Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 „Færeyskan á í vök að verjast“ — segir Jóhan Hendrik Poulsen, lektor og oröabókarritstjóri við Foroyamálsdeild Fróðskaparseturs Foroyja Samkvæmt heima- stjórnarlögum er færeyska viður- Keifríd sem aðalmál í landinu, en Færeyingar verða að vera vel að sér í dönsku, sem er jafngild færeyskunni í öllum opinberum málum. Fram til ársins 1938 var ekki leyfilegt að kenna á fær- eysku í skólum landsins, þó nokkrir kennarar kenndu alltaf á móðurmáli sínu. Þrátt fyrir þessa stöðugu nálægð dönskunn- ar var færeyskan alltaf talmál þjóðarinnar og hélt einkennum sínum. Þetta má án efa að miklu leyti þakka því að kvæði og aðrar þjóðlegar hefðir gengu á milli kynslóða. En færeyskan á í vök að verjast og við verðum að vera á varðbergi." Þetta eru orð Jó- hans Hendriks Poulsen, lektors og orðabókarritstjóra við Faroyamálsdeild Fróðskaparset- urs Feroya, en hann flutti í síð- ustu viku tvo fyrirlestra í boði heimspekideildar Háskóla ís- lands, Félags íslenskra fræða og íslenska málfræðifélagsins. Fyr- irlestrarnir fjölluðu um fær- eyska málrækt og færeysk mannanöfn og voru fluttir á ís- lensku, en Jóhan Hendrik lagði stund á íslensku við Háskóla íslands á árunum 1960-1962. Hann var fenginn til að segja frá málræktarstarfi í Færeyjum og stöðu færeyskunnar. „Við siðaskiptin féll færeyska niður sem ritmál. Biblían, sálmar og aðrir trúartextar voru ekki þýddir yfir á færeysku og smám saman tóku danskir prestar við af færeyskum. Brátt voru allir textar skrifaðir á dönsku, jafnvel persónuleg sendibréf. Færeying- ar gátu ekki skrifað sitt eigið mál. Það er lítið til af ritum frá því fyrir siðaskipti, en þau sem til eru sýna að málið var líkt því máli sem talað var í Noregi og á íslandi á sama tíma. Frá siða- skiptum var danska þannig rit- mál í Færeyjum og það var ekki fyrr en um 1770 sem maður að nafni Jens Christian Svabo (1746-1824) byrjaði að safna orðum úr færeysku talmáli. Þetta gerði hann e.t.v. fyrir áhrif frá Islendingum, sem hann kynntist í Kaupmannahöfn, og voru miklir áhugamenn um verndun tungunnar," segir Jóhan Hendrik er hann rekur málsög- una. „Jens Christian Svabo safnaði fyrst og fremst kvæðum og orð- um úr mæltu máli. Hann bjó til nokkur orðabókarhandrit þar sem færeysku orðin eru þýdd yfir á dönsku og latínu, en einnig er víða vitnað í íslensku. Svabo trúði því ekki að færeysk tunga myndi lifa af og skrifaði einhvers staðar að hún væri gerspillt og svo menguð að ekki væri hægt að bjarga henni nema ef leitað væri til íslenskra handrita til þess að finna þar það sem tapast hafði úr orðaforðanum. Þetta taldi hann samt sem áður vera óframkvæmanlegt í rauninni, því fólkið myndi án efa hafna þess- um orðum. Svabo segir í ritum sínum að hann hafi unnið þetta verk til að fólk gæti í framtíðinni séð hvernig færeysk tunga hefði verið. Það var svo hundrað árum síðar sem Færeyingar gerðu það sem Svabo hafði fundist óhugs- andi að hægt yrði að hrinda í framkvæmd. Þetta byrjaði fyrir alvöru þegar fyrsta færeyska blaðið, Foringatíðindi, fór að koma út árið 1890. Aðstandendur