Morgunblaðið - 11.12.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
Ólafur Ragnar Grímsson flytur mál sitt í umrædunni um Hafskipsmálið.
baksýn er Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra.
Utandagskrárumræður um Hafskipsmálið:
Þingpallar Alþingis voru þéttskipaðir áheyrendum við umræðurnar um
Hafskipsmálið. Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Hér á ekkert að fela
og engu að leyna“
— sagði Matthías Bjamason, viðskiptaráðherra - Nemur tap Útvegs-
bankans 1.000 milljóniini? Gagnrýni á „fréttahasar“ sjónvarpsins
„HÉR Á ekkert að fela og engu að leyna,“ sagði Matthías Bjarnason, við-
skiptaráðherra, í umræðum um málefni Hafskips og Útvegsbankans, sem
fram fóru utan dagskrár í sameinuðu þingi í gær. Ráðherrann gerði ýtarlega
grein fyrir aðdragandanum að gjaldþroti Hafskips og skuldbindingum Ut-
vegsbankans. Jafnframt skýrði hann frá ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar
vegna málsins. Þingpallar voru þéttsetnir forvitnum áheyrendum og á
meðal þeirra var hópur starfsmanna Hafskips.
Það var Ólafur Ragnar Grímsson ættu eftir að koma fram, tilboð
(Abl.) , sem hóf umræðuna. Hann
benti á, að Hafskipsmálið væri
stærsta gjaldþrotamál lýðveldisins.
Annar stærsti banki landsins, sem
væri eign þjóðarinnar, væri að tapa
hundruðum milljóna króna. Al-
menningur yrði látinn greiða þetta
tap og miðað við þær tölur, sem
nefndar hefðu verið opinberlega,
gæti sérstakur „Hafskipsskattur"
numið um 10 þúsund krónum á
hverja einustu fjölskyldu í landinu.
Samkvæmt upplýsingum sínum
væri hins vegar ástæða til að ætla
að staða Útvegsbankans væri enn
verri, en upp hefði verið gefið og
tap bankans vegna viðskiptanna við
Hafskip yrði nær eitt þúsund millj-
ónir króna. Það þýddi skatt upp á
20 þúsund krónur á hverja fjöl-
skyldu. í því sambandi gat hann
þess að sjóveðkröfur í bú Hafskips
Skammstafanir í
stjómmálafréttum
I stjórnmálatréttum Morgun-
blaðsins, svo sem þingfréttum,
eru þessar skammstafanir not
aðar. Fyrir flokka: A: Alþýðu
flokkur; Abl.: Alþýðubandalag
BJ: Bandalag jafnaöarmanna
F: Framsóknarflokkur; Kl.
Kvennalisti; Kf.: Kvennafram-
boð; S: Sjálfstæðisflokkur; Nv:
Noröurland vestra; Ne: Noröur
land eystra; Af: Austfiröir; Sl
Suöurland; Rn: Reykjanes.
Eimskipafélagsins væri skilyrt
hvað varðar ástand eigna Hafskips
og yfirtaka félagsins á skuldum
Hafskips virtist vera með óvenju-
lega hagstæðum kjörum.
Þingmaðurinn sagði, að fjöl-
margir forystumenn í Sjálfstæðis-
flokknum væru flæktir í Hafskips-
málið á margvíslegan hátt. Ráða-
menn fyrirtækisins hefðu m.a.
gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn. Óskaði hann sérstaklega eftir
samstarfi við þingflokk sjálfstæðis-
manna um að upplýsa alla þætti
málsins. Kvaðst hann ekki vera að
væna þá stjórnmálamenn, sem
tengdust Hafskipsmálinu, um sak-
næmt athæfi, en staðreyndin væri
sú að fyrirtæki sem álitin væru
njóta pólitískrar velvildar hefðu
greiðari aðgang að fjármagni, en
önnur.
Þingmaðurinn rakti ýmis blaða-
skrif um málefni Hafskips og Út-
vegsbankans, og spurði hvort ekki
væri ástæða til að rannsaka sann-
leiksgildi fullyrðinga fyrrum
starfsmanna Hafskips, þess efnis
að stofnuð hefðu verið „skúffufyrir-
tæki“ til að koma fé undan. „Margt
bendir til þess,“ sagði hann, „að
forstjóri Hafskips og aðrir forráða-
menn fyrirtækisins hafi notað lán
úr Útvegsbankanum til að flytja fé
í önnur fyrirtæki, skúffufyrirtæki."
