Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 52

Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 Minning: Kristján Ellert Kristjánsson verkstjóri Fæddur 9. desember 1930 Dáinn 30. nóvember 1985 í gær var til moldar borinn tengdafaðir minn, Kristján Ellert Kristjánsson, sem lést síðasta dag nóvembermánaðar eftir stutta sjúkdómslegu. Banamein hans var óvenjulega illkynja lungnakrabba- mein. Ellert var fæddur í Hafnarfirði 9. desember 1930 og var því aðeins 54 ára, er hann lést. Foreldrar hans voru Kristján Björgvin Sig- urðsson (f. 1903), ættaður af Álfta- nesi og úr Landeyjum, og kona hans Jóhanna Elínborg Sigurðar- dóttir (f. 1902), húnvetnskrar ætt- ar. Þau áttu sex börn: Ríkarð (f. 1925), Skarphéðin (f. 1927), Sigur- laug (f. 1929), Ellert, Hrefnu (f. 1932) ogDúfu(f. 1934). Ellert missti föður sinn, er hann var aðeins sex ára gamall, en Kristján, sem var sjómaður, lést af slysförum í siglingu til Þýska- lands. Elsti bróðirinn var þá 12 ára og yngsta systirin tveggja ára. En ekkjunni tókst að halda fjöl- skyldunni saman bæði af eigin rammleik og með hjálp góðra manna. Synirnir lögðu einnig sitt af mörkum strax og þeir gátu vettlingi valdið með sumarvinnu á skólaárunum og síðan sjómennsku fljótlega eftir fermingu. Á heimil- inu var einnig öldruð tengdamóðir Jóhönnu, Ráðhildur, fram til 1951. Þetta voru krepputímar og ólst Ellert upp samkvæmt boðorðinu: Guð hjálpar þeim, sem hjálpa sér sjálfir. Bar hann þess merki upp frá því. Bað hann sjaldan um hjálp annarra, en var ætíð tilbúinn að rétta öðrum hjálparhönd, enda verkmaður góður, þótt hann flagg- aði því ekki. Verkin töluðu sínu máli. Sextán ára kynnist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jóhönnu Ernu Kristjánsdóttur (f. 1929) og tveimur árum síðar stofnuðu þau heimili í Hafnarfirði, þar sem þau bjuggu ætíð síðan. Jóhanna var vestfirskrar ættar frá Bolungar- vík. Faðir hennar var Kristján Hálfdánarson (f. 1892) útgerðar- maður og skipstjóri. Var hann og athafnamaðurinn Einar Guðfinns- son bræðrasynir, og áttu á sínum tíma saman lshúsfélagið í Bolung- arvík ásamt fleirum. En Kristján dó ungur, 1933, þegar Jóhanna var aðeins 4 ára. Móðir Jóhönnu var Ingibjörg Kristín Guðjónsdóttir (f. 1893), en hún lést 1942. Stuttu síðar flyst Jóhanna til Hafnar- fjarðar, þar sem hún bjó hjá Jóna- tan bróður sínum, þar til hún stofnaði sitt eigið heimili. Þau Ellert og Jóhanna eignuðust sjö börn, sem öll eru uppkomin. Þau eru: Jóhanna Kristjana, skurð- hjúkrunarfræðingur (f. 1948), gift Sigurði V. Sigurjónssyni, lækni. Þau eiga tvo syni. Gísli, vélvirki (f. 1949), kvæntur Svanhvíti Magn- úsdóttur, leirkerasmið og lista- konu. Eiga þau tvær dætur og einn son. Hafsteinn, rafeindavirki (f. 1951), kvæntur Vilborgu Elísdótt- ur, sjúkraliða, og eiga þau tvo syni. Kristján, símsmiður (f. 1954). Hann á eina dóttur. Freyja, hús- móðir (f. 1955), gift Friðsteini Vigfússyni vélstjóra. Þau eiga einn son og eina dóttur. Sigurlína, sjúkraliði (f. 1957), gift Þórði Við- arssyni, líffræðingi, og eiga þau einn son. Ráðhildur heimasæta, barnlaus. Afkomendur Ellerts eru því 18. Eins og bræður hans hóf Ellert sjómennsku ungur, fljótlega eftir skyldunám, 15 ára gamall. Hann byrjaði með Skarphéðni bróður sínum á togara, og voru þeir síðan mikið saman á skipum. Var Ellert á togurum fram til 1954, er hann byrjaði að vinna í landi, en hélt þó áfram á vertíðarbátum þar til 1967. í landi vann hann hjá Jóni Magnússyni í Hafnarfirði, fyrst í steinullarverksmiðju, en síðan við smíði rafgeyma til ársins 1980. Hann stofnaði þá eigið rafhleðslu- verkstæði og vann við það í eitt ár, þar til hann gerðist flokkstjóri hjá Rafveitu Hafnarfjarðar, þar sem hann vann til