blaðsins höfðu það að aðalmark- miði sínu að fá færeyskuna aftur í kirkju, þing, skóla og í raun alla staði í þjóðfélaginu." Færeyskt ritmál búið til Jóhan Hendrik segir frá því að í millitíðinni hafi það gerst að maður að nafni V.U. Hamm- Jóhan Hendrik Poulsen við Norræna húsið í Reykjavík ershaimb (1819-1909) hafi búið til færeyskt ritmál. „Þetta gerði hann með aðstoð Jóns Sigurðs- sonar, forseta, en þeir voru þá I Kaupmannahöfn. Færeyska er vestur-norrænt mál, náskylt ís- lensku og nokkrum mállýskum á vesturströnd Noregs. Þó tals- verður munur sé á íslensku tal- máli og færeysku, er það ritmál sem Hammershaimb á heiðurinn af nokkuð líkt íslensku ritmáli og hefur jafnan þótt eðlilegt að leita orða í íslenskunni, sem og nýnorsku. Þetta er ein leið til að þróa nútímafæreysku. Við tökum þá ekki endilega orð beint úr íslensku, heldur getur íslenska orðið hjálpað okkur við að finna rétta orðið í færeysku. Aðalleiðin er að sjálfsögðu að búa til nýyrði úr okkar eigin orðaforða. Forn orð eru þá oft endurvakin og fá þá stundum nýja merkingu." Jóhan Hendrik segir að fær- eyskan eigi í vanda vegna er- lendra máláhrifa. Til dæmis séu ekki allar kennslubækur á fær- eysku í efri bekkjum grunnskól- anna. Þar eru notaðar danskar bækur, en nemendur í færey- skum skólum læra dönsku frá þriðja námsári og kunna hana því vel. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að það sé nauðsyn- legt fyrir Færeyinga að kunna dönskuna vel — og það hefur lengi verið aðaltilgangur fær- eyskrar málræktar að benda á mörkin milli dönsku og fær- Hér eru til fróðleiks nokkur nýyrði úr færeysku: Orð mynduö á Orö fengin úr íslensku færeyskum grunni eða gerö aö ísl. fyrirm. kollvelting: bylting Tekni :tækni snyril: gormur umhvervi: umhverfi mýl: sameind, mólekúl sáttmáli: samningur flogfar: flugvél fjeimióil: fjölmiöill flogbóltur: biak legfroöi: lögfræöi kykna: fruma verkfreöi: verkfraaöi tyrla: þyrla eysku. Til þess að fólk greini þarna á milli verður það að þekkja dönskuna vel.“ „En þessi barátta er ekki auð- veld. Það er til dæmis lítið gefið út af færeyskum barna- og ungl- ingabókum. Þeir fordómar eru ríkjandi að færeyskar barna- og unglingabækur séu leiðinlegar. Erlendar bækur líta betur út og sömu sögu er að segja um öll erlendu blöðin með teiknimynda- sögum og þvíumlíku. Það er ólíku saman að jafna að koma inn í færeyska bókabúð eða íslenska. í Færeyjum eru færeysku bæk- urnar úti í horni og lítið ber á þeim á meðan þær erlendu skipa heiðurssess. Við erum fámenn þjóð og höfum því miður ekki efni á að þýða erlendar bók- menntir í neinum mæli. Það má því kannski segja að við séum eins konar þróunarland á þessu sviði. Það er lán að ekki fór fyrir færeyskri tungu eins og systur- tungu hennar á Hjaltlandi, en hún dó út á 18. öld.“ Danskt efni yfirgnæfandi í sjónvarpinu Tvö ár eru frá stofnun sjón- varps í Færeyjum. „Það hefur hvorki peninga, getu né mann- skap til að texta allar myndir sem eru sendar út. Danskt efni er þar yfirgnæfandi, eða erlent efni með dönskum texta. Það versta við þetta er að fólki finnst þetta alveg eðlilegt. Við verðum að herða sóknina á þessu sviði sem öðrum og halda vel á mál- um.