Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoóarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Agúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Vandi Hafskips að eru mikil ótfðindi, þegar fyrirtæki með um 300 starfs- menn i þjónustu sinni kemst í slíkar ógöngur, sem Hafskip hf. er komið í.Osk fyrirtækisins um greiðslu- stöðvun er til marks um að rekstur- inn er kominn í þrot. Þau viðbrögð ráðamanna félagsins að setja á stofn pappírsfyrirtaeki, sem á skömmum tíma kaupir allar eignir Hafskips án þess að sjáanlegir séu miklir fjármunir á bak við þau kaup sýna, að þeir telja sig ekki eiga margra kosta völ. Hvað veldur því, að svo umsvifamikið fyrirtæki er komið í þrot? Enginn vafi leikur á því, að hluti skýringarinnar er almennur vandi skipafélaga og raunar viðskipta- banka þeirra um allan heim. Á nokkrum misserum hefur verð skipa fallið mjög og bankar, sem hafa lánað fé til kaupa á þeim standa frammi fyrir því, að þau standa ekki lengur undir þeim veðum, sem í þeim hafa verið tekin. Hafskip var eignalítið fyrirtæki fyrir og þess vegna varð verðfall skipanna þeim mun meira áfall. Um aðrar skýringar forráðamanna Hafskips má margt segja. Auðvitað hefur missir varnarliðsflutninga rýrt tekjur íslenzku skipafélaganna mjög. En ekki verður því trúað að þau hafi beinlfnis gert út á þá flutn- inga. Það er a.m.k. ekki burðugur atvinnurekstur, sem ekki stendur af sér þann tekjumissi. Verkfallið fyrir ári varð dýrt fyrir Hafskipen það kom líka illa við fjöldamörg önnur fyrirtæki í landinu. Gengis- breytingar hafa að sjálfsögðu nei- kvæð áhrif á rekstur fleiri fyrir- tækja en Hafskips. Það sem úrslit- um ræður fyrir Hafskip, sem stóð á höllum fæti fyrir er auðvitað að þetta gerizt allt á skömmum tíma. Sjálfsagt hefði fyrirtækið staðið af sér eitt þessara áfalla eða jafnvel tvö en ekki öll í einu. Viðbrögð ráðamanna fyrirtækis- ins frammi fyrir þessum vanda sýn- ast hafa verið tvíþætt. í fyrsta lagi taka þeir mikla áhættu með því að hefja umfangsmiklar siglingar yfir Atlantshafið milli Evrópu og Bandaríkjanna og vilja með því ná hlutdeild í þeim hagnaði, sem mörg skipafélög hafa haft á þessari leið. Atlantshafssiglingar Hafskips hafa lítið komið við sögu í opinberum umræðum um stöðu fyrirtækisins að undanförnu en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því, að veru- legt tap hafi orðið á þessari starf- semi en ekki hagnaður. Atlants- hafssiglingarnar hafa þv( aukið á vanda fyrirtækisins en ekki dregið úr honum. Verra er þó að upplýs- ingar um þennan rekstur fyrirtæk- isins hafa verið takmarkaðar a.m.k. framan af, þar sem forráðamenn félagsins héldu lengi vel að hagnað- ur væri á þessum siglingum, þegar raunin var sú, að um taprekstur var að ræða. í öðru lagi hófust forsvaremenn félagsins handa um hlutafjársöfnun sl. vetur til þess að rétta við hag fyrirtækisins. í þessu hhitafjárútboði söfnuðust um 80 milljónir króna. Ljóst er að mikill hluti þessa nýja fjármagns hefur komið frá tiltölulega fáum einstaklingum.sem stóðu nærri fyrirtækmu. Á þessu stigi málsins verður ekkert fullyrt um það, hvað skuldir Hafskips umfram eignir eru miklar en víst má telja, að þar sé um hærri upphæð að ræða en áður hefur þekkzt í viðskiptum hér nema ef vera skyldi gjaldþrot Endurtrygg- ingafélags Sambandsins, þar sem öll kurl eru ekki komin til grafar enn. Hitt fer ekki á milli mála, að viðskiptabanki Hafskips, sem er Útvegsbankinn mun tapa veruleg- um fjármunum vegna erfiðleika fyrirtækisins og alls ekki ljóst hver staða Útvegsbankans verður, þegar dæmið hefur verið gert upp. Nú beinist athygli manna að viðræðum forráðamanna Hafskips og Sambands ísl. samvinnuféiaga. Áður en þær komu til