Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 46

Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Myndarleg Jolakort Jólakortin bera innilegar jólakveðjur til ástvina um allan heim. Falleg og persónuleg Ijósmynd með jólakortinu gefur kveðjunni meira gildi < < m ___ og er ennþá FRAI\/IKf)L // LI\L og umslag iulporn ril«l nm/LU/rW kostar25kr. Við bjóðum jólakort með stórri litmynd (10x15 sm), eftir þinni fyrirmynd og með nœgu plássi inni í fyrir ,jstóra“ jólakveðju. Kort, mynd ánœgjulegra.. fÆ~m m+M < wtmi xiiiii wmtwtwa AUSTURSTRÆTl 22 - S 6213SO Þokkalegt verð á fyrsta refaskinnaupp- boði vetrarins FYRSTA rcfa.sk innauppboð vetrar- ins var í uppboðshúsi finnska loð- dýraræktarsambandsins í Helsing- fors í síðustu viku. Verð reyndist svipað eða hærra reiknað í dollurum en var á desemberuppboðinu í fyrra og eru forsvarsmenn loðdýrabænda þokkalega ánægðir með það. Jón Ragnar Björnsson fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýraræktenda sagði í gær að 83% þeirra 220 þúsund blárefa- skinna sem í boði voru hefðu selst fyrir 2.100 kr. íslenskar að meðal- tali. Meðalverð skuggaskinna hefði verið 2.530 krónur og hefðu selst 93% þeirra 70 þúsund skinna sem boðin voru upp. Þá hefðu 97% framboðinna blásilfursskinna selst, fyrir 3.690 kr. að jafnaði, en í boði voru um 14 þúsund skinn. Jón Ragnar sagði að þetta verð fyrir blárefinn væri svipað miðað við Bandaríkjadollar og á upp- boðinu í Helsingfors í fyrra en hinar tvær tegundirnar hefðu selst á um 10% hærra verði en í fyrra. Verðið væri lægra en í fyrra ef miðað væri við norrænu gjald- miðlana. Sagði hann að menn hefðu ekki búist við öðru og væru því þokkalega ánægðir. Fyrstu íslensku refaskinnin sem seld verða í norrænu uppboðshúsunum verða boðin upp í Kaupmannahöfn í febrúar. 1 HCggSðð CA^nnap Gerð A: Breidd 40 cm Hæð 22 cm Dýpt 30 cm Cartomobili boxið er framleitt úr sérstaklega styrktum harðpappa með áferðarfallegri glanshúð. Tilvalin geymsla t.d. fyrir skóladót, blöð, leikföng, fatnað, prjónadót og margt fleira. Einnig má útbúa úr boxinu skápa- pláss og skrifborð. Enda- lausir uppröðunarmögu- leikar. 5 litir: Hvítt, rautt, gult, grænblátt og bleikt. 1 stk. 250 kr. lOstkipk. 2.249 kr. Dreifing á íslandi: r diopinn Hafnargötu 90 - 230 Keflavík Símar: 92-2652 og 92-2960 HOðgSðS CAgOpUNNAB Gerð B: Breidd 40 cm Hæð 40 cm Dýpt 25 cm Cartomobili kassinn er framleiddur úr sérstak- lega styrktum harð- pappa með áferðarfal- legri glanshúð. Kassinn er styrktur með járnumgjörð. Mjög hentugt sem geymslupláss fyrir bækur og ýmislegt ann- að. Litir: Hvítt, rautt, gult, grænblátt og bleikt. 1stk.340kr. 6stk ipk. 1.890 kr. Dreifing á Islandi: r diopinn Hafnargötu 90 - 230 Keflavik Símar: 92-2652 og 92-2960 Gerð D: Breidd 40 cm Hæð 40 cm Dýpt 25 cm Cartomobili skúffurnar eru framleiddar úr sér- staklega styrktum harð- pappa með áferðarfal- legri glanshúð. Styrkt með járnumgjörð. Gott skúffupláss. Hent- ugt við rúmið, skrifborð- ið og alls staðar þar sem geymslupláss vantar. Litir: Hvítt, rautt, gult, grænblátt og bleikt. 1stk.775kr. 3stk2.245kr. 6stk.