Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 HÆGRI OG VINSTRI TAKAST Á: Sumum kemur vel að vera örvhentir Örvhentir eiga ekki alltaf sjö dagana sæla. Flestir hlutir eru gerðir fyrir „rétthenta“ og auðveld- ustu verk eins og að sauma á saumavél eða toga sláttuvél í gang, geta snúist fyrir þeim. Til skamms tíma var börnum bannað að beita vinstri hendinni og hún jafnvel bundin fyrir aftan bak þegar þau áttu að læra að skrifa. Aðeins 8% mannkynsins eru örvhent og hægri höndin hefur fengið hærri sess í siðaðra manna samskiptum; við heilsum með hægri hendinni. Menn eins og Leonardo da Vinci, Beethoven, Goethe, Charlie Chapl- in, Paul McCartney, John McEn- roe og Robert Baden-Powell, innan hreyfingarinnar sem hann stofnaði, skátahreyfingarinnar, heilsast allir með vinstri hendinni. Hliðarnar tvær hafa sína póli- tísku merkingu og í Biblíunni kemur skýrt fram til hvorrar handar við Frelsarann verður betra að lenda á dómsdegi: „En er mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englarnir með honum, þá mun hann setjast í hásæti dýrðar sinnar, og allar þjóðirnar munu safnast saman frammi fyrir honum, og hann mun skipa sauðunum sér til hægri handar og höfrunum sér tii vinstri handar. Þá mun kon- ungurinn segja við þá til hægri handar: Komið, þér hinir bless- uðu föður míns og takið að erfð ríkið, sem yður var fyrirbúið frá grundvöllum heims; ... Þá mun hann og segja við þá til vinstri handar: Farið frá mér þér bölv- aðir, í eilífa eldinn, sem fyrir- búinn er djöflinum og englum hans.“ (Matteus, 25,31). En til eru þeir sem njóta þess að vera örvhentir. Bestu tennis- kappar heims eru langflestir örvhentir, einnig bestu boxarar og skylmingamenn og það þykir gott að vera örvfættur í fótbolt- anum. í golfi er hins vegar betra að vera „rétthentur". Golfút- búnaður er gerður fyrir þá sem kunna að beita hægri hendinni. Það er vegna fyrirkomulags heilabúsins og „boðveitukerfis" líkamans, taugakerfisins, að flestir beita hægri höndinni frek- ar en þeirri vinstri. Vinstri hlið heilans sendir út meirihluta fyrirskipunarboða til líkamans og boðin fara yfir í hægri hönd- ina fyrst af því að taugakerfið liggur í kross. Vinstri hlið heil- ans „hugsar" meira en hægri hlið hans. Hún vinnur úr því sem við heyrum og við segjum en hægri hliðin sér hlutina í heild sinni og bregst við þeim án þess að eyða tíma í að kryfja þá til mergjar. Þetta kemur örvhentum skylmingamönnum vel, enda hafa allir heimsmeistarar í skylmingum verið örvhentir síð- an á ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Boðin frá hægri helmingi heilans fara beint niður í vinstri handlegginn á þeim og þeir geta brugðist við skylmingarástand- inu sekúndubroti fyrr en „rétt- hentir" andstæðingar þeirra. Þeim hefur hins vegar ekki farn- ast eins vel í einvígum og í íþróttakeppnum. Þegar á hólm- inn er komið rétta örvhentir skylmingamenn fram vinstri hluta Hkamans, þar sem hjartað er að finna um leið og þeir leggja til atlögu við andstæðinginn. Boðveita líkamans ræður ekki eins miklu um góða frammistöðu örvhentra tennisspilara og skylmingamanna. Margir sigur- sælustu tennisspilarar heims eru þó örvhentir. Það var t.d. í fyrsta sinn í ár að „rétthentur" leik- maður, Ivan Lewndl, sigraði US Open-keppnina í Flushing Mea- dows í Bandaríkjunum. Góðir