sögunnar höfðu töluverðar umræður farið fram milli forsvarsmanna Eim- skipafélagsins og Hafskips. Þessir aðilar hafa ekki náð saman um yfirtöku Eimskipafélagsins á svo- nefndum Islandssiglingum Haf- skips. Væntanlega hafa forráða- menn Eimskip haft það að ieiðar- ljósi að ganga ekki lengra í þeim viðræðum, en geta Eimskipafélags- ins leyfði. Enginn væri bættari með því að Eimskipafélagið lenti einnig í erfiðleikum vegna þess, að það hefði reynt að taka við of miklu. Þá varð niðurstaða forráðamanna Hafskips sú að taka upp viðræður við mesta viðskiptaveldi á íslandi, sem er Samband ísl. samvinnufé- laga. Enn er ekki ljóst, hver verður niðurstaðan af þeim viðræðum. Enginn láir ráðamönnum Hafskips og Útvegsbankans að reynt verði að fá sem hæst verð fyrir eignir Hafskips og viðskiptavild. Sumir segja, að ef Eimskipafélagið yfir- tæki rekstur Hafskips yrði mestur hluti sjóflutninga til landsins kominn á eina hendi og þess vegna sé sá kostur betri að Sambandið taki við þessum rekstri. Þeir hinir sömu gleyma því þá, að Sambandið er mesti auðhringur á íslandi. Áhrif þess í viðskiptalífinu eru slfk, að nær væri að brjóta það við- skiptaveldi upp með lögum en bæta við það eins og nú kann að gerast. Einkaframtaksmenn, sem hafa gengið til samstarfs við Sambands- veldið um atvinnurekstur hafa ekki af því góða reynslu. Nægir í því sambandi að benda á rekstur Olíu- félagsins hf. en nokkrir einstakling- ar hafa komið þar við sögu í gegnum tíðina og áhrif þeirra ekki reynzt mikil. Þeir ráðamenn Hafskips, sem nú hyggja á samstarf við Samband- ið um skipaflutninga eru því ekki að mýnda nýjan valkost frjáls at- vinnulífs í landinu. Þeir eru að ganga Sambandinu á hönd. Sú nýjung í fyrirtækjarekstri, sem komið hefur til sögunnar síð- ustu daga með stofnun pappírs- fyrirtækis, sem hefur tekið við eignum Hafskips tii þess að komast undan erlendum kröfuhöfum hefur vakið athygli en draga verður í eía, að hún verði til eftirbreytni í fram- tíðinni. Greiðsluþrot og erfiðleikar Hafskips eiga eftir að hafa mikil áhrif í viðskiptalífinu, í fjármálalífi þjóðarinnar og á stjórnmálasvið- inu. Vandinn sem fyrirtækið stend- ur frammi fyrir er slíkur að með ólíkindum er. Eftir því, sem vanda- mál félagsins verða ljósari vakna fleiri spurningar um það, sem þarna hefur gerzt. Fraamvinda málsins ein mun veita Svör við þeim spurningum. AF INNLENDUM VETTVANGI HALLUR HALLSSON Hin grimma vei íslenskra undirh Fíkniefnasali blandaði rottueitri út í amfetamínið. Þess var ] kveikja í bifreið hans FYRIR nokkru veiktist í Reykjavík ung kona hastarlega eftir að rottueitri hafði verið blandað út í amfetamín, sem hún sniffaði. „Klíkan" sem konan tilheyrir grunaði fíkniefnasal- ann um illræðið og þess var hefnt - glæsiieg amerísk bifreið hans var lögð í rúst og lagður eldur að henni. Þessi saga og margar aðrar lýsa þeirri breytingu, sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi; lýsa hinni grimmu veröld undirheima íslensks samfélags. Þessa breytingu má rekja til hinna „hörðu" efna - amfetamíns, kókaíns og heróíns. Fólk hefur skipt úr hassi yfir í örvandi efni og þeim fylgja glæpir. Fyrir 10 árum var hass ráðandi fíkniefni hér á landi. Fólk var tiltölulega meinlaust, hassið róaði fóik. Hins vegar er það óbrigðul reynsla að í kjölfar cannabisefna fylgja ör- vandi lyf, eins og „speed", kókaín og heróín. Og þessum hörðu efnum fylgja glæpir og mannfyrirlitning. Rifrildi um fíkniefni endaði með hnífsstungu Merki grimmdar og mannfyrir- litningar sjást viða í heimi fíkni- efnanna - sögurnar bera vitni um það. Fyrir nokkru kom lögreglan í Reykjavík að liðlega þrítugum manni Kfshættulega særðum á Hverfisgötu. Hann hafði verið stunginn í kviðarholið