Ólafur Ragnar lagði á það
áherslu, að það dygði ekki að skipa
nefnd þriggja sérfróðra manna til
að kanna þá þætti Hafskipsmálsins,
sem væru utan verksviðs skiptaráð-
anda, eins og ríkisstjórn hygðist
gera. Nauðsynlegt væri að þing-
nefnd kannaði málið ofan í kjölinn.
Sagði þingmaðurinn, að meðal
þeirra sem undir þetta sjónarmið
hefðu tekið væri starfsmannafélag
Hafskips.
Ólafur Ragnar sagði, að meðal
margra spurninga er vöknuðu í
sambandi við Hafskipsmálið, væri
sú, hvort ekki hefði verið átt að
vera búið að gera fyrirtækið upp
fyrir löngu. í því sambandi vitnaði
hann í forystugrein hér í blaðinu I
gær, þar sem sagði að sterk rök
hefðu verið fyrir því að stöðva
rekstur Hafskips um síðustu ára-
mót.
Matthías Bjarnason, viðskiptaráð-
herra, hóf mál sitt með því að
vekja athygli á því að bú Hafskips
væri nú komið til gjaldþrotaskipta
og rannsókn á málefnum fyrirtæk-
isins kominn í þann farveg sem lög
gerðu ráð fyrir. Þá hefði iðnaðar-
ráðherra óskað eftir því við ríkis-
saksóknara sérstaklega, að ásakan-
ir um að hann hefði misbeitt valdi
sínu sem formaður bankaráðs Út-
vegsbankans á sínum tíma til að
hygla Hafskip yrðu rannsakaðar.
Enn fremur hefði ríkisstjórnin
ákveðið að fara þess á leit við
Hæstarétt að skipuð yrði nefnd
þriggja sérfróðra manna til að fara
ofan í þá þætti Hafskipsmálsins,
sem ekki kæmu beint inn í rann-
sókn skiptaráðanda, þ.e. hvort eitt-
hvað óeðlilegt hafi verið við við-
skiptasamband Hafskips og Út-
vegsbankans. Boðaði ráðherrann
sérstakt lagafrumvarp frá ríkis-
stjórninni, sem heimilaði henni að
leita til Hæstaréttar um skipun
nefndarinnar. Ráðherra sagði, að
Þrjár tillögur um „fryst-
inguu kjarnorkuvopna
ÞRJAR tillögur liggja nú frammi á Alþingi, sem allar hafa það að yfirlýstu
markmiði að ríkisstjórnin hverfi frá núverandi afstöðu til „frystingar" kjarn-
orkuvopna og breyti atkvæði íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna. Flutnings-
menn velja ólíkar leiðir að markmiðinu. Tillögurnar þrjár eru frá framsóknar-
mönnum, alþýðubandalagsmönnum og Kvennalistanum.
í tillögu 8 framsóknarmanna, en
fyrsti flutningsmaður hennar er
Páll Pétursson, þingflokksformað-
ur, er lagt til að Alþingi álykti að
lýsa þeirri skoðun sinni, að ísland
eigi að leitast við að ná samstöðu
með öðrum ríkjum Norðurlanda um
„frystingu" á framleiðni kjarnorku-
vopna og bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn. Skuii ísland hafa
frumkvæði að tillöguflutningi á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna um
þau mál á grundvelli ályktunar
Alþingis um afvopnunarmál frá 23.
maí 1985.
Hjörleifur Guttormsson og Stein-
grímur J. Sigfússon flytja tillögu
Alþýðubandalagsins. Þar er lagt til
að Alþingi lýsi yfir stuðningi við
ályktunartillögu Svíþjóðar, Mexíkó
og fleiri ríkja á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna um stöðvun kjarn-
orkuvígbúnaðar risaveldanna
(„frystingu") og feii ríkisstjórninni
að styðja þá tillögu á allsherjar-
þinginu eins og aðrar Norðurlanda-
þjóðir hafi gert.
