Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 27

Morgunblaðið - 15.12.1985, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 27 verður hvergi að léttfengnum flottheitum. Vel væri hægt að telja Þorvald Skúlason og Jón Stefánsson um sumt mestu andstæður Kjarvals í íslenzkri myndlist, þótt báðir þess- ir málarar byggju yfir ríkulegum artistiskum kenndum. Menn hríf- ast gjarnan af artistanum fyrir það, hve allt er lifandi og létt í verkum hans, hann höfðar sjaldn- ast til hyldýpis hugsunarinnar og þjáningarinnar, þótt verk artist- ans séu sjaldan yfirborðskennd, heldur til hins skarpasta ljóss, lifandi og skáldlegra hugsýna, innilegs léttleika og djúprar, fölskvalausrar tilfinningar fyrir grómögnum lífsins. Það er mikið atriði á tíma sið- ferðilegrar upplausnar og lífsleiða að virkja hrifninguna og gera fólk móttækilegt fyrir því að geta yfir- leitt hrifist af nokkru öðru en til- búinni múgmennsku — niðursoð- inni andlegri fæðu. Menn viðhafa gjarnan ýmis nöfn, er þeir lýsa hinum ýmsu þáttum í list Kjarvals, t.d. mynd- skáld yfir myndir, er þeir sjá í skáldlegt innsæi, mér líkar raunar ekki þetta orð yfir myndlistar- mann, en þó er það svo, að það er einmitt í mörgum slíkum myndum að artistinn kemur gleggst fram hjá listamanninum, og það er ein- mitt það, sem gefur þeim gildi að mínu mati, en ekki þær skáldlegu sýnir, sem þar koma fram. Það er einnig oft, sem þessar undarlegu verur, sem prýða slikar myndir, verði til að efla og styrkja burðargrindina, línurnar í þeim samtvinnast öðrum þáttum mál- verksins, en svo kemur einnig fyrir, að þær virka framandi í myndheildinni, og þar kemur gleggst fram hættan, sem fylgir artistanum, sem sniðgekk Kjarval ekki frekar en aðra mikla artista. Öll þau margbrotnu öfl, sem eru ríkjandi í lífi nútímamannsins, svo sem rafmagn, útvarpsbylgjur, stormsveipir í lofti eða titringur, er fer um gólf og veggi (víbrasjón- ir), sér hann ekki, en hann veit um þau og finnur til þeirra. Þetta eru sem sagt ekki sýnileg, áþreif- anleg form, en þó fyrirbæri, sem veita sér í gegnum mannsins æðar. Málarinn vill, að menn skynji þetta í verkum sínum, en ekki einungis húð eða yfirborð hlutar- ins, sem málverkið er af. Þegar feldur kattarins er strokinn hægt og blíðlega, tekur hann að mala — það er svipað samband við það, sem innra fyrir býr, hið innra gangverk, sem málarinn höfðar til, aðeins mun altækara, leikið á fleiri strengi tilfinninganna. Svo sem sagt hefur verið „þá kemur ljósið innan frá, hver ávöxtur er lampi, hver fiskur, sem dreginn er upp úr vatninu, er sjálflýs- andi... Fáein strik í artistísku málverki Kjarvals geta verið töfrum slung- in, hvort sem í hlut á teikning í túski með lifandi og næmum blæ- brigðum milli hins hvíta svarta eða í litum á lérefti, — tilfinning málarans er framlenging handar- innar og höndin framlenging sál- arinnar. Hin þjálfuðu skynrænu skilaboð, sem höndin fær og fram- kvæmir, þegar teiknað er, eru jafn mikilvæg og það, sem augað nem- ur. Dregið saman í hnotskurn má segja, að Kjarval hafi haft býsna teygjanlega hönd. A köflum hefur Kjarval þraut- unnið myndir sínar, smáflötur er settur við hlið smáflatar, í óendan- legri mergð, þar til myndheildinni er náð. Hér er um að ræða einn merki- legasta eiginleika listamannsins, og er við virðum fyrir okkur þessar myndir, undrumst við, hve töfr- andi ferskar þær eru þrátt fyrir alla þessa miklu vinnu, þrautseigju og bróderí, því svo er sem hann hafi hrist þær fram úr erminni, en með þeim fyrirvara, að þetta er gert með „l’art" — listrænni skynjan og er einungis í meðfæri mikils málara, sem er sér þess að fullu meðvitandi, að gróandinn í náttúrunni verður að endurspegl- ast í málverkinu — þessi undar- lega margslungna kvika í kyrrð auðnarinnar, í lofti og gróandi moldarinnar, þrengja sér inn í innstu afkima