tenniskappar reyna að vinna stig með því að slá boltann þannig að mótherjinn þurfi að beita „bakhöndinni" sem mest. Stór meirihluti tennisspilara eru rétt- hentir og boltinn er því í flestum tilvikum sendur vinstra megin við andstæðinginn. En það er ekki góður leikur gegn örvhent- um og „rétthentir” þurfa því að breyta leik sínum dálítið þegar þeir mæta þeim. Þetta kemur örvhentum vel og það er oft ekki fyrr en í úrslitaleikjum sem þeir keppa við annan örvhentan — og þá þurfa báðir að breyta sín- um leik af því að þeir eru vanir að keppa við „rétthenta". örvhentir boxarar hafa einnig náð langt á boxarabrautinni. Þeir eru svo heppnir að viðkvæm Örvhentir skylmingamenn reka fram hjartahliðina þegar á hólminn er komið. „Rétthentir“ kunna ekki alltaf að verjast höggum örvhentra boxara. John McEnroe nýtur þess að vera örvhentur. innyfli líkamans liggja vel við höggi vinstri handar og þeim tekst því oft að meiða „rétthenta" andstæðinga sína áður en þeim tekst að lumbra almennilega á þeim. Lifrin liggur t.d. sérstak- lega vel við höggi vinstri handar- innar undir rifbeinunum hægra megin. Og góðir boxarar eins og Bretinn Sibson, kunna oft ekki að verjast höggum örvhentra. Marvin Hagler, heimsmeistari í milliþungavigt, er örvhentur og kýldi Sibson eitt sinn í spað í sex lotum af því að Sibson vissi ekki hvernig hann átti að verjast fíl- efldum höggum vinstri handar Haglers. Klukkuvísar snúast eins og gangur sólarinnar á norðurhveli jarðar, frá vinstri til hægri. Þeir sem villast í myrkri ganga yfir- leitt í hringi og þá öfugt við gang sólar. Hægri fóturinn er kraft- meiri á flestum og hann tekur ákveðnari skref, vinstri fóturinn dregst eiginlega aftur úr og sveigja til vinstri kemur á göngu- leiðina. Kapphlaup á íþróttaleik- vöngum eru hlaupin á móti gangi sólar. Hægri fóturinn er utan við hringinn og beitir meira afli en vinstri fóturinn. Auðvitað er hægt að þjálfa hendur og fætur svo að þeir verði jafn aflmiklir. En öll mannsbörn eru fædd annað hvort „rétthent" eða örvhent. Dýr eru hins vegar laus við þetta og jafnvægi ríkir milli útlima þeirra. Enginn knattspyrnumaður kemst mjög langt á vinstri væng án þess að vera örvfættur eða með vel þjálf- aðan vinstri fót. Real Madrid borgaði einu sinni himinháa summu fyrir „örvfættling" en nú þykja þeir sem eru jafnvígir á báða fætur bestir í íþróttinni. Platini, Maradona, Rummenigge, Zico og Socrates geta allir beitt báðum fótum á hraðan og gagn- legan hátt. ab Til sölu Dodge Power Wagon 200 Árgerö ’79 kominn ’81 á götuna ekinn 20.000 km, 10— 11 manna, 318 vél. Með honum fylgir 6 tonna spil, toppljós, spoke felgur dana 60 hásingar aftur og fram, vökvastýri, pover bremsur, kastarar, drif- lokur, cargoljós, plussklædd sæti. Bíllinn verður til sýnis í húsi Hjálparsveitar skáta, Garðabævið Bæjarbraut, laugardaginn 16.,sunnu- daginn 17. nóv. milli kl. 10—19 og þriðjudaginn 19. nóv. millikl. 19—22. Hægt er að fá upplýsingar í símum 46860 og 641480 ásamatíma. J LÍTIÐ INN — LEITIÐ UPPLÝSINGA. ÞÓRUNN í ÖRUGGT SÆTI í BORGARSTJÓRN. STUÐNINGSMENN SiuaBin«s®*“ HÖFUM OPNAÐ KOSNINGA- SKRIFSTOFU ÞÓRUNNAR GESTSDOTTUR FORMANNS LANDSSAMBANDS SJALF- STÆÐISKVENNA í HAFNAR- STRÆTI20,3. HÆÐ. OPIÐ FRÁ14—22 ALLA DAGA. SÍMAR: 622055og34199

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.