Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.11.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER1985 Afmæliskveðja: Ásgeir Ól. Sigurðs son frá Hólmavík .lslands Hrafnistumenn eru hafsæknir enn, ganga hiklaust á orustuvöll, út í stormviðrin höst, móti straumþungri röst, yfir stórsjó og holskefluföll, flytja þjóðinni auð, saekja barninu brauð, færa björgin í grunn undir f ramtíðarhöll.” Mér þykir við hæfi að byrja afmælisgrein um föður minn á þessu erindi úr kvæðinu Hrafn- istumenn eftir örn Arnarson enda hefur mér alltaf fundist hann vera einn af þeim sem þarna er kveðið um. Hann heitir fullu nafni Ásgeir Ólafur Sigurðsson, er sjötugur i dag og hefur lengst af gengið „hik- laust á orustuvöir. Hann fæddist á Kollafjarðarnesi 20. nóvember 1915. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Magnússon og seinni kona hans, Kristrún Jónsdóttir, er þar voru í húsmennsku. Þegar pabbi var 13 ára var talið fært að senda hann á sjó og mun honum ekki hafa verið hlift við erfiði né volki fremur en öðrum á þeim árum. Alloft þurfti að „sæta lagi“ á þessum opnu bátum til að komast í gegnum brimgarðinn og þá stóðu aðstandendur áhafnanna niðri við sjó og fylgdust með, milli vonar og ótta. Þar stóð amma min meðal annarra til að fylgjast með þvi hvernig drengnum hennar reiddi af. í þá daga var ekki að finna i kjarasamningum neina „trygg- ingu“. Menn treystu á Guð og lukkuna, um aðra tryggingu var ekki að ræða. Kaupið var heldur ekki hátt á þessum timum og pabbi varð ekki ríkur af þvi. Lífsreynsla af þessu tagi hefur mismunandi áhrif á fólk. Sumir eru veikburða og gefast fljótlega upp en aðrir eru harðgerðari og eflast við hverja raun. Pabbi er í þeim hópi. Sjórinn heillaði hann og hann hélt ótrauður áfram á þeirri braut. Afi dó 1939 og árið 1945 fluttist pabbi, þá tæplega þrítugur að aldri, ásamt ömmu til Hólmavikur með 15 krónur i vasanum, sem hann notaði til að festa kaup á fyrsta bátnum sínum. Sá bátur var að visu ekki stór, en var þó hans eign og það var það sem skipti máli. Upp úr þessu tóku hjólin að snúast, næsti bátur var stærri og framtíðin blasti við. Móður minni, Rannveigu Hall- dórsdóttur frá Tyrðilmýri á Snæ- fjallaströnd, kynntist pabbi árið 1947. Þau giftu sig árið 1950 og keyptu um það leyti lítið, sætt hús með garði í kring, sem stóð rétt niðri við flæðarmálið. Pabbi gerði því við bátana sína svo að segja í garðinum heima. Oft lékum við krakkarnir okkur í fjörunni hjá pabba og stundum tók hann okkur með sér út á sjó. Eflaust hefur verið erfitt að hafa slíka krakkagrislinga með sér á sjóinn og víst er um það að ég hef verið nokkuð baldin. Ég man sérstaklega eftir einni slíkri ferð á fyrsta Kópnum hans pabba. Það var 5 tonna bátur sem hann sótti sjóleiðina til Keflavíkur á sínum tíma. Ferðinni var heitið út á Drangnes og það „gaf dálítið hressilega á“ þannig að við krakk- arnir áttum að vera niðri í lúkar. Ég sinnti þó ekki þeirri skipun og fór upp. Veltingurinn var þó svo mikill að pabbi tók það til bragðs að binda mig fyrst ég gegndi ekki. Ég minnist þess líka þegar við fórum eitt sinn á árabát til að taka á móti sjóflugvélinni og bát- urinn fór að leka á leiðinni í land. Þegar við nálguðumst fjöruborðið var allt að fara í kaf og pabbi var handfljótur að henda mér í land. Þessar tvær litlu sögur sýna að oft þurfti að taka skjótar ákvarð- anir. Á sjónum koma oft upp óvænt atvik og það að „sigla milli skers og báru“ getur iðulega verið erfitt. Þennan málshátt hefur pabbi þó ævinlega haft að leiðar- ljósi. Oft hefur hann komist í hann krappann á sjónum og undir slík- um kringumstæðum eru það kjark- ur og áræði sem duga, hvort tveggja eiginleikar sem pabbi hef- ur til brunns að bera í ríkum mæli, en auk þess hefur hann haft heppnina með sér. I landi átti hann yndislega konu sem beið hans í nýju húsi sem þau höfðu byggt uppi á hæð þar sem vel sást yfir fjörðinn. Það sýnir best hug móður minnar að arki- tektarnir þurftu að breyta skipan innanhúss svo eldhúsglugginn gæti snúið út að sjó. Það var þungt áfallt þegar móðir mín dó árið 1973. Pabbi og Ragnar bróðir minn voru þá nýbúnir að kaupa 17 tonna bát, en nú urðu þáttaskil. Pabbi seldi bátinn og húsið upp úr þessu og fluttist til Reykjavíkur 1978. Þar keypti hann sér íbúð og vann í 5 ár sem nætur- vörður við sundlaugina í Laugar- dal. í dag vinnur hann hjá Blindra- vinafélaginu í Hamrahlíð 17, sækir dansnámskeið einu sinni í viku og dansar eins og herforingi. Það sér ekki á honum að hann sé orðinn sjötugur, en það er nú engu að síður staðreynd. Ég og fjölskylda mín að Vallartröð 8 sendum hon- um okkar bestu kveðjur á þessum degi og óskum honum allra heilla. Megi