Morgunblaðið - 11.12.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.12.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1986 AP/Símamynd Rosa Echeveri, 75 ára gömul, fær sér kaffisopa eftir ad hafa verið bjargað úr rústum bæjarins Armero, sem aurflóð úr fjallinu Nevado del Ruiz kaffærði, þegar eldgos braust út í fjallinu fyrir 24 dögum. Aurflóðið í Armero: Öldruð kona fínnst á lffí eftir 24 daga Bógóu, Kólumbíu, 10. desember. AP. SJÖTÍU og fimm ára gamalli konu var bjargað um helgina úr húsi sínu, eftir að hafa verið þar innilokuð í 24 daga, en hús hennar varð undir aurflóðinu, sem eldgos í eldfjallinu Nevado del Ruiz kom af stað. Rúmlega 23 þúsund manns létu lífið er aurflóð hreif bæinn Armero með sér. Konan er síðasti einstaklingur- inn sem finnst á lífi í bænum, en björgunarmenn hafa unnið að því að hreinsa til í bænum allt fram á þennan dag. Konan var sögð í góðu líkamlegu ásigkomulagi og hafði að sögn björgunarmanna mestar áhyggjur af því að kistli með persónulegum eigum hennar yrði bjargað, þar sem voru föt hennar, gamlar myndir og skil- ríki. Konan gat lifað svo lengi í húsi sínu vegna þess að þar voru nægar matarbirgðir, sem þó voru á þrotum er björgunarmenn fundu hana. Það sem vakti athygli þeirra og varð til þess að þeir fundu hana, var reykur frá eldi sem hún sauð mat sinn við. Filippseyjar: Marcos tilkynnir vara- forsetaefni sitt á morgun Mnnila, 10. desember. AP. ÞÚSUNDIR vinstrimanna gengu fylktu liði gegnum þrjár borgir á Filippseyjum og hrópuðu vígorð gegn stjórninni sem þeir ásaka fyrir mannréttindabrot og brenn- andi brúður af forsetum Filippseyja og Bandaríkjanna. Mótmælin áttu sér stað í höfuðborginni Manila og í borgunum Bacolod og Legapsi. Búist er við að Marcos forseti tilkynni varaforsetaefni sitt á morgun, miðvikudag, er flokkur hans lýsir formlega yfir framboði hans til forsetaembættisins. í Holland: Nálarstungu- aðferðin við eiturlyfjafíkn ^ llaag, Hollandi, 10. desember. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að beita nál- arstunguaðferðinni við eiturlyfja- sjúklinga háða heróíni í fangelsinu í Rotterdam, að sögn hollenska dómsmálaráðuneytisins, til þess að reyna að lækna þá af löngun þeirra eftir eitrinu. Tilraunin, sem er hin fyrsta sinnar tegundar í Hollandi, verður gerð á 90 sjálfboðaliðum. Þátttakendum verður gefið lyfið methadöne, sem iðulega er notað við meðferð heróínsjúklinga. Hópnum verður síðan skipt til helminga og verður nálastunguað- ferðinni beitt við annan helming- inn daglega í tvær vikur til að slá á löngun þeirra eftir eitrinu. Síðan verða þátttakendur í báðum hóp- unum spurðir um líðan sína, bæði andlega og líkamlega, til þess að reyna að ákvarða áhrif nálar- stunguaðferðarinnar. tilkynningu frá forsetahöllinni segir að Marcos muni hitta helstu frammámenn flokksins í dag til þess að ræða við þá mögulegu frambjóðendur, sem sagðir eru sjö talsins. Fyrrverandi utanrík- isráðherra landsins, Arturo Tol- entino, sem Marcos rak