Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 32

Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 33 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Páll Pétursson hopar Tillaga Páls Péturssonar, formanns þingflokks fram- sóknar, um að Islendingar greiði atkvæði með frystingu kjarn- orkuvopna á þingi Sameinuðu þjóðanna náði ekki fram að ganga í þingflokknum. Páll Pét- ursson gerði þessi tillögu eftir að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, krafðist skýrra svara af Framsóknar- flokknum um það, hvort hann styddi stefnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli eða ekki. Utanríkis- ráðherra og forsætisráðherra lýstu því yfir á Alþingi síðastlið- inn fimmtudag, að ísland myndi sitja hjá við atkvæðagreiðslu um þetta mál á allsherjarþing- inu eins og gert hefur verið undanfarin ár. Páll Pétursson tók á hinn bóginn undir sjónar- mið stjórnarandstæðinga og vildi, að íslendingar skiptu um skoðun, af því að Norðmenn hefðu gert það. Formaður þingflokks fram- sóknar hefur ekki aðeins í þessu máli heldur mörgum öðrum valið þann kost undanfarið a& taka fremur undir með stjórnar- andstæðingum en þeim, sem tala máli ríkisstjórnarinnar. Þessi árátta oddvita Framsókn- arflokksins í þingsölunum hefur stuðlað að því, að upplausnar- svipur einkennir stjórnarsam- starfið. NT, málgagn Framsókn- arflokksins, segir í forystugrein í gær, að því sé „varlega trúað að ástæða þessa upphlaups sjálfstæðismanna sé framkoma Páls Péturssonar." Morgunblað- ið er ósammála þessari skoðun NT. Af hálfu sjálfstæðismanna var tekið þannig á upphlaupi Páls Péturssonar vegna tillög- unnar um frystingu kjarnorku- vopna, að það var í hendi þing- flokksformannsins að standa við stóru orðin og fella þar með ríkisstjórnina á þessu máli. Páll Pétursson valdi þann kost að hopa. Krafa hans um breytta afstöðu íslendinga á þingi Sameinuðu þjóðanna náði ekki fram að ganga í þingflokkn- um, sem hann stjórnar að nafn- inu til að minnsta kosti. Páll lenti í minnihluta með sjónar- mið, sem gat ráðið úrslitum um stjórnarsamstarfið. Hann hélt ekki fast við sitt heldur gaf eftir og gerðist sjálfur fyrsti flutn- ingsmaður tillögu, sem er í raun hvorki fugl né fiskur. í henni felst, að íslendingar hafi frum- kvæði að sameiginlegri stefnu- mótun Norðurlandanna í því skyni, að þau flytji tillögu á þingi Sameinuðu þjóðanna um frystingu á framleiðslu kjarn- orkuvopna. Upphlaupið sem var á Alþingi síðastliðinn fimmtu- dag út af afstöðu ríkisstjórnar íslands til tillögu Mexíkó o.fl. er að engu orðið. Það hefur gufað upp í höndum Páls Péturs- sonar og stjórnarandstæðinga. Þannig fer um mörg fleiri mál, sem vinstrisinnar taka upp á sína arma. í raun bendir margt til þess, að oft fylgi hugur alls ekki máli, þegar þeir láta sem hæst. Markmiðið sé ekki að vinna málefnum fylgi heldur slá keilur á kostnað pólitískra andstæðinga. Mörg mál verða beinlínis afkáraleg, þegar þau hafa hlotið vinstrisinnaða aug- lýsingameðferð á Alþingi. Kjarnorkumálin eru að fá á sig þennan stimpil fyrir tilstuðlan manna eins og Páls