“ „Annars er óhætt að segja að mikill þorri manna í Færeyjum er vakandi fyrir tungunni. Frá árinu 1969 hef ég verið með hálf- tíma langan þátt um færeysku i útvarpinu tvisvar í mánuði og hef orðið var við mikinn áhuga meðal fólks. Það er fjöldinn allur sem svarar fyrirspurnum mínum og ekki eru þeir færri sem leita ráða.“ „Okkur sem vinnum að eflingu færeyskrar tungu hafði lengi dreymt um fá því framgengt að sett yrði á laggirnar færeysk málnefnd. Þetta varð svo að veruleika á þessu ári þegar stofn- uð var fimm manna nefnd, sniðin eftir öðrum málnefndum á Norð- urlöndum. Tilgangurinn með nefndinni er að gefa almenningi, opinberum stofnunum, fjölmiðl- um og fleirum ráð og upplýsingar um færeyskt mál. Sem dæmi um starfsemi málnefndarinnar má taka fundi sem haldnir eru með blaðamönnum einu sinni í mán- uði þar sem rædd eru mál sem komið hafa upp þann mánuðinn og tengjast færeyskunni. Mál- nefndarmenn segja frá þeim vill- um og ambögum sem þeir hafa rekist á í blöðunum, en þetta eru ekki neinar kennslustundir held- ur vinsamlegar samræður sem hafa gefist mjög vel. Þarna geta blaðamennirnir einnig komið með fyrirspurnir og við kynnt þeim nýyrði og borið undir þá ákveðin atriði." „það er skoðun okkar að það sé nauðsynlegt að búa til nýyrði á ákveðnum sviðum, við erum t.d. nýbúnir að kynna lista með nýyrðum sem tengjast tölvu- tækninni. Á þessum vettvangi er mikið um orð af erlendum upp- runa, en nýyrðunum hefur verið vel tekið af flestum. Að sjálf- sögðu voru menn ekki á einu máli um þetta fyrst í stað, en svo hafa þeir sem vinna með tölvur gert þennan nýja orðaforða að sínum. Færeyska orðið yfir tölvu er telda. Það er af sama stofni og íslenska orðið, en myndað á annan hátt, sem samræmist betur færeyskunni. Það er okkar reynsla að best sé að sá orðunum smátt og smátt meðal þeirra sem eiga að nota þau og þá kemur þetta fljótt,“ segir Jóhan Hend- rik Poulsen og bætir því við að lokum að hann sé þrátt fyrir allt bjartsýnn á að færeyskan muni lifa allar þrengingar af. Viðtal: Elísabet Jónasdóttir Mynd: Ragnar Axelsson Kanaríeyjar -Tenerife—Gran Kanari Orugg sólskinsparadís í skammdeginu. Enska ströndin - Ameríska ströndin - Las Palmas- Puerto de la Cruz Dagflug báöar leiöir. Fullkomin þjónusta Beint leiguflug, verð frá kr. 29.840,- ^enskur^rarstjóri. Jólaferö 18. des., 22 dagar. 8. janúar 4 vikur á 3 vikna verði. 4. febr. og 26. febr., 22 dagar. Páskaferð 19. mars, 14 dagar. Þiö veljið um dvöl I íbúöum, án matar, eöa á fjögurra og fimm stjörnu hótelum meö morgunmat og kvöldmat, á eftirsóttustu stöðum Kanaríeyja. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Sjórinn, sólskiniðogskemmtanalíflöeinsog fólk villhafaþaö. Aðrar ferðir okkar: Jólaferð: Landið helga, Egyptaland, London, 18. des. -19 dagar. Kanaríeyjar, brottför alla þriðjudaga, 2, 3 eða 4 vikur. Malta, vetrardvöl. Viku- og helgarferðir til Evrópuborga FLUDFERDIR SDLRRFLUC Vesturgötu 17, simar 10061,15331 og 22100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.