Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
41
Atvinnufrelsi og
sjávarútvegurinn
eftir Sigurð
Tómas Garðarsson
Fiskiðnaðurinn á íslandi á í
miklum vanda með verðbólgu-
drauginn um þessar mundir. I orði
sýna allir málinu mikinn skilning.
Þingmenn og bankastjórar yggla
brún og klóra sér vandræðalega í
hausnum, þegar málefnið ber á
góma. Enda hrjáir þá krankleiki
gengisstefnu, vaxtastefnu, byggða-
stefnu og fiskveiðistefnu, sem
varnar þeim að hreyfa legg eða lið.
í skjóli verðbólgudraugsins er
íslenska krónan nú skráð með
sama hætti og rússneska rúblan,
enda sett á sama bás hjá erlendum
peningastofnunum. En í nafni
þjóðarhags er öðrum gjaldmiðlum
fórnað í súpuna, sem hann nærist
á.
Upp hefur verið tekið með vel-
þóknun landsfeðranna nokkurs-
konar „matador“-peningakerfi.
Verðgildi matadorpeningsins er
mælt í vísitölum, sem hækka eftir
hringafjöldanum sem spilaður er.
Súpupeningarnir (þ.e. erlendur
gjaldeyrir) eru ekki gjaldgengir í
spilinu, en margir kaupa þá, enda
öllum frjálst að versla á gjaldeyr-
isútsölunum í bönkum landsins,
og flytja eitthvað annað til lands-
ins, t.d. bíla, ávaxtasafa eða veið-
arfæri, sem þeir síðan selja á
frjálsum markaði. Því fleiri hringi
sem þeir komast í „matador"-
kerfinu því fleiri vísitölustigum
ná þeir í álagningu á þessar inn-
fluttu vörur. Vísitalan er kölluð
ýmsum nöfnum eins og lánskjara-
vísitala, framfærsluvisitala, vísi-
tala byggingarkostnaðar eða kaup-
gjaldsvísitala. Hagnaðurinn er
alveg ótrúlegur, ef menn hafa vit
á að flytja inn eitthvað annað en
erlenda peninga.
Reyndar geta menn spilað annað
spil, sem er „svikamylla". Hún
felst í að festa gjaldeyrisframleið-
endur í töluleik með lánsviðskipti.
Viðmiðun er tekin af t.d. einhverj-
um af vísitölunum, SDR eða doll-
ara. Það skiptir ekki máli við hvað
er miðað. Aðalatriðið er, að það
sé eitthvað annað en raunvirði
íslensku krónunnar. Á meðan
verðbólgudraugurinn er hafður
með í ráðum í gjaldmiðlaskráning-
unni er vonlaust að lánardrottn-
arnir tapi á svikamyllunni. Enda
hefur komið í ljós, að í hvert sinn,
sem svikamylian er að bresta, þá
knýja lánardrottnarnir á breytta
viðmiðun. Vegir verðbólgudraugs-
ins eru órannsakanlegir, en hann
sér um sína.
Matador-vítið og svikamyllan,
sem fiskiðnaðurinn er flæktur í
og færir milljóna verðmæti til
dýrkenda verðbólgudraugsins með
því einu að skylda fyrirtækin til
að breyta erlendum tekjum sínum
í þjóðarhagskrónur, verður ekki
leyst upp nema með því að breyta
leikreglum. Þjóðarhagskrónan
verður ekki notuð lengur, því
miður. Það sést best á gjaldskrám
og bókhaldi hinna stærri íslensku
fyrirtækja, og útreikningum áætl-
anaspekúlanta hjá hinu opinbera
sem hættir eru að reikna sinn
rekstur í „matadorpeningum".
Til að losna við verðbólgudraug-
inn og svikamylluleikinn verða
gjaldeyrisframleiðendur að fá
frelsi til að stöðva gjaldeyrisútsöl-
una og verðleggja framleiðslu sína,
án afskipta landsfeðranna.
