Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 Maðurinn sem framleiddi „Gaukshreiðrið“ og „Amadeus“: Saul Zaentz TRÚIN flytur fjöll, var sagt í gamla daga, og þad virðist vera eina máltckið sem heimfæra má yfir á kvikmyndaframleiðandann Saul Zaentz — hann hefur alla tíð farið eigin leiðir. Hann hefur sýnt á undangengnum árum að hug- myndir, sögur, eða leikrit, sem fæstir töldu mögulegt að gera kvikmynd eftir, eru í rauninni efni í stórbrotin listaverk. Það var Saul Zaentz sem kom því í kring að gerðar voru kvikmyndir eftir skáldverki Ken Keseys, Gauks- hreiðrinu (One Flew Over the Cuckoo’s Nest) og leikriti Peter Shaffers, Amadeus. Hann hefur beint augum fjöldans að verkum sem margir töldu að aðeins fræð- ingar vegsömuðu. „Þeir sem fara eftir smekk aimennings eru á eftir tímanum“ Enginn vill sjá slíka mynd, var viðkvæði manna þegar Zaentz leitaði að fjármagni til að fram- leiða Gaukshreiðrið fyrir tíu árum. Gaukshreiðrið varð ein umtalaðasta og rómaðasta kvik- mynd áttunda áratugarins. Og sagan endurtók sig þegar Zaentz lagði í það þrekvirki að kvik- mynda Amadeus. Sérfræðingar í kvikmyndaheiminum sögðu: 47% þeirra, sem sækja bíóin að jafnaði, eru undir 18 ára aldri. Zaentz svaraði: Þá gerum við myndina fyrir hin fimmtíu og þrjú prósentin. Saul Zaentz hefur aldrei látið blekkjast af talnaleikjum mark- aðsrannsókna og hann hefur lítið álit á þeim sem flokka kvikmynd- ir eftir ákveðnum heitum (ungl- ingamyndir, o.s.frv.) Hann er sannfærður um að þeir sem fara eftir smekk og áliti almennings séu ætíð á eftir tímanum. Hann kærir sig kollóttan um hvort hugmynd eða saga, sem hann heillast af, sé líkleg til vinsælda eða ekki. Þú verður að trúa heilshugar á það sem þú ætlar að gera, segir Zaentz, annars gengur þér illa, hvorttveggja í einkalífi og starfi. Zaentz hefur auðgast á stað- festu sinni og frumleika, lífið hefur verið honum ávaxtarikur aldingarður. Hann stofnaði í ósköpunum er hægt að gera kvikmynd úr þesu? Zaentz er þegar kominn á skrið með Tilveruna eftir Kundera. Hann hefur fengið Philip Kauf- man til að skrifa handritið og leikstýra. Þeir félagar eru ekki bangnir við hugleiðingar skálds- ins um kærleikann, tónlist, bók- menntir og heimspeki, sem eru meginuppistaða bókarinnar. Zaentz lítur ekki á bókina sem heimspekirit, heldur sem inni- haldsríka föblu um ástir og vin- áttu fólks sem lifir á tímum óróa og uppreisnar, nánar tiltekið í Prag 1968. Kaufman er ákaflega hamingjusamur þessa dagana, enda metur hann engan bókar- höfund meir en Milan Kundera. Hann segir að bókin sé svo merkileg að mörgum hafi sést yfir hana, hreinlega ekki komið auga á dramatíska möguleika hennar, að einungis hugdjarfur og frumlegur og nægilega galinn maður eins og Saul Zaentz skuli leggja það á sig að umbreyta henni í kvikmynd. Framleiðand- inn og leikstjórinn eru sammála um að kvikmyndina „Óþolandi léttleiki tilverunnar" verði engan veginn hægt að flokka eftir gömlu aðferðinni, því hún sé ekki aðeins um fullorðið fólk fyrir fullorðna, heldur einnig fyrir þá og þær sem bíða þess að fullorðn- ast. Samantekt: HJÓ. plötufyrirtækið Fantasy Records á sjötta áratugnum. Hann byrj- aði strax að veðja á óþekkta hæfileikamenn, en það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum að Zaentz fór að sjá árangur erfiðis síns. Hann gaf út plötur fjöl- margra listamanna, þeirra á meðal hina vinsælu Creedence Clearwater Revival. Zaentz sneri sér að kvikmyndunum um það leyti sem sú ágæta hljómsveit hætti. Fyrstu myndina fram- leiddi hann árið 1972, það var „Pay Day“. Því næst kom Gauks- hreiðrið (1975), Lord of the Rings (1978), en sex ár liðu þar til Amadeus sá dagsins ljós. Þaö er eins með þessar áætlan- ir Zaentz og hinar fyrri, vinir, samstarfsmenn og aðrir hrista höfuðin í forundran og spyrja: hvernig dettur manninum annað eins í hug? Það er nefnilega með þessar tvær bækur að ekki virðist hægt að kvikmynda þær; Bý- flugnaströndin er yfirgripsmikil lýsing manns á flótta hans undan siðmenningu Vesturlanda inn í frumskóga Hondúras (minnir á „Henderson The Rain King eftir Bellow); Óþolandi léttleiki tilver- unnar er blanda af skáidskap og heimspekilegum hugleiðingum. Er það nema von að menn reki upp stór augu, og spyrji: hvernig Fyrsta þrekvirki Zaentz á kvik- myndasviðinu var að kaupa kvik- myndaréttinn að Gaukshreiðrinu og heyja stríð gegn fordómum og efasemdum vina og samstarfs- manna. Með tvö stórvirki Saul Zaentz er bókabéus og er því ekki að undra þótt hann sæki gjarnan efni í kvikmyndir sínar úr hugarheimum góðra skálda. Hann hefur þegar tryggt sér kvikmyndaréttinn að tveimur bókum og vinnur um þessar mundir að myndunum eftir þeim. Þessi verk eru „The Mosquito Coast" eftir Paul Theroux og „The Unbearable Lightness of Being (Hinn óþolandi léttleiki tilverunnar) eftir tékkneska hugsuðinn ogrithöfundinn Milan Kundera, sem býr í Frakklandi. Úr Amadeus, sem Saul Zaentz framleiddi. Amadeus hefur farið sigurför um heim allan, fékk helstu Óskara síðasta árs og hefur hresst upp á minninguna um Mozart sjálfan og Salieri. Kvikmyndafram- leiðandinn Saul Zaentz. 9 ■ ' '• ->■ SKRIFSTOFUFÓLK!!!!! KYNNUM í DAG LABOFA-HEILSUSTÓLINN Á MILLI KL. 14—17. Sjúkraþjálfarar leiöbeina um rétta setu og annað sem máli skiptir í sambandi við hollustuvernd. Láttu sjá þig — viö bjóöum uppá kaffi í nýja húsinu viö Hestháls 2—4. krisdAn SIGGEIRSSON SKRIFSTOFUHUSGOGfM Hesthálsi 2-4 • sími 672110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.