Guðrún Agnarsdóttir, Sigríður
Dúna Kristmundsdóttir og Kristín
Halldórsdóttir flytja tillögu
Kvennalistans. Þar er lagt til að
Alþingi álykti að skora á ríkis-
stjórnina að beita sér fyrir því á
alþjóðavettvangi að Sovétríkin og
Bandaríkin iýsi yfir tafarlausri
frystingu kjarnorkuvopna, annað-
hvort með samtíma, einhliða yfir-
lýsingum eða með sameiginíegri
yfirlýsingu.
kæmi eitthvað það í ljós við rann-
sókn skiptaráðanda, sem benti til
lögbrots, mundi hann snúa sér til
ríkissaksóknara um frekari könnun
þess máls. Hér ætti ekkert að fela
og engu að leyna.
Viðskiptaráðherra fjallaði um
sögu Hafskips sl. tíu ár og rakti
mjög ýtarlega aðdragandann að
gjaldþroti fyrirtækisins og viðræð-
urnar um kaup á eignum þess.
Kvaðst hann hafa fylgst náið með
framvindu málsins upp á síðkastið.
Ráðherra var mjög þungorður í
garð fjölmiðla, sem hann taldi hafa
sýnt ábyrgðarleysi í umfjöllun sinni
um Hafskipsmálið og önnur tengd
mál. Benti hann m.a. á, að innlán
í Útvegsbankanum hefðu aukist um
58% fram í nóvember, en í kjölfar
blaðaskrifa um erfiðleika bankans
og hugsanlegt gjaldþrot hefði orðið
samdráttur innlána, sem næmi 200
milljónum króna. Umfjöllun sjón-
varpsins um málefni Arnarflugs
hefði einnig skaðað fyrirtækið mjög
alvarlega. Talaði hann um „frétta-
hasarstíl" sjónvarpsmanna í því
sambandi og „skipulagðan rógburð
í fjölmiðlum". Hann bað menn að
minnast Geirfinnsmálsins, þegar
saklausir menn hefðu orðið fyrir
rógburði.
Viðskiptaráðherra vakti athygli
á því, að Albert Guðmundsson hefði
tekið við embætti formanns banka-
ráðs Útvegsbankans á sínum tíma
að ósk þeirra flokka er þá voru í
ríkisstjórn, þ.e. Framsóknarflokks,
Alþýðubandalags og hluta Sjálf-
stæðisflokks. Albert hefði verið
þrábeðinn að taka embættið að sér
og meðal þeirra sem það hefði gert
væri Ólafur Ragnar Grímsson.
Steingrímur Hermannson, forsætis-
ráðherra, sagðist ekki mundu taka
þátt í að varpa sök á einn eða annan
í þessu mál. Það væri engin sekur
uns annað sannaðist. Hann fór að
dæmi viðskiptaráðherra og bað
þingheim að minnast Geirfinns-
málsins, er saklausir menn voru
bornir þungum sökum.
„Það verður allt gert til að upp-
lýsa alla þætti þessa máls,“ sagði
forsætisráðherra, og nefndi m.a. að
í því skyni yrði bankaleynd um
viðskipti Hafskips og Útvegsbank-
ans aflétt. Kvaðst hann hafa rætt
við skiptaráðanda um uppgjör
þrotabús Hafskips og yrði allt gert
til að flýta málinu, m.a. lagt fram
sérstakt stjórnarfrumvarp til að
auðvelda skiptaráðanda starf sitt.
Forsætisráðherra sagði, að nauð-
synlegt væri að skiptaráðandi fengi
frið til að athuga alla þætti málsins
án þess að um það væri samtimis
fjallað í fjölmiðlum. Kvað hann það
stórkostlegt slys ef rannsókn færi
fram fyrir opnum tjöldum.
Jón Baldvin Hannibalsson (A.) tók
upp hanskann fyrir fjölmiðla. Benti
hann sérstaklega á skrif Helgar-
póstsins sl. sumar, þar sem fullyrt
var að hagur Hafskips væri mun
verri en forráðamenn fyrirtækisins
vildu þá kannast við. „Er ekki stór-
varasamt að taka ekki mark á
fréttaflutningi vikum og mánuðum
saman og stinga höfðinu í
sandinn?" spurði hann. Kvað hann
það ekki þýða að varpa sök á fjöl-
miðla þegar í ljós hefði komið að
þeir hefðu haft rétt fyrir sér.