Sjúklingur í atvinnu-
lífsskóginum
Forsvarsmenn sjávarútvegsfyr-
irtækja sjá ekki orðið skóginn fyrir
trjánum, og veltast um í þjóðmála-
umræðunni eins og AIDS-sjúkl-
ingur sem bíður dauða síns. Eng-
inn virðist vita hvar byrja á að
fjarlægja hið pólitíska illgresi sem
sýgur alla næringu úr jarðvegin-
um, dregur máttinn úr trjánum
sem fyrir eru og kæfir hvern nýjan
græðling sem skýtur rótum. Kerf-
iskvíslingarnir eru áttavilltir og
benda á hvert tréð á fætur öðru
og segja höggðu hér, þetta fer
hvort eð er að drepast og þannig
minnkar skógurinn stöðugt, en
illgresið vex.
Það er hart að horfa upp á félaga
sína grípa til örþrifaráða í barátt-
unni við illgresið í görðum sínum
og sjá þá kæfða án þess að geta
hreyft legg eða lið til hjálpar, en
þannig er málum nú komið. Reynd-
ar hafa þeir nokkrir klórað sig út
úr illgresisfeninu og telja sig góða
að sleppa með skrekkinn. Þeir, sem
eftir eru, velta fyrir sér hvernig
þeir geti losnað við þessa illgresis-
martröð, sem pólitísk miðstýring
á gengi, fiskverði, vöxtum, orku-
verði, fiskveiðum, útflutningsleyf-
um, lánsfjármagni og bankavið-
skiptum er orðin.
Nýsköpunarhugmyndir eins og
stofnun þróunarfélaga, samruni
fiskvinnslufyrirtækja eða togara-
uppboð og síðan endursala til
nýrra fyrirtækja minna helst á
söguna um nýju fötin keisarans.
Allir, sem vilja, sjá að þessi stjórn-
málaafsprengi verða án fata í nú-
verandi fjársveltisstefnu sem kerf-
iskvíslingarnir verja með oddi og
egg til að hylja eigin nekt.
Ef stjórnvöld vilja raunverulega
uppræta illgresið og sá næringu í
jarðveg sjávarútvegsins, sem að
sögn er talinn hinn eini sanni
nytjaskógur tslendinga, þá verða
þau að taka völdin af kerfiskvísl-
ingunum og færa þau í hendur
hinna óbreyttu stjórnenda, sem
aðeins vilja rækta sinn reit, án
pólitískra afskipta. Þessir menn
verða að fá að versla á frjálsum
markaði með erlenda gjaldmiðla,
verð á fiski upp úr sjó, kostnað af
lánsfjármagni og úthlutuð veiði-
leyfi. Eins verða þeir að sitja við
sama borð og aðrar atvinnugrein-
ar, innlendar sem útlendar, í
bankaviðskiptum, lánaviðskiptum,
orkuviðskiptum og útflutnings-
starfi.
Umfram allt verður að hætta
að líta á sjávarútveginn sem ein-
hverja sjúka ósjálfbjarga trjáteg-
und í atvinnulífsskóginum, og
halda honum í einangrun innan
stofnana og sjóða sem í örvænt-
ingu munu skera hann og sprauta
til ólífis að lokum. Höggvið kerfis-
múrana niður. Gefið sjávarútveg-
inum frelsi frá pólitískri miðstýr-
ingu og kerfiskvíslingunum og
sjúkdómseinkennin munu hverfa
eins og dögg fyrir sólu.
Nýir tímar,
gömul frægö
Frá 1945 hefur margt breyst í
Taflfélag
Húsavík, 9. desember.
í TILEFNI af sextíu ára afmæli
Taflfélags Húsavíkur, 2. desember
síðastliðinn, var efnt til skákkeppni
milli Akureyrar annars vegar og
Húsavíkur, Raufarhafnar og Sval-
barðseyrar hins vegar. Keppnin var
fjölbreytt og var keppt í flokki ungl-
Sigurður Tómas Garðarsson
„Höggviö kerfismúrana
niöur. GefiÖ sjávarút-
veginum frelsi frá póli-
tískri miöstýringu og
kerfiskvíslingum og
sjúkdómseinkennin
munu hverfa eins og
dögg fyrir sólu.“
vorum heimi. Símasamband um
gervihnetti, örtölvur, gámaskip,
hljóðfráar þotur og ótal aðrir
hlutir gera það að verkum að
milliríkjaviðskipti eru á hvers
manns færi.
Þrátt fyrir nauðsyn skipulags
og góðra sölukerfa eru leiðirnar
margar og ógerlegt fyrir örfáa
menn að henda reiður á öllum
sölumöguleikum í milljónaþjóð-
félögum.
