Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.12.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 29 ... og draumur- inn um vatnið ... Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Marx Ehrlich: Endurfeðingin. Þýðandi: Þorateinn Antonsson. Útg.: ísafoldarprentsmiðja hf. 1985. A Tarna óvenjuleg bók um margt, öllur heldur meðferð höf- undar á efni sem löngum hefur verið umrætt og umdeilt. Þar er tekið fyrir á býsna nýstárlegan hátt spurningin um það hvort manneskjan endurfæðist ef til vill hvað eftir annað. Og þó er þetta fjarri þvi að vera visindabók, þetta er fyrst og fremst afar spennandi og mögnuð frásaga og lesanda er gefið sjálfdæmi um hverju hann vill trúa. Peter Proud dreymir nánast hverja nótt sömu draumana, þeir eru úr lífi einhvers fólks sem hann kann engin skil á, en þeir eru alitaf hinir sömu og efni þeirra er í senn fráleitt og viðbjóðslegt. Þetta gætu auðvitað verið martraðir sem sál- fræðingar gætu skýrt snöfur- mannlega. Eða hvað? Einhvern veginn er það ekki svo einfalt. Og það kemur að Peter finnur sig knúinn til að ieita hjálpar ef það mætti verða til að draumarnir vikju frá honum. Hann fer í svefn- rannsóknir, hann leitar til sér- fræðinga á öllum sviðum og undir lokin fer að hilla i lausnina: Er hann að dreyma sjálfan sig i fyrra lífi? Peter Proud virðist ósköp jarð- bundinn maður og hugsanir um endurfæðingu, endurholdgun eða önnur líf hafa ekki leitað á huga hans fram að þessu. Svo að varla er undirmeðvitundin að verki hér? Loks verður hann svo gagntek- inn af draumunum, einkum eftir að hann kemst f kynni við vfsinda- og rannsóknarmanninn Hall Bently að hann tekur sér leyfi frá kennslustörfum og virðist reiðubú- inn að brenna allar brýr að baki sér til að komast að hinu ókunna. Þetta er vel gerð bók, hvort sem áhugasviðiö er nú í grenndinni við efnið sem Ehrlich skrifar um. Þegar Peter Proud hefur fundið uppruna sinn eða öllu heldur sitt fyrra sjálf, sýnir höfundur mikla kunnáttusemi og ritfimi til að leiða söguna til lykta, svo að lokakaflinn verður ekki fáránlegur, heldur áhrifamikill punktur þessarar ótrúlegu en framúrskarandi læsi- legu sögu. Það er sjaldan sem ég get verið alveg dús við kynningu forlaga á kápu, en hér er eiginlega ekki neitt ofsagt. Mér sýnist þýðing Þorsteins Antonssonar vera á ágætu máli og honum tekst ágætlega að skila spennu og stígandi frásagnarinn- ar. Bráðum koma jólin... T.." Gefum lifinu lit! reglulega af ölmm , fjöldanum! Við eigum ekki endilega við, að þú eigir að mála bæinn rauðan, en bendum þér á að þú getur gjörbreytt umhverfi þínu með smávegis málningu. Þú málar auðvitað með HÖRPUSILKI. Með HÖRPUSILKI má mála bæði úti og inni. I HÖRPUSILKI fara saman kostir sem birtast í frábæru slit- og veðrunarþoli. HÖRPUSILKI er viðurkennd afburða málning. HÖRPUSILKI er ódýr miðað viö gæði. HÖRPUSILKI er fáanlegt í 28 staðal- litum, þar með töldum öllum tískulitun- um, síðan er hægt að fá blandaða iiti að vild. Með því að bæta HÖRPUSILKI HERÐI út í málninguna má auka gljástig hennar úr 3% í 10% og þá jafnframt auka slitþol hennar til muna. Nú .. . Hægt er að fá nánari upplýsingar um HÖRPUSILKI í málningarvöruversl- unum, hjá málarameisturum, Bygginga- þjónustunni, sölumönnum okkar eða á rannsóknarstofu, í HÖRPU-handbókinni eða hjá öllum þeim fjölda ánægðra viðskiptavina sem fyrir eru, - vonandi verður þú einn þeirra. Skúlagötu 42 125 Reykjavík Pósthólf 5056,® (91)11547 HARPA gefur lífinu lit! Áskriftarsíminn er 83033 í.^éL.j.a.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.