Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
23
Við hvequ bjuggust menn?
eftir Harald
Blöndal
Það hafa orðið talsverðar um-
ræður um niðurstöður prófkjörs
sjálfstæðismanna í Reykjavík og
þá einkanlega um það, sem kallað
er „slakur árangur kvenna". Með
því að ég held, að umræðurnar
byggist á misskilningi, vil ég gera
nokkrar athugasemdir um próf-
kjörið og niðurstöður þess.
1. Vegna fækkunar borgarfull-
trúa komu færri sæti til skiptanna
en áður. Miðað við venjulegan
meirihluta sjálfstæðismanna í
borgarstjórn má gera ráð fyrir,
að flokkurinn fái 8 til 9 sæti í
borgarstjórnarkosningunum. I
síðustu kosningum fékk flokkurinn
12 borgarfulltrúa. Af þessum tólf
borgarfulltrúum voru fjórir ekki í
framboði í þetta sinn: Markús Örn
Antonsson, Albert Guðmundsson,
Ingibjörg Rafnar og Ragnar Júl-
íusson. Eina leiðin fyrir „nýjan
mann“ var að stjaka til hliðar
„gömlum manni“.
2. Ekki hafði komið fram meðal
sjálfstæðismanna nein gagnrýni á
störf þeirra borgarfulltrúa, sem
gáfu áfram kost á sér. A.m.k. sá
hennar hvergi stað í blöðum, og
mér vitanlega var ekki rekinn
skipulegur áróður gegn neinum af
aðalfulltrúunum. Flokksmenn
höfðu því enga ástæðu til að ætla
annað en að samstaða væri um
endurkjör þessara aðalfulltrúa.
Vitanlega eru menn mishrifnir af
flokksbræðrum sínum, en slíkt á
við um alla.
3. Óvenjumikið var um framboð
kvenna í prófkjörinu. Margar
þeirra voru hins vegar lítt þekktar
meðal flokksmanna, bæði vegna
þess að þær höfðu ekki gegnt trún-
aðarstörfum innan flokksins nema
í skamman tíma eða vegna hins,
að þetta voru í raun þeirra fyrstu
alvarlegu afskipti af flokksstarf-
inu. Þátttaka þeirra skiptir flokk-
inn hins vegar miklu þegar litið
er til framtíðarinnar.
4. í 15 efstu sætin voru einungis
þrjú kjörin sem ekki höfðu áður
átt sæti í borgarstjórn eða verið
varamenn. Sýnir það að flokks-
menn eru almennt ánægðir með
störf þeirra, sem skipuðu borgar-
stjórnarflokkinn það kjörtímabil,-
sem nú er að enda.
Fyrirlestur
um Karen
Blixen
DANSKI sendikennarinn Lisa
Schmalensee heldur fyrirlestur í
Norræna húsinu í kvöld, miðviku-
dag, kl. 20.30 sem hún nefnir „Kar-
en Blixen og det dæmoniske“ og
verður fyrirlesturinn fluttur á
dönsku.
Karen Blixen er, ásamt H.C.
Andersen, frægasti rithöfundur
Dana og er hún líklega þekktust
fyrir minningabókina „Den afrik-
anske farrn", þar sem hún lýsir lífi
sínu meðan hún bjó í Afríku. Sú
bók hefur nú verið kvikmynduð.
Meðal annarra þekktra verka
hennar má nefna „Syv fantastiske
fortællinger", „Vintereventyr",
„Gengældelsens veje“ og „Sidste
fortællinger".
Karen Blixen hefði orðið 100 ára
í ár og hefur þess verið minnst víða,
m.a. sýndi íslenska sjónvarpið fyrir
skemmstu mynd, sem gerð var af
þessu tilefni. í fyrirlestri sínum
gengur Lisa Schmalensee út frá
þeim goðsögnum, sem Karen Blixen
skapaði í sögum sínum og þeim
goðsögnum, sem hún skapaði með
persónuleika sínum í tengslum við
fólk.
Aðgangur að fyrirlestrinum er
ókeypis og öilum heimill.
5. Tveir nýir menn voru kjörnir
í átta fyrstu sætin.
Árni Sigfússon var kjörinn í 7.
sæti. Hann hafði einhuga stuðning
Heimdallar, og var þess utan mjög
þekktur í flokksstarfi, þar sem
hann var eitt sinn formaður
Heimdallar og síðar framkvæmda-
stjóri fulltrúaráðsins. Það er of
langt mál að telja upp alla þá
formenn Heimdallar, sem hafa
setið í borgarstjórn, sömuleiðis
hefur það verið vænlegt til fylgis
að hafa verið framkvæmdastjóri
fulltrúaráðsins. Kosning Árna er
í samræmi við samsvarandi fram-
boð fyrirrennara hans.