(5B + 1D)2.245kr. Dreifing á Islandi: r diopinn Hafnargötu 90 - 230 Keflavík Símar: 92-2652 og 92-2960 n L J 1 alltíeinum dropa n k J allt í einum dropa, n . J Krakkarnir í 4. og 5. bekk Myllubakkaskóla f Keflavík glöð og ánægð með vel heppnaða hlutaveltu, til styrktar öldruðum. Keflavík: Vel heppnuð hlutavelta til styrktar öldruðum UM miðjan nóvember stóðu nem- endur 4. og 5. bekkjar Myllu- bakkaskóla f Keflavík fyrir hluta- veltu, til styrktar „Styrktarfélagi aldraðra á Suðurnesjum". Söfnun og undirbúningur gekk mjög vel og var hlutaveltan hald- in laugardaginn 16. nóvember. Fór hún fram á göngum skólans og gekk í alla staði mjög vel. Þegar upp var staðið höfðu komið inn kr. 51.150.- Formanni Styrkt- arfélagsins, Guðrúnu Sigur- bergsdóttur, var síðan boðið á „diskótek" í Myllubakkaskóla, þar sem fulltrúi nemenda afhenti henni peningana. Ekki er hægt að segja annað en að krakkarnir, sem unnu að hlutaveltunni, hafi staðið sig vel og eiga þeir hrós skilið fyrir frammistöðuna, segir í frétt frá Myllubakkaskóla af þessu tilefni. Athugasemd frá norsk- um hjúkrunarkonum Morgunblaðinu hefur borizt eftir- farandi athugasemd frá norsku hjúkrunarkonunum, sem viðtal birt- ist við hér í blaðinu fyrir skömmu. Með tilvísun til fréttaviðtals í Morgunblaðinu 27. nóvember sl., sem var í tilefni af viðtali við okkur í blaðinu 23. nóvember, sjáum við okkur tilneyddar að koma á fram- færi eftirfarandi: Við leggjum áherslu á, að nokk- uð af því, sem við vildum beina athygli fólks að, varðar mótsögn, sem við verðum varar við í okkar daglega starfi á Borgarspítalan- um. Annars vegar er það lítil gagnrýni á notkun dýrra einnota- hluta en hins vegar umræðan um slæman efnahag. Við vildum að þetta ósamræmi kæmi fram. Hjúkrunarfólk hér tilheyrir lág- launahópi og fær ekki laun í sam- ræmi við mikla og góða starfs- menntun. Það er niðurlægjandi á sama tíma og svo lítið er spurt hvað hlutir til rekstrarins kosta. í viðtalinu við okkur voru hlutir, sem notaðir eru í lyfjameðferð, teknir sem dæmi. Það ætti að koma skýrt fram, þegar textinn er lesinn í heild. Það er ekki í okkar verkahring að ákveða hvaða lyf eiga að vera til staðar og ef Jó- hannes Pálmason og Kristján Linnet, sem rætt er við i umræddu fréttaviðtali, skilja orð okkar þannig, að við séum að finna að þeirri hlið þykir okkur það leitt. Að sjálfsögðu erum við sammála um að aðalatriðið sé, að þau lyf og þær hjúkrunarvörur sem í boði eru eigi að vera fullnægjandi. Við tjáum okkur sem hjúkrunar- konur og leyfðum okkur að bera saman reynslu okkar hér við reynsluna á norskum sjúkrahús- um. Þar hafa víðtækar sparnaðar- ráðstafanir verið gerðar síðustu árin með tilliti til útgjaldaliðarins rekstrarvörur og er þar stanslaust metið eftir þörfum. Þetta hefur m.a. verið gert með því að meta, hvort þörf er á hinum gífurlega fjölda einnotahluta sem eru á markaðinum, auk þess sem lögð hefur verið áhersla á endurmat og að haft sé vakandi auga með þess- um útgjaldalið innan hverrar sjúkrahúsdeildar. Eins og við sögðum hér í upphafi var það mótsögnin lág laun og há rekstrarútgjöld sem við vildum koma á framfæri og vonum við að nú sé þetta ljóst. Að lokum viljum við að fram komi, að við söknum mjög gagn- rýnins mats á útgjaldaliðum. Til þess að gera það eftirsóknarvert fyrir hjúkrunarkonur að stunda vinnu sína í stað þess að byggja afkomuna á miklum fjölda auka- vakta, er nauðsynlegt að fram fari launalegt endurmat. Anne Grete Bli Astrid M. Borgen Bente I. Tettum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.