Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 54

Morgunblaðið - 11.12.1985, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. DESEMBER1985 '* ffclk í fréttum René skilur ekkert í þessum vinsældum Gordon Kaye varð skyndilega frægur og vinsæll meðal kvenna þegar hann tók að sér hlutverk frakk- ans René i sjónvarpsþáttunum „Allo“ „Allo“ sem íslenskir sjónvarpsáhorf- endur hafa fengið að líta augum. Og líklega er enginn jafn hissa á vinsæld- unum og Gordon sjálfur sem segir: „Frakkar hljóta bara að hafa aðdrátt- arafl fyrir kvenfólk. Ég skil ekkert í þessum vinsældum. Það virðist ekki skipta máli hve feitur og klunnalegur René er, kvenfólkið fellur í hrönnum fyrir persónuleikanum. Ég hélt að það væri verið að gera grín að mér til að byrja með þegar byrjað var að kalla mig kyntákn, en ég verð víst að fara að gera mér það ljóst að René hefur eitthvað sérstakt við sig.“ Gordon er ógiftur og að hans sögn á hann ekki einu sinni kærustu eða hjákonu eins og René á í þáttunum. Ekki er hægt að ásaka Gordon um að reyna að fegra sjálfan sig því ekki er við það komandi að fá hann til að sminka sig áður en farið er í upptökur eða eins og hann segir: „Þeir kvarta yfir því að mega ekki klína einhverju framan í mig en hvað er gaman að því að koma fram í sjónvarpi og líta út eins og þroskuð ferskja ...“ PÁLMIJÓNSSON OG ÓSKAR BJARTMARS Einu stofnfélagar Fáks sem eru á lífí egar hið nýja félagsheimili hestamannafélagsins Fáks í Elliðaárdal var vígt með mikilli samkomu kom Sigurður Sig- mundsson ljósmyndari auga á tvo aldna heiðursmenn, sem voru mættir til vígslunnar. En þeir eru einu stofnfélagar Fáks, sem enn eru á lífi, Óskar Bjartmars og Pálmi Jónsson, sem hér sjást á myndinni. Þeir eru heiðurs- félagar Fáks, enda hafa þeir lagt félaginu mikið til í 60 ár. Óskar er 91 árs gamall og Pálmi 83, en aldurinn hindrar þá ekki í að gleðjast með félögum sínum, hestamönnum í Reykjavík, yfir þessum áfangasigri í sögu félags- ins, vígslu hins stóra félags- heimilis sem þeir segja myndar- legt átak. Hestamannafélagið Fákur var stofnaða 1922 og kvaðst Pálmi hafa sótt allar árs- hátíðir félagsins síðan og a.m.k. flestar kappreiðar félagsins, var enda alltaf dómari eða starfs- maður lengi framan af. Báðir áttu þeir alltaf reiðhesta og Óskar hafði einnig kindur. Þegar samþykkt er á þingum hestamanna að skora á yfirvöld að láta leggja sérstaka reiðvegi þá minnist Pálmi þess að þetta fámenna félag Fákur ruddi sjálft á árinu 1923 reiðveg úr bænum og upp á Kolviðarhól. Kom sá vegur sér vel fyrir hestamenn þar til Bretarnir komu á stríðsár- unum og girtu með gaddavírs- flækjum eða grófu hann í sundur, svo að óvinurinn gæti ekki nýtt hann til að komast leiðar sinnar ef til átaka kæmi. Kóngafólk eir voru ekki yfir sig hrifnir af myndatökunni ungu prins- arnir Guillaume sem er fjögurra ára og Felix sem er eins og hálfs árs. Foreldrarnir Henry erfðaprins í Lúxemborg og konan hans Maria- Teresa höfðu leyft ljósmyndurum að koma og taka myndir af fjöl- skyldunni og öll tiltæk ráð voru brúkuð til að reyna að friða pilt- ana. Það reyndist þó hægara sagt en gert eins og myndin ber með sér. HRINGBORÐSVIKI sem ár hvert færa borgarbúum jólatré I Að Jh s.su sinni komu ekki bara ein hjón til að afhenda tréð heldur á annan tug fólks, um tíu meðlimir með maka, í tilefni þess að þetta er tuttugasta jólatréð scm til landsins kemur frá þessum vinurn okkar í Þýskalandi. tuttugu ár hefur það verið ríkj- andi siður að Reykvíkingar hafa hlotið jólatré að gjöf frá hópi sem kallar sig Hringborðsvíking- ana og jólatrénu er ávallt komið upp við Hafnarbúðir. Til að for- vitnast dálítið nánar hverjir það í rauninni eru sem standa að baki sendingunni var spjallað við Werner Hoenig fyrrverandi yfir- mann Loftleiða og síðar Flugleiða í Hamborg. „Við höfum alltaf verið á bilinu 30 til 35 sem staðið höfum að þessu og við eigum það sameiginlegt að vera á einn eða annan máta tengd- ir hafinu eða sjómennsku en erum nú starfandi í landi. Við komum úr ýmsum störfum sumir frá fjöl- miðlum og einnig eru meðal okkar hótelstjórar, skipamiðlarar, hafn- arstjórar, þingmenn á Sambands- þinginu í Bonn, ræðismenn og fleiri. Hingað til hefur verið lítið um að meðlimirnir tali íslensku, þó hefur einn nýlega gengið til liðs við okkur, David Vilhelmsson, og hann er íslendingur. — Við byrjuðum að hittast árið 1960 og þá reglulega einu sinni í mánuði og gjarnan á veitingastað. Þar skeggræðum við, fyrirlesarar koma og þá annaðhvort sérfræð- ingar í skandinavískum málum eða menn frá Norðurlöndunum. — Eini reglulegi viðburðurinn hjá okkur er þessi árlega jólatré- sending til Reykjavíkur og höfum við mjöggaman af því. Þetta með jólatrén er þannig tilkomið að Hans Hermann Schlúnz fréttamaður sem hefur alltaf haft mikinn áhuga fyrir íslandi var að fræða mig um ís- land einu sinni, enda mjög vel að sér um land og þjóð þó að á þeim tíma hefði hann aldrei komið til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.