Morgunblaðið - 11.12.1985, Qupperneq 47
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985
47
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guömundsson
Pláneturnar
Oft er spurt: „í hvaða merki
crtu? „Viðkomandi svarar að
bragði: „Ég er Ljón" eða „ég
er í Ljónsmerkinu". Margir
halda síðan að þar með sé
sagan sögð. Kristján er Ljón
og Pía er Steingeit o.s.frv.
Það er rétt að Sólin er í
ákveðnu merki við fæðingu.
Það sem margir vita hins
vegar ekki er að aðrir þættir
koma einnig til sögunnar.
Mörg stjörnumerki
Hver einstaklingur er sam-
settur úr mörgum stjörnu-
merkjum. Það sem segir til
um merkin er staða Sólarinn-
ar, en einnig Tunglsins, Merk-
úrs, Venusar, Mars, Rísandi
merkis og Miðhimins. Þetta
samsvarar helstu þáttum
persónuleikans. Einnig er
tekið mið af Júpíter og Sat-
úrnusi sem samsvara þjóð-
félagslegum þáttum og ein-
kenna fólk af sömu ár-
göngum, og af Úranusi, Nept-
únusi og Plútó sem einkenna
heilar kynslóðir.
Stjörnuspekin flokkar per-
sónuleikann í nokkra þætti
með tilliti til stöðu plán-
etanna í merkjum.
Lífsorka
Sólin stendur fyrir lífsorku
okkar, sjálfsvitund, sjálfs-
tjáningu og vilja. Þegar við
segjum „ég ætla“ og þegar við
beitum meðvitund okkar að
ákveðnu verkefni notum við
Sólina og sólarmerkið.
Tilfinningar
Tunglið stendur fyrir tilfinn-
ingar, daglegt lundarfar og
það hvernig við bregðumst við
umhverfinu. Tunglið er
ósjálfráða kerfið, það sem við
gerum af vana og er því m.a.
tengt minni okkar og fortíð.
Hugsun
Merkúr stendur fyrir rök-
hugsun, það hvernig við beit-
um hugsun okkar og tjáum
hana skriflega og munnlega.
Samskipti
Út frá Venusi má skilgreina
samskipti okkar, ástar- og
vináttutilfinningar, einnig
fegurðarskyn oggildismat.
Starfsorka
Út frá stöðu Mars má skil-
greina starfsorku okkar og
þann kraft sem við notum í
lífsbaráttunni. Mars setur
mark sitt á kynorku okkar.
Framkoma
Útfrá Rísandi merki má skil-
greina ytra form persónuleik-
ans, fas og framkomu. Mið-
himinn segir til um stefnu
okkar, hlutverk og gefur þess
vegna oft hugmynd um
starfsvettvang.
Persónuleikinn er marg-
slunginn.
Sá sem þessar línur skrifar
er t.d. með Sól í Nauti. Lífs-
orkan og viljinn er því Naut.
Tilfinningarnar eru Fiskur
(Tungl í Fiskamerkinu),
hugsunin er Hrútur, ástamál-
in Naut, starfsorkan er Stein-
geit, framkoman Ljón og
stefnan Hrútur, þ.e. persónu-
leikinn er samsettur úr fimm
merkjum. Algengt er að höf-
uðþættir persónuleika okkar
séu frá þremur til sex, þó
oftast fjórir eða fimm. Til að
fá upplýsingar um það úr
hvaða merkjum hver og einn
er samsettur þarf að draga
upp stjörnukort fyrir fæðing-
arstund og stað.
X-9
DÝRAGLENS
fnw?wHnim»mniin»iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii.iiiiiiiiiiiiiiiniiin»H»iiiiiiiiiiiiiiiiiii ■■ ■ ■■■■ ■— m
LJOSKA
SMÁFÓLK
U)MY DO VOU KEEP
TALKING ABOUT U5
6ETTIN6 MARRIED?
TMERE ARE PROBABLV
A MILLION 6IRL5 IN
TMI5 WORLD WMOM I D
RATMER MARRV THAN YOU!
Af hverju ertu alltaf að tala Það skal aldrei verða!
um að við giftum okkur?
Það eru trúlega milljón stelp- Þú yrðir leiður á þeim ...
ur sem ég vildi fremur giftast
en þér!
Suður lagði mikið á spilin
þegar hann keyrði í sex grönd,
en réttlætti hörkuna með því
að koma spilinu heim með
fögru og nokkuð algengu
bragði, innkastsþvingun:
Austur gefur; N/S á hættu.
Norður
♦ 84
♦ DG74
♦ KD1072
♦ Á5
Vestur Austur
♦ ÁD10963.... ♦ 752
♦ K3 II ♦ 10982
♦ G86 ♦ 53
♦ 42 ♦ 8763
Suður
♦ KG
♦ Á65
♦ Á94
♦ KDG109
Vestur Norrtur Austur Sudur
— — PASS 1 LAUF
1 spaði 2 tinlar Pass 2 hjörtu
2spaðar 4 hjörtu Pass 4 ^rönd
Pass 5 tíjílar Pass 6 þfrönd
Pass Pass Pass
Laufopnun suðurs var eðli-
leg og tvö hjörtu hans síðar
gegndu því eina hlutverki að
krefja spilið. Fjögur grönd
spurðu um ása.
Vestur spilaði hlutlaust út
tígli. Suður var fljótur að af-
greiða spilið. Hann gaf sér að
vestur ætti ÁD í spaða og
hjartakónginn fyrir stögli sínu
og spilaði þannig: Tók slagina
á láglitina og endaði í blindum
í þessari stöðu:
Vestur Norður ♦ 8 ♦ DG ♦ 2 ♦ - Austur
♦ ÁD ♦ 7
♦ K3 II ♦ 1098
♦ - ♦ -
♦ - ♦ -
Suður
♦ KG
¥Á6
♦ -
♦ -
Spaðagosinn fór heima í
síðasta tígulinn og vestur var
þvingaður. Ef hann fer niður
á ásinn blankan í spaða er
honum spilað þar inn. Og fari
hann niður á kónginn blankan
í hjarta, ja, þá dettur hann í
ásinn.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á heimsmeistaramóti iands-
liða í Luzern í Sviss um daginn,
kom þessi staða upp í skák
þeirra Barbero, Argentínu, og
Keller, Sviss, sem hafði svart
og átti leik.
27. — Hxd4! 28. cxd4 c3og
’hvítur gafst upp, því hann
verður að gefa hrókinn fyrir
svarta frípeðið. Úrslit á þessu
fyrsta móti sinnar tegundar
urðu: 1. Sovétríkin 37 v. af 54
mögulegum, 2. Ungverjaland
34'á v. 3. England 30Vi v.
4—5. Frakkland og Rúmenía
28‘/i v. 6. Sviss 27'/í v. 7. Kína
27 v. 8. Argentína 25Vfe v. 9.
V-Þýskaland 23 'k v. 10. Afr-
íkuúrvalið7v.