Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 22
8S g 22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Svavar A. Jónsson Hyernig á að lesa Biblíuna? Nýlega fékk ég inn um bréfalúg- una tvo bæklinga frá „Hinu ís- lenska biblíufélagi“ þar sem annar bar heitið „Biblíulestrar 1985“ með uppástungum um ákveðinn ritning- arlestur fyrir hvern dag, en hinn bar heitið „Hvernig á að lesa Biblíuna?" Svarið við þeirri spurn- ingu vakti forvitni mína, því margir lesa Biblíuna út frá sögulegu sjón- arhorni og kynnast þar vel Israels- sögunni — aðrir lesa hana sem bókmenntalegt listaverk og enn aðrir líta á báða framangreinda þætti en lesa hana líka sem trúar- bók. Biblían er ekki einn þykkur doðrantur heldur 66 mismunandi bækur. Það tekur vissulega lang- an tima að lesa þær allar en með góðri skipulagningu er hægt að setja sjálfum sér fyrir ákveðin verkefni. Það er t.d. hægt að sleppa „torskildu" köflunum og lesa til að byrja með þá auðskilj- anlegri. Svarið frá „Hinu íslenska bibl- íufélagi" um það hvernig best sé að fara að því að lesa og skilja Biblíuna er eftirfarandi: 1. Taktu þér tíma til að lesa Á því atriði strandar hjá mörgum. Þá langar til að lesa, og þeir finna, að þeir þurfa þess með, en það verður aldrei neitt úr því, vegna þess, að þeir taka sér ekki tíma til þess. Sumir reyna það helzt síðast á kvöldin, en þá er vnejulega svo af þeim dregið, að þeir hafa ekki hálf not af lestrinum. Til lestursins þarf ofurlítinn tíma á hverjum degi og gott næði. Sumir hafa þann sið að fara hálftíma fyrr á fætur á morgnana en þeir nauðsynlega þurfa og byrja daginn með lestri Guðs orðs. Það er ef til vill hentugasti og öruggasti tíminn. 2. Byrjaðu með bæn Það er nauðsynlegt vegna þess, að Guðs orð verður ekki skilið á mannlegan hátt. En í bæninni lýkur þú upp huga þínum og hjarta fyrir áhrifum Guðs anda. Biddu um allt, sem þú þarft með, stöðuglyndi við lesturinn, einbeitingu hugans, skilning á því, sem guð vill fræða þig um í orði sínu, og hlýðni til að lifa eftir því. 3. Lestu reglulega Það þarf oft lítið til að lestri Orðsins sé slegið á frest. Þess vegna er nauðsynlegt að standa vel á verði og hafa um lesturinn fastar venjur, sem ekki sé hvikað frá við hversdagslegar truflanir. Láttu ekki tilviljanir einar ráða því, hvort og hvenær þú lest Guðs orð. 4. Lestu með athygli Þú veizt aldrei, hvað í Orðinu á mest erindi til þín. Það er ekki víst, að það sé það, sem þér finnst aðgengilegast eða auðskildast. Það geta komið þær stundir í lífi þínu, að þú hafir mesta þörf fyrir það orð frá Guði, sem þér finnst minnst til um í fyrstu. Gerðu þér því far um að lesa allt með fullri athygli. 5. Lestu í samhengi Það er hægt að hafa margar aðferðir við lestur Guðs orðs. Það er hægt að fletta upp í Biblíunni af handahófi og lesa það, sem maður hittir á. Það er líka hægt að nota „mannakorn" og lesa það, sem maður dregur. Þetta getur verið gott undir sérstökum kringumstæðum. En þeim, sem vill iðka reglulegan biblúlestur, skal ráðlagt að lesa Orðið í samhengi. Veldu ákveðin rit og lestu þau í samhengi vers fyrir vers, ákveðinn kafla á hverjum degi. Rétt er að byrja á einhverju guðspjallanna og lesa síðan fleiri rit úr Nýja testamentinu. Síðan má taka rit úr Gamla testament- inu, svo sem Sálmana og eitt- hvert spámannaritanna. Er þroski vex, má svo taka hvert rit Ritningarinnar af öðru, og ætti hver trúaður maður að setja sér það að hafa lesið Biblíuna alla að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Skýringarrit og biblíu- lestraráætlanir geta oft verið gagnleg, en eru því miður mjög af skornum skammti hér á landi. Hið íslenska Biblíufélag hefur undanfarin ár gefið árlega út Biblíulestrarskrá fyrir daglegan biblíulestur árið um kring. Bibl- íulestrarskráin hefur verið gefin út í stórum upplögum og dreift ókeypis. Þeir sem hafa gaman að ættarsögum, stríðssögum, ástarsögum og ferða- sögum og velta jafnframt fyrir sér tilganginum með lífinu ættu að opna Biblíuna. Sé hún torskilin í fyrstu lotu koma gömlu, góðu Biblíusögurnar úr barnaskóla oft að góðum notum. 