Um það bil 75% af gjaldeyris-
tekjum íslendinga hafa komið frá
sölu fiskafurða. Ýmis sölusamtök
hafa um árabil tekið að sér þennan
þátt gjaldeyrisöflunarinnar, en
aðeins um þrír tugir íslendinga
starfa hjá þessum samtökum við
sölustörf. Það gefur augaleið að
margt hlýtur að fara forgörðum,
þegar svo stórt verk er í fárra
inga og fullorðinna.
Úrslit hjá fullorðnum urðu þau
að í klukkutíma skák unnu Húsvík-
ingar fimm skákir en Akureyring-
ar fjórar. í hraðskák unnu Húsvík-
ingar sex en Akureyringar átján
skákir. Unglingar kepptu í hálf-
höndum. Pólitískt hefur þó verið
litið svo á að starfsemi þessara
samtaka væri undirstaða efna-
hagslegrar velmegunar íslendinga
og þar af leiðandi hefur þeim verið
veitt vernd og forréttindi umfram
aðra útflytjendur.
Hlutverk stjórnvalda
Stjórnvöldum ber að leggja
áherslu á nútímalega viðskipta-
hætti, fjölbreytta framleiðslu og
sem víðtækasta markaðsstarf-
semi, til að minnka líkur á þeim
markaðsþrengingum sem reglu-
lega hrjá okkur við óbreytt ástand.
Með núverandi kerfi eru mögu-
leikarnir til verðhækkana, aukinn-
ar fjölbreytni og nýrra markaða
að mestu takmarkaðir við fáa
menn sem eru við stjórnvölinn í
sölusamtökunum.
Mestar framfarir og mesta
aukning fiskafurðasölu síðustu ár
hefur orðið í ferskum fiski og
rækju, en þessar tvær greinar út-
flutnings eru nokkuð opnar og ekki
eins bundnar viðð sölusamtökin
og freðfiskur, saltfiskur og skreið.
Auðvitað eru vandamál því sam-
fara, að margir fái að selja sama
vöruflokk úr landi. Menn verða
fyrir verðlækkunum, birgðasöfnun
og öðrum áföllum sem fylgja
markaðsstarfi. Þessi vandamál
fylgja eins þó aðeins einn útflytj-
andi sé, og verða jafnvel enn erfið-
ari þar sem aðeins einn aðili fæst
við úrlausn þeirra. Sannast þar
málshátturinn „margar hendur
vinna létt verk“.
Allir sitji viö sama borð
Ef litið er til annarra landa og
annarra framleiðslugreina, og
skoðuð markaðsstarfsemi og fram-
leiðsluuppbygging í víðu sam-
hengi, er ekkert sem mælir sér-
staklega með því fyrirkomulagi,
sem verið hefur á sölu íslenskra
sjávarafurða. í flestum tilfellum
hafa stjórnvöld útflutning frjáls-
an, eða sjá svo um að allir sitji
við sama borð, enda augljós kostur
þess að sem flestir vinni að aukinni
gjaldeyrisöflun og atvinnuupp-
byggingu, ekki síst á Islandi þar
sem úiflutningsstarfsemin er jafn
mikill þáttur i efnahagslífinu og
raunber vitni.
Höíundur er framkræmdastjóri
fiskvinnslu í Vogum.
tima-skák, tvær umferðir, og unnu
þar Húsvíkingar með 13% vinningi
gegn 8%. í hraðskák unnu Akur-
eyringar með 32 vinningum gegn
30.
FrétUritori.
Húsavíkur 60 ára
n 1
NVBYLAVEGI 16 • P.O. BOX 397 • 202 KÓPAVOGUR • SIMI 641222
SUNNUHLÍÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004
Margt sniád jjorir eitt stórt
fyrir PC einkatölvur
á aðeins kr. 15.300.—
Innifalið í verði:
★ Minnisstækkun í 640 K
★ 2 hliðtengi (Parallel)
★ 1 raðtengi (Serial)
★ Klukka
Gefur möguleika á:
★ PSPOOL
★ Ramdisk
ísetning ef óskað er
Multifunction card
Okkar þekking í þína þágu
GÍSLI J. JOHNSEN SF.