Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 42

Morgunblaðið - 11.12.1985, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Um upplestur bundis máls og óbundins VII Blæbrígði upplestrar Eitt hið áhrifaríkasta í upplestri eru blæbrigði. Þau sækir lesari vitanlega, eins og aðra túikunar- möguleika, í efni þess sem lesið er. Hér gildir enn hið sama, sem oft hefur verið bent á í þessum greinum, að lykilinn að túlkuninni er að finna í efninu. Þareð enn hefur ekki unnist tími til þess að sinna þessari mikilvægu hlið túlk- unar eins og vert er, skal þetta nú athugað eilítið nánar. Þareð kvæði eru að sjálfsögðu miklu styttri en sögur og því skemmra milli blæ- brigða, skal nú eitt slíkt tekið hér fyrir frá þessu sjónarmiði sérstak- lega. Að þessu sinni skulum við athuga frægt kvæði eftir hið ágæta skáld Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi. Kvæðið heitir Helga jarlsdóttir I Myrka stigu margur rekur. Mörgeru sporin orpin sandi. Kólguhljóðið kalda vekur konu eina á Gautalandi. Að björgum hrynja bárugarðar. Brimhljóð rjúfa næturfriðinn. Minningar frá hólma Harðar hljóma gegnum ölduniðinn. II Ég var ung og átti forðum elda þá, sem heitast brenna. Ég hlaut mest af ástarorðum allra hinna gausku kvenna. Hetjur lyftu hornum sínum. Hyllt var ég af skáldumflestum. En — aðeins náði ástum mínum einn af jarlsins hallargestum. Man ég er ég sá að sandi sigla fley með voðum þöndum. Þá var gott á Gautalandi, gleði yfir sæ og ströndum. Orðin sungu á allra tungum. Æskan lék við hvern sinn fingur. Til hallar gékk með hetjum ungum hár og glæstur íslendingur. Hann var öllum öðrum fegri, eygur vel og lokkableikur, öllum hetjum hetjulegri. — Hann var logi, aðrir reykur. Hann var íslands ungi sonur, óskabarn af norsku kyni. Frænir menn og fegrar konur fögnuðu Herði Grímkelssyni. I öllu var hann margra maki, mestur allra að dirfsku og afli, þreytti sund á bringu og baki, bestur allra í leik og tafli, kunni að verða af kappi æstur, kveikti I hjörtum logabranda. Alltaf var hann goðaglæstur, gæddur snilld og konungsanda. Fljótt við ástir okkar festum órjúfandi tryggðaböndum. Þá kom margt af góðum gestum, göfugt lið frá mörgum löndum. Þá var söngur, gleði og glaumur. Glóði vín á dýrum skálum. Framtíðin var fagur draumur, fögnuður í ungum sálum. Eldar kvikna, eldar braka. Aldrei gleymast fyrstu kvöldin. En sú náð að njóta og vaka nakin bak við rekkjutjöldin. Hvert hans orð var ilmi blandið. Allt var gott, sem Hörður gerði. Svo yfirgaf ég Gautalandið, gekk til skips — og fylgdi Herði. — Upp úr hvítum úthafsbárum ísland reis í möttli grænum. Heilluð grét ég helgum tárum af hamingju og fyrirbænum. Við mér brostu birkihlíðar; blikuðu fjöll í sólareldi. Aldrei fann ég fyrr né síðar fegri tign og meira veldi. Man ég úti í Harðarhólma hungurvæl í fálka og smyrli. Að bergi hrundi báran ólma. Bólgnuðu skýin yfir Þyrli. Stoltar hetjur stóðu á verði. Stormur kaldur blés af fjöllum. Sat ég þá í sekt með Herði, sveininum, er bar af öllum. Af ýmsum var hann illa ræmdur, ættarsmár og fjandamargur, út í Hólminn friðlaus flæmdur, fyrirlitinn brennuvargur. Satt er það, að blóð á brandi bar hann oft af vopnaþingum og neytti afls, svo níðingsandi næði ei taki á íslendingum. Engan veit ég betri bróður, betri föður, vin og maka. Hann vó af dyggð sem drengur góður. Um drápsfýsn má hann enginn saka. Síst var hann að bjóða bætur né biðja um grið að loknu verki. Heill sé þeim, sem lífið lætur og lifir undir Harðar merki. Svaf ég trygg í sekum örmum. Sælt var mér að fylgja Herði. Ast hans bætti úr öllum hörmum; allt var gott, sem Hörður gerði. Með vopnum eru sekir sóttir, svívirt þeirra ást og lotning. Ég er Helga Haraldsdóttir, Hólmverjanna tigna drottning. IV í Hólminum var