6. Tileinka þér það sem þú skilur Það er margt torskilið í Bibl- íunni. Sumt af því munt þú skilja, er þroski þinni í trúnni og þekk- ing á Guðs orði vex. En sumt munum vér ef til vill aldrei skilja á meðan „þekking vor er í mol- um“. Láttu það ekki trufla þig. Það er nóg af skýrum og auð- skildum orðum í Ritningunni. Þau skaltu tileinka þér, og þá muntu öðlast nóg til sáluhjálpar og andlegrar uppbyggingar. 7. Taktu Orðið alvarlega Þegar þú lest Guðs orð, þá skaltu minnast þess, að Guð meinar það, sem hann segir. Þú skalt því ekki hugsa sem svo: „Þetta þarf maður nú ekki að taka svona alvarlega!" Jú, ein- mitt! Orðið ber að taka eins og það er skrifað. Ef Orðið veitir þér áminningu, átt þú ekki að draga úr áminningunni. Ef Orðið veitir þér huggun, skaltu treysta henni fullkomlega. Taktu Guðs orð eins alvarlega og það er skrifað. 8. Veldu „Orð dagsins“ Reyndu að taka með þér út í annir dagsins eitthvert orð úr þeim kafla, sem þú lest þann dag. Lærðu það utan að og láttu Orðið á þann hátt „búa hjá.þér". Það getur komið þér að góðu liði við margvísleg tækifæri, bæði þann dag og síðar meir. Sé það fyrirheiti, skaltu þakka fyrir það: Sé það áminning, skaltu hlýða henni — og biðja! Þetta eru aðeins fáeinar, ein- faldar leiðbeiningar um það, sem er þér mikil nauðsyn. Ef þig langar til að auðgast meir í trú- arlífi þínu, skaltu leita til Orðs- ins og teyga af nægtalindum þess. Mættu þessar einföldu leið- beiningar verða þér einhver hvatning í þá átt. Þaö mátti heyra saumnál detta á meðan hin æsispenn- andi framhaldssaga var les- in. Elísabet Jónsdóttir, hjúkr- unarfræðinemi, sýnir Ásdísi Eydal hvernig á að vefja sára- bindi. Hver hefur skapað þig og mig? Hversu mörg hundruð börn ætli hafi komið inn í húsið við Langa- gerði 1 í Reykjavík? Þar hefur um árabil verið rekinn leikskóli á neðri hæðinni og barna- og ungl- ingastarf Kristilegs félags ungra manna og kvenna á efri hæðinni. I viku hverri sækja hundruð barna fundi í Langagerðinu og jafnvel þótt hverfið sé farið að eldast og börnum fækkað. En hvað ætli sé svona spennandi áfundum? Eftir að hafa mætt nokkra laug- ardagsmorgna og fylgst með yngri deild telpna, 6—11 ára, var enginn vandi að skilja hvað var svona skemmtilegt. Rétt fyrir hálf ellefu mátti sjá stelpur drífa að úr öllum áttum, gangandi og hjólandi til þess að mætaáfund. Fremstu bekkirnir fylltust fljótt því ekki mátti missa af neinu. Fimm vaskir sveitastjórar sá um dagskrána og skiptu með sér verkum. Höfuðáherslan er greinilega á boðun Guðs orðs í gegnum mynd- rænar hugleiðingar um ákveðna biblíusögu og auk þess í gegnum söng. Mikið er um hreyfisöngva og létta Biblíutexta sem stelpurn- ar eru fljótar að tileinka sér. Aðrir dagskrárliðir eru æsi- spennandi framhaldssaga, sem þykir svo spennandi að ef stelp- urnar mættu ráða væri öll bókin lesin á einu bretti. — Og svo eru önnur skemmtiatriði, en það eru þá atriði eins og „óvæntur gestur kemur í heimsókn", bíó, happ- drætti, leikrit og tískusýningar frá París og London. Það er hreint ótrúlegt hvað stelpurnar eru stilltar en jafn- framt virkar á fundunum og ég tók eftir því að sömu stelpurnar koma aftur og aftur þó engin mætingarskylda sé. Mér varð hugsað til þeirra sem halda því fram að ekki eigi að kenna biblíusögur í skólum. Börn- in séu bara mötuð á því sem þau hafi ekkert vit á. Sú kenning finnst mér falla um sjálfa sig þegar maður sér að börnin koma sjálfviljug til þess að hlusta á sögur úr Biblíunni og syngja kristilega söngva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.