Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 44
I 44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÖVEMBER1985 f Sonur okkar og bróölr, FINNUR KRISTJÁN HALLDÓRSSON, Borgarvegi 32, Ytri-Njarövík, lést af slysförum 19. nóvember. Jaröarförin auglýst síöar. Jenný Jónsdóttir, Halldór Araaon og syatkini. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ELÍSABET EINARSDÓTTIR, til heimilis é Langholtsvegi 194, Reykjavík, lést í Landspítalanum mánudaginn 18 nóvember. Helga W. Foster, Carroll B. Foster, Kristín B. Waage, Gunnar Gíslason, Magnea H. Waage og barnabörn. t GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Bárugötu 31, Reykjavík, lést á Landakoti 19. nóvember. Hafsteinn og Áróra. t Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Miövangi 41, Hafnarfiröi, veröur jarösungin frá Frikirkjunni í Hafnarfiröi í dag miövikudag- inn20. nóvemberkl. 15.00. Jón Aöalsteinn Jónasson, Kristín Sigurrós Jónasdóttir, Guömundur Helgi Jónasson, Erling Garöar Jónasson, Guórún Marsibil Jónasdóttir, Freyja Leopoldsdóttir, barnabörn og Margrót Sveinsdóttir, Sveinn Valtýsson, Kolbrún Carlsdóttir, Jóhanna Guömundsdóttir, Gísli Sumarliöason, barnabarnabörn. I ( t Móöir okkar, tengdamóöir. amma og langamma, INGIBJÓRG JÓNSDÓTTIR frá Hvammstanga, Kleppsvegi 20, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. nóvember kl. 13.30. Ragnheióur Ingvarsdóttir, Arnheiöur Þórhallsdóttir, Hólmfríöur Þórhallsdóttir, Sverrir Skarphéöinsson, Hreiðar Þórhallsson, Emilía Emilsdóttir, Þórhallur Þórhallsson, Jóhanna Antonsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. V t Faöir minn og tengdafaöir, GUÐNISIGURÐSSON, Faxastíg 18, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis aö Bólstaóarhlíð 48, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 22. nóv. kl. 10.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Styrktarfélag vangefinna eöa Krabbameinsfélagiö njóta þess. Erla Guónadóttir, Helgi Pálmarsson. t / Eiginmaöur minn> GUOMUNDUR SÆMUNDSSON, Geitlandi 10, veröur jarösunginn frá Fríklrkjunni föstudaginn 22. nóvember kl. : kv, i5.oo Þejm sem vírdif minnast hans er bent á liknarstofnanir. Guörún Ásgeirsdóttir, börn tengdaböm og barnabörn. Kveðjuorð: Guðmundur Péturs- son frá Öfeigsfirði Fæddur7. maí 1912 Dáinn 20. október 1985 Vinur minn Guðmundur Péturs- son frá Ófeigsfirði er látinn, rúm- lega 73ja ára að aldri. — Hann andaðist í Borgarspítalanum i Reykjavík eftir skamma legu þar. Þó kom lát hans ekki á óvart. Á sl. vori kom í ljós, að hinn líttlækn- anlegi sjúkdómur, krabbameinið, hafði tekið hann tökum. Var hann þá tekinn í meðferð vegna þess, gefnar sprautur með vissu milli- bili, sem áttu að vinna gegn mein- semdinni. — Eins og venjulega kom hann heim í ófeigsfjörð á sl. vori og dvaldi þar ásamt konu sinni og öðru skylduliði, sem þar er sumar hvert, en skrapp suður til að láta fylgjast með líðan sinni og fá áðurnefndar sprautur. Virtist hann hress og líkt og sjúkdómur- inn hefði vikið undan við þær lækningatilraunir, sem gerðar voru á honum. Og sama var eftir að hann kom suður. — Fréttist að hann hefði farið í skemmtiferðalag í haust með öðru fólki og verið hress og glaður í því ferðalagi og ánægður með að hafa getað tekið þátt í því. — En stuttu síðar herti meinsemdin tök sin svo hann varð að fara í sjúkrahús, þar sem hann andaðist eftir stutta legu. Um æviferil þessa góðvinar míns langar mig nú að fara nokkrum orðum er hann hefur kvatt þetta jarðneska líf og flutt yfir á annað tilverustig, en ég stend eftir hérna megin á bakkanum og horfi á eftir honum og öðrum vinum mínum hverjum af öðrum með söknuði. En um allt verða þau orð mín fá- tæklegri en ég vildi og vert væri. Þann 7. maí 1912 fæddist þeim hjónum Ingibjörgu Ketilsdóttur og Pétri Guðmundssyni í ófeigsfirði frumburðir þeirra. Það voru tveir drengir. Fæðing þeirra var erfið og tvísýnt um úrslit. Sækja varð lækni til Hólmavikur og það tók langan tíma eins og samgöngum var þá háttað og símalaust. En Magnús Pétursson, sá ötuli og heppni læknir, kom þó í tæka tið svo konu og börnum varð bjargað. En þar mátti ekki miklu muna. — Taka varð þá með töngum og báru þeir ör eftir þá aðgerð. Strax við fæðingu voru þeir bræður svo líkir að merkja varð þá til þess að þekkja þá sundur. Báðir voru þeir gullrauðir á hár og dálítið freknóttir i andliti. Þó þeir breyttust nokkuð með aldri og þroska voru þeir ávallt svo líkir að gát varð að hafa á til að þekkja þá sundur, ekki sist þeir sem ekki voru daglega samvistum við þá. Sama