Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 37 Húsatóftaætt Bókmenntir Sigurjón Björnsson Húsatóftaætt. Niðjatal Jóns Sæ- mundssonar og kvenna hans Margr- étar Þorláksdóttur og Valgerðar Guðmundsdóttur. Þorsteinn Jónsson tók saman. Sögusteinn-bókaforlag. Reykjavík, 1985,247 bls. Rit þetta, sem telst Niðjatal I í íslensku ættfræðisafni og Þorsteinn Jónsson ritstýrir, er niðjatal Jóns Sæmundssonar útvegsbónda á Húsatófum í Grindavík og eigin- kvenna hans tveggja. Þá eru og framættir Jóns og kvenna hans raktar á 28 blaðsíðum. For.: Kolbeinn Sigurðsson, bóndi á Seli í Grímsnesi, síðar í Hjálmholti, f. 12. maí 1836, d. 3. júlí 1935 og k.h. Ingigerður Ögmundsdóttir, f. 1. nóv. 1832, d. 25. ágúst 1915. Barn þeirra: a) Kristinn f. 13. mars 1884. Þetta er að sjálfsögðu prýðilega skýrt og skipulegt og má telja það mér til sérvisku og smámunasemi að vilja hafa lítillega breyttan hátt á. Ég tel betur fara á að fæðingar- staður komi á undan fæðingardegi, dánarstaður á undan dánardegi, dvalarstaður og starf á milli fæð- ingar- og dánarártals. Þá er og óþarft að setja fæðingardag og -ár barns hér, þar sem það kemur Þorsteinn Jónsson aftur síðar (í 3a). Þetta síðasta þýðir að fæðingardagur og -ár langflestra kemur tvisvar í bók- inni. En allt eru þetta smámunir. 1 raun er uppsetningin faglegri og betri en í flestum öðrum ættifræði- ritum. Ástæða er til að geta um sér- staklega vandaða mannanafna- skrá. Öll mannanöfn, sem fyrir koma í bókinni eru þar skráð og fæðingarár er tilgreint í svigum aftan við hvert nafn. Þegar skírn- arnafn kemur fyrst fyrir í skránni er það sett með dekkra letri. Nafnaskráin er alls 32 bls. Þa er í lokin skrá yfir höfunda mynda (annarra en mannamynda) og teikninga, þar sem ástæða er til að geta slíks. Að sjálfsögðu hef ég ekki getað kannað, hversu efnislega rétt bók- in er. Augljósar villur sá ég ekki, þó að seint leiti maður af sér grun í bók sem þessari. Prófarkir virð- ast hafa verið lesnar af vandvirkni. Niðjatal þetta er þannig hið vandaðasta að allri gerð. Brot er þægilega stórt, pappír góður og fallegt band. Það er óefað eitt hiö glæsilegasta rit sinnar tegundar sem hér hefur sést. Jón Sæmundsson fæddist árið 1798 og andaðist 1863. Margrét fyrri kona hans fæddist 1807 og dó 1855. Seinni kona hans Valgerð- ur var fædd 1824 og dó árið 1886. Með fyrri konu sinni eignaðist Jón fimmtán börn og fjögur með þeirri seinni. Ættir eru frá níu þessara systkina. Þar sem ættin er lengst fram gengin eru ættliðir orðnir átta, en það er þó ekki nema ör- sjaldan (einu sinni að ég held). Langflestir afkomendur eru frá Sæmundi Jónssyni, Einari Jóns- syni, Þorláki Jónssyni og Einari Jónssyni yngra. Fimmta systkinið, Maren Margrét, átti og allmarga afkomendur, en mjög fáir eru frá hinum fjórum. Eins og áður getur voru ætt- foreldrarnir búsettir í Grindavík og á Suðurnesjum dvelst nú all- mikill hluti ættarinnar, enda þótt yngri ættliðir hafi að sjálfsögðu dreifst víða. Margt er hér kunnra manna og kvenna að finna, og virðist mér ætt þessi einkennast mjög af vel- gerðu, þróttmiklu og athafnasömu fólki. Mjög er myndarlega og vel að þessu riti staðið á alla lund. Þor- steinn Jónsson ættfræðingur hefur haft veg og vanda af samningu þess, en haft útgáfunefnd úr hópi niðjanna sér til trausts og halds. I formála lýsir Þorsteinn því hvernig verkið var samið. Þetta er „hreint" ættfræðirit, ef svo má segja. Einungis er gerð grein fyrir nafni, fæðingardegi og ári, starfi, dvalarstað, dánardegi og ári, maka á sama hátt, svo og foreldrum hans, og að sjálfsögðu börnum. Ég kann þessu vel, þar sem mér finnst alltaf hálf an- kannalegt, þegar verið er að til- færa umsögn um einn og einn mann, tína til viðurnefni o.þ.h. Það finnst mér eiga heima annars staðar. Skráningarkerfi er skýrt og auuðvelt til skilnings (la, lb, lc o.s.frv.; 2a, 2b..). Er mjög auð- velt að finna einstaklinga í bókini, m.a. af því að nöfn flestra af eldri ættliðum eru sett í ramma efst á blaðsíðu, og börn og barnabörn Jóns og kvenna hans, sem ættir eru frá, eiga sér sérstaka kafla (27 alls). Þá er það til mikils hagræðis að nöfn allra afkomenda svo og maka þeirra eru sett með dekkra letri. Mikill fjöldi mynda er í bókinni. Margar myndir eru af húsum, bæjum og úr þjóðlífi viðkomandi ættinni. Þá eru á annað þúsund mannamyndir. Er mikill kostur að mannamyndir eru ávallt þar sem fólksins er getið. Skráning fylgir ákveðinni reglu, sem ekki virðist vera vikið frá. Dæmi: 2c Hólmfríöur l>orvaldsdóttir, f. 22. maí 1864 á Flankastöðum í Miðneshr., d. 8. júlí 1948 í Rvk. hfr. Njálsgötu 1, Rvk. — Barns- faðir: Ögmundur Kolbeins- son. f. 30. júlí 1863 á Seli í Grímsnesi., d. 31. júlí 1930 í Hjálmholti í Hraungerðishr., Árn., bóndi í Hjálmholti. Afmæliskringla. Uppskriftin er á luten Blue Star umbúðunum. § Hiein og feisk náttúruafurð Gluten Blue Star er náttúrulegt, óbleikjað hveiti. Heimabaksturinn fær þess vegna fallegan, gullinn blæ. Gluten Blue Star er danskt hveiti sem blandað er amerísku mjöli. Hátt hlutfall Sterkju (gluten) tryggir frábæra bökunareiginleika og fallegan bakstur. Prófaðu uppskriftirnar á umbúðunum. í versluninni þar sem þú kaupir Gluten Blue Star færðu einnig bækling með uppskriftum að girnilegum kökum og tertum, Gluten BJue Star. Danskt hveiti blandað amerísku mjöli. Biðjið um hveitið með bláu stjömunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.