Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 49

Morgunblaðið - 11.12.1985, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 49 r Söngskemmtun Stykkishólmi, 9. desember. í Stykkishólmi KÓR Snæfellingarélagsins í Reykja- vík heimsótti Stykkishólm í gærdag og hélt þar tónleika í Félagsheimil- inu. Kórinn er skipaður 28 söng- mönnum þar af 18 konum. Kórinn hefir æft í haust og vetur það sem af er undir stjórn Friðriks Kristins- sonar frá Stykkishólmi og var auð- heyrt að hann var í góðri æfingu. Undirleikari var Þóra Guðmunds- dóttir en bæði söngstjóri og undir- leikari eru Snæfeliingar. Þess má geta að kirkjukór Stykkishólms undir stjórn Jóhönnu Guömunds- dóttur tók þátt í þessari söng- skemmtun ásamt Jóni Svan Péturs- syni hljóðfæraleikara. Er ekki að orðlengja það að þessi söngskemrntun var öllum aðilum til stórsóma enda fögnuðu Hólm- arar þeim innilega. Söngskráin var mjög viðamikil og verk meistar- anna voru þar á meðal. Meðal laga var Allsherjar drottinn eftir César Franck og þar söng Friðrik söng- stjóri einsöng. Þá skiftust söng- stjórarnir á að stjórna söngnum. Að söngnum loknum ávarpaði Kúabændur áSuðurlandi: Átelja seina- gang ráðherra við ákvörðun svæðabúmarks STJÓRN Félags kúabænda á Suð- urlandi hefur sent landbúnaðarráð- herra bréf þar sem seinagangur í ákvörðun svæðabúmarks er harð- lega átalinn. Bréf kúabændafélagsins til landbúnaðarráðherra er svohljóð- andi: nStjórn Félags kúabænda á Suðurlandi átelur harðlega þann seinagang sem ríkt hefur við ákvörðun á framleiðslurétti ein- stakra búvöruframleiðenda á yfir- standandi verðlagsári. Nú þegar er liðinn fjórðungur yfirstandandi verðlagsárs án þess að fullvirðis- réttur framleiðenda sé þeim ljós. Stjórnin lítur þetta ástand mjög alvarlegum augum og skorar á landbúnaðarráðherra að hraða ákvarðanatöku í þessu máli.“ Leiðrétting frá sjón- varpsþýðanda f fræðslumynd um Halley-hala- stjörnuna sem sýnd var í sjónvarpi 3.12. fór ég sem þýðandi rangt með nafn halastjörnunnar. Ég hef ávallt notað o-hljóð og sagt „Hol- lei“ — sbr. t.d. enska orðið hall (frb. „hol"). Réttur enskur fram- burður þessa nafns er hins vegar „Hallei" — með venjulegu a-i. Svo tamur var mér fyrstgreindur framburður að ég tók ekki eftir framburði þular í frumútgáfu myndarinnar. Hlustendur eru beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum og hefur hann vonandi ekki orðið til þess að menn misstíga sig við framburð þessa hábreska nafns. Þá er rétt að geta þess, til að girða fyrir hugsanlegan misskiln- ing, að þar sem koma fram í ís- lenska textanum að Halley-hala- stjarnan hverfur sjónum manna í „rúma hálfa öld“ og í „tvo þriðju hluta úr öld“ er um að ræða til- raunir til að forðast endurtekning- ar. Umferðartími Halley- halstjörnunnar er 75-76 ár og er þá miðað við örfáa mánuði meðan hún sést berum augum. Á það er minnst í upphafi myndar og aftur síðar. Sé hins vegar reiknað með þeim tíma sem hún sést í öflugum sjónaukum má draga frá 6 til 7 ár. Taldi þýðandi sér óhætt að nota ofangreinda setningarhluta; skv. sinni málvitund. Ari Trausti Gudmundsson oddviti okkar, Ellert Kristinsson, kórfélaga í Snæfellingakórnum, þakkaði komuna og færði þeim til minja fána Stykkishólms. Minnt- ist hann tengsla burtfluttra og heimamanna og kvað bæði nauð- syn og gaman að halda þessum tengslum við. Hreppsnefndin bauð síðan komumönnum til kaffisam- sætis og var þar ánægjulegur fagnaður. Ég átti tal við nokkra kórfélaga sem voru bæði ánægðir og hrifnir yfir móttökunum, enda var vel mætt og viðtökur ljúf- mannlegar eins og gestirnir áttu skilið. Áður hafði kór Snæfellingafé- lagsins sungið á Ólafsvík og Grundarfirði á laugardag, var þetta því nokkuð strangur túr því lagt var af stað heimleiðis að söng loknum. Þess má að lokum geta að að- gangseyrir rann til hinnar nýju kirkjubyggingar í Stykkishólmi. Við þökkum fyrir komuna og góðan söng. Árni MABJOÐAÞER SKAITFRIA15A TEKNJHÆKKUN? TEKIUHÆKKUN Þú getur hœkkað tekjur þínar af innstœðum á bankareikningi með þvfað fœra féð yfirá Öndvegisreikning með 18 mánaða bindingu. Öndvegisreikningur gefur af sér hœrri vexti en allir aðrir inniánsreikningar, nema um lengri binditíma sé að rœða. SKATTFREISI Vaxtatelqur af sparifé eru skattfrjálsar skv. lögum. Ráðgjafinn í Útvegsbankanum sýnir þér hvernig þú ferð að. \ GYLMIfVStA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.