af tæplega þrítugri vinkonu sinni. Þau höfðu deilt harkalega um fíkniefni. Læknum á Borgarsjúkrahúsinu tókst að bjarga lífi mannsins, sem gengur undir nafninu „Malaga- fanginn". í sumar upprætti lögregla þjófa- gengi. Harður kjarni fíkniefna- neytenda braust skipulega inn í íbúðir ( Reykjavík og stal miklum verðmætum. Þeir hringdu skipu- lega í heilu hverfin til þess að ganga úr skugga um hvort einhver væri heima í viðkomandi húsi eða íbúð. Þegar þeir höfðu mælt út hús eða íbúð létu þeir til skarar skríða. Þannig höfðu þeir stolið verðmæt- um fyrir hátt í milljón króna þegar þjófagengið var upprætt. Hugðust sprengja bifreið dómara Fyrir um það bil fimm árum var bifreið sprengd i loft upp i Naut- hólsvík. Við rannsókn kom i ljós, að kunnir kappar úr fíkniefna- heiminum höfðu verið að æfa sig i meðferð sprengiefna. Svo óhönd- uglega tókst til, að þeir sprengdu eigin bifreið í loft upp. Þeir höfðu stolið sprengiefni og hugðust nota það til þess að sprengja í loft upp bifreið Ásgeirs Friðjónssonar, dómara í sakadómi ! ávana- og fikniefnum. I sumar lentu lögreglumenn i hörðum átökum við fikniefna- smyglara þegar þeir tóku 60 grömm af amfetamíni. Norsk yfir- völd hafa sakað sama mann um að sýna lögregluþjóni í Osló bana- tilræði. Þá er hann sakaður um að hafa hótað norskri stúlku líf- láti. Maðurinn beindi skammbyssu að höfði lögregluþjónsins, sem hugðist handtaka hann vegna gruns um innbrot. Skot hljóp ekki úr byssunni, annað hvort vegna þess að byssan stóð á sér þegar hann tók i gikkinn eða lögreglu- þjónninn náði að afvopna Islend- inginn. Þá er íslendingurinn sak- aður um að hafa hótað norksri konu lifláti. Á undanförnum árum hefur ítr- ekað verið ráðist á gamlar konur og þær rændar. Á ferðinni hafa verið fíkniefnaneytendur, sem hafa brugðið á það ráð að ræna og rupla til þess að fjármagna kaup á eiturefnum. Fólk hefur sætt árásum í miðborg Reykjavík- ur og ekki bara gamlar konur. Fyrir stuttu skýrði Morgunblaðið frá árás á ungan mann í Skóla- stræti. Tveir menn réðust á hann og rændu hann peningaveski. Og það verður æ algengara að lög- reglumenn lendi á átökum við fíkniefnaneytendur. Atvikið á Grandagarði á dögunum þegar fundust 40 grömm af aiqfetamíni. þrir smyglarar veittu harða mót- spyrnu er aðeins eitt slíkt. Fólk undir áhrifum örvandi fikniefna er óútreiknanlegt og getur verið stórhættulegt. Þessar sögur bera vitni um ofbeldið í undirheimum Reykjavíkur. Hvert stórsmyglið rekið annað Undanfarin tvö ár hefur lög- regla upplýst hvert stórsmyglið á fætur öðru. Og það er Kklega að- eins sá hluti isjakans sem upp úr stendur. í október 1983 tóku toll- verðir skipverja á togaranum Karlsefni með 11.3 kiló af hássi í ferðatösku sinni. Fíkniefnin voru keypt í Þýzkalandi fyrir um hálfa milljón króna, en söluverð hér á landi var metið á tæpar 5 milljónir krónur. Við rannsókn kom í Ijós, að Hermann Björgvinssðn, sem nú Lögreglumenn leiða fikniefnasmyglara á situr i gæsluvarðhaldi vegna okur- málsins, hafði lánað þritugum manni fé til fíkniefnakaupanna. Við yfirheyrslur kvaðst Hermann ekki hafa vitað til hvers nota ætti peningana. Skömmu síðar varð uppvíst um stórsmygl í Lagarfossi. I lestum skipsins fundust liðlega 5 kíló af hassi, 240 grömm af amfetmaíni og 20 grömm af kókaíni. Söluverð- mæti fíkniefnanna hér var talið um4.5 milljónirkr. Stærsta smyglið fjár magnað með okurláni í maí 1984 upplýsti fíkniefna- deild lögreglunnar stórfelldasta amfetaminsmygl, sem upp hefur komið hér á landi. Þá lagði lögregl- an hald á 700 grömra af amfeta- míni og 400 grömm af hassoliu. Lögreglumaður með sérþjálfaðan hund um borð f Viðey fyrir helgi. Þar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.