hann eiga eftir að dansa lengi enn; Sigrún Ásgeirsdóttir Afmælisbarnið tekur á móti gestum laugardaginn 23. nóvem- ber á milli kl. 15 og 19 í Ford- húsinu, Skeifunni 17, þriðju hæð. -V Um handvirka og sjálf- virka bflasímaþjónustu Athugasemd frá Pósti ogsíma Að vonum er nú mikið rætt manna á meðal og í fjölmiðlum um bilasima. Á næsta ári hefst sjálfvirk bílasimaþjónusta til við- bótar þeirri handvirku þjónustu sem fyrir er. Ekki verður skipt um móðurstöðvar handvirka sírtians, heldur verða nýjar teknar í notkun fyrir sjálfvirka símann. ísland er meðal þeirra landa sem eru að sjá draum sinn rætast um fullkomnara farsimakerfi. ís- lendingar eru nú mjög framarlega í fjarskiptamálum. Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi at- hugasemd frá Jóhanni Hjálmarssyni, blaöafull- trúa Pósts og síma: Nýju móðurstöðvarnar eru í fjárlögum vegna sjálfvirka símans 1985. Samkvæmt 6. grein fjárlaga, 3. 23., er heimilað að „fella niður aðflutningsgjöld og sölugjald af farsímum“. Alþingi íslendinga gerir sér ljóst að farsímarnir eru m.a. mikil- væg öryggistæki. Notendur far- simans, i senn þeir sem eru á ferð i bíl, um borð i bátum eða staddir í sumarbústöðum munu búa við mun meira öryggi en áður, ekki síst vegna þess að símann er unnt að flytja á milli, til dæmis milli bils og sumarbústaðar og þarf ekki nema smávægilegan aukabúnað til þess. Sjálfvirku símarnir hafa þá kosti umfram handvirku símana að ekki er hægt að fylgjast með samtölum úr öðrum bilasímum. í Morgunblaðinu 14. 11. sl. birt- ist auglýsing um handvirka bila- síma og er réttu máli mjög hallað í auglýsingunni. Auglýsandi er Heimilistæki hf. Póst- og símamálastofnunin hefur ekki upplýst eins og stendur í auglýsingunni að verð á nýju sjálfvirku bílasímunum verði ná- lægt 100.000 kr. miðað við núver- andi gengi og tollalög. Aftur á móti segir i grein eftir ólaf Indriðason deildarstjóra í Póst- og simafrétt- um, októberblaði, að gera megi ráð fyrir að söluverðið verði 80— 100.000 kr. Höfundarnafn féll því miður niður í blaðinu, en upplýs- ingarnar fékk höfundurinn hjá væntanlegum seljendum, m.a. Heimilistækjum hf. Póst- og símamálastofnunin hefur ekki bílasíma til sölu og er því varla ástæða fyrir stofnunina að verðleggja slíka vöru, en vísa má til aðila á hinum frjálsa mark- aði sem hafa þessi tæki til að fá réttar upplýsingar um kostnaðar- verð. Það er í fyllsta máta óheiðarlegt að gefa í skyn að stofnunin hafi slíka síma til sölu þegar svo er ekki: Stofnunin veðleggur að sjálf- sögðu ekki símtæki fyrir aðra aðila. Nú auglýsa Heimilistæki hf. afsláttarverð á handvirkum bíla- símum, kr. 59.950. Þar sem sama verð mun að öllum líkindum gilda um sjálfvirka og handvirka bíla- síma er það út af fyrir sig ánægju- legt að Heimilistæki hf. skuli geta boðið upp á jafn lágt verð. En hvers vegna þurfa Heimilis- tæki hf. að spyrja stofnunina um verð þegar fyrirtækið hlýtur að geta fengið nákvæmari upplýsing- ar um samkeppnisverð hjá þeim aðilum sem það er umboðsmaður fyrir? Spádómur auglýsingarinnar um hátt verð sjálfvirkra tækja miðað við núverandi gengi og tollalög þar sem talað er um 150.000 kr. mun, er út í hött. Samkvæmt fyrr- nefndri grein fjárlaga varðandi sölugjald og aðflutningsgjöld eru þau engin af þessum tækjum og er gert ráð fyrir að svo verði einnig á næsta ári. Þess er að vænta að alþingis- menn og ráðamenn samgöngumála muni áfram sýna skilning á mikil- vægi farsíma í öryggisskyni og þannig stuðla að því að sem flestir geti notfært sér þjónusta. Póst- og símamálastofnunin mun starfrækja handvirka bíla- símakerfið áfram, en þar sem sjálfvirka kerfið hefur upp á meira að bjóða og er auk þess á sama verði segir sig sjálft að notendur muni fremur kjósa það. Að því er stefnt að gjöld fyrir sjálfvirka símaþjónustu fari lækkandi. „Skrítnar skepnur" Skopsögur eftir Ephraim Kishon HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir spéfuglinn og húmoristann Ep- hraim Kishon, í þýðingu Ingi- bjargar Bergþórsdóttur. „Þessi bók Kishons er eins og aðrar bækur hans kjarnyrt og leiftrandi af kímni. I henni eru bráðsmellnar skopsögur um fjölskylduna og „atvik" sem flestir þekkja," segir m.a. í frétt frá útgefanda. „Á síðasta ári kom út hjá Hörpuútgáfunni bókin „Hvunndagsspaug" eftir sama höfund. Kishon er höfundur sem kitlar hláturtaugarnar og gerir óspart grín að sjálfum sér. Yfir 50 bækur hans hafa verið þýddar á 28 tungumál og seldar í 30 milljónum eintaka." Bókin „Skrítnar skepnur" er 159 bls. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bókband. Ephraim Kishrm Skrítnar skepnur lugll^ðrK BurcþándAttir þýddl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.