Morgunblaðið - 20.11.1985, Side 20

Morgunblaðið - 20.11.1985, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 AP/Símamynd Rose Montealegre horfir ömentingarfullum augum út úr brakinu af því, sem einu sinni var heimili hennar í Armero. „Synir mínir“ var það fyrsta, sem hún sagði þegar henni hafði verið bjargað en synirnir hennar þrír voru allir látnir. Kólumbía: 35 bjargað úr eðjunni Armero, Kólumbíu, 19. nóvember. AP. í DAG tókst að bjarga 13 mönnum úr eðjuhafinu í Armero og hefur þá 35 verið bjargað á tveimur dögum þrátt fyrir efasemdir um, að nokkur gæti enn verið á lífi. Borið hefur á gripdeildum og hefur hermönnum verið skipað að skjóta hvern þann, sem gerir sig líklegan til að ræna lík eða úr hrundum húsum. Útvarpsstöð í Kólumbíu skýrði frá því í dag, að björgunarmenn hefðu í dag dregið 13 menn upp úr aurskriðunni í Armero og 22 í gær þrátt fyrir að yfirvöld hafi lagt til að leit yrði hætt vegna þess að enginn gæti verið á lífi. Það eru Bretar, sem hafa veg og vanda af þessu björgunarstarfi. Nokkuð hefur borið á þjófnaði og hefur hermönnum verið skipað að skjóta „þjófa, sem skirrast ekki við að troða á lifandi fólki eða aðfram- komnu til að geta rænt hina dauðu". Enn má heyra neyðaróp í fólki, sem lokast hefur inni í húsarústum undir eðjunni, og telja margir, að hundruð manna kunni enn að vera á lífi í skriðunni. Fréttabann á leiðtogafundi Genf, 19. nóvember. FráÖnnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaósins. „ÞEIR SEM hafa eitthvað að segja á meðan á leiðtogafundinum stendur vita ekki hvað er um að vera, þeir sem ekkert segja vita hvað er að ger- ast,“ sagði Larry Speakes, talsmaður Bandaríkjaforseta, á fundi með frétta- mönnum eftir fyrsta fund Mikhail Gorbachevs og Ronalds Reagan á þriðju- dagsmorgun. Utanríkisráðherrar stórþjóðanna og talsmenn leiðtoganna komu sér saman um að ekkert skyldi sagt um málefnalega þróun leiðtogafundar- ins fyrr en að honum loknum á miðvikudagskvöld eða fimmtudagsmorgun. Speakes sagði að ákvörðunin sýndi hversu alvarlegum augum leiðtogafundur- inn er litinn af aðilum hans. Um 3000 fréttamenn hvaðanæva úr heiminum eru mættir í Genf til að fylgjast með fundinum og eru nú í svipaðri aðstöðu og frétta- menn voru í janúar þegar Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Gromyko, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, hitt- ust hér í Genf og algjört frétta- bann stóð í tvo daga. Athafnir eiginkvenna leiðtoga stórþjóðanna og önnur hliðaratvik sem eiga sér stað í borginni hljóta því að fá meiri athygfi en annars hefði orð- ið. Mikið var skrifað um fundinn áður en hann hófst, helst leit út fyrir að allir sem eitthvað vit hafa á samskiptum stórþjóðanna hafi látið frá sér heyra í ræðu eða riti á undanförnum mánuðum, og sagt er að þjóðirnar hafi háð upplýs- ingastríð fyrir fundinn. Sovétmenn eru með upplýsinga- skrifstofu í fréttamannamiðstöð- inni hér og héldu fjölda funda með fréttamönnum um helgina en þeir hafa ekki veitt slíka þjónustu fyrr á svipuðum samkundum. Banda- ríkjamenn eru með heilt hótel fyrir sína fréttamenn úr Hvíta húsinu og allir helstu ráðgjafar Reagans komu fram í sjónvarpi eftir komunar til Genfar. Þeir lögðu áherslu á mikilvægi þess að leiðtogar stórþjóðanna kæmu sér saman um nýjan grundvöll sem samskipti þjóðanna gætu hvílt á í framtíðinni. Ráðgjafar forseta neituðu að þeir væru í upplýsinga- stríði við Sovétmenn og sögðust vera komnir til Genfar í von um að bæta samskipti stórþjóðanna en ekki í auglýsingaskyni. Sjöþúsund bréf til Reagans og Gorbachevs San Francisco, 19. nóvember. AP. GEORGE Schroder, 47 ára gamall