Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.12.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. DESEMBER1985 Svipmynd á sunnudegi/Corazon Aquino Frá flugvellinuni á Manilla eftir morðið á Benigno Aquino. Hljóðlát húsmóðir er að verða sameinmgartáknið í and- stöðunni við Marcos forseta Corazon Aquino Salvador Laurel Sú ákvörðun Corazon Aquino, ekkju Ben- igno Aquino, að bjóða sig fram í forsetakosningun- um á Filippseyjum, gegn Marcosi forseta, kemur í kjölfar vangaveltna og viðræðna milli stjórnar- andstöðu hópa sem telja öllu skipta fyrir lýðræði og velferð Filippseyja að Marcos verði ýtt úr sessi. Corazon Aquino og Salvador Laurel, einn af helztu andstæð- ingum Marcosar, höfðu, að því er talið var, ætlað að reyna að ná sem víðtækastri samstöðu og sögðu bæði fyrir fáeinum vikum, að þau stefndu að því að snúa bökum saman. Bæði létu þá að því liggja, að það skipti ekki máli, hvort yrði í framboði til forseta og hvort til varaforseta. Salvador Laurel lýsti yfir ein- dregnum stuðningi við Corazon, eftir að þær raddir tóku að gerast háværari að framboð þar sem hún væri forsetaefni en Laurel skipaði sæti varaforsetafram- bjóðanda. Þetta kom fram í ýms- um viðtölum og greinum, meðal annars í Far Eastern Economic Review sem er eitt áreiðanleg- asta ritið sem er gefið út í Suð- austur-Asíu. Um hríð leit út fyrir að allt væri komið í háa loft innan stjórnarandstöðunnar og Laurel tregaðist við að viður- kenna að hann hefði lýst yfir stuðningi við Corazon. Þessi klofningur innan stjórnarand- stöðunnar kætti Marcos forseta og stuðningsmenn hans og bentu á að þetta kæmi auðvitað ekki á óvart, þar sem stjórnarandstað- an væri bæði veik og auk þess allt logandi þar í sundurlyndi. Síðustu fregnir benda nú til að ágreiningurinn hafi verið lagður til hliðar og er það fagn- aðarefni að margra dómi. Corazon Aquino var án efa treg til að láta undan áskorunum að fara í framboð gegn Marcosi. Þó að tilkynning um kosningarn- ar hafi komið ári fyrr en ætlað var hafði fyrir löngu verið byrjað að skeggræða þann möguleika að Corazon yrði stefnt gegn honum þegar þar að kæmi. Hún fór fram á umhugsunarfrest og síðan sagðist hún ekki myndu fara fram nema að minnsta kosti milljón kjósendur undirrituðu áskorun til hennar. Nú hefur ein milljón kjósenda og rösklega það beðið hana með undirskrift sinni að bjóða sig fram og hún hefur orðið við þeirri áskorun. Corazon Aquino er auðvitað ekki stjórnmálamaður og af- skipti hennar af stjórnmálum hófust ekki fyrr en eftir morðið á eiginmanni hennar fyrir tveim- ur árum. Hún þykir ekki mikil ræðumanneskja, en hún höfðar fyrst og fremst til tilfinninga fólks; hún er sameiningartákn Filippseyinga þeirra milljóna sem andsnúnir eru Marcosi. Corazon Aquino fæddist 25. janúar 1933 og er af efnuðum foreldrum komin. Hún var í einkaskóla sem rekinn var af kaþólskum nunnum í Manilla og hélt síðan til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og nam við Ravel Hill-háskólann í Fíladelfíu og Notre Dame í New York. Að svo búnu hugðist hún leggja stund á laganám i Manilla eftir að hún flutti heim. Um þær mundir kynntist hún mannsefni sínu, Benigno Aquino, sem þá var að hefja stjórnmálaferil sinn og var yngsti borgarstjóri í Con- ception, heimaborg sinni, sem því embætti hafði gegnt. Innan fárra ára ætlaði hann sér að verða landsstjóri í fylkinu og hann var yngsti þingmaður sem hafði verið kjörinn á þing og þá þegar var hann tekinn að renna hýru auga til forsetaembættisins. Þegar hér var svo komið sögu, ár eftir af kjörtímabili Marcosar forseta og hann lét leiða í gildi herlög í landinu og Aquino var handtekinn og sat í fangelsi næstu áttaárin. Corazon Aquino segir að þau átta ár hafi