Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
13
Alvara og afþreying
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Kristján Karlsson:
KOMIÐ TIL MEGINLANDSINS
FRÁ NOKKRUM ÚTEYJUM.
Sögur.
Almenna bókafélagiö 1985
Á síðari hluta sjötta áratugar
birtust í Nýju Helgafelli nokkrar
smásögur eftir Kristján Karlsson.
Þessar sögur vöktu athygli, m.a.
vegna þess að fyrst og fremst var
litið á höfundinn sem bókmennta-
fræðing og þýðanda, ekki skáld.
Kristján Karlsson var nýkominn
frá Bandaríkjunum og hafði gerst
ritstjóri Nýs Helgafells ásamt
öðrum mönnum, kunnastur þeirra
var Tómas Guðmundsson.
Ég minnist þess að ég las þessar
smásögur af mikilli athygli og
gleymdi þeim ekki. Hér var vissu-
lega sleginn nýr tónn í smásagna-
gerð. Ýmsir góðir smásagnahöf-
undar höfðu áður komið fram á
þessu tímabili, meðal þeirra Ásta
Sigurðardóttir, Indriði G. Þor-
steinsson, Jón Dan og Geir Kristj-
ánsson. En ég leyfi mér að segja
að sérkenni Kristjáns Karlssonar
voru að hann skrifaði góðar af-
þreyingarsögur með alvarlegum
undirtóni. Þegar ég les þessar
sögur nú í smásagnasafninu Kom-
ið til meginlandsins frá nokkrum
úteyjum vildi ég í staðinn skil-
greina þær með þeim hætti að
þetta væru mjög alvarlegar sögur
sem notfærðu sér ýmsa lærdóma
afþreyingarsögunnar.
Ég vona að þetta verði skilið sem
jákvæð umsögn. Sögur Kristjáns
Karlssonar frá New York leiða
hugann að ljóðum hans frá sömu
borg. En milli ljóðs og smásögu
eru kannski sameiginlegir fletir
en sögurnar eru sem betur fer
einkum sögur og þær þarf ekki að
lesa með ljóðin í huga. Túlkun
Kristjáns er önnur í sögunum,
ljóðskáldið er ekki á ferð í sögun-
um frá New York. Það lætur að
sér kveða síðar.
Þrjár fyrstu sögur bókarinnar:
Öll þessi gæði, Bókmenntanám og
Hertogaynjan af Malfi eru allar
skrifaðar á sjötta áratugnum.
Það er skemmtilegt að rifja upp
kynnin af þessum sögum og kom-
ast að því að þær standa enn fyrir
sínu. Og kannski verka þær betur
á lesendur nú en þær gerðu. Menn
höfðu áður margskonar fordóma
gagnvart smásögu, skiptu smásög-
um í flokka, til dæmis var ákveðið
hvað væri alvarleg saga og hvað
skemmtisaga. Kristján Karlsson
átti sinn þátt í að rjúfa þessi
landamæri.
Það var með mikilli athygli sem
ég las Eindaga í Komið til megin-
landsins frá nokkrum úteyjum:
Þessi saga gerist í New York eins
og þrjár fyrstu smásögurnar í
safninu, en hún er skrifuð 1974.
Vissulega eru önnur tök á söguefni
en áður, en samhengið augljóst.
Sagan er mögnuð í þeirri aðferð
sinni að láta lesandann lesa milli
lína, gefa meira í skyn en sagt er
beinum orðum.
Kristján Karlsson
Helsta sagan í þessum anda er
Ævintýri af konu, húsi og smið.
Það er ákaflega ljóðræn saga og
myndrík. Draumurinn verður að-
alatriðið þrátt fyrir raunsæilegt
yfirborð.
Fagurkerana hef ég áður fjallað
um, en hún er ekki langt frá þeirri
aðferð sem höfundurinn notar í
fyrrnefndri sögu. Fagurkerarnir
er á mörkum raunsæis og yfir-
raunsæis eins og fleiri góðar sögur
íslenskra nútímabókmennta.
í komið til meginlandsins frá
nokkrum úteyjum, lokasögu sam-
nefnds smásagnasafns, er höfund-
urinn kominn eins langt og hægt
er að komast í lausbeislaðri sögu.
Þetta er saga handa lesendum með
ímyndunarafl.