Péturssonar. BJ orðið að flokki Sú hugmyndafræði bjó að baki, þegar Bandalag jafn- aðarmanna (BJ) var stofnað, að það mætti ekki þróast yfir í flokk með hefðbundnu skipu- lagi. Undanfarnar vikur og mánuði hafa mikil átök orðið innan BJ. Öflugir forvígismenn hafa hætt þátttöku í starfi Bandalagsins og sundrung sett svip á það. A landsfundi BJ um síðustu helgi urðu þáttaskil í störfum þess. Bandalagiö hefur fengið á sig flokksmynd með sérstökum formanni, Guðmundi Einars- syni, alþingismanni, og þing- flokksformanni Stefáni Bene- diktssyni. Auk þeirra bera aðrir formanns- og varaformannstign í flokknum. Nú verður ekki leng- ur deilt um það, að BJ er skipu- lagsbundinn stjórnmálaflokkur. Það á hins vegar ekki samleið með „fjórflokkunum", segir hinn nýkjörni flokksformaður. Sé þessi fullyrðing skoðuð má segja, að hún hafi jafn mikið gildi og það, þegar menn lýsa því yfir, að þeir eigi ekki samleið með öðrum, af því að mannkyns- sagan geymi svo mikið af spill- ingu og ófögnuði. Stefna BJ sker sig úr fyrir þá sök einna helst, sé litið á almenn málefni, að Bandalagiö vill stíga afgerandi skref til frjálsræðis til dæmis í gjaldeyrismálum. Kröfur af þessu tagi njóta skilnings um land allt og meðal stuðnings- manna allra flokka. Bandalag jafnaðarmanna verður á hinn bóginn marklaust, þegar til þess er litið, að öll atriði í stefnu þess verða að víkja fyrir skilyrðinu um afnám þingræðis. Ætla mætti að þetta skilyrði væri áréttað jafn sterk- lega og gert er í þeim tilgangi einum að fá átyllu til að vera „stikkfrí". Stjórnmálaflokkar ávinna sér ekki traust með þeim hætti. Áhættuþættir kransæðasjúk- dóms — átak Hjartaverndar — eftir Þórð Harðarson I. Á tuttugu ára ferli hefur starf- semi rannsóknarstöðvar Hjarta- verndar einkum beinst að krans- æðasjúkdómi og áhættuþáttum hans. Sjötíu þúsund íslendingar hafa verið kvaddir í rannsóknar- skyni til stöðvarinnar að Lágmúla 9 og menn síðan fengið vitneskju um niðurstöðurnar, sem einnig eru sendar viðkomandi heimilislækn- um. í skýrslum Hjartaverndar er að finna ítarlegar lýsingar á sjúk- dómseinkennum og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms, einnig úttekt á hugsanlegum orsakaþátt- um, svo sem háþrýstingi, reyking- um og miklu kólesteróli í blóði. Þessar niðurstöður hafa verið birt- ar og kynntar víða um heim og hvarvetna vakið verðskuldaða athygli. Rannsóknarstöðin hefur einnig tekið til skoðunar fjölda fólks, sem þangað er vísað af heimilislæknum eða öðrum læknum. Á þennan hátt hafa fundist þúsundir íslendinga, sem hafa háan blóðþrýsting, syk- ursýki, mikið kólesteról í blóði o.fl., án þess að hafa vitneskju um það. Þess má vænta að flestir hafi síðan hlotið viðeigandi meðferð hjá læknum sínum. Þannig hefur rannsóknarstöð Hjartaverndar fyrir löngu sannað tilverurétt sinn. Hingað til hefur rannsóknar- stöðin ekki beitt sér fyrir meðferð sjúklinga. Hér kann þó að verða breyting á. Nú hefur tekist sam- starf milli Hjartaverndar og heilsugæslulækna á tveimur stöð- um utan Reykjavíkur um átak til að draga úr tíðni helstu áhættu- þátta