dauðadags. Ellert var ákaflega dulur maður, sem hvorki bar sorgir sínar á torg né dró hæfileika sína að húni. Hann var fámáll og hlédrægur í margmenni, en í þröngum hópi vina ræðinn og gat haft mjög ákveðnar skoðanir, sem hann breytti ekki, þótt á þeim byldu rökhryðjur miklar. Hann var ekki lauslátur í skoðunum, þótt hann væri opinn fyrir hugmyndum annarra. Ég get ekki sagt, að ég hafi kynnst Ellert neitt að ráði, fyrr en í þau þrjú skipti, sem hann heimsótti okkur til Svíþjóðar. Sér- staklega minnist ég samveru- stunda okkar, þegar við tveir einir skeggræddum um heima og geima yfir kaffibolla eða glasi með þeim drykk, sem bannaður er á íslandi, vegna þess að spekingar telja hann ekki nógu sterkan. Það var áber- andi, hve fróðleiksþyrstur hann var og opinn fyrir nýrri vitneskju um allt milli himins og jarðar. Þessi rólegi maður gat þá orðið ákafur, og á milli þess, sem hann hlustaði af athygli, rigndi yfir mann spurningum eða umyrðing- um, er sýndu hve klaufalega maður komst að orði og götótt frásögn manns var. Mér kom oft í hug, hver framtíð þessa manns hefði orðið, hefði hann tilheyrt minni kynslóð, sem sjálfkrafa var sett á færiband menntakerfisins. Ellert var ekki trúaður í venju- legum skilningi þess orðs, en hann trúði á þjóðfélagslegt réttlæti. Þess vegna var hann tryggur og sannur sósíalisti alla ævi. En eins og flestir íslenskir sósíalistar var hann jafnframt einstaklings- hygRjumaður. Var þetta rökrétt með þann bakgrunn, sem hann hafði. Hver einstaklingur fengi þau laun, sem þeir ættu skilið fyrir þau störf, sem Ellert kallaði vinnu. Og hann vildi líka, að þjóðfélagið hjálpaði þeim, sem hjálpuðu sér sjálfir. Þegar við vorum ósammála í stjórnmálum, og ég beitti öllum þeim rökum, sem ég réð yfir, sagði hann oft brosandi og hálfafsak- andi: „Ég veit, að allt þetta, sem þú segir, er rétt, en samt rangt." Mér finnst þessi orð endurspegla það, að þótt veröldin sé rökræn, þá er hún líka, eins og listin, fögur. Og setji maður veröldina í slíkt samhengi, vefst flestum tunga um tönn, þar eð við upplifum flest fegurðina, en eigum erfitt með að skilja, skilgreina og yrða hana. Ellert hafði nefnilega listrænan neista, sem gerði honum kleift t.d. að njóta tónlistar. Þeirri fegurð, sem hann upplifði þar, fengu orð hans ekki lýst, og þess vegna var það jafn fánýtt að rökræða það við jafn ósöngvinn og ólagvissan mann og mig. Sama gilti um hrynjand- ann í þjóðfélagsmálum. Þar var hægt að hafa rétt fyrir sér rökrænt sagt, en rangt fagurfræðilega séð. Ef rökin voru ekki samhljóma hrynjanda lífsins, þá fengu þau engan hljómgrunn hjá Ellert. Það voru þrjár lífsnautnir, sem Ellert leyfði sér, fyrir utan þá, sem var fjölskyldulífið. En það var að hlusta á góða tónlist, einkum söng. Annað var silungsveiði með flugu- stöng. Það þriðja var breska knatt- spyrnan í sjónvarpinu. Hetjur í huga Ellerts voru söngvarar eins og Jussi Björling, Pavarotti og Kristján Jóhannsson, knatt- spyrnustjörnur eins og Ásgeir Sigurvinsson eða einn besti stang- veiðimaður landsins, mágur hans Kolbeinn Grímsson. Það sem hann dáði hjá þessum mönnum voru þeir hæfileikar að geta beitt huga og holdi á þann fíngerða hátt, sem flokkast undir list og hrynjanda lífsbaráttunnar. Alvarlegir sjúkdómar koma oft eins og þjófar að nóttu. Er þetta vindurinn, sem gnauðar við gluggann, skrjáfið í laufinu eða óboðinn gestur? spyr maður sjálf- an sig. Og svarið er gjarnan hið fyrstnefnda, enda oftast rétta svarið. En einn góðan veðurdag vaknar maður við það, að rán hefur verið framið, heilsan er farin. Ég held, að Ellert hafi sl. vor grunað, hver var kominn í heimsókn, þegar hann tók skyndilega þá ákvörðun að þiggja gott boð mágkonu sinnar og svila, Sigurlínu