bágt til bjargar, búið hungur sekum mönnum. Fara þurfti ferðir margar. Flutu skip á köldum hrönnum. Margt var rætt um miðja óttu, mörgum sveini vandi falinn. Hesta, naut og sauði sóttu sumir upp í Skorradalinn. Oft var gott og glatt á hjalla, er garpar sátu kringum bálið. Bjarminn lék um allt og alla, — en oft var Herði þungt um málið. Við drauma, spár og dularsögur dimmir fljótt í hugarborgum. Mörg stormanótt var stjörnufögur, en stóð þó ótti af dagsins sorgum. V Morðadaginn miklaogþunga man ég glöggt, þó eldri verði. Sat ég ein með sveina unga og sá í land — á eftir Herði. í landi biðu böðladróttir. Brann ég milli ótta og vonar. En ég var Helga Haraldsdóttir, Harðar kona Grímkelssonar. Hefndarþorstinn harminn létti. Heyrði ég kaldar bárur gnauða. Henti ég mér af háum kletti í hafið — upp á líf og dauða. Við mig hafði ég Bjðrn minn bundið. Bróður hans var nóg að eggja. Braust ég yfir bárusundið. Bjargaði lífi sona tveggja. Naut ég afls og örmum beitti. Yfir Þyrli máninn glóði. Sundið fast ég friðlaus þreytti og fannst ég synda í Harðar blóði. Hjartað var þeim böndum bundið, sem brúði veika að hetju gera. Til hinsta dags skal Helgu sundið heiðinni móður vitni bera. VI Mér var seinna af mörgum sagður morðingjanna grimmi leikur, er Hörður var að velli lagður vígamóður, dauðableikur. Mörgum tókst að myrða Hörðinn; margir féllu; sumir runnu. Blóðið heita bergði jörðin og bölvaði þeim, sem verkið unnu. Góðir drengir Harðar hefndu. Höggið var án dóms og laga. Hetjur þær, sem heit sín efndu, hyllir saga alla daga. Sungin verða sektarljóðin. Svikarar verða alltaf smáðir. Með orðstír launar íslandsþjóðin allar góðar hetjudáðir. Hún er fædd við eld og ísa, ægiieg og tignarfögur. Hún er mild sem vögguvísa, voldug eins og hetj usögur. Hún er björt sem dýrðardagur, draugaleg sem nóttin svarta. Hún er grimm sem galdrabragur, göfug eins og móðurhjarta. VII Einn er frjáls og annar sekur. allt er lífið stríð og vandi. Kólguhljóðið kalda vekur konu einaáGautalandi. Sigldi ég heim frá Harðarbyggðum, harma liðna sektardaga. Full af hreysti og hetjudyggðum er Hólmverjanna raunasaga. Sé ég oft um svartar nætur sýnir gegnum rúm og tíma, meðan hjartað gauska grætur af gleði, sorg og ástarbríma. Þegar bresta bárugarðar og bátum er úr nausti hrundið, þrái ég alltaf hólma Harðar, og hugurinn flýgur yfir Sundið. Treysti ég því að tímans straumur tryggðir gamlar endurskíri. Hörður, þú ert hugans draumur, hjartans ljóð og ævintýri. Meðan lífsins logar dofna, lofa ég þig í kvæði og sögum, Enginn meinar mér að sofna við minningar frá liðnum dögum. Á því er enginn vafi að mörg íslensk skáld 19. aldar, svo sem Jónas Hallgrímsson, Bjarni Thor- arensen, Grímur Thomsen o.fl.; að ógleymdum aldamótaskáldunum Einar Benediktssyni og Matthíasi Jochumssyni, hafa með orðsnilld sinni stórauðgað íslenska tungu. En á 20. öld fara að koma fram meðal þjóðarinnar skáld, sem gera það sem ekki var títt meðal fyrri skálda okkar, nefnilega, að lyfta venjulegu talmáli uppí hæðir skáldskapar með ljóðum sínum og kvæðum. Sá sem þetta hripar hefur einkanlega í huga þrjú stór- skáld, sem öll hafa haft stórkostleg áhrif á bundið mál þessarar aldar, en það eru Davíð Stefánsson, Tóm- as Guðmundsson og Steinn Stein- arr. Öll búa þessi skáld yfir slíkri fimi í íþrótt bundins máls, að þau þurfa aldrei að grípa til sjaldgæfra orða, sem að mestu eru horfin úr mæltu máli þjóðarinnar. Þau hafa öll getað ort hin fegurstu og merki- legustu ljóð með því einu að nota daglegt mál, sem hverju manns- barni er skiljanlegt. Þau hafa með þessu lyft venjulegu talmáli uppí hæðir skáldskapar. Þetta getur við Stríð fyrir ströndum ísland í síðari heimsstyrjöldinni eftir Þór Whitehead Hér er lýst undirróðri þýskra nasista á