verið erfiðasti tími ævi hennar fyrir hana og fimm börn, sem bætzt höfðu í bú þeirra hjóna. Eftir átta ára fangavist var Aquino sleppt af heilsufars- ástæðum og vegna mikils þrýst- ings erlendis frá meðal annars frá Bandaríkjamönnum. Hann og fjölskylda hans fóru þá til Bandaríkjanna og eftir að Aqu- ino hafði leitað læknishjálpar, ákváðu þau að setjast að í Boston, þar eð Aquino gerði sér mæta vel grein fyrir því að Marcos myndi láta grípa hann ef hann sneri aftur heim. Eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum ákváðu þau hjón að halda heimleiðis. Niðurstaða Benigno var sú, að Filippseyjar römbuðu á barmi borgarastyrj- aldar. Efnahagsmálin voru í rúst. Stjórnarandstaðan gat ekki sameinazt gegn Marcosi og áhrif kommúnista fóru vaxandi. Þau ár sem Aquino var búsettur I Bandaríkjunum kom æ skýrar á daginn, að andstæðingar Marcos- ar treystu Aquino manna bezt til að fylkja stjórnarandstöðunni að baki sér og hefja pólitíska baráttu fyrir því að Marcos færi frá. En þetta fór allt á annan veg eins og margsinnis hefur verið fjallað um í fréttum og greinum. Aquino var skotinn til bana á flugvellinum og nú hefur hæsti- réttur komist að þeirri niður- stöðu að Ronald Galman sem upprunalega var grunaður um verknaðinn hafi framið ódæðið og stuðningsmenn Marcosar, einkum og sér í lagi Fabius Ver, yfirmaður herafla landsins, verið sýknaður. í hugum Filippseyinga — að minnsta kosti mikils fjölda þeirra — er þessi úrskurður enn eitt dæmið um það spillingarbæli sem Filippseyjar eru orðnar undir stjorn Ferdinands Marcos- ar. Corazon var spurð að því nýlega hvort hún myndi fyrir- gefa Marcosi það sem hann hefði gert á hluta fjölskyldunnar og gleyma því ef hún næði kosningu. »Ég er ósköp venjuleg mann- eskja," hreytti hún út úr sér. „Ég er ekki dýrlingur." Corazon Aquino hafði, sem fyrr segir, naumast engin afskipti af stjórnmálum meðan maður hennar lifði. Hún annaðist um börn þeirra fimm af stakri alúð og sinnti heimilisstörfum. Stöð- ugur gestastraumur áhangenda Aquinos var á heimilinu og hús- freyja hafði í mörg horn að líta. Hún er sögð vingjarnleg í við- móti, laus við tilgerð og þrátt fyrir að foreldrar hennar ólu hana upp i allsnægtum er hún fjarri því að vera lúxusmann- eskja. Hún er vel menntuð, sögð eðlisgreind og það sem meira er manneskja með heilbrigðar skoð- anir. Hún hefur tekið við hug- sjónakyndli þeim sem maður hennar reyndi að halda á lofti. Takist henni að heyja hressa og raunsæja kosningabaráttu, ná sáttum við fylgismenn Salvadors Laurels, að ekki sé nú minnzt á ef þeim tekst að vinna saman og mynda breiðfylkingu gegn Marc- os forseta — kynni svo að fara að ekki einu sinni bellibrögð þeirra Imöldu og Marcosar dygðu til að koma í veg fyrir að hún bæri sigurorð af Ferdinand Marcosi. (Heimildir m.a. Ap. Far Eastern Economic Review o.fl.) Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir Eskifjörður: Góðar gjafir til Grunnskólans Eakifirdi, 13. desember. LIONSKLÚBBIIK Eskifjarðar afhenti Grunnskóla Eskifjarðar að gjöf fullkomið litasjónvarpstæki, myndbandstæki og upptökuvél fvrir myndband. Var skólastjóra grunn- skólans, Jóni Inga Kinarssyni, form- lega afhentar gjafirnar nú á dögun- um. Skólastjórinn lýsti ánægju sinni með gjafirnar og þakkaði klúbbn- um stuðning hans við skólann og kvað skólanum nú berast margar góðar gjafir. Fyrir nokkrum dög- um fékk skólinn þrjár tölvur að gjöf frá Halldóri Jensen fyrrver- andi framkvæmdastjóra Pöntun- arfélags Eskfirðinga. - Ævar M orgu n blaðið/ Ævar Frá afhendingu gjafanna I grunnskólanum. Jón Ingi Einarsson skólastjóri (t.v.) tekur við tækjunum frá Kristni Guðmundssyni formanni Lionsklúbbs Eskifjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.