og Ásgeirs Valhjálmssonar, að fara í sumar- ferð með þeim til S-Þýskalands, með þeim orðum, að ekki væri víst, að hann fengi annað tækifæri. Þegar hann kom úr ferðinni bar hann merki þess sjúkdóms, sem dró hann til dauða. En meðan heilsan leyfði, lifði hann í róman- tískum ævintýraheimi Wagners og Loðvíks annars Bæjarakonungs, í minningum um ferðina. Eftir starfsama ævi hafði Ellert eignast stóra samheldna fjöl- skyldu. Börnin voru að vísu flest flogin úr hreiðrinu, snotru ein- býlishúsi, sem hann hafði byggt að miklu leyti sjálfur í frístundum. Það stendur á Hvaleyrarholti, þar sem útsýnið er hvað fegurst við Faxaflóann á þeim árstíma, er Snæfellsjökul ber við rauðan kvöldhimininn úti við sjónarrönd. Þetta var sú mynd, sem blasti við augum Ellerts, þegar hann sat á þeim stað, er hann unni mest, í horninu sínu í stofunni. f for- grunni var ytri höfnin, þar sem bátarnir komu og fóru. Þessa mynd hefði hann kosið að hafa á nethimnu augans, er hann kvaddi þennan heim. Mér var oft hugsað til þess, þegar hann lá banaleguna, að hann væri í svipuðum sporum og Gunnar á Hlíðarenda var, er hann stóð á Gunnarshólma og leit bleika akra og slegin tún, mynd síðsumarsins. Það var líka síðsum- ar í lífi Ellerts, er hann féll frá. Hann var búinn að heyja, en korn- ið var óskorið. Báðir vissu, að ör- lögin voru ráðin. En þar eð Gunnar var bóndi, kaus hann Hlíðarenda. En Ellert var sjómaður, og því valdi hann hafið. Hann tók ekki í þau stuttu hálmstrá, sem að hon- um voru rétt, heldur lagði æðru- laus árar í bát og lét sig berast með markarfljóti að feigðarósi, og bátinn bar hratt. Þegar hann nálg- aðist ósinn óðfluga og heyrði t Móöir okkar og tengdamóöir, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSOÓTTIR, frá Bolungarvík, andaöist í Sjúkrahúsi Akraness hinn 9. desember. Ásta Árnadóttir, Árni Árnason, Steinunn Þóröardóttir, Þorvaldur Árnason, Ólafía Friöriksdóttir, Matthildur Árnadóttir, Pálmi Sveinsson, Guömunda Hafstein Árnadóttir, Kristján Sigurgeirsson, Baldvin Árnason, Ása Gunnarsdóttir. t Hjartkær móöir okkar, STEINUNN MAGNÚSDÓTTIR, Reynihvammi 25, Kópavogi, lést aö morgni 10 þ.m. á gjörgæslu Landakotsspítala. Fyrir hönd aöstandenda. Jóhanna Bóel, Magnea og Svava Siguróardætur. t Fósturmóöir okkar, SIGRÍDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar láti Hrafnistu í Reykjavík njóta þess. Halla Pálsdóttir, Hallgrimur Guðmundsson. t INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON, Laugateigi 15, Reykjavík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 12. desember kl. 13.30. Kristjana Kristjánsdóttir, Guðrún Þórunn Ingimundard., Jón Bergmundsson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, ODDUR E. KRISTINSSON skipstjórl, Grenimel 17, lést þann 10. þm. Stefanía Jósafatsdóttir og synir. t Eiginmaöur minn og faöir, KNUT LANGEDAL, Þórsgötu 15, Reykjavík, lést í Landspítalanum 8. desember 1985. Kristjana Einarsdóttir Lengedal, Bertha Lengedal. t Þökkum auösýnda samúó og vináttu viö andlát og útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, AOALBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR frá Borgarfirói eystra. Börn tengdabörn og barnabörn. t Þakka hjartanlega starfsfólki Borgarspítalans vinum og vanda- mönnum vinsemd þeirra í veikindum og viö útför eiginmanns míns, JÓHANNSHELGASONAR Laurantze Johanne Helgason. Laugarnesi. t Þökkum innilega sýnda samúó og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, sonar og bróður, ÞÓRARINS KRISTJÁNSSONAR, Brunnum 22, Patreksfiröi. Óóinn Þórarinsson, Kristín Elínborg Þórarinsdóttir, Elinborg Þórarinsdóttir, Páll Janus Pálsson, systkíni hins látna og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.