Þingmaðurinn fjallaði um afleið-
ingar Hafskipsmálsins og taldi þær
ískyggilegar. Traust almennings á
bankakerfinu hefði beðið hnekki,
skattgreiðendur fengju sendan
reikning, og hundruð fjölskyldna í
Reykjavík byggju við óvissu um
atvinnuöryggi fyrirvinna heimil-
anna. Hann kvað ekki fullnægjandi
að rannsaka málið á vegum skipta-
ráðanda og nefndar á vegum
Hæstaréttar, það yrði að gera í
nefnd sem kosin yrði á alþingi.
Guðmundur Einarsson (BJ) upp-
lýsti, að viðskiptaráðherra hefði nú
svarað beiðni sinni um opinbera
rannsókn á svörum bankastjóra
Útvegsbankans sl. sumar um trygg-
ingar bankans vegna skulda Haf-
skips. Hefði ráðherra ekki talið
ástæðu til að láta hana fara fram,
en þingmaðurinn taldi hins vegar
að enn væri margt óupplýst í því
máli. Sú spurning vaknaði hvort
bankastjórarnir hefðu hugsanlega
verið að afvegaleiða viðskiptaráð-
herra með loðnu orðalagi í svari
sínu. Þar kom fram að Útvegs-
bankinn hefði nægar tryggingar
fyrir skuldum Hafskips í eignum
fyrirtækisins og hluthafanna.
Fleiri þingmenn kvöddu sér
hljóðs við umræðuna og verður það
rakið síðar.
Stjómarfrumvarp:
Heimild skiptaráðanda
til gagnaöflunar aukin
LAGT HEFUR VERIÐ fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingu á gjald-
þrotalögunum. Frumvarpið er flutt aö framkominni ábcndingu þeirra, sem
fara með skipti þrotabúa við borgarfógetaembættið. Segir í greinargerð þess,
að gjaldþrotalögin frá 1978 taki ekki nægilegt tillit til aðstæðna við meðferð
umfangsmikilla mála á þessu sviöi.
í fyrsta lagi er lögð til sú breyting
með frumvarpinu, að mælt verði
fyrir um heimild skiptaráðanda til
þess að ákveða að kröfulýsingar-
frestur verði lengri í einstökum
tilvikum en tveir mánuðir. Verði
heimildin aðeins nýtt í undantekn-
ingartilvikum, einkum ef skipta-
ráðandi telur sýnt, að margir er-
lendir aðilar eigi kröfu í þrotabúið.
í öðru lagi er brugðist við því
með frumvarpinu, að núgildandi
gjaldþrotalög eru ekki talin veita
skiptaráðanda nægilegar heimild
til að afla gagna úr hendi annarra
en þrotamannsins sjálfs og þeirra,
sem honum eru nákomnir. Erfitt
hefur reynst að kanna hvort fulln-
aðarupplýsingar hafi borist um
eignir þrotabúa og að afla nauðsyn-
legra skýrslna til að meta hvort
ástæða sé til að kanna höfðun rift-
unarmála. I framkvæmd hefur
orðið að Ieita atbeina rannsóknar-
lögreglu til að afla upplýsinga af
þessu tagi, án þess að verulegur
grunur hafi leikið á að þrotamaður
eða menn honum nákomnir hafi
gerst sekir um refsiverða háttsemi.
Nái sú breyting fram, sem frum-
varpið mælir fyrir um, rýmkar
mjög heimild skiptaráðanda til að
afla sjálfur gagna um þessi atriði
eftir því sem hann telur nauðsyn-
legt. “Ætti þessi breyting að verða
til hagræðis og vinnusparnaðar,
jafnt fyrir skiptaráðanda sem þá,
er með rannsókn opinberra mála
fara," segir í greinargerðinni.
Þá eru í frumvarpinu ákvæði um
að fleiri en einn dómari geti farið
með skipti á þrotabúi, ef mál er
verulega umfangsmikið.