var að segja um skaphöfn þeirra. — Þeim bræðrum voru nöfn gefin. Sá er fyrr fæddist var skírður Guðmundur en hinn Ketill. Þar með fengu þeir nöfn feðra foreldra sinna. Báðir runnu þeir upp eins og fíflar í túni, bráð- þroska og tápmiklir og öllum hugþekkir. Árin liðu. Þeir tóku fljótt virkan þátt í fjölbreyttum störfum heim- ilisins. — Alla barnafræðslu sina fengu þeir hjá móður sinni og svo var einnig um þá bræður alla, sem yngri voru, enda Ingibjörg mjög vel að sér og merk kona. Var þeim og létt um nám. Strax og Reykja- skóli tók til starfa fóru þeir þangað til framhaldsnáms. — Fram úr því skildi leiðir þeirra tvíburabræðr- anna, sem ávallt voru mjög sam- rýndir. Ketill hélt að heiman og gerðist sjómaður að atvinnu og aflaði sér menntunar á því sviði. Var hann fyrst háseti á togurum en síðar stýrimaður og skipstjóri á Akureyrartogurunum. Gat hann sér þar hið besta orð fyrir afburða dugnað og mannkosti. Hann kvæntist á Akureyri og átti einn son. Ketill lést fyrir nokkrum árum. En Guðmundur varð eftir heima og vann að bústörfunum, enda þess full þörf þar sem svo margt var umleikis á mestu hlunn- indajörð sinnar sveitar og þó víðar væri leitað. í fyrstu vann hann búi foreldra sinna, en stofnaði síðar sitt eigið heimili og bjó á litlum hluta jarðarinnar, sem hann festi kaup á, þar til hann hætti búskap. Ég hefi hér oft nefnt nöfn þeirra tvíburabræðranna saman. Ber það til, að vart er hægt að minnast annars án þess báðir komi í hug Guðfinna Minna Breiðfjörð Kveðja Það koma í hugann margar fal- legar myndir frá uppvaxtarárun- um þegar kemur að kveðjustund. Fyrst minnist ég Minnu er við hittumst, unglingar á heimili frú Jónu og Kjartans Jóhannssonar læknis en Minna var þar gestkom- andi. Svo liðu árin og erum við báðar þá búnar að læra hár- greiðslu, hún hér í bænum, en ég þar vestra. Þá var það einhverju sinni nokkru fyrir jól að við bók- staflega rákumst þar hvor á aðra. Urðu þá miklir fagnaðarfundir. Hún sagði mér að hún væri þá nýbúin að kaupa hárgreiðslustof- una Piróla af Margréti Hrómunds- dóttur (gekk undir nafninu Snúlla), sem setti þá stofu á stofn á sínum tíma. Stúlka frá Akureyri hafði ætlað að gerast meðeigandi Minnu að stofunni, en það gengið til baka. Hún hvatti mig til þess að ganga inn í kaupin og það varð úr þó ekki væri það beinlínis árennilegt í þá daga og ég rétt að byrja. Er ekki að orðlengja það, því vart hægt að hugsa sér betri mótspilara en Minnu Breiðfjörð. Allt gekk þetta hjá okkur fljótt og vel fyrir sig og þar með hófst okkar samstarf. Framtíðin blasti við okkur björt en ströng. Við vorum ákveðnar í að vinna vel á þessari stofu okkar og gera okkar besta fyrir viðskiptavinina. Fór ánægjulegur tími í hönd, en alltof stuttur. Minna veiktist og fór til Danmerkur að leita sér lækninga. Allt breyttist nú með mjög snögg- um hætti. Fyrir mér var það líkt og gerst hafði á Vesturgötunni. Mér var tjáð að selja ætti hennar hluta í fyrirtæki okkar. En það er önnur saga. Brátt tóku að berast fréttir um batnandi heilsufar og aðrar góðar fréttir af henni. Hún trúlofaðist, kom heim aft- ur, ljómandi af ánægju og geisl- andi af lífskrafti. Hún og kærast- inn, Magnús Thorberg, fluttu til Vestmannaeyja. Þar eignuðust þau þrjár dætur í hjónabandi sínu. Þegar þær voru að komast á legg og Minna flutti hingað í bæinn aftur, opnaði hún hárgreiðslu- stofu. Hún var fyrsti meistarinn í greininni, sem tók karlmann sem nema í hárgreiðslu og gerðist því brautryðjandi á því sviði. Með þessum fátæklegu orðum þakka ég Minnu samfylgdina í bili. Geymi fagrar mipningar um.bros- mildan og fallegan samstarfsvin, Guð gefi henni góða heimkomu ogstyrk á hiriu nýjasviðr. Fjóla Sigmnndsdóttir + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns, fööur, stjúpfööur, tengdafööur, afa og langafa, SIGURDAR JÓNSSONAR, fré Haukagili. Sérstakar þakkir viljum viö færa læknum og starfsfólki á deild A-1 Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun á undanförnum mánuö- um. Sigríóur Steingrimsdóttir, Ásthildur Sigurðardóttir, Rafn Biering Helgason, Jón Sigurdsson, ina Dóra Siguróardóttir, Hörður Lorange, Hjördís Benónýsdóttir, Alda Sigurjónsdóttir, Hjörtur Halldórsson, Gréta Sigurjónsdóttír barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlót og útför elskulegrar f rænku okkar, STEINUNNAR BJARGAR EYJÓLFSDÓTTUR, frá Kötluhóli (Leiru. - Sérstakar kveöjur sendum viö öllum á vistheimlllnu Kumbaravogi Stokkseyri. Systkinaböm og aðrir aðatandendur. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.