kransæðasjúkdóms. Ef þetta samstarf ber ávöxt og nær víðari útbreiðslu, er brotið blað í starf- semi Hjartaverndar. II. Kransæðasjúkdómur er langal- gengasta dánarorsök íslendinga og verður þriðja hverjum manni að aldurtila. Á sjúkrahúsum í Reykjavík vistast 400—500 manns á ári vegna kransæðastíflu og margir látast, áður en komið er á sjúkrahús. Enginn þekkir til hlítar orsakir kransæðasjúkdóms, en vitað er, að þrír þættir (áhættu- þættir) eru oftast fylgifiskar sjúk- dómsins, reykingar, háþrýstingur og mikið kólesteról í blóði. Mynd 1 sýnir vaxandi lífshættu og heilsutap miðaldra manna með vaxandi reykingum. Tölurnar eru byggðar á bandarískum rannsókn- um. Rannsóknir sýna einnig að hættan snarminnkar, þegar reykingum er hætt. Mynd 2 sýnir samband dauðs- falla og kransæðasjúkdóms annars vegar og blóðþrýstings hins vegar. Sýnt hefur verið fram á, að góð meðhöldun háþrýstings dregur úr áhættu fólks að fá heilablæðingu, hjartabilun og nýrnabilun. Mynd 3 sýnir að með auknu kólesteróli í blóði fer vaxandi áhætta á ótíma- Þórður Harðarson „Nú hefur tekist sam- starf milli Hjartavernd- ar og heilsugæslulækna á tveimur stööum utan Reykjavíkur um átak til að draga úr tíöni helstu áhættuþátta kransæða- sjúkdóms. Ef þetta samstarf ber ávöxt og nær víðri útbreiðslu, er brotið blað í starfsemi Hjartaverndar.“ bærum dauða og kransæðastíflu. Bandarískar rannsóknir sýna, að hægt er að draga úr dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms með því að minnka kóleterólmagn í blóði. Ef fleiri en einn áhættuþátt- ur fer saman, margfaldast líkurn- ar á kransæðastíflu og ótímabær- um dauða. Víða um heim hefur verið reynt að draga úr vægi kransæðasjúk- dóms með því að ráðast gegn öllum áhættuþáttum í senn. Þekktasta tilraunin af þessu tagi var gerði í Kirjálahéruðum Finnlands, en Kirjálar voru lengi heimsmethafar í tíðni kransæðasjúkdóms. Tilraun þessi hófst árið 1972 og stendur enn. Árið 1982 hafði tekist að draga úr reykingum sem nam 28% og hlutfall reykingamanna hafði minnkað úr 52% í 39%. Einnig tókst að draga verulega úr kóleste- rólmagni í blóði Kirjála og lækka blóðþrýsting þeirra, sem höfðu háþrýsting. Árangurinn lét ekki á sér standa. Dánartíðni miðaldra karla af völdum kransæðasjúkdóms minnkaði um 22%. Sömuleiðis dró meira úr heiladánartíðni í Kyrj- álasveitunum, en öðrum héruðum Finnlands, þótt þar yrðu menn einnig langlífari á rannsóknartí- manum. í öðrum löndum hafa svipaðar tilraunir verið gerðar, og ganga niðurstöður mjög í sömu átt. III. Það er tímabært að gera svipaða tilraun á íslandi. Til þess þarf Hjartavernd að eiga gott samstarf við heimilislækna og annað heil- brigðisstarfsfólk víðs vegar um landið. Einnig þarf nokkurn fjár- stuðning. Eins og fyrr segir, mun Hjartavernd á næstunni hefja af eigin rammleik átak í tveimur þéttbýlisstöðum utan Reykjavíkur til að draga úr áhættu kransæða- sjúkdóms hjá miðaldra fólki. Fyr- irætlanir Hjartaverndar eru eftir- farandi: 1. Hafin verður leit að fólki með háþrýsting og því veitt stöðluð meðferð á heilsugæslustöð. Þeim, sem reynast hafa mikið kól- esteról í blóði, verður ráðlagt mataræði og/eða lyfjagjöf eftir atvikum. 