íslandi, tilraunum þeirra til að ná pólitískum og efnahags- legum tökum á landinu og koma á laggirnar „fimmtu herdeild" sinni. í fyrsta sinn er svarað spurningum, sem brunnið hafa á vörum margra frá stríðslokum: Hvaða viðbúnað höfðu leyniþjónustur Þjóðverja og Breta í landinu í upphafi styrjald- ar? Hvert var hlutverk leynisendi- stöðvarinnar, sem þýski ræðismað- urinn og SS-foringinn Gerlach, starfrækti í bústað sínum í Tún- götu? Hvernig vann undirróðurs- maðurinn Gerlach að því að efla hér ítök nasista, og hvaða sess átti fsland að hljóta í þúsund ára ríki nasista? Hér birtist saga fslands á styrj- aldarárunum rakin eftir aragrúa frumheimilda, sem höfundur hefur drcgið að sér i öllum þeim löndum sem við sögu koma. Þetta er saga örlagatíma, saga sem aldrei hefur verið sögð áður. AUÐVHAÐ ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. AUSTURSTRÆTl IK. SlMI 25544 Ævar R. Kvaran fyrstu sýn verkað með þeim hætti á lesanda, að það hljóti að vera ósköp auðvelt að yrkja, enginn vandi. En ef viðkomandi gerir til- raun til þess þá kemst hann að því, að vandinn er miklu meiri en virðist. Þetta geta ekki aðrir gert vel en góð skáld; en í þeim efnum eru færri útvaldir en kallaðir. Einmitt af þessum ástæðum meðal annars eru kvæði þessara skálda sérstaklega vel fallin til upplesturs, en í þeim efnum eru verk ljóðskálda ákaflega misjöfn. Verður þó að hafa það jafnan í huga, að ljóð eru fyrst og fremst ort til lesturs í einrúmi, þar sem lesandi getur numið staðar í lestr- inum hvar sem honum þóknast til þess að átta sig á efninu, ef þurfa þykir, eða jafnvel virða fyrir sér stílsnilld skáldsins. En þegar lesið er fyrir áheyrend- ur opinberlega, þá verða þeir að I skilja ljóðið og efni þess um leið og þeir heyra það. Þar gefst enginn tími til íhugunar. Þetta setur því vali ljóða til upplesturs nokkrar skorður, því jafnan verður að hafa hugfast, að áheyrandi verður að skilja og skynja ljóðið þegar við áheyrn, þótt hann hafi aldrei heyrt það fyrr. En einmitt af þessum ástæðum eru ljóð fyrrnefndra snillinga svo sérstaklega vel fallin til áheyrnar. Við Islendingar höfum jafnan haft hina mestu ánægju af góðum sögum. Þess vegna hafa söguljóð jafnan verið mjög vinsæl meðal okkar. Það skáld sem ná hefur einna bestum árangri í þeim ef- númer Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þegar hann segir sögu í formi kvæðis virðist það svo dæmalaust fyrirhafnarlaust hjá skáldinu, að lesandi tekur tæpast eftir því að öll frásögnin er þrátt fyrir allt í hinu stranga hefð- bundna formi íslenskrar ljóðlistar. Kvæði það sem hér hefur verið brugðið upp er glöggt dæmi þess. Hvað snertir að segja sögu í bundnu máli, þykir þeim sem þetta skrifar, Davíð hafa tekist einna best í kvæðinu Kirkja fyrirfinnst engin. Þar er leikni skáldsins svo frábær, að lesandi tekur varla eftir því að hann sé að lesa ljóð en ekki sögu. Kvæði það sem hér hefur verið brugðið upp að framan eftir Davíð, Helga jarlsdóttir er líka frá- bært söguljóð. En það er valið hér fyrst og fremst fyrir það, hve ríkt það er að blæbrigðum sökum efnis sins. En það eru einmitt blæbrigð- in sem við ætlum að skoða hér nokkru nánar, því þeim hefur lítill gaumur verið gefin hér að framan, þar sem aðaláherslan hefur verið lögð á önnur tæknileg vandamál. Þetta söguljóð verður því engan veginn tekið sömu tökum og Gunn- arshólmi Jónasar hér að framan. Þar var bent á ýmsar tæknilegar aðferðir við upplestur, sem gildir jafnframt um ljóðalestur yfirleitt, og verður því ekki allt pndurtekið hér við skoðun Helgu jarlsdóttur. Hér verður reynt að bæta við það sem áður hefur verið sagt, fremur en að endurtaka það, þó Gunnars- hólmi Jónasar sé reyndar einnig söguljóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.