skoðandans. Þegar Kjarval málaði, var hon- um fátt óviðkomandi — til að finna til samkenndar og upplifa og þjást með landinu stóð hann, hvernig sem viðraði, úti í náttúrunni og vann samsemd sína með Iandslag- inu og lífi öllu í olíuborinn dúk sinn — skorðaði trönur sínar ámóta fast í jarðveginn og hann skorðaði landið á léreftið, og landið og Kjarval urðu eitt. Úr eigindum himins og jarðar óf hann marg- slungna þræði, þar fann hann Kolfinnu sína og gaf okkur öllum hlutdeild í þeirri miklu ást. Eins og regnboginn vefur sín himin- klæði, rauð, blá, gul og græn, óf Kjarval af palletti sínu glitvefi — frásögn af einmanleika sínum og óstýrilátri lífsgleði yfir á striga sinn. Kjarval er orðinn hlutur, sem íslendingar virðast skilja án tafar, líkt og sumir tónlistarmenn nema Mozart við fyrstu kynni, en verða að erfiða til að tileinka sér önnur tónskáld. Kjarval er hlutur, sem íslendingar geta ekki komist hjá að skilja, því að hann hefur verið alveg rökræn, ósjálfráð tjáning og lýsing á þeim tíma er hann lifði. III Kjarval var sem fyrr segir art- isti út og í gegn, jafnt í lífi og starfi, leikari af guðs náð í vett- vangi dagsins, skrifaði bækur og orti ljóð, var óborganlegur húmor- isti til orðs og æðis. Hann var einn þeirra, sem var gefin sú dýrmæta náðargáfa að geta æst sig upp líkt og slangan er æst upp af hendi töframannsins, og því kom svo margt óvænt og óborganlegt frá honum á öllum sviðum. Hann var oft hugsandi, en aldrei kaldur og sljór. Eitt vita fáir og það er, að hann gat einnig skrifað listrýni, og mun hafa verið sá fyrsti, er skrifaði í íslenzkt blað af nokkurri sérfræði- legri þekkingu og raunsæi. Kjarval var þá námsmaður í Kaupmannahöfn og skrifaði grein um norska listsýningu á Charlott- enborg og birtist greinin 8. apríl 1916 í Isafold 27. tbl., bls. 2. Hér opinberar Kjarval ekki ein- ungis ríka hæfileika til að lifa sig inn í listaverk annarra, heldur og einstæða hrifnæmi, glöggskyggni og ófreska framsýni. Hið unga og ferska var honum hugleikið og þau nöfn er hann nefnir af sextíu og fjórum málur- um og níu myndhöggvurum lýsa mikilli skarpskyggni. Það voru tveir málarar, er Kjarval hreifst mest af, og tek ég skrif hans orðrétt upp hér: „Margir eru þeir fleiri sem ég hef fest hugann við á mínum mörgu ferð- um gegnum sýningarsalina — ég læt nægja að nefna tvo til, sem hafa dregið mig til sín einna sterk- ast, enda þótt þeir séu hvor öðrum ólíkir. Annar er Harald Solberg (Harald Solberg 1869—1935) fædd- ur 1869. Málverk hans eru alveg útaf fyrir sig, og líkjast engu sem ég áður hefi séð á myndum, hann málar helgiblæ náttúrunnar með hrífandi rómantískum einföldum litum. Það er aðdáun mannssálar- innar fyrir hinni hátiðlegu alvöru og kyrrð náttúrunnar, sem hann hefur málað. Og hann hefir áreið- anlega hitt naglann á höfuðið. Maður verður betri við að horfa á myndir hans, hann er svo þögull og sterkur, og svo góður — hann vekur barnið upp í þeirri sál sem skilur hann — og dregur það mót- þróalaust til sinnar upprunalegu móður, náttúrunnar, úti í hinni djúpu hlustandi einveru. Maður man allt í einu eftir hátíðisdögun- um heima á Fróni, og sérstaklega Nýjársmorgni með léttu frosti í hálfbirtingunni þegar tunglið er að hverfa bak við heimafjallið. Hann Solberg er einstakur sem málari, næstum merkilegt að ís- land skuli ekki eiga marga alveg eins og hann. Hinn, sá einasti sem ég hefi tíma til að segja svolítið um, er Munch — Edvard Munch, hinn norski málarajötunn, og það er engin furða þó að Norðmenn standi framarlega í listum á heimsmarkaðinum í augnablikinu, : þar sem þeir hafa slikan mann' í viðbót við sína eldri listkrafta. Ég ætla mér ekki að fara að lýsa neinu af Munchs listaverkum, heldur aðeins virðingarfyllst dáðst að honum. Hann getur skapað svo 1 mörg stór verk enn, með sinni víðtæku þekkingu á listinni, og hann