3.Reynt verður að fá fólk til að hætta reykingum með viðtali við lækni og skriflegum leiðbeining- um, en beri það ekki árangur, gefst fólki kostur á sérstöku reykingarnámskeiði. Mikilsvert er, að mál þetta fái góðan byr og viðtökur hjá öllum þeim, sem um það fjalla, læknum, hj úkrunarfólki, fj árveitingarvald- inu, og væntanlegum þátttakend- um. Takist það, er ekki efi á því, að unnt verður að ná drjúgum árangri á íslandi í því að draga úr sjúkleika og dauða af völdum meinvættarinnar miklu, krans- æðasjúkdóms. Höfundur er prófessor lyflækn- ingadeild Landspítalans. DAUÐI EÐA KRANSÆÐASTÍFLA Á 10 ÁRUM pr. 1000 KARLAR 30-59 ÁRA DAUÐI EÐA KRANSÆÐASTÍFLA Á 10 ÁRUM pr. 1000 KARLAR 30-59 ÁRA 150 -----------------—150 VINDLA 1----- REYKIR VINDLINGA ---1 KOLESTEROL í SERMI (BLÓÐVATNI) mg/100ml DAUÐI EÐA KRANSÆÐASTIFLA A 10 ARUM pr. 1000 KARLAR 30-59 ÁRA 200 150 100 50 0 — 48 < 75 52 87 99 188 200 150 100 --50 75-84 85-94 95-104 105 > BLÓÐÞrÝSTINGUR (NEÐRI MÖRK) mmHg DAUÐI EÐA KRANSÆÐASTIFLA A 10 ARUM ÁHÆTTUÞÆTTIRNIR ÞrÍR: (MIKIÐ KOLESTEROL í SERMI, HÁÞRÝSTINGUR OG REYKINGAR) 150 100 50 Embætti skipulags- stjóra ríkisins — eftir Gest Ólafsson Fyrir nokkrum vikum auglýsti Félagsmálaráðuneytið embætti skipulagsstjóra ríkisins laust til umsóknar. Um þetta embætti sóttu ellefu menn og vissu þeir ekki fyrri til en þeir fréttu í fjölmiðlum að einum umsækjanda, sem sjálfur átti sæti í skipulagsstjórn ríkisins, hefði verið veitt embættið. Skömmu seinna fengu aðrir um- sækjendur bréf frá Félagsmála- ráðuneytinu, þar sem þeim var þakkaður áhuginn. Ef hér hefði verið um lítilvægt embætti að ræða hefði ef til vill ekki verið ástæða til að fjölyrða um slíka málsmeðferð. Þar sem hér er hins vegar um að ræða æðsta embætti íslenska ríkisins í skipulags- og byggingarmálum sem veitt er til lífstíðar skiptir það miklu fyrir alla landsmenn hvern- ig að veitingu þess er staðið. Enda taldi félagsmálaráðherra sem skipar í stöðuna rétt að leita fyrst umsagnar skipulagsstjórnar ríkis- ins um hæfni umsækjenda. í stað þss að eiga viðtal við umsækjendur eins og almennt tíðkast bæði hjá fyrirtækjum og ' stofnunum greiddi skipulagsstjórn atkvæði um málið á sama fundi og það var kynnt og ákvað að mæla með einum úr sínum hópi í embættið. Viðkomandi aðili sat þó ekki þennan fund, heldur vara- maður hans. Um þessa málsmeðferð er það að segja, að allt frá dögum bibl- íunnar hafa menn verið vegnir, og þá fundnir annaðhvort þungvægir eða léttvægir. Þótt mönnum hafi líkað þessi aðferð misjafnlega eins og gengur, þá er fólk þó farið að venjast henni. Að dæma menn með atkvæðagreiðslu á einum fundi, án þess að vega þá gegnir vonandi öðru máli. Þá aðferð verður að telja beina móðgun bæði við þá umsækjendur sem hafa varið miklum tíma og fjármunum við að afla sér sérþekkingar á þessu sviði, og félagsmálaráðherra, sem skipulagsstjórn er ráðgefandi fyrir Gestur Ólafsson „Auövitaö vill allt lýö- ræðislega sinnað fólk á íslandi aö lýðræðislega sé staðiö að veitingu æðstu embætta þjóðar- innar. Hér er um algert grundvallaratriði að ræða og sú átylla að hér sé endanlega um póli- tíska embættisveitingu að ræða ætti ekki að hafa nein áhrif á máls- meðferð.