Komið til meginlandsins frá
nokkrum úteyjum er ekki fyrir-
ferðarmikil bók, hún er til þess
fallin að lesast í strætisvegni. En
ég er viss um það að ákafur les-
andi, það er auðvelt að verða slíkur
með áhrifamátt sagnanna í huga,
fer ekki úr vagninum á ákvörðun-
arstað, hann heldur áfram að lesa.
Kristján Karlsson hefur með
ljóðabókum sínum, ekki síst ljóð-
unum frá New York, stuðlað að
breyttu mati á ljóðum. Kristján
hefur lagt sitt af mörkum til þess
að endurmeta stöðu ljóðlistar. Nú
ber hann á borð smásögur, gamlar
og nýjar. Smásögur hans eru góðar
og umfram allt læsilegar. Það er
ekki fráleitt að hugsa sér að þær
muni hafa áhrif á smásagnagerð
næstu árin.
skammdegi
Ljós í
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Ingimar Erlendur Sigurðsson:
UÓSAHÖLD OG MYRKRA-
VÖLD.
101 bls.
Víkurútgáfan, Reykjavík, 1985.
Krókótt leið liggur frá fyrstu
bókum Ingimars Erlends Sig-
urðssonar til þessarar. Nokkrar
síðustu bækur hans hafa hins
vegar fylgt samfelldum þræði. í
seinni tíð hafa trúarefni orðið æ
fyrirferðarmeiri í ljóðum hans.
Ingimar Erlendur notar ljóð-
stafi og rím til áhersluauka líkt
og Gunnar Dal. Fljótt á litið
sýnist fleira sameiginlegt með
ljóðlist þeirra. Þegar betur er
skoðað kemur þó á daginn að
fleira skilur að. Grunntónninn
er ólíkur.
Það er annað að yrkja um
trúarefni nú — eftir kristni, eins
og sumir kalla það — heldur en
á þeim tímum er trúin var
undirstaða þekkingarinnar og
málefni sem auðvelt var að skír-
skota til án frekari útlistana.
Eitt hygg ég þó að Ingimar
Erlendur eigi sameiginlegt með
ýmsum trúarskáldum fyrri
tíma: hann er á svipaðan hátt
og í sama skilningi ádeiluhöf-
undur. Ljóð hans fela í sér
heimsádeilu. Einmanaleikinn,
hræsnisfull mótsögnin í kenn-
ingu og breytni, mannlegt um-
komuleysi mitt í allsnægtunum
— allt er þetta reifað í ljóðum
Ingimars Erlends. Hins vegar
er svo Guð, raunverulegur fyrir
þá sem á hann trúa, en alltént
ímynd hins fullkomna og óskeik-
ula. Kaldhæðni gætir víða í ljóð-
um Ingimars Erlends. Hvað er
sá heimur sem blasir við skáld-
inu og hvers virði er hann?
Hvers vegna getur lífið verið
svona innantómt? Hvaða ljós
sér sá sem í myrkri gengur ef
hann kemur ekki auga á neitt
æðra lífsgildi? Ef til vill svarar
skáldið þessu opinskáast í ljóði
sem hann nefnir Guðleysi:
Guðleysi:
Annaðhvort einmana,
einsogsteinn
ogfár þig skilur
ellegar mölbrotinn,
meiraeinn
og mergð þig hylur.
I þessu sambandi má minna
á heiti bókarinnar — Ljósahöld
og myrkravöld. Ljósahald merk-
ir sama og kertastjaki í eldra
máli. Nú er það haft um athöfn
Ingimar Erlendur Sigurðsson
þá að halda á ljósi, bera ljós.
Og trúarlega skírskotun orðsins
ljós þarf tæplega að útskýra.
Enn síður þarf að minna á að
sérhver mynd er gerð af ljósi
og skuggum. Og sú er einmitt
aðferð Ingimars Erlends: að
sýna dökku drættina með því
að bera þá við alhvítan og flekk-
lausan bakgrunn trúarinnar.
Loki maður augunum fyrir ljósi
því sem að ofan skín hefur það
í fyrsta lagi þau áhrif að hann
sér ekkert nema skuggann —
myrkrið. Og það hittir engan
fyrir nema sjálfan hann. Stund-
um köllum við þetta öðrum
nöfnum: andstreymi, mótlæti,
og þar fram eftir götunum.