hefur háð svo mörg stríðin í sínum innra manni, og unnið sigur ofan á sigur — sem glöggt má sjá á verkum hans — að hann hefir alla þá möguleika sem lista- maður getur átt til að skapa eitt verkið öðru sterkara og fegurra. Og það er þess vegna að maður trúir hinni svokölluðu yngri lista- . stefnu — eftir að hafa séð Munch : — svo einfaldan í sinni meistara- legu fjölbreytni (variation). Og maður byrjar að trúa því, að fram- tíðin eigi í skauti sinu óunnin lönd, sem listin ein getur unnið og að mögulegt sé að skapa jafn göfuga og góða list í framtíðinni sem nú- tíðarfyrirmyndina. Hellas forn- 'menjar (antiken) og þá seinni guðsandabarna, Rafaello, Rembrandt og Murillo. En á öðru sviði í annarri frígerðri mynd, þar sem samlífið milli þjóðar og lista- manns er betur vakandi en nokkru sinni áður, þar sem þjóðirnar finna vakandi en ekki í draumamóki, lífsþrótt sinn, og margfalda sköp- unarþrá, sem er listarinnar innsta eðli. IV Ungur maður, sem tjáir sig af slíkri innsýni og fölskvalausri, upphafinni hrifningu, hlaut að verða að málara og það af hárri gráðu, — stíllinn í greininni minnir stundum á Jónas Hall- grímsson. Einhvern veginn dettur mér í hug kafli úr Grasaferð Jónasar, sem gæti lýst í fáum orðum heilli sýningu Kjarvals og raunar öllum lífsferli hans: „Veðrið var blítt og hreint, en ekki sá til sólar, því skýjadrög voru um himininn, og hrannaði austurloptið. Það var eins og sveit- in hefði sniðið sér stakk eptir veðrinu: allt var svo kyrrt og blítt yfir að líta, túnin græn og glóuðu í fíflum og sóleyjum; engjarnar líka grænar, en þó nokkuð ljós- bleikari, og sumstaðar hvítir fífu- blettir, táhreinir, eins og nýfallinn snjór. Búsmalinn dreifði sér um haga og hlíðar, og ekkert var að heyra, nema einstaka lækjarbunu og árniðinn í dalnum, eða þá stundum fugla, sem flugu kvak- andi i loptinu, ellegar sátu á ein- hverri hæð og sungu sjer til gam- ans í morgunkyrrðinni. Lengra í burtu var að sjá fagurblá fjöll með sólskins-blettum, og þar breiddi nokkurskonar gleðiblær yfir allt hitt, eins og þegar vonin skín yfir rósama lífstund góðs manns" ... Póst- og síma- málastofnun: 18 ný frí- merki á næsta ári TEKIN hefur verið ákvörðun um eftirtaldar frímerkjaútgáfur á næsta ári: 1. Frímerki með íslenskum fuglum samtals fjögur verðgildi, 6 kr. Maríuerla, 10 kr. Grafönd, 12 kr. Smyrill og Álka 50 kr. Út- gáfudagur 19. mars 1986. 2. Evrópufrímerki í tveimur verð- gildum 10 kr. og 12 kr. Þau eru að þessu sinni helguð umhverf- isvernd og er myndefni íslensku Evrópufrímerkjanna sótt í þjóðgarðana að Skaftá og Jök- ulsárgljúfrum. Útgáfudagur er 5. maí 1986. 3. Norðurlandafrímerki í tveimur verðgildum 10 kr. og 12 kr. og er sameiginlegt myndefni þeirra að þessu sinni tengt vina- bæjahreyfingunni. Myndefni íslensku Norðurlandafrímerkj- anna verður frá Seyðisfirði og Stykkishólmi. Útgáfudagur 27. maí 1986. 4. Frímerki í tilefni aldarafmælis Landsbanka íslands i tveimur verðgildum 13 kr. og 500 kr. Útgáfudagur 2. julí 1986. 5. Fjögur frímerki í tilefni tveggja alda afmælis Reykjavíkur. Út- gáfudagur 18. ágúst 1986. 6. Tvö frímerki í tilefni af því að 80 ár verða liðin frá því síminn kom til landsins og að símakerfi landsins verður allt orðið sjalf- virkt. Útgáfudagur 29. septem- ber 1986. 7. Smáörk (blokk) á Degi frímerk- isins, 9. október 1986. 8. Jólafrímerki í tveimur verðgild- um. Þau teiknar að þessu sinni Björg Þorsteinsdóttir. Útgáfu- dagur 13. nóvember 1986. FrétUtilkynniug. HÁR- OG SNYRTISTOFAN BjóÖum uppá alla hársnyrtingu fyrir dömur, herra og börn. Kwik-slim-fótaaögeröir, andlitsböö og snyrtingar. Nýbýlavegi 14, Kópavogi, sími 46633. Opnunartímar: mánudaga—miövikud. 9—18, fimmtudaga 9—20, föstudaga9—19, laugardaga 10—4. Hver kýs ekki „Gott útlit“ ÞÓRDÍS, ÞORGERÐUR OG DAGBJÖRT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.