fyrr á árinu fyrir að gagnrýna ýmislegt í stjórnarstefnunni, er sagður líklegur. Aðrir sem nefndir eru, er forsætisráðherrann, Cesar Virata, verkalýðsmálaráðherr- ann, Blas Ople, aðstoðarforsætis- ráðherrann, Jose Rono, fyrrver- andi forseti Hæstaréttar, Felix Makasiar og kaupsýslumaðurinn Eduardo Cojuango. Uppreisnarmenn hafa drepið einn af þeim 14 gíslum, sem eru í haldi hjá þeim og hafa hótað að drepa einn gísl á þriggja daga fresti, ef ekki er komið til móts við kröfur þeirra um lausnargjald og að hernaðaraðgerðir gegn þeim verði minnkaðar. Snjóþekja aldrei meiri Wa.shington, 10. desember. AP. ALDREI HEFUR fallið jafn mikill snjór í nóvembermánuði í Norður- Ameríku, Evrópu og Asíu eins og á þessu ári, að sögn bandarísku veð- urfræðistofnunarinnar. Að sögn veðurstofunnar (NOAA) hefur snjóþekja aldrei verið jafnmikil á norðurhveli jarð- ar. Snjór þakti í nóvember 15,6 milljónir ferkílómetra í Norður- Ameríku, miðað við 13,2 milljónir kílómetra í nóvember 1973, sem var eldra metið. Þá var reiknað út frá gervihnattamyndum að snjór þakti 23,9 milljónir ferkílómetra lands í Evrópu og Asíu í nóvember, miðað við 20,2 milljónir ferkíló- metra í nóvember 1973. Snjóþekja hefur verið mæld úr gervihnöttum frá 1966. Að sögn NOAA þurfa þessar tölur ekki að benda til þess að veturinn í vetur verði snjómeiri og harðari en í venjulegu árferði. Snjóþekja var hins vegar meiri í vesturhluta Bandaríkjanna og sléttunum miklu en venjulega og sömu sögu er að segja um vestur- hluta Sovétríkjanna, Mongólíu og norðausturhéruð Kína. Veður Akurayri +6 úrkoma Amtterdam 3 6 tkýjaó Aþena 10 18 skýjaó Barcelona 11 léttskýjaó Berlín 0 5 tkýjaó BrUtsel 0 8 tkýjað Chicago 4« 0 rigning Dublín 1 9 rigning Feneyjar 9 þoka Frankturt s 9 skýjaó Genf 2 8 tkýjað Heltinki +7 +2 tkýjað Hong Kong 19 19 skýjaó Jerúsalem 10 22 skýjaó Kaupmannah. 0 3 skýjaó Las Palmat a' vantar Listabon 13 skýjað London 2 8 skýjaó Los Angeles 7 18 heiótkirt Lúxemborg 4 skýjaó Malaga 15 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjaó Miami 24 25 heióskirt Montreal +4 +3 skýjaó Moskva +13 +9 skýjað NewYork 4 8 tkýjaó Osló +17 +15 heióskírt Paris 2 9 skýjaó Peking +12 +4 heióskirt Reykjavik 2 léttskýjaó Ríó de Janeiro 19 33 heióskírt Rómaborg 6 15 •éýjaó Stokkhólmur +16 +9 skýjaó Sydney 19 25 rigning Tókýó 2 8 heiósklrt Vínarborg 3 5 skýjaó Þórshöfn 4 altkýjaó Flóttamannastofnun SÞ: Svisslend- ingur útnefnd- ur aöalfram- kvæmdastjóri Sameinudu þjóiunum, 10. desember. AP. Svisslendingurinn Jean-Pierre Hocke, framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins, hefur verið út- nefndur aðalframkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, að því er heimildarmenn innan stofnunarinnar sögðu í gær. Þeir sögðu, að aðalfram- kvæmdastjóri S.þ., Javier Perez de Cuellar, mundi tilkynna útnefn- ingu Hockes í dag, þriðjudag. Kjörtímabil núverandi aðal- framkvæmdastjóra Flóttamanna- stofnunarinnar, Paul Hartlings, Jvíax rEíirlicfi 'Enduiýœðingin ‘Endurfcéoingin 4fr- * 'M - .