Júlíus Hafstein var kjörinn í 8.
sæti. Hann var áður varaborgar-
fulltrúi og hefur látið mikið að sér
kveða, einkanlega innan íþrótta-
hreyfingarinnar. Þeir sem þar
hafa gegnt trúnaðarstörfum hafa
oftar en ekki náð miklum trúnaði
meðal sjálfstæðismanna, og nægir
að benda á Gísla Halldórsson,
Svein Björnsson og Albert Guð-
mundsson af fyrri borgarfulltrú-
um. Kosning Júlíusar er því í
Haraldur Blöndal
samræmi við samsvarandi fram-
boð fyrirrennara hans.
6. Bæði Júlíus og Árni voru mjög
sterkir frambjóðendur, og það er
barnaskapur að halda því fram,
að nokkurt kvennaframboðið hafi
„Af því sem ég hef hér
rakið, er ljóst að konur
fengu hvorki betri eða
verri útkomu úr þessu
prófkjöri en við mátti
búast. Endurnýjun í 15
efstu sætin er lítil, að-
eins þrír nýir frambjóð-
endur, en þar af tvær
konur.“
verið öflugra. Þeir fá meira fylgi
en tveir borgarfulltrúar, Sigurjón
Fjeldsted og Hulda Valtýsdóttir.
Hafi konur ætlað sér að koma
kynsystrum sínum að, urðu þær
að fella frá aðalsætum einhvera
til viðbótar Sigurjóni.
7. Það má vitanlega halda því
fram, að fleiri konur hefðu átt að
vera í aðalsætum. En þegar af
þeirri ástæðu, að öll sæti „voru
frátekin", var erfitt um vik. Fjölg-
un kvenna í næstu sæti á eftir
aðalsætum er hins vegar vísbend-
ing um, að konur komi ekki síður
til álita um framboðssæti en karl-
menn, þegar borgarstjórnarlistinn
verður stokkaður upp. Slík upp-
stökkun á framboðslistanum verð-
ur hins vegar ekki gerð nema því
aðeins að þeir sem fyrir eru, hætti
af fúsum og frjálsum vilja eða
verði felldir frá sætum sínum. Mér
vitanlega hefur það aldrei komið
fyrir, að fleiri en einn eða tveir
hafi fallið úr aðalsæti í prófkjöri.
Af því sem ég hef hér rakið, er
ljóst, að konur fengu hvorki betri
eða verri útkomu úr þessu próf-
kjöri en við mátti búast. Endurnýj-
un í 15 efstu sætin er lítil, aðeins
þrír nýir frambjóðendur, en j>ar
af tvær konur. Þau, sem telja að
prófkjörið hafi ekki breytt listan-
um nægjanlega, eru of seint á
ferðinni. Það fólk hefði átt að ræða
við borgarfulltrúa sína og fá þá
til þess að draga sig í hlé eða skera
upp herör gegn þeim, sem því
neituðu. Og menn skulu muna, að
þau sem kjörin voru í fyrstu sjö
sætin fengu yfir 50% atkvæða en
8. maður rúmlega 49%. Úrslitin
voru því skýr.
Höíundur er hæstaréttarlögmaður.
Æ, þetta er sárt!
eftir Hans Petersen
og Ilon Wiklund
Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi.
Spennandi saga og kennslubók í skyndihjálp,
?efin út í samráði við Rauða krossinn á
slandi.
Tvíburarnir Pétur og Petra eru hjá afa og
ömmu í sumri og sól í sænska skerjagarðin-
um og lenda í ýmsum ævintýrum - og
óhöppum. En amma kann ráð við öllu . . .
Spennandi og fróðleg bók fyrir börn,
4-10 ára.
Kaspían
konungsson
eftir C.S. Lewis
Kristín R. Thorlacius þýddi.
Borgarastyrjöld geisar í töfralandinu Narníu
milli valdaræningjans Mírasar og dverganna
og dýranna. Pétur, Súsanna, Játvarður og
Lúsi'a eru kölluð þangað, til þess að koma
lagi á hlutina.
Kaspían konungsson er ein hinna heims-
frægu ævintýrabóka C.S. Lewis. Spennandi
lestur ungum sem öldnum.
í Portúgal
dálítil ferðasaga
eftir Svein Einarsson
með myndum eftir Baltasar
Gabríella er sex ára og fer með foreldrum
sínutn í ferðalag til Portúgal. Hún er lífleg
stelpa og sér hlutina með sínum augum og
hefur á þeim ákveðnar skoðanir.
Skemmtileg bók um skemmtilega stelpu í
skemmtilegu ferðalagi.
Ferjuþulur
Rím við bláa strönd
eftir Valgarð Egilsson.
Myndskreyting eftir
Guðmund Thoroddsen
Valgarð Egilsson vekur hér upp
þuluna og segir frá ferð með
Akraborginni frá Reykjavík til
Akraness og því sem hann sér á
leiðinni utan borðs og innan.
Listilega gerðar og kátlegar
þulurnar njóta sín vel með fögrum
myndskreytingum ungs lista-
manns, Guðmundar Thoroddsen.
Þulan er óháð aldri lesandans og
tíma. Ferjuþulur eru góð
skemmtun, jafnt ungum sem
öldnum
BOK
ALMENNA BÓKAFÉI.AOID, AUSTURSTRy^TI 18. SlMI 25544