“ og endanlega þurfti að veita ofan- greint embætti — nema skipulags- stjórn hafi áður verið búin að mynda sér skoðun um málið. Auðvitað vill allt lýðræðislega sinnað fólk á íslandi að lýðræðis- lega sé staðið að veitingu æðstu embætta þjóðarinnar. Hér er um algert grundvallaratriði að ræða og sú átylla að hér sé endanlega um pólitíska embættisveitingu að ræða ætti ekki að hafa nein ahrif á málsmeðferð. í öllum lýðræðis- ríkjum hafa slíkar embættisveit- ingar, eins og kunnugt er, löngu verið aflagðar. Jafnvel á Filipps- eyjum, þar sem einn kunningi minn er ráðgjafi Markosar forseta, segir hann mér að þeir hafi alfarið tekið upp þann sið að veita emb- ætti eftir menntun og reynslu. þetta hafi þeir gert eftir að þeir komust að því að menn með aðrar stjórnmálaskoðanir reyndust oft bestu starfsmenn — og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína þar í landi. Með annarri tilvitnun í biblíuna er þó afgreiðsla skipulagsstjórnar ríkisins fyrirgefanleg. Þegar frá er talinn sá meðlimur skipulags- stjórnar, sem hún mælti með til þessa embættis, þá hefur enginn þeirra aðila sem þar sitja hlotið sérmenntun í skipulagsfræðum. löggjafinn hefur ekki heldur ennþá talið ástæðu til þess að skilgreina hvaða menntun skipulagsstjóri ríkisins þurfi að hafa. Þess vegna hefði skipulagsstjórn líka geta greitt hvaða íslendingi atkvæði sitt, sem um hefði sótt, því allir íslendingar hafa eins og alkunna er eitthvað vit á skipulagi. f þessum orðum er á engan veg verið að draga í efa getu og hæfi- leika nýskipaðs skipulagsstjóra ríkisins. Án efa er hann hæfasti maður sem vill vinna þjóð sinni vel. Hins vegar verður að telja fulla ástæðu til þess að hlutverk og skipan skipulagstjórnar ríkis- ins sé tekin til endurskoðunar, en grundvöllur að skipun hennar var lagður fyrir meira en 60 árum. f drögum að nýjum skipulagslögum sem nú liggja fyrir er líka gert ráð fyrir að hlutverk skipulags ríkisins nálgist það mikið hlutverk Byggðastofnunar að um óhjá- kvæmilega skörun verði þar að ræða. Við lifum í fátæku og fámennu landi, þar sem við höfum ekki efni á öðru en að aðlaga það stjórnkerfi sem við búum við breyttum að- stæðum. Því hefði hugsanlega verið betri kostur að sameina ofan- greindar tvær stofnanir, og flytja þá þætti þessarar starfsemi útá land, sem þar geta verið, en að endurráða fólk til þeirra í svo til óbreyttri mynd. Höfundur er arkitekt og skipulags- fræðingur. „Okkur þykir VR hafa komið í bakið á okkuru — segir talsmaður Dagsbrúnar um nýjan samning VR við öryggisþjónustuna Vara HELDUR stirt er nú milli Dagsbrúnar og Verslunarmannafélags Reykjavík- ur eftir að VR gerfti kjarasamning vift öryggisþjónustufyrirtækift Vara á þriðjudaginn í fyrri viku — sama dag og áætlaður var fyrsti samningafund- ur Dagsbrúnar og Vara hjá ríkissáttasemjara. Þegar kom til fundarins kvaftst fulltrúi Vara hafa leyst málift í samvinnu vift Verslunarmannafélagið og hefði hann því ekki um neitt að semja við Dagsbrún. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður og verður ekki boðaður nema annar hvor aðila óski þess, að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. „Þetta er ómöguleg framkoma af hálfu VR. Það gengur náttúr- lega ekki að annað stéttarfélag grípi inní yfirstandandi samninga- viðræður á þennan hátt,“ sagði Halldór Bjömsson, varaformaður Dagsbrúnar, í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins. Dagsbrún hyggst ekki falla frá gerðum kröf- um um samning við Vara fyrir sína félagsmenn hjá fyrirtækinu en af hálfu VR og Vara er litið svö á, að málið sé afgreitt og að samn- ingur þeirra taki til allra starfs- mannahjá Vara. Það var í janúar sl. að Dagsbrún óskaði eftir viðræðum við Vara vegna félagsmanna sinna þar, sem Magnús Geir Einarsson hjá Dags- brún, segir vera „þrjá og líklega fjóra" af átta starfsmönnum fyrir- tækisins. „Síðan hefur verið unnið að þvi látlaust að gera samning við fyrirtækið en gengið mjög illa því forstjóri þess hefur ekki viljað við okkur tala,“ sagði Magnús. „Krafa okkar gengur út á að Vari geri samskonar samning við okkur og Securitas gerði á dögunum enda um samskonar öryggisvörslu að ræða. Því þykir okkur sem Versl- unarmannafélagið komi nú í bakið á okkur, því þeir vissu fyrir 2—3 vikum að við ættum I þessum samningum." Magnús kvaðst ekki telja útilokað að af hálfu VR væri verið að „kvitta“ fyrir ársgamalt ágreiningsmál félaganna tveggja, sem upp kom er gerðir voru nýir samningar fyrir starfsfólk við Reykjavíkurhöfn. Þá var deilt um hvort tiltekinn hópur starfsmanna ætti að vera í VR eða Dagsbrún og endaði sú deila með „sigri“ Dagsbrúnar. Elís Adolphsson hjá Verslunar- mannafélaginu, sem var annar tveggja fulltrúa VR er gerði um- ræddan samning við Vara, sagði í gær að sér kæmi á óvart ef illindi væru hlaupin í samskipti félag- anna. „Ekki búum við til þau ill- indi,“ sagði hann. „Ekki höfum við reynt að ná til okkar þeirra fólki, eins og þegar þeir reyndu að yfir- taka okkar fólk við höfnina á sín- um tíma. Þessi samningsgerð er mjög einföld: við erum að semja um kjör við þá vinnu, sem heyrir undir VR. Samningurinn tekur til talstöðvarþjónustu, símavörslu, öryggisþjónustu í síma, úrvinnslu boða frá tölvutengdum öryggis- kerfum, vinnu við spjaldskrá og skipulag og svo eignagæslu og eignaumhirðu samkvæmt nánari fyrirmælum fyrirtækisins." — En er það ekki einmitt eigna- gæsla og eignaumhirða, sem ör- yggisverðir hjá Securitas annast — öryggisverðir sem eru í Dags- brún? „Félagsaðild starfsmanna ræðst af því hver eru meginstörf þess. Eignagæsla og eignaumhirða eru ekki nema lítill hluti starfa okkar félaga hjá Vara og eðli starfsins samkvæmt eiga allir starfsmenn hjá Vara að vera í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur," svar- aði Elís Adolphsson. „Þegar Vari fór að kanna hvort þessi störf væru á okkar samningssviði þá reyndist það vera og þá erum við ekkert að hlaupa í önnur félög.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.