Morgunblaðið - 15.12.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 15.12.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 Fyrirboði jóla nútímans, auglýsingaflóðið, tekur að dynja á fólki í lok nóvember. I desember eru menn á arki fram og aftur um bæinn, álútir strita þeir móti köldum vetrar- vindum með hugann fullan af vangaveltum um hvort peningarnir nægi til að gefa þessum þetta og hinum hitt. Auglýsingamyndum bregður fyrir, skemmtilegir hlutir, gagnlegir hlutir, glæsilegir hlutir, sumt er hægt að kaupa út á krítarkort. Ekki má gleyma að- ventuljósum og krönsum, enskum jólakökum hráblautum af sherrýi og alls kyns smákök- um og svo eru það fötin, í einhverju verður fólk að vera um hátíðina. Tískan í dag er harður húsbóndi og krefst snöggra umskipta. í bjarma blikkandi neonljósa sem ná ámóta vegalengd út í myrkrið og gjallandi hljómar popptónlistar sem berast út um opnar dyr á hljómplötuverslun verður sú hugsun áleitin að ef til vill leitum við lagt yfir skammt, einfaldleikinn sé á hröðu undanhaldi. Fyrir hugskotssjónum mínum sé ég hálffúið prik liggja í umkomuleysi á hlaðinu fyrir utan eyðilegt prestsetur á eyju vestur á Breiðafirði. Göt höfðu verið söguð í prikiö og í sumum þeirra voru enn litlar þverspýtur. I»að héngu á þessum gráfölu og fúnu spýtum tætlur af brúnleitu lyngi, sem fyrir óralöngu hefur borið ber í íslenskum móum undir hlýrri síðsumarsól. Ég sá þessar rytjur af heimasmíðuðu jólatré liggja fyrir utan Klausturhóla í Flatey í fyrra- vor, hljóðan vitnisburð um jólahald þeirra sem eitt sinn bjuggu í þessu gamla prests- húsi, þar sem nú gnauða vindar við holar gluggatóftir og ryðbrunnar járnplötur. Voru jólin þeirra mikið frábrugðin okkar jólum? Og hvernig voru jólin hjá þeim sem bjuggu á eyjunum þar í kring, t.d. Svefneyj- um, Hvallátrum og Hergilsey? TEXTI: GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR Dagbjört Þórðardóttir 18 ára í vist í Reykjavík. Jólí Hergilsev Rætt við Dagbjörtu, dóttur Þórðar Benjamínssonar, síðasta ábúandans á eynni í Reykjavík búa nokkur af börn- um síöasta ábúandans í Hergilsey, Þórðar Benjamínssonar, sem nú er nýlega látinn. „Veturinn í Hergilsey var lang- ur. Það var lítið ljós í skammdeg- inu nema olíulampar, rafmagn kom árið 1937 frá vindrafstöð, til ljósa, það var geysilega mikill munur." Það er Dagbjört Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur, ein dætra Þórðar Benjamínssonar, sem hefur orðið. 1 breiðleitu og svipmiklu andliti hennar fá augun hlýjan glampa þegar hún rifjar upp löngu liðin ár er hún var barn við Breiða- fjörðinn. „Hergilsey er lítil eyja og í vondum veðrum gengur sjór yfir eyjuna og á veturna voru veður oft slæm. En ég minnist líka góðu dagana, þegar snjór var yfir öllu og stillur, þá var fagurt að sjá til lands. Á slíkum dögum vorum við systkinin oft að draga hvort annað á sleða sem pabbi smíðaði. Ég var þriðja elst í stórum systkinahópi. Ég var hálfs þriðja árs þegar ég kom í Hergilsey. Ég fæddist að Granda í Arnarfirði árið 1921. Pabbi var ekki vanur eyjabú- skapnum. Hann fór barn úr Flatey og ólst upp á Auðshaugi á Hjarðar- nesi. Eftir að hann giftist móður minni, Þorbjörgu Sigurðardóttur, árið 1918, settust þau að í Hvammi hjá foreldrum hennar um tíma, þaðan fóru þau til Arnarfjarðar, en þar fiskaðist illa þau árin og þá fluttum við út í Hergilsey. Pabbi fékk ekki ábúð þar fyrsta árið en fór strax á sjóinn. Við fengum til að byrja með inni hjá Árna Einarssyni og Guðbjörgu Jónsdóttur í Suðurbæ. Þau bjuggu á móti Snæbimi Kristjánssyni á Hergilsey. Fljótlega fluttum við í Neðstabæ en nokkru seinna fluttu Árni og Guðbjörg í Sauðeyjar og þá fengum við Suðurbæ til ábúðar. Þar man ég fyrst eftir mér. Bær Snæbjarnar var alltaf ka.ll- aður Efstibær. það var stórt timb- urhús en fjarskalega kalt á vetr- um. Hjá okkur í Suðurbæ var hlýrra enda var bærinn að hluta til byggður úr torfi oggrjóti. Við höfðum tvö herbergi uppi og þrjú herbergi og rúmgott eldhús niðri. Það var icynt með kolum, mó ojg öðru-som til féll og seinna var sett miðstöð í húsið útfrá elda- vélinni. í eldhúsinu var miðstöð heimil- islífsins. Við vorum oft átta til tíu í heimili, alls urðum við systkinin sextán, en þau eldri voru farin að heiman þegar þau yngstu fæddust. Jólin í Hergilsey voru að ýmsu leyti töluvert frábrugðin þeim jól- um sem