í * Pétur Proud, aðstoðar- prófessor við Suður-Kali- forníuháskóla, dreymir sömu drauma nótt eftir nótt. Draumarnir eru úr hversdagslífi fólks sem hann kannast ekki við. Einn þessara drauma er þó martröð: Pétur dreymir að hann sé myrtur. Sagan greinir frá viðleitni Péturs til að losna við þessa drauma, skilja hvernig á þeím stendur og loks leit hans að sögusviði draumanna og fólkinu sem þar kemur fram. Skáldsagan Endurfæðingin er dulræn spennusaga þar sem sérstætt efni er gert aðgengilegt með góðri frásagnar- tækni. Sagan kallar á sterka innlifun lesanda í æsilegt efni og er spennandi frá upphafi ti I enda. Þessi bók er jafnt fyrir áhugafólk um dulræn efni og þá sem vilja spennu. Sagan hefur verið kvikmynduð. Bókin er 279 bls. Þýðandi er Þorsteinn Antonsson. ÍSAFOLD Guðmundur Daníelsson TÓLFTÓNA^//nn Tólftónafuglinn snýst um atburði í sjávarþorpinu Skerveri. Eins og mörg önnur þorp á Skerver sér glæsilega fortíð en óvissa framtíð. Þaðan eru margir helstu framámenn þjóðar- innar, jafnt athafnamenn sem listamenn, allirlöngu burtfluttir en Skerverjar engu að síður. Heima í Skerveri undir- búa menn hátíðarhöld í til- efni af aldarafmæli barna- skóla þorpsins. Mikils er vænst af hinum miklu sonum Skervers, og það kemur líka á daginn: í afmælishófi eru gefin hástemmd loforð um uppbyggingu þorpsins með hafskipabryggju og tilheyr- andi. Þegar afmælisvíman rennur af mönnum er efnd- anna beðið. Löngu síðar rís Tólftónafuglinn, minnisvarði um einn af sonunum. Bókin er gefin út á 75 ára afmæli og 50 ára rithöfundar- afmæli Guðmundar Daníelssonar. Bókin er 182 bls. ÍSAFOLD Jean-Pierre Hocke rennur út 31. desember nk. Utnefn- ing eftirmanns hans verður borin undir Allsherjarþingið. Fjórir aðrir frambjóðendur sótt- ust eftir þessu embætti: Anders Thunborg, fyrrum varnarmálaráð- herra Svía, Boutros Ghali, fyrrum utanríkisráðherra Egypta, Max van der Stoel, fyrrum utanríkis- ráðherra Hollendinga og núver- andi sendiherra lands síns hjá S.þ., og Tom Vrálsen, sendiherra Norð- manna hjá S.þ. Régine Deforges Stúlkan á bláa hjólinu Árið er 1939. Lea Delmas er sautján ára heimasæta á óðalsjörðinni Montillac í hjarta vínræktarhéraðs í nágrenni Bordeaux. Húner fallég, lífsglöðogáhyggju- laus og vefur karlmönnun- um um fingur sér. Hún hefur þegar ákveðið hvern hún vill. í undirbúningi er mikill dansleikur... Stríðið skellur á og fyrr en varir kasta örlögin Leu út í hringiðu þess. Hún lendir í straumi flóttamanna undir stöðugu kúlnaregni og kemst í návígi við dauðann og hernám Þjóðverja. Brátt verður hún þekkt sem Stúlkan á bláa hjólinu, mikilvægur sendiboði á milli hins hernumda og hins frjálsa hluta Frakklands. Hættur, ábyrgð og sorgir jaroska þessa villtu og lífsglöðu stúlku en temja hana ekki... Régine Deforges mun koma og kynna bók sína og árita í bókaverslunum í vikulokin. Bókin er 360 bls. Þýðandi er séra Dalla Þórðardóttir. fiSAFOLD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.