Ingimar Erlendur bregður þessu
fyrir sjónir með mjög svo út-
hugsaðri og gagnorðri dæmi-
sögu. Ljóðið nefnir hann Mótlæt-
ið:
Himingrýtumvér
grjóti
oggrjótiðtiljarðar
fellur;
meður þvílíku
móti
oss mótlætið yfir
skellur.
Erfitt er orðið að nota »vér«
og »oss« í ljóði svo að það fái
ekki á sig einhvers konar úreld-
ingarsvip. Hjá Ingimar Erlendi
verður þetta eins og gamalt vín
á nýjum belgjum. Orðin rísa upp
endurnýjuð vegna þess að þau
standa allt í einu í nýstárlegu
samhengi. Hugtækust þykir mér
ljóðlist Ingimars Erlends fyrir
þá sök að hún er í senn bylting-
arkennd og íhaldssöm. Tökum
sem dæmi ljóðið Eyðimörkin, ör-
stutt en beinskeytt. Skáld eitt
líkti sál fagurrar konu við eyði-
mörk. Stórborgum er stundum
líkt við eyðimörk, og þá fremur
í óbeinum skilningi en eiginleg-
um þó hvort tveggja geti átt
við. Eyðimörkin er líflaus stað-
ur. Og í trúnni hefur eyðimörkin
líka sitt táknræna gildi. Það
væri bágur skáldskapur að telja
það upp og láta þar við sitja.
Ingimar Erlendur gerir það ekki
heldur. Hann dregur þetta
saman í einn púnkt, einn kjarna,
eina niðurstöðu:
Þótt hvergi sé
stingandi strá,
þá stöðugt mig
grasverkir þjá.
í þessu ljóði sem mörgum
öðrum er það nýsköpun hugtak-
anna sem gerir bestu ljóð Ingi-
mars Erlends sterk og áhrifarík.
Af auglýsingatækni nútímans
hefur hann lært að nota fá orð
og raða þeim svo að í minni
festist. Og þversagnir ýmsar,
sem einnig eru sérgrein hans,
skilst mér að eigi að hafa upp-
hrópanagildi, maður á að nema
staðar við þær, svipast um, átta
sig, kannski hrökkva dálítið við.
Hitt er svo annað mál að
þessar aðferðir gagnast skáld-
inu ekki alltaf jafn vel. Stundum
lætur skáldið tilganginn helga
meðalið og raðar orðum í trássi
við lögmál mælts máls. Því
fremur lætur hann formið liggja
milli hluta en að slá af merkingu
né áherslu. En kannski er ég nú
farinn að blanda saman bókum
því þetta lýtir ekki svo mjög
ljóðin í Ljósahöld og myrkravöld
sem er að mínum dómi skáldsins
besta bók hingað til.
Sem dæmi um áhrifamikinn
skáldskap í bók þessari nefni ég
ljóðið Fjallið eina (Of langt til
að taka hér upp). Þar nýtur sín
allt í senn: hugkvæmni skálds-
ins, nákvæmni í orðavali, og í
þriðja lagi fundvísi á nýstárleg-
ar andstæður. Og með þeim
orðum má raunar lýsa öllum
bestu ljóðum Ingimars Erlends
Sigurðssonar.
Crymogæa á íslensku
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Arngrímur Jónsson: CRYMOGÆA.
304 bls. Sögufélag. Reykjavík, 1985.
Þýðing og útgáfa Crymogæu er
talsverður viðburður. Þetta höfuð-
rit Arngríms lærða er eitt af stór-
verkum íslenskra bókmennta. Nú
gerast þeir æ færri sem lesið geta
latínu sér að gagni. Því tjóaði ekki
annað en gefa þetta út í þýðingu.
íslenskur texti Jakobs Benedikts-
sonar er með ágætum, einnig inn-
gangur hans, langur og ítarlegur.
Þar er meðal annars upplýst að
Arngrímur lærði hafi verið vel
kunnugur samtíma sagnfræði.
Hann samdi því rit sitt í anda síns
tíma og miðaði það við óskir og
viðhorf lærðra manna í Evrópu.
Því útlendingum var Crymogæa
fyrst og fremst ætluð. Jakob Bene-
diktsson telur að hún hafi haft
veruleg áhrif, einkum til kynning-
ar á íslenskum fornbókmenntum.