byggingaverktaki frá San Francisco, fiaug til Genfar á laugardag með 7.000 bænabréf til Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev í pússi sínu. í bréfum þessum eru leiðtogarnir hvattir til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast að samkomulagi um friðarsáttmála. Schroder segir að hann muni tala fyrir alla þá, sem byggja þessa hnattkúlu, þegar hann af- hendir Reagan og Gorbachev bréfin. „Ég hef aldrei gert nokkuð þessu líkt áður, utan hvað ég keypti einu sinni veggspjald gegn kjarnorkuvopnum," segir Schrod- er. Hann kvaðst ekki eiga pantað viðtal við leiðtogana, en hann vonaðist til að geta afhent þeim bréfin og greint þeim frá hug- myndum sínum um hvað beri að gera. ^SÖLUBOÐ $BB> Smjörlíki 500 gr Kókosmjöl 500 gr COU'Ck0 Súkkulaðidrykkur .JK^fP'500 *r M Lingonberry sulta 450 gr RÚSSNESK Cranberry sulta 450 gr ~r SYKUR 2 kg Juvel Hveiti 2 kg Juvel Spaghetti 1 kg Spaghetti Bologna 400 gr DECOR Borðdúkar 180/120 cm Serviettur 33x33 cm 20stk ...vöruveró í lágmarki SAMVWNDQOLUBOONn »8 Ræða leiðtogarnir um efnavopn á fundinum? Genf, 19. nóvember. AP. TAUGAGAS og möguleikar á að eitt af mögulegum umræðuefnum hefta útbreiðslu þess, er talið vera Gorbachevs og Reagans á fundi AP/Sfmamynd Reagan og Gorbachev takast í hendur skömmu áður en fundur þeirra hófst í gærmorgun. þeirra sem hófst í morgun. í nýlegri skýrslu frá Pentagon segir að 11 ríki í Þriðja heiminum hafi nú yfir efnavopnum að ráða og tvö í viðbót hafi hafið tilraunir til að framleiða þau. Nú ráða fleiri ríki yfir efna- vopnum en nokkru sinni áður í sögunni segir í skýrslunni. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í síð- ustu viku að samningur um stöðv- un útbreiðslu efnavopna væri ólíklegur, en þetta atriði yrði ef til vill meðal umræðuefna á fundi leiðtogann. Gorbachev sagði í París á dögunum að báðum stór- veldunum væri hagur í því að hefta útbreiðslu efnavopna og því ættu þau að geta unnið saman að því máli. Taugagas var fyrst notað í fyrri heimsstyrjöldinni. í síðari heims- styrjöldinni var komist hjá notk- un þess, en síðan hefur það verið notað í styrjöldum í ýmsum hlut- um heims. Meðal annars hefur því verið haldið fram að Sovétrík- in hafi beitt þeim í baráttu við skæruliða í Afganistan og sjúkl- ingar með sár af völdum efna- vopna, sem beitt hefur verið í stríðinu fyrir botni Miðjarðar- hafs, hafa verið til meðferðar á sjúkrahúsum á Vesturlöndum. GENGI GJALDMIÐLA Ófriðlegt í Aþenu London, 19. nóvember. AP. DOLLAR féll lítið eitt gagnvart helstu gjaldmiðlum á gjaldeyris- mörkuðum í dag. Breska pundið kostaði þannig 1.4335 dollara, en 1.4255 ígær. Hér fer á eftir gengi dollars gagnvart helstu gjaldmiðlum heims, innan sviga er gengið frá því í gær: Dollarinn kostaði: 2,600 vestur-þýsk mörk (2,6220) 2,1298 svissneska franka (2,1481) 7,9225 franska franka (7,990) 2,9265 hollensk gyllini (2,9490) 1.757,50 ítalskar lírur (1.771,50) 1,3747 kanadíska dollara (1,3767). Aþenu, 19. nóvember. AP. LÖGREGLAN í Aþenu bjó sig í dag undir meiri átök við stúdenta og stjórnleysingja en í gær féll einn þeirra fyrir kúlum lögreglunnar. Stúdentarnir höfðu lagt undir sig Tækniháskólann í Aþenu en hurfu þaðan í gær áður en lögregl- an lét til skarar skríða gegn þeim. Efndu þeir sfðan til átaka og óeirða og var einn þeirra skotinn þegar hann ætlaði að kasta bensín- sprengju að lögreglumönnum. Hefur nú lögreglumanninum, sem skaut stúdentinn, verið stefnt og er hann sakaður um „manndráp i sjálfsvöm". Er litið á þá málsmeð- ferð sem tilraun stjórnvalda til að lægja öldurnar. ERLENT,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.