Universal veröur Out of Africa meö þeim Meryl Streep og Robert Redford í aöalhlutverk- um en Streep leikur danska rit- höfundinn Isak Dinesen (Karen Blixen) í myndinni og Redford ást- ina hennar, Denys Finch Hatton. Jólamynd Columbia-fyrirtækisins j státar af ballettstjörnunni Mikhail Baryshnikov og Gregory Hines í aöalhlutverkunum. Hún heitir White Nights og til aö selja hana sem mest munu Phil Collins og Lionel Richie syngja lög úr mynd- inni inná myndbönd áhugamönn- umtilánægju. Enn ein jólamyndin vestan hafs veröur Ran japanska kvikmynda- geröarmannsins, Akira Kurosawa en hún var sýnd á nýafstaðinni kvikmyndahátiö í New York. Þaö er Orion Classics, sem dreifir myndinni og þeir hjá fyrirtækinu gera sér vonir um aö myndin eigi eftir aö vinna til Óskara meö vorinu og ekki aöeins undir titlinum besta erlenda myndin heldur búast þeir allt eins viö aö myndin fá verölaun fyrir leikmynd, hljóö og búninga- hönnun svo eitthvaö sé nefnt. — ai. *■ Frumsýning í Háskólabíói sunnudaginn 24. nóvember til styrktar blindum Háskólabíó frumsýnir stórmyndina Jólasveinninn (Santa Claus) nk. sunnudag. Myndin verður frumsýnd víóa um heim um svipaö leyti. Það eru Salkind-feðgarnir, sem stóðu aó baki myndunum um Ofurmennió, sem framleióa mynd þessa, og hafa þeir ákveðið að ágóðinn af frumsýningunni í Háskólabíói renni til blindra á íslandi. Jólin eru hátíö Ijóssins, og vilja Salkind-feðgarnir með þessu láta sitt af hendi rakna til þeirra sem ekki geta notið Ijóssins. Salkind-feðgarnir gera rándýra mynd um jólasveininn i Alexander Salkind er gamal- reyndur kvikmyndaframleiöandi en síöustu tíu árin er hann þekktastur fyrir að fjármagna dýrustu ævin- týramyndir sögunnar. Þaö er meö ólíkindum hve miklu fjármagni hann eys í myndir sínar, lágmarks- talan er 30 milljón dalir, en nýja myndin hans um Jólasvelninn er sennilega sú dýrasta og umfangs- mesta, kostar u.þ. b. 50 milljón dali. Þaö var sonur hans, llya, sem kom meö hugmyndina aö Jóla- sveininum nokkru áöur en þeir réö- ust í gerö fyrstu myndarinnar um Ofurmenniö. En það var ekki fyrr en þrjár slíkar og ein um Ofur- kvendiö höföu veriö geröar aö þeir lögöu í þaö þrekvirki aö filma Jóla- sveininn. Þeir fengu fransmanninn Jeannot Szwarc, sem gerði Ókind- ina II og Ofurkvendiö, til aö leik- stýra, og hann sió til því þaö hefur veriö takmark lífs hans aö gera mikiö ævintýri fyrir börn. Jólasveinnínn þeysist hór yfir fjöll og firnindi á vagni sínum sem dreginn er af átta hreindýrum. II Enginn veit hver jólasveinninn er en allir vita af honum. Hann var vel þekktur á miööldum, hvort sem hann hét nú saint Nicholas, pere noel, eöa bara jólasveinninn. Einu sinni var reynt að banna jólin, þaö geröu hreintrúarmenn innan ensku kirkjunnar áriö 1652, en létu undan þrýstingi átta árum síöar. Jólatré voru fyrst skreytt kringum 1840, og fyrstu jólakortin sáu dagsins Ijós um miöja 19. öld. Flest börn bíöa jólanna meö mlkilli eftirvæntingu, en breski rithöfundurinn og leikrita- skáldið George Bernard Shaw hat- aöi þau af sálarkrafti sínum öllum: hann sagöi þau uppfinningu blaöa- manna og búöareigenda. En fátt er jafn fastur liður í lífi nútímafólks og einmitt jólin. III. Geysilegur fjöldi leikara, þekktra sem óþekktra, leikur í þessari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.