Þarna hafi lærðir menn erlendis
komist á snoðir um að hér væru
til merkar fornbókmenntir sem
vörpuðu ljósi á sögu annarra Norð-
urlanda.
En Crymogæa hafði líka áhrif
hér heima. Hún átti þátt í að móta
skilning þann sem íslendingar
lögðu sjálfir í fornmenning sína
næstu aldirnar.
Svo hefur oft verið talið að
Arngrímur lærði hafi hafið ritun
bóka til að svara níðritum erlendis
um ísland. Vafalaust er nokkuð til
í því. Þess háttar rit voru samin
og prentuð um hans daga og virð-
ast hafa náð verulegri útbreiðslu.
Erfitt er að giska á það nú af hvaða
hvötum menn tóku sér fyrir hend-
ur að semja þess háttar rit. Hafi
höfundarnir átt sér einhverjar
málsbætur má minna á að þekking
manna náði þá skammt og fræði-
greinar — landafræði jafnt sem
náttúrufræði, og raunar einnig
saga — voru í meira lagi hindur-
vitnum blandaðar. í mörgum
dæmum var ógerlegt fyrir lærða
menn að skilja furðusögur frá
heimildum sem byggðar voru á
óyggjandi reynslu. Því fjarlægara
sem efni var, því erfiðara var að
skoða það. Þess vegna var ekki að
furða þó menn á meginlandi Evr-
ópu gerðu sér fjarstæðar hug-
myndir um eyju lengst í norður-
höfum sem þeir höfðu varla meira
en svo heyrt nefnda. »Níðritin«
hafa því tæpast verið samin af
illum vilja eða óvild í garð íslend-
inga sem enginn átti sökótt við,
heldur af trúgirni og fáfræði. Og
kannski líka dálitlum strákskap.
En Arngrími lærða sveið þessi
vitleysa. Og reiði hans var skiljan-
leg. Hvernig gat hann talið sig
jafningja lærðra manna í öðrum
löndum ef hann var kominn út af
slíkri óþjóð sem höfundar níð-
ritanna vildu vera láta? Ef íslend-
ingar vildu vera þjóð meðal þjóða
— var þá ekki frumskilyrði að
leiðrétta slíkar rangfærslur og
færa öðrum þjóðum heim sanninn
um að í landi þessu byggi kristin,
konungholl og uplýst þjóð sem þar
að auki styddist við stórmerkan
fornan bókmenntaarf og talaði
Arngrímur Jónsson lærði
tungu sem að nokkru mætti jafna
til klassískra mála?
Það var ekki aðeins að Arngrím-
ur lærði væri metnaðargjarn rit-
höfundur; hann vildi líka deila
metnaði sínum með þjóðinni allri,
lyfta landinu upp úr niðurlæging
þeirri sem það var að sökkva í.
Og víst var hann í sumum greinum
á undan sinni samtíð. Ekki er alveg
út í hött, svo dæmi sé tekið, að
telja hann upphafsmann íslenskr-
ar hreintungustefnu. í Crymogæu
er kafli um tungu þjóðarinnar.
Hann hefst á þessum orðum:
»Augljóst er að tunga íslendinga
er norsk, það er að segja hin forna
og óspillta norska, sem komin er
af fornri gotnesku, en hreina tala
hana nú Islendingar einir, og því
köllum vér hana íslensku.«
Vafalaust hefur Arngrímur
lærði borið í brjósti sömu þrá og
margir aðrir aldirnar í gegnum:
að ísland yrði eins og önnur þjóð-
lönd, hér risu borgir, siglt væri
landa á milli á eigin skipum og
þjóðin mætti sjálf fara með stjórn
sinna mála. Ékkert slíkt var á
valdi hans. Hann gat aðeins skrif-
að. Og það gerði hann.
Ekíci vil ég láta hjá líða að geta
þess að útgáfa þessi er í alla staði
hin prýðilegasta og gildir það jafnt
um efnislegan frágang og ytra út-
lit. Letur er t.d. sérlega skýrt og
fallegt og myndprentun sömuleið-
is.
Helgi Þorláksson sagnfræðingur
hafði aðalumsjón með útgáfunni,
og fleira gott fólk kom þar við
sögu. Þökk sé því öllu.