við þekkjum núna. Viku fyrir jól fór mamma að baka, hún bakaði alltaf þrjár sortir af smá- kökum, jólaköku og kleinur og svo fjórlaga randatertu. Hún bakaði ekki laufabrauð en hún bakaði alltaf hveitikökur steiktar í feiti, svokallaða parta. Amma mín í Flatey bakaði hinsvegar alltaf laufabrauð. Það va fastur liður að borða skötu á Þorláksmessu. Venjulega slátraði pabbi kind daginn fyrir Þorláksmessu. Á aðfangadag klukkan þrjú var borðuð kjötsúpa en haft súkkulaði og kökur um kvöldið, þegar pabbi var kominn frá að sinna skepnunum, mamma búin að mjólka og búið var að lesa jólaguðspjallið. Það voru afskaplega litlar jóla- gjafir. Við fengum alltaf einhver ný föt, við stelpurnar kjóla eða svuntur sem mamma hafði saum- að. Við áttum alitaf góð spariföt systkinin. Við fengum líka kerti og saman fengum við oft tvenn spil. Við reyndum svo að geyma spilin eins vel og við gátum. Ég man ekki til að mamma eða pabbi fengju neinar jólagjafir. Við máttum ekki spila fyrr en á jóladag og á annan í jólum. Á jóla- dag borðuðum við hangikjöt, svo fórum við, allir krakkarnir í Her- giisey, í jólaleiki og einhver full- orðin með. Við vorum, þegar ég var lítil stelpa eitthvað um tíu talsins, krakkarnir í eyjunni. Við fórum í feluleiki og slíkt, þetta voru innileikir, óskaplega spenn- andi fannst okkur. Áramót Á gamlárskvöld var ailtaf brenna, þá var brennt drasli sem borið hafði verið uppá Kríuhól. Þaðn sást bálið frá öllum bæjun- um. Við trúðum á álfa og huldufólk og það var mikið af slíku í eynni. Ég sá aldrei neitt en sumir, t.d. þeir sem smöluðu inn í Hróaldsey, fundu jafnvel pönnukökulykt við Grástein, stóran stein sem þar var. Þessu lík voru jólin og áramótin á eyjunum í kring, nema í Flatey þar var meira um að vera. Þar var svo margt fólk sem heimsótti hvert annað og svo voru haldnar þar jólaskemmtanir í skólanum, en við krakkarnir í Hergilsey fórum aldr- ei neitt um jólin. Það þótti ekki gerandi að vera að fara slíkt í háskammdeginu. Þá voru bátarnir líka minni en seinna varð. Ég var ein áramót hjá ömmu minni í Flatey, Guðríði Sigurðar- sínum kassa en amma eldaði há- degismatinn. Heimasmíðað jólatré Við höfðum alltaf heimasmíðað jólatré sem pabbi smíðaði. Þegar ég var smákrakki sendi frændi okkar í Reykjavík okkur jólaskraut til að setja á tréð. Pabbi hugsaði venjulega fyrir því í síðustu leitum að koma með lyng og einiberja- greinar sem hann svo batt á spýtu- tréð. Okkur systkinunum fannst þetta voðalega fallegt tré þegar búið var að skreyta það með mislit- um kúlum og fuglum og kramar- húsum. Við bjuggum svo til jóla- körfur úr mislitu bréfi. Það var líka til englahár sem sett var á tréð. Það var passað vel uppá jóla- skrautið að geyma það, því það áttum við öll árin í Hergilsey. Klemmur voru settar á greinar trésins og kerti í. Svo var kveikt á kertunum á aðfangadagskvöld, en bara þá, því eldhættan var svo mikil. Við gengum í kringum jólatréð og það voru sungnir jólasálmarnir. Heima hjá okkur var ekkert hljóð- færi en mamma hafði yndi af söng og söng mikið við vinnuna og við Fjölskyldan í Vesturbúðum í Flatey í sumar sem leið. Frá vinstri: Þórður Benjamínsson, Þorbjörg Sigurðardóttir, Valborg Elísabet Þórð- ardóttir, Björg Þórðardóttir, Dagbjört Þórðardóttir og Vigfús Egilsson. Ljósm. Benedikt Jónsson Dagbjört og nokkur af systkinum nennar í Hergilsey f.v. efri röð: lagbjört, Björg, Higurður. Næsta röð: Benjamín, 'írla Guð- rnundsdóttir, .\ri, Vuður ag Sigríður "irefna fremst dóttur sem bjó í innsta húsinu á eyjunni, Einarshusi. Hún hafði fyrir sið að skammta sínu heimilisfólki mat í kassa fyrir jólin, sem það gat svo farið í eftir vild. í hverjum kassa var hangikjöt, lundabaggi, smjör og harðfiskur (íða Júðuriklingur. Ég fékk einnig lítinn kassa með mat í þessi ára- inót og þótti þetta mikið ólíkt því sem ég var vön að heiman frá mér. Á kvöldin borðaði svo hver úr krakkarnir sungum líka. Mamma var ung stúlka í vist á Auðshaugi hjá Valborgu Elísabetu Þorkelsdóttur og Sigurði Pálssyni. Valborg var glaðlynd og vinsæl kona, hún samdi vísur og ljóð um börnin sín og iög við, sem mamma var seinna að nyngja fyrir okkur krakkana heima í Hergilsey. Á Auðshaugi lærði mamma líka liandavinnu, útsaum og íatasaum. Mamma saumaði og prjónaði allt -á sitt heimilisfóil:. M var lieldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.